Lánsfjárlög 1995

67. fundur
Þriðjudaginn 27. desember 1994, kl. 19:43:07 (3200)


[19:43]
     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég vakti athygli á því að allt benti til þess að fjárlagafrv. fyrir það ár sem senn er gengið mundi halda þannig að fjárlagahalli upp á 9,6 milljarða yrði innan þess marks. Við erum þess vegna að tala um raunhæfar tölur. Ég tel að sú útkoma geri okkur kleift að halda því fram með sæmilegri reisn

að líkur bendi til þess að fjárlagafrv. ársins í ár standist ekki síður. Þá erum við að tala um minnkun á halla um 2 milljarða kr.
    Ég vek einnig athygli á því að hv. þm. hélt því fram, sem reyndar er ekki alveg rétt, að menn væru með halla sem eingöngu tæki til rekstrarþátta fjárlagafrv. Auðvitað er það ekki rétt. En ég vek athygli á því að við höfum lengi búið við það á undanförnum árum að fjárfesting færi minnkandi. Nú benda hins vegar spár Þjóðhagsstofnunar til þess að fjárfesting fari loks vaxandi. Það er enn eitt jákvætt tákn í þessum efnum. 7,5 milljarða halli, þó hann út af fyrir sig mætti vera minni, er samt sem áður þannig tala að við getum kinnroðalaust borið hana saman við árangur hvaða fjármálaráðherra sem er í Evrópu um þessar mundir.