Framlag til vegamála

51. fundur
Miðvikudaginn 07. desember 1994, kl. 14:07:03 (2328)


[14:07]
     Jóhann Ársælsson :
    Hæstv. forseti. Þetta orðalag á bls. 342 í fjárlagafrv. verður ekki skilið með þessum hætti. Það hlýtur þá að hafa verið einhver misskilningur hjá þeim sem samdi þessa klausu sem olli því að svona var til orða tekið. Skerðingunni er m.a. ætlað að standa undir útgjaldaaukningunni á þessu og síðasta ári vegna hins sérstaka framkvæmdaátaks í atvinnumálum. Ég tel að það sé varla hægt að misskilja þetta. Þessi skerðing átti sem sagt að dragast frá upphæðinni sem tekin var að láni vegna framkvæmdaátaksins. Það er mjög mikilvægt að þessi skilningur verði staðfestur og hæstv. ráðherra sé ekki að víkja sér undan því að staðfesta það sem hér stendur. Hann verður þá a.m.k. að lýsa því yfir að þarna hafi verið einhver misskilningur á ferðinni þegar menn sömdu plaggið.