Ferill 98. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 98 . mál.


101. Frumvarp til lagaum evrópsk fjárhagsleg hagsmunafélög.

(Lagt fyrir Alþingi á 118. löggjafarþingi 1994.)1. gr.


    Ákvæði reglugerðar ráðs EBE nr. 2137/85 um evrópsk fjárhagsleg hagsmunafélög (efjh.) skulu hafa lagagildi hér á landi í samræmi við bókun 1 um altæka aðlögun við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, með áorðnum breytingum, þar sem bókunin er lögfest.
    Reglugerðin er prentuð sem fylgiskjal með lögum þessum.
    

2. gr.


    Ólögráða einstaklingar og þeir sem hafa farið fram á greiðslustöðvun eða hafa bú sitt undir gjaldþrotaskiptum geta ekki verið aðilar að evrópskum fjárhagslegum hagsmunafé lögum.
    Ráðherra getur með hliðsjón af almannahagsmunum ákveðið að vissir flokkar einstak linga eða lögaðila geti ekki eða geti aðeins að takmörkuðu leyti átt aðild að hagsmunafé lögunum.

3. gr.


    Evrópsk fjárhagsleg hagsmunafélög mega ekki stunda þá starfsemi sem aðeins ein staklingar mega að lögum stunda.
    

4. gr.


    Firmaskrá getur farið þess á leit við héraðsdóm að hagsmunafélagi verði slitið ef fé lagið hefur ekki þá stjórn sem kveðið er á um í framangreindri reglugerð ráðs EBE eða stofnsamningi félagsins enda sé ekki ráðin bót á þeim ágalla fyrir lok frests er firmaskrá setur.
    Firmaskrá getur einnig farið þess á leit við héraðsdóm að hagsmunafélagi verði slitið ef ákvæði 1. mgr. 2. gr. eiga við.
    

5. gr.


    Ákvæðin um skilanefndarmeðferð í XIV. kafla laga um hlutafélög gilda einnig um evrópsk fjárhagsleg hagsmunafélög eftir því sem við á.
    

6. gr.


    Um gjald fyrir skráningu hagsmunafélaga, svo og birtingargjöld o.fl., fer eftir þeim ákvæðum laga um aukatekjur ríkissjóðs er varða erlend félög.
    

7. gr.


    Sé eigi kveðið á um strangari refsingu í lögum skal beitt sekt við brotum á 7., 8., 10. eða 25. gr. í framangreindri reglugerð ráðs EBE.
    Sé brot framið af hlutafélagi, einkahlutafélagi, samvinnufélagi eða öðrum lögaðila má sekta viðkomandi aðila sem slíkan.
    

8. gr.


    Ef stjórnandi, skilanefndamaður eða aðili að hagsmunafélagi uppfyllir ekki í tæka tíð skyldur sínar á grundvelli laga þessara eða reglugerðar á grundvelli þeirra getur firmaskrá beitt dagsektum.
    

9. gr.


    Ráðherra getur með reglugerð sett nánari reglur um framkvæmd laga þessara.
    Í reglugerðinni má ákveða sektir vegna brota á ákvæðum hennar.
    

10. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.Fylgiskjal.
    
    

REGLUGERÐ RÁÐSINS (EBE) nr. 2137/85


frá 25. júlí 1985


um evrópsk fjárhagsleg hagsmunafélög (efjh.).    
    

(Texti ekki til tölvutækur.)

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


Inngangur.


    Frumvarp þetta er þáttur í aðlögun Íslands að ákvæðum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samningsins), nánar tiltekið ákvæðum samningsins um félagarétt. Það tengist frumvarpi til laga um breytingu á lögum um hlutafélög og frumvarpi til laga um einkahlutafélög og er flutt óbreytt frá síðasta þingi.
    Samkvæmt 7. gr. laganna um Evrópska efnahagssvæðið skal taka EES-gerðir, sem samsvara reglugerðum EBE sem slíkar, upp í landsrétt samningsaðila. Er þörf á lögfest ingu reglugerðar ráðs EBE nr. 2137/85 um evrópsk fjárhagsleg hagsmunafélög í sam ræmi við framangreint en hún geymir nýmæli í félagarétti hér á landi.
    

Efni reglugerðar ráðs EBE nr. 2137/85


um evrópsk fjárhagsleg hagsmunafélög (efjh.).


