Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

20. fundur
Fimmtudaginn 27. október 1994, kl. 17:22:36 (888)

[17:22]
     Anna Ólafsdóttir Björnsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég fæ ekki séð hvers vegna ekki er hægt að túlka það sem stuðning við mannréttindabrot í Tyrklandi ef við höldum áfram að hafa þau samskipti sem við höfum. Ég lýsi mig ósammála hæstv. utanrrh. að því leyti til að ekki sé ástæða til þess að kanna tengsl ríkja á milli, þar á meðal viðskiptatengsl ef sérstakt tilefni gefst til. Það er svo sem ekkert athugavert við það að fólk hafi misjafnar skoðanir á þeim málum en ég vil alla vega að mín afstaða komi þar í ljós.