Ferill 126. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. –
126 . mál.


131. Frumvarp til laga



um grunnskóla.

(Lagt fyrir Alþingi á 118. löggjafarþingi 1994.)



I. KAFLI


Markmið og skólaskylda.


1. gr.


    Sveitarfélögum er skylt að halda skóla fyrir öll börn og unglinga á aldrinum 6 til 16 ára eftir því sem nánar segir í lögum þessum. Skóli þessi nefnist grunnskóli. Öllum börn um og unglingum á framangreindum aldri er skylt að sækja skóla en frá því má þó veita undanþágu, sbr. 5., 7. og 8. gr.
    Þegar tilgreindur er aldur nemenda í lögum þessum miðast hann við það almanaksár er nemandinn nær nefndum aldri.
    

2. gr.


    Hlutverk grunnskólans, í samvinnu við heimilin, er að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Starfshættir skólans skulu því mótast af um burðarlyndi, kristilegu siðgæði og lýðræðislegu samstarfi. Skólinn skal temja nemendum víðsýni og efla skilning þeirra á kjörum fólks og umhverfi, á íslensku þjóðfélagi, sögu þess og sérkennum og á skyldum einstaklingsins við samfélagið.
    Grunnskólinn skal leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, heilbrigði og menntun hvers og eins.
    Grunnskólinn skal veita nemendum tækifæri til að afla sér þekkingar og leikni og temja sér vinnubrögð sem stuðli að stöðugri viðleitni til menntunar og þroska. Skóla starfið skal því leggja grundvöll að sjálfstæðri hugsun nemenda og þjálfa hæfni þeirra til samstarfs við aðra.
    

3. gr.


    Grunnskóli er tíu ára skóli.
    Hver grunnskóli skal vera einsetinn.
    Hverjum grunnskóla má skipa í einingar með ákvörðun hlutaðeigandi sveitarstjórna.
    

4. gr.


    Í strjálbýli skal miðað við heimanakstur nemenda þar sem því verður við komið en ekki heimavist.
    Börn yngri en tíu ára skulu ekki dveljast í heimavist nema sérstakar ástæður séu fyrir hendi.
    Sveitarstjórn er heimilt að koma á fót skólaseljum frá aðalskóla.
    Í grunnskóla skulu nemendur eiga kost á málsverði á skólatíma.

5. gr.


    Sveitarstjórn getur borið fram við menntamálaráðuneytið rökstudda beiðni um tíma bundna undanþágu frá því að uppfylla að fullu ákvæði 1. og 26. gr. laga þessara um skóla skyldu og skólatíma. Menntamálaráðuneytið úrskurðar hvort eða að hvað miklu leyti slík undanþága skuli veitt.
    

6. gr.


    Forráðamaður skólaskylds barns ber ábyrgð á að það innritist í skóla þegar það kemst á skólaskyldualdur og sæki skóla. Verði misbrestur á skólasókn skólaskylds barns, án þess að veikindi eða aðrar gildar ástæður hamli, skal skólastjóri leita leiða til úrbóta.
    Takist það ekki vísar skólastjóri málinu til úrlausnar skólanefndar sem leitar lausna á því að fenginni umsögn frá sérfræðiþjónustu á vegum sveitarfélaga.
    Finnist enn ekki úrlausn getur hvor aðili, forráðamaður eða skólanefnd, vísað málinu til menntamálaráðuneytis sem leitar úrlausnar og getur úrskurðað með hvaða hætti úr skuli bætt.

7. gr.


    Undanþegin því að sækja grunnskóla skv. 1. gr. eru:
     a .     börn sem sækja viðurkennda einkaskóla, sbr. 56. gr.,
     b .     börn sem búa í skólahverfum sem fengið hafa undanþágu skv. 5. gr. að því leyti sem undanþágan kveður á um.
    

8. gr.


    Sæki forráðamaður skólaskylds barns um tímabundna undanþágu þess frá skólasókn er skólastjóra heimilt að veita slíka undanþágu í samráði við umsjónarkennara telji hann til þess gildar ástæður. Forráðamaður skal þá sjá til þess að nemandinn vinni upp það sem hann kann að missa úr námi meðan á undanþágu stendur.
    

II. KAFLI


Stjórnun grunnskóla.


9. gr.


    Menntamálaráðherra fer með yfirstjórn þeirra málefna sem lög þessi taka til og hefur eftirlit með því að sveitarfélög uppfylli þær skyldur sem lög þessi, reglugerðir við þau og aðalnámskrá grunnskóla kveða á um.
    Ráðuneytið skal fylgjast með að allir grunnskólar landsins eigi kost á sérfræðiþjón ustu og að nemendur, sem ekki geta notið kennslu með fullnægjandi hætti í almennum grunnskóla, fái kennslu við hæfi.
    Menntamálaráðuneytið annast söfnun og dreifingu upplýsinga um skólahald og skóla starf á grunnskólastigi.
    

10. gr.


    Allur rekstur almennra grunnskóla er á ábyrgð og kostnað sveitarfélaga frá þeim tíma sem lög þessi koma að fullu til framkvæmda sé ekki sérstaklega kveðið á um annað. Sveitarstjórn skal gera menntamálaráðuneytinu árlega eða oftar, sé þess krafist, grein fyr ir framkvæmd skólahalds í skólahverfi sínu.
    Menntamálaráðherra getur sett í reglugerð nánari ákvæði um upplýsingaskyldu sveit arfélaga varðandi skólahald.
    

11. gr.


    Skólahverfi er sú eining sem stendur að einum grunnskóla eða fleiri. Sveitarfélög geta sameinast um rekstur grunnskóla og mynda þá eitt skólahverfi. Sveitarfélag, sem rekur tvo eða fleiri grunnskóla, telst eitt skólahverfi. Sveitarfélag getur átt aðild að fleiri en einu skólahverfi ef börn og unglingar á skólaskyldualdri úr því sveitarfélagi eiga skóla sókn til tveggja eða fleiri skólahverfa.
    Þar sem sveitarfélög sameinast um rekstur grunnskóla eða hluta hans skulu viðkom andi sveitarstjórnir gera með sér samning um stofnun skólans, rekstur hans og hvernig kostnaði skuli skipt milli aðila. Í samningnum skal m.a. kveðið á um hvernig haga skuli ráðningum starfsmanna, hjá hvaða sveitarfélagi þeir eru ráðnir, svo og hvernig endur greiðslu annarra rekstraraðila á hlutdeild í launakostnaði skuli hagað.
    

12. gr.