    Í stuttu máli felast í reglugerðinni reglur varðandi samstarf um sérstök verkefni milli a.m.k. tveggja félaga eða fyrirtækja í EES-ríkjunum enda er starfsemin tengd starfsemi aðilanna og ekki eingöngu í ágóðaskyni. Dæmi um verkefni eru sameiginleg innkaup á hráefnum, rannsóknir og þróun, markaðssetning vara og þátttaka í útboðum. Starfslið hagsmunafélaganna má ekki fara fram úr 500 manns. Þetta úrræði hefur lítt verið nýtt enn þá.
    Hér á eftir verður gerð nánari grein fyrir efni reglugerðarinnar.
    Í inngangsorðum reglugerðarinnar felst m.a. það mat að samræmd þróun atvinnulífs og stöðugur og jafn vöxtur hvarvetna á Evrópska efnahagssvæðinu sé háður því að komið verði á sameiginlegum markaði er starfi hnökralaust þar sem aðstæður eru sambærilegar við þær sem ríkja á innanlandsmarkaði. Til að koma þessum sameiginlega markaði á og styrkja einingu hans er talið rétt að setja lagalegan ramma til þess að auðvelda einstak lingum og félögum, fyrirtækjum og öðrum lögaðilum að laga starfsemi sína að þeim skil yrðum sem ríkja í atvinnurekstri á svæðinu. Því er nauðsynlegt að gera aðilunum kleift að eiga með sér virkt samstarf án tillits til landamæra. Þar eð ýmsir erfiðleikar geta komið upp við slíkt samstarf, m.a. lagaleg vandamál, er talið nauðsynlegt að setja viðeigandi lagareglur um svokölluð evrópsk fjárhagsleg hagsmunafélög.
    Hagsmunafélag er einkum frábrugðið fyrirtæki eða félagi að því er varðar tilgang þess sem er aðeins að greiða fyrir eða þróa þá atvinnustarfsemi sem félagsaðilar stunda til að gera þeim kleift að auka afrakstur sinn. Starfsemi hagsmunafélags verður með tilliti til þess að hún er í eðli sínu viðbótarstarfsemi að tengjast atvinnurekstri þeirra sem aðild eiga að því án þess að koma í stað hans. Að því leyti má hagsmunafélag t.d. ekki stunda sjálfstæða atvinnustarfsemi gagnvart þriðja aðila.
    Í inngangi kemur einnig fram að aðilar að hagsmunafélagi beri fulla og óskipta ábyrgð á skuldum þess og svipar þeim að því leyti til sameignarfélaga hér á landi sem skráð eru í firmaskrá. Þar segir einnig að aðeins megi skattleggja hagnað eða tap á starfsemi hags munafélags hjá félagsaðilum. Þá kemur og fram að hvað varðar málefni sem reglugerðin tekur ekki til gildi lög aðildarríkjanna, svo og EES-réttur, t.d. samkeppnislög. Í lok inn gangsins segir að veita verði reglugerðinni gildi í heild sinni.
    Tekið skal fram að í bókun 1 um altæka aðlögun við samninginn um Evrópska efna hagssvæðið, sem lögtekin hefur verið, felst m.a. að inngangsorð reglugerðarinnar hafa ekki lagagildi hér á landi. Inngangsorðin geta hins vegar haft gildi við skýringu á einstök um ákvæðum reglugerðarinnar.
    Hvað einstakar greinar reglugerðarinnar snertir má drepa á nokkur atriði.
    Í 1. gr. er m.a. kveðið á um að fylgja þurfi ákvæðum reglugerðarinnar varðandi stofn samning og skráningu en einnig er greint þar frá rétthæfi og gerhæfi félaganna.
    Í 2. gr. er fjallað um samspil reglugerðarinnar og landslaga.
    Í 3. gr. segir að tilgangur hagsmunafélags sé að greiða fyrir og þróa þá atvinnustarf semi sem aðilar að félaginu stunda og bæta eða auka árangur þeirrar starfsemi en ekki afla því sjálfu hagnaðar. Þá segir að starfsemi þess skuli tengjast atvinnustarfsemi félagsaðila en hún geti aðeins falið í sér viðbót við þá starfsemi. Þetta ákvæði er síðan nánar útfært og kemur þar m.a. fram að hagsmunafélag megi ekki hafa fleiri en 500 starfsmenn í þjón ustu sinni.
    Í 4. gr. eru ákvæði um aðild að hagsmunafélagi og eru bæði lögaðilar og einstaklingar þar nefndir til. Skulu minnst tveir lögaðilar taka höndum saman, tveir einstaklingar eða einn lögaðili og einn einstaklingur, allt samkvæmt nánari skilgreiningu.
