Tilkynning um utandagskrárumræðu

25. fundur
Fimmtudaginn 03. nóvember 1994, kl. 10:34:59 (1105)



     Forseti (Valgerður Sverrisdóttir) :
    Áður en gengið er til dagskrár vill forseti tilkynna um utandagskrárumræðu sem fer fram í dag kl. hálf tvö. Málshefjandi er hv. 2. þm. Austurl., Jón Kristjánsson, og beinir hann máli sínu til hæstv. félmrh. Umræðan fer fram samkvæmt 1. mgr. 50. gr. þingskapa, þ.e. hálftíma umræða. Efni umræðunnar er áhrif meðlagsgreiðslna á fjárhag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.