Fyrirspurn um launaþróun sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga

43. fundur
Mánudaginn 28. nóvember 1994, kl. 16:42:21 (1987)


[16:42]
     Ólafur Ragnar Grímsson :
    Virðulegi forseti. Tvennt er mikilvægt í þessu máli sem snýr að þinginu. Annað er það að þessar upplýsingar komi fram, hitt er að umræður geti farið fram í þinginu um upplýsingarnar ef ástæða þykir til.
    Ég vil í sjálfu sér virða þann vilja hæstv. fjmrh. að vera reiðubúinn að svara þessum spurningum síðar í þessari viku ef ég breyti fsp. og bið um skriflegt svar. Ástæðan fyrir því að ég gerði það ekki í upphafi var að það vill oft dragast að skriflegum fsp. sé svarað í þinginu en meiri þrýstingur í tíma á að svara fsp. í því formi sem hún er nú.
    Í trausti þess að hæstv. fjmrh. muni svara spurningunni í þessari viku er ég reiðubúinn að breyta þskj. og biðja um skriflegt svar. Ég óska þá eftir því við hæstv. forseta að verði talin ástæða út af svarinu að efna til sérstakra umræðna í þinginu þá verði það leyft og við semjum um það hvaða form verður á því þegar upplýsingarnar hafa komið fram. Það er ekkert kappsmál í þinginu hvert formið er, aðalatriðið er það að við getum með öflun upplýsinga lagt okkar af mörkum til þess að alvarlegar viðræður milli samninganefndar ríkisins og samninganefndar sjúkraliða geti hafist.