    Í hverju skólahverfi skal vera skólanefnd sem fer með málefni grunnskóla eftir því sem lög og reglugerðir ákveða og sveitarstjórn eða sveitarstjórnir kunna að fela henni.
    Skólanefnd skal sjá um að öll skólaskyld börn í skólahverfinu njóti lögboðinnar fræðslu. Hún skal staðfesta áætlun um starfstíma nemenda ár hvert og fylgjast með fram kvæmd náms og kennslu í skólahverfinu. Skólanefnd getur gert tillögur til skólastjóra um umbætur í skólastarfi. Jafnframt skal skólanefnd stuðla að tengslum og samstarfi leikskóla og grunnskóla.
    Skólanefnd fylgist með og stuðlar að því að skólum sé tryggður aðgangur að sérfræði þjónustu og að jafnan sé fyrir hendi fullnægjandi húsnæði og annar aðbúnaður, þar með talin útivistar- og leiksvæði nemenda. Skólanefnd ásamt skólastjóra lítur eftir að upp fylltar séu kröfur laga og reglugerða á þessu sviði og gerir tillögur til sveitarstjórnar um úrbætur.
    

13. gr.


    Skólanefnd skal kosin af hlutaðeigandi sveitarstjórn eða sveitarstjórnum í upphafi hvers kjörtímabils. Um kosningu í skólanefnd og starfshætti fer samkvæmt sveitarstjórn arlögum, nr. 8/1986, og samþykktum viðkomandi sveitarfélags.
    Varamenn í skólanefndum skulu jafnmargir aðalmönnum og kosnir á sama hátt.
    Þar sem fleiri en eitt sveitarfélag standa saman að rekstri grunnskóla, eða hluta hans, skal setja í stofnsamning ákvæði um aðild hvers og eins að skólanefnd.
    Fulltrúar kennara, skólastjóra og foreldra eiga rétt til setu á skólanefndarfundum með málfrelsi og tillögurétt.
    Grunnskólakennarar í skólahverfinu kjósa úr sínum hópi fulltrúa til að starfa með skólanefnd. Þar sem stöðugildi við grunnskóla í skólahverfi eru 15 eða færri skal kjörinn einn kennarafulltrúi en tveir þar sem stöðugildi eru 16 eða fleiri. Varamenn kennarafull trúa skulu jafnmargir aðalmönnum.
    Skólastjóri, eða aðstoðarskólastjóri í forföllum hans, eiga rétt til setu á skólanefndar fundum þegar fjallað er sérstaklega um málefni viðkomandi skóla.
    Foreldrafélag, eða samtök foreldra í skólahverfinu, kjósa úr sínum hópi einn fulltrúa til að starfa með skólanefnd og einn varamann.
    

14. gr.


    Skólastjóri er forstöðumaður grunnskóla, stjórnar honum og ber ábyrgð á starfi skól ans og veitir honum faglega forystu. Skólastjóri sér um að skólanámskrá skólans sé gerð.
    Skólastjóri boðar til kennarafundar svo oft sem þurfa þykir en þó eigi sjaldnar en einu sinni í mánuði. Kennarafundi skulu sækja kennarar og aðrir sérfræðingar skóla. Auk þess skal boða til slíks fundar ef þriðjungur kennara skólans æskir þess.
    Í skólum, þar sem kennslumagn nemur 8 fullum stöðum eða fleiri auk skólastjóra, kjósa kennarar þriggja manna kennararáð sem í umboði kennara er skólastjóra til ráðu neytis um stjórn skólans. Í öðrum skólum fer kennarafundur með hlutverk kennararáðs.
    Skólastjóri skal a.m.k. tvisvar á ári boða til sameiginlegs fundar kennararáðs, for eldraráðs og nemendaráðs til þess að veita upplýsingar um skólastarfið og fjalla um mál efni þessara ráða.
    

15. gr.


    Starfsmönnum skóla er skylt að efla samstarf skóla og heimila, m.a. með því að miðla fræðslu um skólamál til foreldra og veita upplýsingar um starfið í skólanum.
    Foreldrar barna í grunnskóla geta ákveðið að stofna samtök foreldra við skólann í þeim tilgangi að styðja skólastarfið og efla tengsl heimila og skóla.
    Skólastjóri skal boða til stofnfundar slíkra samtaka óski foreldrar þess. Samtökin setja sér starfsreglur.

16. gr.


    Við hvern grunnskóla skal starfa foreldraráð og er skólastjóri ábyrgur fyrir stofnun þess.
    Í foreldraráði sitja þrír foreldrar sem ekki eru starfsmenn skólans. Foreldrar við grunn skóla velja fulltrúa í foreldraráð til tveggja ára í senn.
    Foreldraráð fjallar um og gefur umsögn til skólans og skólanefndar um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða skólahaldið, fylgist með að áætlanir séu kynntar foreldrum, svo og með framkvæmd þeirra.
    Skólastjóri starfar með foreldraráði og veitir því upplýsingar um starfið í skólanum.
    Óski foreldrar þess er skóla heimilt, með rökstuddri greinargerð, að sækja um undan þágu frá ákvæði greinar þessarar til menntamálaráðuneytisins. Gildar ástæður þurfa að vera fyrir undanþágu, svo sem ef skóli er mjög fámennur.
    

17. gr.


    Nemendum grunnskóla er heimilt að stofna nemendaráð sem vinnur m.a. að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum þeirra. Skólastjóri felur einum af kennurum skólans að aðstoða nemendaráð.
    Nemendaráð hvers skóla skal setja sér starfsreglur.
    

III. KAFLI


Skólahúsnæði.


18. gr.


    Gerð skólamannvirkja er undirbúin af sveitarstjórn í samráði við skólanefnd.
    Stofnkostnaður grunnskóla greiðist af sveitarfélögum. Í hverju skólahverfi skal vera skólahúsnæði sem fullnægir þörfum grunnskóla við þær aðstæður sem þar eru. Við gerð eða breytingar skólamannvirkja skal m.a. tekið tillit til hvort nemendur ganga til skóla, er ekið þangað daglega, búa þar í heimavist eða fyrirkomulag er blandað.
    

19. gr.


    Í skólahúsi skal, auk kennsluaðstöðu fyrir allar námsgreinar, gera ráð fyrir skólasafni; aðstöðu fyrir nemendur til náms, annarra starfa og hvíldar utan kennslustunda; aðgengi og aðstöðu fatlaðra; aðstöðu til að neyta málsverðar; snyrtiherbergjum; vinnuaðstöðu fyrir kennara, skólastjórnendur og aðra starfsmenn skólans; íþróttaaðstöðu og aðstöðu fyrir almenna félagsstarfsemi nemenda og öðru því er lög þessi tilgreina. Ef henta þykir má nýta aðstöðu í nágrenni skóla fyrir einstakar greinar, svo sem íþróttir.
    Við gerð heimavista skal kappkostað að þær minni sem mest á venjulegt heimili og þannig sé gengið frá að nemendur geti jafnan náð til umsjónarmanns heimavista.
    

20. gr.


    Við undirbúning að nýbyggingu og endurbótum grunnskólahúsnæðis skal farið að reglugerð er menntamálaráðherra setur í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga og kveður á um lágmarks aðstöðu og búnað.
    Sveitarstjórn ákveður nafn skóla að fenginni umsögn menntamálaráðuneytis og ör nefnanefndar.

21. gr.


