Fjáraukalög 1994

66. fundur
Miðvikudaginn 21. desember 1994, kl. 11:48:40 (3002)


[11:48]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það samkomulag sem hv. þm. vitnaði til að gert hefði verið í fjárveitingum til spítalanna er einungis gert á milli ráðuneyta. Það er einungis gert á milli heilbrrn. og fjmrn. Það hefur ekki verið gert við stjórn Ríkisspítala. Ég hygg að þær beiðnir og áherslur sem stjórn Ríkisspítala hefur sett sérstaklega fram hafi ekki verið virtar mjög mikils í þessu svokallaða samkomulagi sem gert hefur verið milli ráðuneyta. Ég vil bara benda á það að eins og ég sagði áðan er aðstaða kvenna hér bæði hvað varðar glasafrjóvgun, mæðravernd og fæðingar svo miklu, miklu verri en við eigum að venjast úti á landsbyggðinni. Þar getum við státað af því að aðstaðan fyrir okkar fæðandi konur er miklum mun betri. Það þekki ég mjög víða á landsbyggðinni. Og það er mjög brýnt að bæta úr þessari aðstöðu hér.