Lánsfjárlög 1995

68. fundur
Þriðjudaginn 27. desember 1994, kl. 22:19:08 (3218)

     Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
    Nú eru komnar 5 mínútur fram yfir þann tíma sem forseti lofaði að þingflokksfundur gæti hafist hjá sjálfstæðismönnum og hann vill spyrja hv. 8. þm. Reykn. hvort það sé langt mál sem hann hyggst færa fram. Nú hafa tveir hv. þingmenn beðið um orðið og forseti getur ekki orðið við þessu. ( ÓRG: Það er óhjákvæmilegt, hæstv. forseti. Samkomulagið sem við stöndum í meiningu um að hafi verið gert í þinginu og það er óhjákvæmilegt að fá að vita hvað er að gerast.) Forseta er nú nokkur vandi á höndum vegna þess að talað var um að fundur sjálfstæðismanna hæfist kl. 22.15 en í trausti þess að hv. þm. reyni að stytta mjög mál sitt þá hyggst forseti gefa hv. 8. þm. Reykn. orðið.