    Sveitarfélögum er skylt að annast og kosta viðhald skólahúsa og endurnýjun og við hald búnaðar þeirra á fullnægjandi hátt.
    Ákvæði þessarar greinar gilda einnig um þau skólahús er byggð voru sameiginlega af ríki og sveitarfélögum og eiga sveitarfélög ekki kröfur á ríkissjóð vegna viðhalds þessara mannvirkja. Verði húsnæði, er byggt var með stofnkostnaðarframlagi úr ríkissjóði, ráð stafað til annarra nota en grunnskólahalds skal samið um uppgjör þess eignarhluta er þannig myndaðist. Náist ekki samkomulag skal eignin metin af dómkvöddum mönnum.
    

22. gr.


    Dagleg umsjón og umráð skólamannvirkja, þar á meðal skólastjóra- og kennarabú staða sem eru sameign ríkis og sveitarfélaga eða í eigu sveitarfélaga einna, skulu vera í höndum skólastjóra í umboði sveitarstjórnar.
    Sveitarstjórn er heimilt að ráðstafa skólahúsnæði öllu eða hluta þess til æskulýðsstarf semi, íþróttastarfsemi eða almennrar félagsstarfsemi í þágu íbúa byggðarlagsins. Slíkt er þó aðeins heimilt að það raski í engu skólahaldi, félagslífi nemenda eða annarri lög bundinni notkun húsnæðisins.
    Að fenginni umsögn hlutaðeigandi skólanefndar getur sveitarstjórn ákveðið að skóla húsnæði sé utan venjulegs skólatíma notað til gistingar og veitingareksturs. Tekjur af eignum skólans renna til sveitarsjóðs.
    

IV. KAFLI


Starfsfólk grunnskóla.


23. gr.


    Við hvern grunnskóla skal vera skólastjóri sem ráðinn er af sveitarstjórn að fenginni umsögn skólanefndar. Við ráðningu skólastjóra skal tekið mið af menntun umsækjanda og starfsreynslu. Skólastjóri við heimavistarskóla er jafnframt heimavistarstjóri.
    Í grunnskóla þar sem starfa 12 starfsmenn eða fleiri í fullu starfi, auk skólastjóra, skal sveitarstjórn ráða aðstoðarskólastjóra að fenginni tillögu skólastjóra. Aðstoðarskóla stjóri er staðgengill skólastjóra. Í skólum þar sem starfa færri en 12 starfsmenn ákveður skólastjóri í upphafi skólaárs í samráði við kennarafund og skólanefnd hver af föstum kennurum skólans skuli annast skólastjórn í forföllum hans.
    Um ráðningu kennara og annarra starfsmanna fer eftir ákvæðum í samþykkt um stjórn sveitarfélags. Séu þar eigi sérstök ákvæði þessa efnis gefur sveitarstjórn eða byggðarráð fyrirmæli til skóla um hvernig staðið skuli að ráðningu starfsmanna.
    Við ráðningu kennara og skólastjóra skal gæta ákvæða gildandi laga um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum grunnskólakennara og skólastjóra.
    

24. gr.


    Fyrir hverja bekkjardeild eða námshóp skal skólastjóri velja umsjónarkennara. Um sjónarkennari fylgist náið með námi nemenda sinna og þroska, leiðbeinir þeim í námi og starfi, aðstoðar og ráðleggur þeim um persónuleg mál og stuðlar að því að efla samstarf skóla og heimila.
    Skólastjóra er heimilt að fela kennurum árgangastjórn, fagstjórn, leiðsögn nýliða og kennaranema samkvæmt nánari ákvörðun sveitarstjórnar.
    

25. gr.


    Sveitarstjórnir skulu greiða upphæð er svarar til 1% af dagvinnulaunum kennara og skólastjóra í sveitarfélaginu í sérstakan sjóð er Samband íslenskra sveitarfélaga annast rekstur á og varðveitir. Sjóði þessum er ætlað að styrkja kennara og skólastjóra við grunnskóla til allt að eins árs viðbótarnáms og endurmenntunar.
    Sjóðnum stjórnar fimm manna stjórn. Heildarsamtök kennara á skyldunámsstigi skulu tilnefna tvo stjórnarmenn en stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga þrjá. Varamenn skulu valdir með sama hætti.
    Stjórn sjóðsins metur umsóknir um styrki úr sjóðnum og ákveður árlega úthlutun. Út hlutun skal lokið eigi síðar en 1. desember ár hvert.
    Samband íslenskra sveitarfélaga annast og kostar skrifstofuhald fyrir stjórn sjóðsins og skulu endurskoðaðir reikningar hans birtir árlega með rekstrarreikningi sambandsins.
    Öllum tekjum sjóðsins skal varið til styrkveitinga. Tilnefningaraðilar greiða kostnað af öllum störfum fulltrúa sinna í sjóðstjórn.
    Stjórn sjóðsins setur sér starfsreglur og birtir þær.
    

V. KAFLI

Starfstími grunnskóla.

26. gr.

    Starfstími nemenda í grunnskóla skal á hverju skólaári vera 9 mánuðir. Kennsludagar skulu eigi vera færri en 172.
    Með hliðsjón af atvinnuháttum og aðstæðum í einstökum skólahverfum getur mennta málaráðherra veitt tímabundna undanþágu frá framangreindum ákvæðum.
    

27. gr.

    Kennsludagur grunnskólanemenda skal hefjast að morgni og vera samfelldur með eðlilegum stundahléum og matarhléi. Stundahlé í grunnskóla skulu að lágmarki vera 15 mínútur á móti hverjum 100 mínútum sem kenndar eru og matarhlé að lágmarki 30 mín útur.
    Vikulegur kennslutími hvers nemanda í grunnskóla skal að lágmarki vera:
         1200 mínútur (30 kennslustundir) í 1.–4. bekk
         1400 mínútur (35 kennslustundir) í 5.–7. bekk
         1480 mínútur (37 kennslustundir) í 8.–10. bekk
    Við ákvörðun daglegs og vikulegs starfstíma nemenda í grunnskóla skal þess gætt að í heild fari hann ekki fram yfir hæfilegt vinnuálag miðað við aldur nemenda og þroska.
    Skólastjóri ákveður lengd kennslustunda í samráði við kennararáð/kennarafund. Með allengd kennslustunda í grunnskóla skulu vera 40 mínútur.
    Sveitarstjórn getur boðið grunnskólanemendum lengda viðveru utan daglegs kennslu tíma.
    

28. gr.

    Í grunnskóla skal jólaleyfi nemenda vera frá og með 21. desember til og með 3. janúar og páskaleyfi frá pálmasunnudegi til og með þriðjudegi eftir páska.

VI. KAFLI

Námskrár og kennsluskipan.

29. gr.

