Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1995

56. fundur
Þriðjudaginn 13. desember 1994, kl. 00:17:08 (2612)


[00:17]
     Jóhann Ársælsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég heyri ekki betur en að hæstv. ráðherra sé að staðfesta það sem ég sagði áðan, að sá skilningur hljóti að verða á þessu máli að ef sveitarfélög sem hafa fleiri íbúa en 2.000 vilja ekki eða víkja sér undan því, og það geta þau, að taka ákvörðun um að láta veiða þessi kvikindi verður þar með

ekkert af neinum veiðum og þetta virkar þá bara sem friðun. Ef ekki þá verða sveitarfélögin að ráða skotmenn og bera af því þennan kostnað. Það er það sem ég er að halda fram að ef þessi skotmaður er ekki ráðinn þá er ekki heldur leyfilegt að skjóta dýr utan grenjatíma. Það er það sem ég held að hefði þurft að fara yfir og skoða hvort ekki þurfi að tryggja með einhverjum hætti frjálsar veiðar, að þær séu leyfilegar utan grenjatíma.