Ferill 105. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 105 . mál.


108. Frumvarp til laga



um afnám laga nr. 35/1992, um forfallaþjónustu í sveitum o.fl.

(Lagt fyrir Alþingi á 118. löggjafarþingi 1994.)



1. gr.


    Lög nr. 35 29. maí 1992, um forfallaþjónustu í sveitum, eru úr gildi felld.

2. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laga nr. 41 15. maí 1990, um Búnaðarmálasjóð:
     a .     Hlutfallstala skv. A-lið 2. gr. verður: 0,55%, í stað „0,75%“.
     b .     Hlutfallstala skv. B-lið 2. gr. verður: 1,1%, í stað „1,5%“.
     c .     Úr 1. mgr. 4. gr. falla niður orðin: „Til forfalla- og afleysingaþjónustu í sveitum, sbr. lög nr. 32/1979 . . .  0,200% 0,400%“.
     d .     3. mgr. 4. gr. fellur brott.

3. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Forfalla- og afleysingaþjónusta í sveitum hefur starfað í um fimmtán ár eða frá gildis töku laga nr. 32/1979. Núgildandi lög nr. 34/1992 takmarkast við forfallaþjónustu. Fram lag ríkissjóðs til starfseminnar hefur verið fellt niður um nokkurt skeið og starfsemin því eingöngu fjármögnuð með hluta af búnaðarmálasjóðsgjaldi, sbr. lög nr. 41/1990. Nú er leitað allra leiða til að létta álögum af landbúnaði í því skyni að lækka framleiðslukostn að. Samkvæmt lögum um Búnaðarmálasjóð, nr. 41/1990, hafa einstök búgreinafélög get að sagt sig frá forfallaþjónustunni. Öll búgreinafélög, önnur en sauðfjárbænda og loð dýraræktenda, hafa samþykkt að segja sig frá forfallaþjónustunni. Stjórn Stéttarsam bands bænda og búnaðarþing 1994 hafa lagt til að lögin verði endurskoðuð. Landbúnað arráðherra skipaði í maímánuði nefnd til að endurskoða lög nr. 35/1994, um forfallaþjón ustu í sveitum. Í nefndinni áttu sæti fulltrúar Búnaðarfélags Íslands og Stéttarsambands bænda, auk fulltrúa ráðherra. Lagði nefndin til að lögin yrðu afnumin og gerir 1. gr. frum varpsins ráð fyrir því. Í 2. gr. frumvarpsins er að finna nauðsynlegar breytingar á lögum nr. 41 15. maí 1990, vegna afnáms laga nr. 35/1992, varðandi innheimtu á búnaðarmála sjóðsgjaldi til forfallaþjónustunnar.



Fylgiskjal.

Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga


um afnám laga um forfallaþjónustu í sveitum o.fl.


    Með frumvarpinu er lagt til afnám laga nr. 35/1992, um forfallaþjónustu í sveitum. Flest bú greinafélög hafa sagt sig frá forfallaþjónustunni en starfsemi hennar hefur verið fjármögnuð með hluta af búnaðarmálasjóðsgjaldi, sbr. lög nr. 41/1990, um Búnaðarmálasjóð. Með frum varpinu eru því einnig gerðar nauðsynlegar breytingar á lögum um Búnaðarmálasjóð. Ekki verður séð að frumvarpið feli í sér kostnaðarauka fyrir ríkissjóð.