    Menntamálaráðherra setur grunnskólum aðalnámskrá. Í henni er m.a. kveðið nánar á um uppeldishlutverk grunnskólans og meginstefnu í kennslu og kennsluskipan í sam ræmi við hlutverk grunnskólans, sbr. 2. gr.
    Í starfi skólans skal leggja áherslu á:
—    að efla sjálfsvitund og félagsvitund nemenda,
—    að stuðla að líkamlegri og andlegri velferð, heilbrigðum lífsháttum og ábyrgri umgengni við líf og umhverfi,
—    þjálfun í íslensku í öllum námsgreinum og leikræna og listræna tjáningu,
—    hæfni nemenda til að skilja orsakasamhengi og draga rökréttar ályktanir,
—    skilning og frjótt, skapandi starf og jafnvægi milli bóklegs og verklegs náms,
—    að nýta leiki barna sem náms- og þroskaleið,
—    að námið nýtist nemendum í daglegu lífi, frekara námi og starfi,
—    að búa bæði kynin jafnt undir virka þátttöku í samfélaginu, fjölskyldulífi og atvinnulífi,
—    margvíslegar leiðir við öflun þekkingar með notkun tæknimiðla, upplýsingatækni, safna- og heimildavinnu,
—    náms- og starfsfræðslu, kynningu á atvinnulífi og námsleiðum til undirbúnings náms- og starfsvals.
    Við setningu aðalnámskrár, skipulagningu náms og kennslu og við gerð og val náms gagna skal þess sérstaklega gætt að allir nemendur fái sem jöfnust tækifæri til náms, sbr. 2. gr.
    Markmið náms og kennslu og starfshættir grunnskóla skulu vera þannig að komið sé í veg fyrir mismunun vegna uppruna, kyns, búsetu, stéttar, trúarbragða eða fötlunar.
    Í öllu skólastarfi skal tekið mið af mismunandi persónugerð, þroska, hæfileikum, getu eða áhugasviðum nemenda.
    

30. gr.

    Í aðalnámskrá skal kveðið á um meginmarkmið náms og kennslu. Í aðalnámskrá skal tilgreina kjarnagreinar og kveða á um uppbyggingu og skipan náms í grunnskóla, svo og hlutfallslega skiptingu tíma milli námssviða og námsgreina. Þess skal gætt að námið verði sem heildstæðast.
    Í aðalnámskrá skal setja ákvæði um inntak og skipulag náms á þeim sviðum sem hér verða talin:
     a .     íslenska,
     b .     stærðfræði,
     c .     erlend tungumál, þ.e. enska og eitt Norðurlandamál,
     d .     listir og verkmenntir,
     e .     náttúrufræði, umhverfis- og tæknimennt,
     f .     heimilisfræði,
     g .     skólaíþróttir,
     h .     samfélagsgreinar,
     i .     kristin fræði, siðfræði og trúarbragðafræði.
    

31. gr.

    Í hverjum skóla skal árlega gefa út skólanámskrá og er skólastjóri ábyrgur fyrir gerð hennar. Skólanámskrá er nánari útfærsla á aðalnámskrá og tekur mið af sérstöðu skólans og aðstæðum. Hún er starfsáætlun skóla þar sem m.a. skal gerð grein fyrir skólatíma, skóladagatali, kennsluskipan, markmiðum og inntaki náms, námsmati, mati á skólastarfi, slysavörnum, félagslífi í skólanum og öðru því sem varðar starfsemi skólans. Skóla námskrá skal lögð fyrir skólanefnd og foreldraráð til umsagnar ár hvert.
    

32. gr.

    Í 9. og 10. bekk mega námsgreinar vera að hluta frjálst val nemenda. Verja má allt að þriðjungi námstímans í valgreinar. Heimilt er að meta tímabundna þátttöku í atvinnulífi sem nám, enda sé það skipulagt í samráði við skólann.
    Menntamálaráðherra setur nánari reglur um valgreinar.

33. gr.

    Kennsla í skyldunámi í opinberum grunnskólum skal veitt nemendum þeim að kostn aðarlausu og er óheimilt að krefja nemendur eða forráðamenn þeirra um greiðslur fyrir kennslu, námsgögn eða annað efni er nemendum er gert skylt að nota í námi sínu og sam rýmist ákvæðum laga þessara og aðalnámskrá.
    Sveitarfélögum er skylt að leggja til og kosta kennslu- og námsgögn er fullnægja ákvæðum aðalnámskrár en sveitarstjórn ákveður hvort námsgögn eru afhent nemendum til eignar eða til afnota.
    Opinberum aðilum er ekki skylt að leggja nemendum til gögn til persónulegra nota, svo sem ritföng og pappír.
    Sérstök stofnun á vegum ríkisins skal tryggja að ætíð sé völ á námsbókum og öðrum námsgögnum sem standast kröfur gildandi laga og aðalnámskrár, annaðhvort með eigin útgáfu eða útvegun frá öðrum aðilum.
    Ef vafi leikur á að námsgögn uppfylli skilyrði gildandi laga og aðalnámskrár má vísa til menntamálaráðuneytisins sem úrskurðar í málinu.
    Menntamálaráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd greinar þessarar.
    

34. gr.

    Í öllum grunnskólum skal nemendum gefinn kostur á að taka þátt í tómstunda- og fé lagsstarfi á vegum skólans. Tómstunda- og félagsstarf getur bæði verið liður í daglegu starfi og utan venjulegs skólatíma.
    Í félagsstarfi skal m.a. að því stefnt að nemendur verði færir um að taka að sér félagsleg störf í þjóðfélaginu.
    

VII. KAFLI

Réttindi og skyldur nemenda.

35. gr.

    Börnum og unglingum er skylt að sækja grunnskóla fái þau ekki hliðstæða kennslu annars staðar, sbr. 7. og 56. gr. þessara laga.
    Skólaskylda barns hefst við upphaf skólaárs á því almanaksári sem barnið verður sex ára. Foreldrar eða forráðamenn barns geta sótt um eða samþykkt að það hefji skólagöngu fyrr eða síðar en segir í lögum þessum um skólaskyldu sex ára barna. Skólastjóri getur veitt slíka heimild að fenginni umsögn sérfræðiþjónustu.
    Ljúki nemandi öllu námi grunnskóla með tilskildum árangri á skemmri tíma en tíu árum telst hann hafa lokið skyldunámi.
    Foreldrar eða forráðamenn geta sótt um eða samþykkt að skólastjóri heimili nemanda að hverfa frá grunnskólanámi að loknum 9. bekk í allt að eitt ár vegna þátttöku í atvinnu lífi og lýkur nemandi þá grunnskólanámi síðar. Heimilt er að meta þessa þátttöku nem anda í atvinnulífi til jafns við nám í tilteknum valgreinum 10. bekkjar.
    Menntamálaráðherra er heimilt að veita nemanda undanþágu frá skyldunámi í tiltek inni námsgrein ef gild rök mæla með því. Enn fremur er ráðherra heimilt að viðurkenna nám utan grunnskóla sem jafngildi náms í skyldunámsgrein.
    

36. gr.

    Nemendur, sem hafa annað móðurmál en íslensku, eiga rétt á sérstakri kennslu í ís lensku sem öðru tungumáli.
    Heimilt er að veita þessum nemendum undanþágu frá því að þreyta samræmt lokapróf í íslensku og leggja fyrir þá sérstakt lokapróf í íslensku.
    Menntamálaráðherra setur nánari reglur um kennslu þessara nemenda.
    

37. gr.

