Grunnskóli

23. fundur
Þriðjudaginn 01. nóvember 1994, kl. 19:04:14 (1018)
[19:04]
     Valgerður Sverrisdóttir (um fundarstjórn) :
    Hæstv. forseti. Það er út af orðum forseta að samkomulag sé um að ljúka umræðu um grunnskólann. Ég stóð í þeirri meiningu að samkomulag væri um að halda kvöldfund en ekki hefði falist í því að ljúka umræðunni. Ég vildi að þetta kæmi hér fram þannig að hæstv. forseti geti þá leiðrétt það ef þetta er ekki rétt með farið.