    Í 5. gr., sem fjallar um efni stofnsamnings, kemur m.a. fram að í nafni hagsmunafélags komi fram orðin „evrópskt fjárhagslegt hagsmunafélag“ eða skammstöfunin „efjh.“. Þar segir og að kveða skuli á um það hve langur líftími félags skuli vera nema félagið sé stofnað til óákveðins tíma.
    Í 6. gr., sbr. 12. gr., er fjallað um skráningarríki en í bókun 1 við EES-samninginn felst að stofna má hagsmunafélag í EES-ríki, m.a. á Íslandi.
    Í 7. gr. er fjallað um afhendingu stofnsamnings og annara skjala, í 8. gr. um birtingu upplýsinga í lögbirtingablöðum og rétt þann er byggður verður á upplýsingum, í 10. gr. um starfsstöð í öðru ríki en heimilisríki, í 11. gr. um birtingu um stofnun og slit hags munafélags á erlendum vettvangi, í 12. gr. um heimili félags, í 13.–14. gr. um flutning heimilis þess og í 15. gr. um ógildingu félags.
    Í 16. gr. segir að stofnanir hagsmunafélags séu aðilar þess þegar þeir koma fram sem ein heild, svo og framkvæmdastjóri þess eða framkvæmdastjórar. Er því ekki um hefð bundna félagsstjórn að ræða.
    Í 17. gr. er m.a. fjallað um atkvæðisrétt og samhljóða ákvörðun félagsaðila í vissum tilvikum, svo og samráðsfundi aðilanna.
    Í 18. gr. er fjallað um rétt félagsaðila til að fá upplýsingar um starfsemi félagsins.
    Í 19. gr. er fjallað um það hverjir séu hæfir til að vera í framkvæmdastjórn og hvernig hún sé skipuð en í 20. gr. um verksvið framkvæmdastjóra.
    Í 21. gr. er fjallað um skiptingu hagnaðar og kostnaðar en í 22. gr. um framsal eignar hluta o. fl.
    Í 23. gr. segir að hagsmunafélagið megi ekki falast eftir fjárfestingum almennings.
    Í 24. gr. segir að aðilarnir beri fulla og óskipta ábyrgð á skuldum félagsins.
    Í 25. gr. er fjallað um það hvað koma skuli fram á bréfum, svo og pöntunareyðublöð um og svipuðum skjölum félagsins.
    Í 26. gr. er m.a. fjallað um inntöku nýrra aðila í félagið, í 27. gr. um úrsögn úr félagi og brottvísun úr því, í 28. gr. um andlát félagsaðila o.fl., en skv. 29. gr. skal tilkynna öðr um félagsaðilum ef aðild að félagi lýkur og gera vissar ráðstafanir.
    Samkvæmt 30. gr. heldur félag áfram að vera til milli þeirra félagsaðila sem eftir eru nema stofnsamningur kveði á um annað. Þá segir í 31. gr. að félagsaðilar geti ákveðið að slíta félagi. Samkvæmt 32. gr. getur dómstóll slitið félagi. Í 33. gr. er fjallað um það að meta skuli réttindi og skyldur aðila, sem hætta, til verðs. Þá segir í 34. gr. að sá sem geng ur úr hagsmunafélagi sé áfram ábyrgur fyrir skuldum og öðrum kröfum sem eiga rætur að rekja til starfsemi félagsins áður en aðild hans lauk. Í 35. gr. er síðan fjallað um skipta meðferð, í 36. gr. um greiðsluþrot og í 37. gr. um fyrningarfrest. Samkvæmt 38. gr. getur þar til bært yfirvald bannað starfsemi hagsmunafélags í vissum tilvikum. Má skjóta slíkri ákvörðun til dómstóls.
    Samkvæmt 39. gr. skal tilkynna hvaða skrá í hverju aðildarríki skrái hagsmunafélög. Yrði það firmaskrá hér á landi.
    Samkvæmt 40. gr. má aðeins skattleggja hagnað eða tap af starfsemi hagsmunafélags hjá félagsaðilum.
    Í 41. gr. er fjallað um framkvæmdaráðstafanir, í 42. gr. um samstarfsnefnd og í 43. gr. um gildistöku o.fl.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Í samræmi við það sem segir í inngangi skal skv. 7. gr. laganna um Evrópska efna hagssvæðið taka EES-gerðir, er samsvara reglugerðum EBE sem slíkar, upp í landsrétt samningsaðila. Með þessari grein er reglugerð ráðs EBE nr. 2137/85 um evrópsk fjár hagsleg hagsmunafélög (efjh.) lögfest. Er gert ráð fyrir því að ákvæði hennar hafi laga gildi hér á landi í samræmi við bókun 1 um altæka aðlögun við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, með áorðnum breyt ingum í lögum nr. 66/1993, þar sem bókunin er lögfest.
    

