Brunatryggingar

62. fundur
Laugardaginn 17. desember 1994, kl. 13:13:51 (2864)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Ef verið er að óska eingöngu eftir að fresta þessari atkvæðagreiðslu eða gera hlé á fundinum vegna atkvæðagreiðslu þá sér forseti ekkert athugavert við það og getur gert hlé á fundinum ef um það er beðið. Forseti hefur þá misskilið hv. þm. sem var að óska eftir að þessu mál yrði frestað. Forseti gerir fundarhlé í 15 mín. Forseti telur að það hljóti að duga því þetta eru ekki margar atkvæðagreiðslur sem um er að ræða.
[Fundarhlé. --- 13:15]