Fjárlög 1995

66. fundur
Miðvikudaginn 21. desember 1994, kl. 20:54:43 (3071)


[20:54]
     Sigríður A. Þórðardóttir :
    Virðulegur forseti. Ég mæli fyrir brtt. á þskj. 426 við frv. til fjárlaga fyrir árið 1995, frá menntmn.
    Menntmn. hefur fjallað um úthlutun heiðurslauna listamanna fyrir næsta ár. Nefndin leggur til að 17 listamenn njóti heiðurslauna á árinu 1995. Jafnframt gerir nefndin tillögur um að hver heiðurslaun hækki úr 875 þús. kr. í 900 þús. kr.
    Af þeim 16 sem hlutu heiðurslaun í ár eru tveir látnir. Nefndin gerir tillögu um að Ásgerður Búadóttir, Helgi Skúlason og Stefán Hörður Grímsson bætist í hóp þeirra listamanna sem njóta heiðurslauna.
    Menntmn. stendur einróma að þessari tillögu.