    Börn og unglingar, sem eiga erfitt með nám sökum sértækra námsörðugleika, tilfinn ingalegra eða félagslegra örðugleika og/eða fötlunar, sbr. 2. gr. laga nr. 59/1992, eiga rétt á sérstökum stuðningi í námi.
    Kennslan getur verið einstaklingsbundin eða farið fram í hópi innan eða utan al mennra bekkjardeilda, í sérdeildum eða í sérskóla.
    Meginstefnan skal vera sú að kennslan fari fram í heimaskóla. Telji foreldrar barns eða forráðamenn, kennarar eða aðrir sérfræðingar að barnið fái ekki notið kennslu við sitt hæfi í heimaskóla geta forráðamenn sótt um skólavist fyrir það í sérskóla.
    Menntamálaráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd þessarar greinar.
    

38. gr.

    Sveitarfélög skulu annast rekstur sérdeilda/sérskóla fyrir nemendur sem ekki geta not ið kennslu við hæfi í almennri bekkjardeild grunnskóla. Þeim er ætlað:
—    að veita nemendum sérhæft námsumhverfi í lengri eða skemmri tíma.
—    að veita starfsfólki almennra grunnskóla ráðgjöf og kennslufræðilegan stuðning.
    Sérmenntaðir kennarar skulu annast kennslu í sérdeildum/sérskólum þar sem því verður við komið.
    Menntamálaráðherra staðfestir starfsreglur sérdeilda/sérskóla að fengnum tillögum sveitarstjórna. Í starfsreglum skal kveðið á um frávik frá almennri námskrá og öðrum við miðunum laga um grunnskóla.
    Fasteignir þeirra sérskóla er nú eru starfandi á þessu sviði skulu afhentar til þessarar starfsemi án leigu eða annarra gjalda en rekstraraðilar annast og kosta allan rekstur þeirra þar með talið viðhald frá þeim tíma er lög þessi koma að fullu til framkvæmda.
    Teljist síðar ekki þörf fyrir áframhaldandi rekstur einhverra þessara stofnana eða þeirra allra tekur ríkissjóður aftur við umráðum fasteigna þeirra og ráðstafar þeim til ann arra nota.
    

39. gr.

    Í grunnskóla er heimilt að stofna nemendaverndarráð til að samræma störf þeirra sem sjá um málefni einstakra nemenda varðandi námsráðgjöf, sérfræðiþjónustu og heilsu gæslu.
    Menntamálaráðherra setur reglugerð um nemendaverndarráð.
    

40. gr.

    Nemandi má ekki stunda vinnu á starfstíma skóla valdi hún því að nemandinn geti ekki rækt nám sitt sem skyldi eða notið nauðsynlegrar hvíldar að dómi skólastjóra og kennara. Í slíkum tilfellum skal skólastjóri gera nemanda, forráðamanni hans og hlutað eigandi vinnuveitanda viðvart. Verði ekki bót á ráðin skal vísa málinu til skólanefndar. Vilji forráðamaður barnsins ekki hlíta ákvörðun skólanefndar getur hvor aðili, forráða maður eða skólastjóri, vísað málinu til barnaverndarnefndar.
    

41. gr.

    Nemendum ber að hlíta fyrirmælum kennara og starfsfólks skóla í öllu því er skólann varðar, fara eftir skólareglum og fylgja almennum umgengnisvenjum í samskiptum við starfsfólk og skólasystkin.
    Ef nemanda reynist verulega áfátt í hegðun ber kennara hans að leita orsaka þess og reyna að ráða á því bót, m.a. með viðtölum við nemandann sjálfan og forráðamenn hans. Verði samt ekki breyting á til batnaðar skal kennari leita aðstoðar skólastjóra og sérfróðra ráðgjafa skólans.
    Meðan mál skv. 2. mgr. eru óútkljáð getur skólastjóri vísað nemanda úr skóla um stundarsakir, enda tilkynni hann forráðamönnum nemanda og skólanefnd tafarlaust þá ákvörðun. Takist ekki að leysa málið innan skólans tekur skólanefnd það til meðferðar. Takist skólanefnd ekki að leysa málið þannig að allir aðilar þess verði á sáttir fer um frek ari meðferð þess skv. 3. mgr. 6. gr. þessara laga, að fenginni umsögn frá sérfræðiþjónustu á vegum sveitarfélaga.
    Óheimilt er að víkja nemanda úr skóla nema honum hafi verið tryggt annað úrræði.
    Í reglugerð sem menntamálaráðherra setur skal mæla nánar fyrir um framkvæmd þess arar greinar.
    

VIII. KAFLI

Sérfræðiþjónusta.

42. gr.

    Öllum sveitarfélögum er standa að rekstri grunnskóla er skylt að sjá skólanum fyrir sérfræðiþjónustu, bæði almennri og greinabundinni kennsluráðgjöf, er taki til þeirra námsgreina sem tilgreindar eru í 30. gr., námsráðgjöf og sálfræðiþjónustu. Þar sem slík þjónusta er ekki rekin á vegum sveitarfélaga er sveitarstjórn skylt að semja um þjónust una við önnur sveitarfélög, stofnanir, svo sem kennaramenntunarstofnanir, eða aðra aðila er veita þjónustu á þessu sviði.
    Hverju sveitarfélagi er skylt að gera menntamálaráðuneyti grein fyrir skipulagi sér fræðiþjónustu við skóla. Menntamálaráðherra setur reglugerð þar sem m.a. er kveðið á um lágmarksþjónustu á þessu sviði.
    

43. gr.

    Sérfræðiþjónustu skóla er ætlað að stuðla að því að kennslufræðileg og sálfræðileg þekking nýtist sem best í skólastarfi. Kennurum og skólastjórnendum skal standa til boða ráðgjöf og stuðningur sérfræðiþjónustu vegna almenns skólastarfs og einnig vegna ný breytni- og þróunarstarfa. Sérfræðiþjónusta skal gefa forráðamönnum kost á leiðbeining um um uppeldi nemenda eftir því sem aðstæður leyfa.
    Þá skulu starfsmenn sérfræðiþjónustu vinna að forvarnastarfi með athugunum og greiningu á nemendum sem eiga í sálrænum eða félagslegum erfiðleikum hafi þessir erf iðleikar áhrif á nám nemenda og gera tillögur um úrbætur. Forráðamenn nemenda geta komið með ósk um slíka athugun. Starfsmenn skóla og heilsugæslu geta lagt fram ósk um athugun að fengnu samþykki forráðamanna.
    Starfsmenn sérfræðiþjónustu skulu vera kennarar með framhaldsmenntun, sálfræð ingar og aðrir sérfræðingar.
    

IX. KAFLI

Námsmat.

44. gr.

    Megintilgangur námsmats er örvun nemenda og námshjálp.
    Með námsmati í grunnskóla skal afla sem öruggastrar vitneskju um árangur skóla starfsins. Hverjum kennara og skóla ber að fylgjast vandlega með því hvernig nemendum gengur að ná þeim námsmarkmiðum sem aðalnámskrá og skólinn setja þeim. Námsmat fer ekki einungis fram í lok námstímans heldur er það einn af föstum þáttum skólastarfs, órjúfanlegt frá námi og kennslu.
    

