Fjáraukalög 1994

64. fundur
Þriðjudaginn 20. desember 1994, kl. 15:31:07 (2929)



[15:31]
     Sturla Böðvarsson (um fundarstjórn) :
    Hæstv. forseti. Vegna ræðu hv. 8. þm. Reykn. vil ég segja að það er mjög mikil nýlunda ef það þarf að vera efni til þess að fresta fundi að það séu skiptar skoðanir um stórmál. Það er alveg nýtt hjá þeim hv. þm. ef hann er ekki reiðubúinn til þess að taka þátt í umræðum og reyna að komast að niðurstöðu í þingsalnum en ekki hlaupa úr þingsal og fresta málum. Ég vil, hæstv. forseti, leggja ríka áherslu á það að að sjálfsögðu ljúkum við umræðunum. Það kemur væntanlega engum á óvart að það eru skiptar skoðanir um jarðræktarframlög eða framlög til landbúnaðar en þau viðbrögð koma mér satt að segja mjög mikið á óvart sem hér hafa orðið og ekki síst hjá hv. 2. þm. Austurl. sem tekur undir það að umræðunni skuli hætt vegna þess að gert er ráð fyrir því að hv. fjárln. fái upplýsingar um úthlutun fjármuna. Ég minnist þess

að hv. stjórnarandstæðingar í fjárln. hafa ítrekað óskað eftir því að það kæmi fram í heimildum 6. gr. að þær yrðu ekki afgreiddar nema fjárln. hefði annaðhvort fjallað um það eða jafnvel samþykkt þannig að það er ekkert nýtt undir sólinni í þessum efnum.
    Ég vil, hæstv. forseti, leggja áherslu á það að þessi umræða geti farið fram og það á a.m.k. ekki að koma hv. 8. þm. Reykn., fyrrv. fjmrh., á óvart að formaður landbn. hafi sitthvað við það að athuga með hvaða hætti jarðræktarframlög eru greidd.