Tilhögun utandagsskrárumræðu

31. fundur
Miðvikudaginn 09. nóvember 1994, kl. 16:19:01 (1398)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Vegna orða hv. 8. þm. Reykn. þá vill forseti upplýsa að óskað var eftir utandagskrárumræðu til að gefa yfirlýsingu en ekki til að bera fram fyrirspurn til ráðherra. Það er hvort tveggja mögulegt skv. 1. mgr. 50. gr. þingskapa. Forseti hefur ekki fyrir fram upplýsingar um ræður manna eða hvað þeir vilja ræða um í utandagskrárumræðu, --- það eina sem forseti hefur er heiti umræðunnar og var upplýst hér strax í upphafi fundar um hvað hún væri. (Gripið fram í.) Það var um skattlagningu tekna blaðburðafólks og fleiri. Þetta var heiti umræðunnar og þetta upplýsti forseti. Ástæðan fyrir fundi sem haldinn var með formönnum þingflokka var sú að það er heldur óvenjulegt að ráðherrar biðji um slíka umræðu en það hefur gerst áður. Það er hægt að nefna dæmi um það og það veit ég að hv. 8. þm. Reykn. þekkir.