45. gr.

    Námsmat í grunnskóla skal að jafnaði framkvæmt af kennurum skólans og skulu nem endur og forráðamenn þeirra fá glöggar upplýsingar um námsárangur. Kennarar skulu gefa vitnisburð a.m.k. í lok hvers skólaárs.
    Óheimilt er að veita upplýsingar um vitnisburði einstakra nemenda öðrum en þeim sjálfum og forráðamönnum þeirra nema nauðsyn beri til vegna flutnings nemenda milli skóla. Þó skal heimilt að veita fræðsluyfirvöldum þessar upplýsingar og öðrum vegna fræðilegra rannsókna enda sé krafist fullrar þagnarskyldu.
    Nemandi og forráðamaður hans hafa rétt til að skoða metnar prófúrlausnir nemanda samkvæmt nánari ákvæðum í reglugerð sem menntamálaráðherra setur.
    

46. gr.

    Samræmd próf í kjarnagreinum skulu lögð fyrir samtímis í öllum 4. og 7. bekkjum grunnskóla. Við lok grunnskóla skal leggja fyrir samræmd lokapróf í a.m.k. fjórum námsgreinum sem menntamálaráðherra ákveður.
    Skólum skulu jafnframt standa til boða samræmd könnunarpróf og stöðluð kunnáttupróf til greiningar á námsstöðu nemenda.
    Menntamálaráðherra leggur grunnskólum til samræmd próf og greiðir kostnað af störfum trúnaðarmanna til eftirlits og umsjónar við framkvæmd samræmdra lokaprófa.
    Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála, eða annar aðili sem menntamálaráð herra ákveður, hefur umsjón með gerð og framkvæmd þessara prófa.
    Menntamálaráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra prófa.
    

47. gr.

    Er grunnskólanámi lýkur skal nemandi fá skírteini er votti að hann hafi lokið skyldu námi samkvæmt lögum. Í skírteini skal skrá vitnisburð í þeim námsgreinum er nemandi lagði stund á í 10. bekk.
    Menntamálaráðuneytið gefur út viðmiðanir fyrir slík skírteini.
    

48. gr.

    Menntamálaráðherra setur í reglugerð ákvæði um með hvaða hætti fylgst skuli með námsárangri nemenda í sérskólum og hjá öðrum þeim nemendum á skyldunámsaldri er taldir eru víkja svo frá almennum þroska að þeim henti ekki próf skv. 46. gr.
    

49. gr.

    Sérhver grunnskóli innleiði aðferðir til að meta skólastarfið, þar á meðal kennslu- og stjórnunarhætti, samskipti innan skólans og tengsl við aðila utan skólans. Á fimm ára fresti skal að frumkvæði menntamálaráðuneytisins gerð úttekt á sjálfsmatsaðferðum skóla.

X. KAFLI

Skólaþróun, tilraunaskólar.

50. gr.

    Kennarar og skólastjórar grunnskóla skulu, auk námsleyfa, sbr. 25. gr., eiga kost á endurmenntun í þeim tilgangi að efla starfshæfni sína, kynnast markverðum nýjungum í skóla- og uppeldismálum og njóta stuðnings við nýbreytni- og þróunarstörf. Til þessa verkefnis skal árlega veitt fé á fjárlögum.
    Að frumkvæði skólastjóra mótar hver skóli áætlun um hvernig endurmenntun starfs fólks hans skuli hagað svo hún sé í sem bestu samræmi við þær áherslur sem fram koma í skólanámskrá.
    

51. gr.

    Menntamálaráðherra ber ábyrgð á að fram fari mat á skólum og skólastarfi sem ætlað er að tryggja að skólahald sé í samræmi við ákvæði laga og aðalnámskrár. Menntamála ráðherra getur falið Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála eða öðrum aðilum að annast framkvæmd slíks mats.
    Niðurstöður af mati á skólum og skólastarfi skulu m.a. hafðar til hliðsjónar við endur skoðun aðalnámskrár.
    

52. gr.

    Alþingi veitir árlega fé á fjárlögum í þróunarsjóð grunnskóla. Menntamálaráðherra hefur umsjón með sjóðnum og setur reglur um styrkveitingar.
    

53. gr.

    Menntamálaráðherra getur, með samþykki sveitarstjórnar, haft forgöngu um þróunar- og tilraunastarf í grunnskólum. Einnig getur hann veitt sveitarfélögum og einkaskólum heimild til að reka tilraunaskóla eða gera tilraunir með ákveðna þætti skólastarfs með undanþágu frá ákvæðum laga og reglugerða. Slík undanþága getur t.d. varðað nám, starfstíma skóla, kennslutilhögun, stundafjölda o.s.frv., enda brjóti slíkar undanþágur ekki í bága við 2. gr. þessara laga eða þrengi hlutverk grunnskóla frá því sem þar er gert ráð fyrir.
    Slíkum tilraunum skulu ávallt sett eðlileg tímamörk og kveðið á um úttekt að tilraun lokinni.
    Menntamálaráðherra er heimilt að styrkja tilraunaskóla og sérstakar nýjungar eftir því sem fjárlög heimila hverju sinni.
    

XI. KAFLI

Skólasöfn.

54. gr.

    Í hverjum grunnskóla skal vera skólasafn. Skólasafn er eitt af meginhjálpartækjum í skólastarfinu og skal búnaður safnsins varðandi húsnæði, bókakost, önnur námsgögn og starfsfólk taka mið af því.
    Sveitarstjórn er heimilt að sameina almenningsbókasafn og skólasafn ef það, að mati skólanefndar og skólastjóra, rýrir ekki gildi safnsins fyrir skólann.
    

XII. KAFLI

Heilsugæsla.

55. gr.

    Um heilsugæslu í grunnskólum fer eftir gildandi lögum um heilbrigðisþjónustu. Hér aðslæknir viðkomandi umdæmis skal skipuleggja starfsemina undir yfirstjórn heilbrigð isstjórnar. Heilbrigðisþjónusta skólahverfis skal hafa samráð við skólanefnd og skóla stjóra um skipulagningu og fyrirkomulag heilsugæslu.
    Skólastjóra ber að fylgjast með því að nemendur njóti heilsugæslu í skólanum í sam ræmi við þá tilhögun sem ákveðin hefur verið skv. 1. mgr.
    Sveitarfélög greiða stofnkostnað húsnæðis í skólum sem ætlað er fyrir heilsugæslu og annast rekstur þess. Laun starfsmanna við heilsugæslu í skólum og sérgreindur kostn aður við þessa starfsemi greiðist sem annar kostnaður við rekstur almennrar heilsugæslu í heilsugæslustöð og fer um ráðningu starfsmanna með sama hætti.
    

XIII. KAFLI

Einkaskólar.

56. gr.

