Fjárlög 1995

66. fundur
Fimmtudaginn 22. desember 1994, kl. 02:01:06 (3152)


[02:01]
     Félagsmálaráðherra (Rannveig Guðmundsdóttir) :
    Virðulegi forseti. Þessi tillaga er um heimild til að endurgreiða kostnað af endurteknum kosningum um sameiningu sveitarfélaga og sveitarstjórnarkosningum sem leitt hafa eða munu leiða af mistökum við undirbúning að kosningum um sameiningu sveitarfélaga á sl. tveimur árum. Jöfnunarsjóður hefur heimild til að greiða kostnað sem þennan og ég tel fullvíst að kostnaður sem leiðir af endurteknum kosningum á þessum tíma verði greiddur af Jöfnunarsjóði og því sé óþarft að setja heimildarákvæði sem þetta í fjárlögin.