Um 2. gr.


    Í 1. mgr. er kveðið á um að ólögráða einstaklingar og þeir sem hafa farið fram á greiðslustöðvun eða hafa bú sitt undir gjaldþrotaskiptum geti ekki verið aðilar að evr ópsku fjárhagslegu hagsmunafélagi. Sams konar ákvæði eru í hlutafélagalöggjöfinni eins og gert er ráð fyrir að henni verði breytt, sbr. 3. gr. hlutafélagalaganna.
    Ákvæði 2. mgr. um möguleika á takmörkun á þátttöku í slíku félagi er í samræmi við danska löggjöf um þessi félög, sbr. í þessu sambandi 4. mgr. 4. gr. framangreindrar reglu gerðar ráðs EBE. Ákvæði reglugerðarinnar kom inn að frumkvæði Þjóðverja sem virtust vilja banna aðild lögbókenda að félögunum en hafa þó ekki gert það.
    

Um 3. gr.


    Af þessari grein leiðir m.a. að evrópsk fjárhagsleg hagsmunafélög geta ekki stundað þá starfsemi sem aðeins einstaklingar geta að lögum stundað. Enn er stuðst við dönsk lög, svo og 4. mgr. 4. gr. reglugerðar EBE.
    

Um 4. gr.


    Í þessari grein er kveðið á um félagsslit í ákveðnum tilvikum.
    

Um 5. gr.


    Í þessari grein eru ákvæði um skilanefndarmeðferð.
    

Um 6. gr.


    Í þessari grein eru ákvæði um skráningar- og birtingargjöld o.fl.
    

Um 7. gr.


    Í þessari grein eru ákvæði um sektir við brotum á ákveðnum greinum framangreindrar reglugerðar ráðs EBE.
    

Um 8. gr.


    Í þessari grein felst heimild til að leggja sektir á félög eða aðra lögaðila sem slíka.
    

Um 9. gr.


    Í þessari grein felst heimild til útgáfu reglugerðar á grundvelli laganna, svo og heimild til að ákveða í reglugerðinni sektir fyrir brot á henni.
    

Um 10. gr.


    Þessi grein geymir gildistökuákvæði.Fylgiskjal.
    
    
Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:
    

Umsögn um frumvarp til laga um evrópsk fjárhagsleg hagsmunafélög.


    Frumvarp þetta er flutt samhliða tveim öðrum frumvörpum, frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 32 12. maí 1978, um hlutafélög, með síðari breytingum, og frum varpi til laga um einkahlutafélög.
    Hér er verið að leggja fram frumvarp til laga um nýja tegund félaga sem ekki hafa áður verið sérstaklega greind hér á landi. Félagsform þetta er einkum ætlað tveimur eða fleiri hagsmunaaðilum sem vilja eiga með sér virkt samstarf, annaðhvort tímabundið eða um óákveðinn tíma, án tillits til landamæra. Svo ekki komi upp vandkvæði í slíku samstarfi vegna mismunandi félagalöggjafar einstakra landa er horfið að því ráði að skapa sérstakt félagsform, evrópsk fjárhagsleg hagsmunafélög.
    Ekki verður séð að því fylgi neinn kostnaður fyrir ríkissjóð að frumvarp þetta verði að lögum. Félög þessi verða skráð í firmaskrá eins og önnur félög og bera sjálf kostnað af því.