    Menntamálaráðherra er heimilt að löggilda grunnskóla eða hluta grunnskóla, sbr. 3. gr., sem kostaðir eru af einstökum mönnum eða stofnunum, ef þeir starfa samkvæmt reglugerð eða skipulagsskrá sem ráðuneytið staðfestir. Slíkir skólar hlíti sama eftirliti og reglum og aðrir grunnskólar. Börn sem sækja þessa einkaskóla hafa undanþágu skv. 7. gr. en forstöðumaður skal fyrir upphaf hvers skólaárs senda hlutaðeigandi skólanefnd skrá um nemendur og tilkynna sömu aðilum allar breytingar á nemendaskrá jafnóðum og þær verða.
    Einkaskólar eiga ekki kröfu til styrks af almannafé.
    Um námsmat í einkaskólum fer skv. 45. og 46. gr.
    

XIV. KAFLI

Gildistaka.

57. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi og koma að fullu til framkvæmda 1. ágúst 1995. Jafnframt falla úr gildi ákvæði laga nr. 49 frá 1991 eftir því sem ákvæði þessara laga koma til fram kvæmda fram til 1. ágúst 1995 en þá falla lög nr. 49 frá 1991 að fullu úr gildi.
    Hinn 1. ágúst 1995 falla enn fremur úr gildi lög nr. 49 frá 1967, um skólakostnað, lög nr. 23 frá 1990, um Námsgagnastofnun, 9. gr. laga nr. 55 frá 1974, um skólakerfi, X. kafli laga nr. 29 frá 1988, um Kennaraháskóla Íslands, enda skal Reykjavíkurborg taka við öll um rekstri og stjórn Æfingaskóla Kennaraháskóla Íslands frá þeim tíma, lög nr. 61 frá 1957, um heilsuvernd í skólum, svo og önnur lagaákvæði er brjóta kunna í bága við ákvæði laga þessara.
    Menntamálaráðherra ákveður í reglugerð hvaða ákvæði laga þessara koma til fram kvæmda fyrir 1. ágúst 1995, þar með talið hvernig skuli, fram til þess tíma, haga ráðningu kennara og annarra starfsmanna grunnskóla sem starfa sem ríkisstarfsmenn.

Ákvæði til bráðabirgða.

    Ákvæði 3. gr. um einsetinn grunnskóla skal komið að fullu til framkvæmda að 6 árum liðnum frá gildistöku laga þessara.
    Ákvæði 2. mgr. 27 gr. um vikulegan kennslutíma á hvern nemanda skal koma til fram kvæmda á árabilinu 1995–1999 sem hér segir:
    Haustið 1995 fjölgar kennslustundum um 6, þannig að vikulegur kennslustundafjöldi nemenda verður að lágmarki sem hér segir:
    1.–4. bekkur: 26 kennslustundir,
    5.–7. bekkur: 29, 31 og 33 kennslustundir,
    8.–10. bekkur: 34 kennslustundir.
    Haustið 1996 fjölgi kennslustundum um 10, þannig:
    1.–4. bekkur: 27 kennslustundir,
    5.–7. bekkur: 30, 32 og 34 kennslustundir,
    8.–10. bekkur: 35 kennslustundir.
    Haustið 1997 fjölgi kennslustundum um 10, þannig:
    1.–4. bekkur: 28 kennslustundir,
    5.–7. bekkur: 32, 33, 35 kennslustundir,
    8.–10. bekkur: 36 kennslustundir.
    Haustið 1998 fjölgi kennslustundum um 10, þannig:
    1.–4. bekkur: 29 kennslustundir,
    5.–7. bekkur: 34, 34, 35 kennslustundir,
    8.–10. bekkur: 37 kenslustundir.
    Haustið 1999 fjölgi kennslustundum um 7, þannig:
    1.– 4. bekkur: 30 kennslustundir,
    5.– 7. bekkur: 35 kennslustundir,
    8.–10. bekkur: 37 kennslustundir.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.

    Frumvarpið var samið af nefnd sem Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra skipaði hinn 24. mars 1992 til að endurskoða lög um grunn- og framhaldsskóla og móta mennta stefnu. Nefndin skilaði áfangaskýrslu í janúar 1993 og voru þar reifaðar helstu hugmynd ir hennar um áherslur í skólastarfi. Var skýrslan víða kynnt og send fjölmörgum aðilum til umsagnar. Á grundvelli áfangaskýrslunnar, umsagna um hana og viðræðna við ólíka aðila, voru samin drög að frumvarpi til laga um grunnskóla. Nefndin skilaði menntamála ráðherra einnig drögum að frumvarpi til laga um framhaldsskóla ásamt skýrslu. Í skýrslu nefndarinnar er sett fram heildstæð skólastefna fyrir grunn- og framhaldsskóla og er vís að til hennar til frekari skýringa á frumvarpi þessu. Nefnd um mótun menntastefnu skipa eftirtaldir aðilar: Sigríður Anna Þórðardóttir alþingismaður, formaður nefndarinnar, Arn ar Þórisson viðskiptafræðingur, Árni Sigfússon borgarfulltrúi, Björn Búi Jónsson, kenn ari við Menntaskólann í Reykjavík, Björn L. Halldórsson lögfræðingur, Halldóra Rafnar, menntamálafulltrúi VSÍ, Haukur Helgason, skólastjóri Öldutúnsskóla í Hafnarfirði, Helgi Jónasson, fræðslustjóri Reykjanessumdæmis, Ingibjörg Guðmundsdóttir, fræðslu fulltrúi MFA, Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri í Garðabæ, Linda Rós Mikaelsdóttir, kennari í Álftamýrarskóla, María Þ. Gunnlaugsdóttir, aðstoðarskólameistari Flensborg arskóla í Hafnarfirði, Ólafur H. Jóhannsson, endurmenntunarstjóri Kennaraháskóla Ís lands, Sigurveig Sæmundsdóttir, kennari í Hofstaðaskóla í Garðabæ, Sólrún Jensdóttir, skrifstofustjóri í menntamálaráðuneytinu, Stefán Baldursson, skrifstofustjóri í mennta málaráðuneytinu, Trausti Þorsteinsson, fræðslustjóri Norðurlandsumdæmis eystra, Þór leifur Jónsson, viðskiptafræðingur hjá Samtökum iðnaðarins.
    Með nefndinni störfuðu Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, ráðgjafi menntamálaráð herra í skólamálum, og Margrét Harðardóttir, deildarsérfræðingur í menntamálaráðu neytinu. Þá starfaði Guðríður Sigurðardóttir ráðuneytisstjóri með nefndinni til loka jan úar 1993. Auk þess veittu Hrólfur Kjartansson, deildarstjóri grunnskóladeildar, og Sig urður Helgason, deildarstjóri starfsmannadeildar, nefndinni ýmis góð ráð og ábendingar.
    Menntamálaráðherra sendi frumvarpsdrögin til umsagnar helstu hagsmunaaðila. Við endanlega gerð frumvarpsins var tekið mið af ábendingum þessara aðila og umræðum í þjóðfélaginu í kjölfar kynningar á tillögum nefndarinnar.
    Flestar tillögur um breytingar frá gildandi lögum um grunnskóla, nr. 49/1991, eru gerðar vegna flutnings á ábyrgð og kostnaði en meginmarkmið frumvarpsins er flutning ur alls reksturs grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga. Nokkrum öðrum greinum er breytt þrátt fyrir að ný verkaskipting kalli ekki beinlínis á breytingar. Þar er t.d. um að ræða aukningu vikulegs kennslumagns samfara einsetningu grunnskólans, aukna áherslu á námsmat og mat á skólastarfi.
    
Yfirstjórn skólamála hjá menntamálaráðherra.
    Menntamálaráðherra fer með yfirstjórn grunnskóla og fylgist með því að fylgt sé þeirri stefnumörkun um nám og kennslu sem lög kveða á um (9. gr.). Menntamálaráð herra ber ábyrgð á að sett sé aðalnámskrá fyrir grunnskóla og reglugerðir um skólahald á grundvelli gildandi laga. Hann ber einnig ábyrgð á eftirliti með skólastarfi, öflun og úr vinnslu upplýsinga um starf í grunnskólum, svo og upplýsingamiðlun til foreldra og al mennings um skólastarf og árangur þess (9. gr.). Menntamálaráðherra leggur skólum til samræmd próf (46. gr.) og ber ábyrgð á að fram fari mat á skólum og skólastarfi, sbr. 51. gr. Menntamálaráðherra er heimilt að veita undanþágur frá nokkrum ákvæðum laganna, sbr. 1. gr., 5. gr., 7. gr. og 26. gr., og er úrskurðaraðili í einstökum atriðum er varða skóla hald, sbr. 6. gr., 33. gr., 41. gr. og greinargerð með 46. gr.
    
Grunnskólinn á ábyrgð sveitarfélaga.
    Með lögum nr. 87/1989, um breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, voru ýmis verkefni sem áður voru í höndum menntamálaráðuneytisins flutt til sveitarfélaga. Þar var ákveðið að sveitarfélög kostuðu ein stofnun og rekstur grunnskóla en ríkissjóður kostaði áfram kennslu (almenna kennslu, viðurkennda forfallakennslu, sjúkrakennslu og sérkennslu), stjórnun, námsgögn og sérfræðiþjónustu. Með þessu frumvarpi er lagt til að sveitarfélög taki við þessum verkefnum að undanskilinni útgáfu námsgagna og að öll ábyrgð á framkvæmd skólahalds færist til þeirra. Sveitarfélög munu því taka við ráðn ingu starfsmanna og launagreiðslum til skólastjórnenda, kennara og annarra sérfræðinga sem starfa í grunnskólum og eru nú ráðnir hjá ríkinu.
    Menntamálaráðherra mun jafnframt leggja fyrir Alþingi frumvarp til laga um flutning á starfsskyldu og launagreiðslu þessara aðila þar sem m.a. verður kveðið á um hvernig fara skuli með áunnin starfstengd réttindi þeirra.
    Í frumvarpinu eru ekki settar fram reglur um útreikninga vegna kennslukostnaðar eins og gert er í gildandi lögum þar sem öll framkvæmd og skipulag skólahalds verður fram vegis í höndum sveitarstjórna. Í 75. gr. gildandi laga um grunnskóla eru sett viðmið um fjölda nemenda í hverri bekkjardeild og er gert ráð fyrir að sveitarfélög setji sér svipaðar viðmiðunarreglur þegar kennslukostnaður einstakra skóla er reiknaður.
    Í 1. mgr. 76. gr. gildandi laga er fámennum skólum heimilað að blanda saman aldurs hópum í 1.–8. bekk og gilda ákveðnar reglur um fjölda nemenda í deildir. Er við það mið að hve mörgum aldurshópum verður að kenna saman. Þær viðmiðanir, sem hér um ræðir, hafa gefist vel og því er eðlilegt að ætla að sveitarfélög hafi þær til hliðsjónar við skipu lag kennslu í fámennum skólum. Samkvæmt 76. gr. gildandi laga er gert ráð fyrir að ekki sé haldið uppi kennslu í 9. og 10. bekk nema að nemendafjöldi í hvorri bekkjardeild nái 12 nemendum að meðaltali. Samkvæmt frumvarpinu geta sveitarfélög framvegis ákveðið að halda uppi kennslu í þessum bekkjum í heimaskóla óháð því hve margir nemendur eru í árgangi.
    
Sérdeildir/sérskólar.
    Í frumvarpinu er lagt til að sveitarfélög taki við rekstri sérskóla og sérdeilda fyrir þá nemendur sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda og ekki geta notið kennslu í almenn um grunnskólum (38. gr.).
    
Sérfræðiþjónusta.
    Verkefni fræðsluskrifstofa á sviði stjórnunar, daglegs eftirlits með skólahaldi, fjár mála, sálfræðiþjónustu og annarrar sérfræðiþjónustu við grunnskóla verða á ábyrgð sveitarfélaga eftir flutninginn. Hverju sveitarfélagi er gert skylt að tryggja skólum að gang að sérfræðiþjónustu og annarri sérhæfðri ráðgjöf (42. gr.). Lögð er áhersla á að þessi þjónusta skerðist ekki frá því sem nú er og setur menntamálaráðherra reglugerð þar sem kveðið er á um lágmarkssérfræðiþjónustu við grunnskóla.
    
Námsgögn.
    Kennsla og námsgögn í skyldunámi skulu vera nemendum að kostnaðarlausu. Sveitar félögum ber að leggja til og kosta kennslu og námsgögn í skyldunámi. Ríkinu ber að reka áfram sérstaka stofnun sem sér um útgáfu og útvegun námsgagna í skyldunámi (33. gr.).
    
Kjarnagreinar.
    Nýjung í frumvarpinu er ákvæði um að kjarnagreinar séu skilgreindar í aðalnámskrá grunnskóla (30. gr.). Kjarnagreinar eru þær námsgreinar sem öðrum skyldunámsgreinum fremur eru taldar hafa afgerandi þýðingu fyrir framhaldsnám, atvinnu og almenna mennt un. Í skýrslu nefndar um mótun menntastefnu er lagt til að kjarnagreinar verði íslenska, stærðfræði og enska.
    
Samræmt námsmat.
    Í frumvarpinu er lagt til að aukin áhersla verði lögð á samræmt námsmat í grunnskól um (46. gr.). Gert er ráð fyrir að menntamálaráðherra leggi skólum til samræmd próf, bæði könnunarpróf og árgangapróf, ásamt stöðluðum kunnáttuprófum til að greina stöðu nemenda og fylgjast með námsframvindu þeirra.
    Nýjung er ákvæði um að samræmd próf skuli lögð fyrir allan árgang nemenda í 4. og 7. bekk grunnskóla. Tilgangur samræmdra prófa í neðri bekkjum grunnskóla er að veita nemendum, foreldrum og skólum hlutlægar upplýsingar um námsframvindu nemenda þannig að hægt verði að grípa inn í snemma á námsferlinum með markvissum aðgerðum hjá þeim nemendum sem ekki hafa náð tilskildum árangri. Einnig er lagt til að lögfest verði að nemendur taki fjögur samræmd próf við lok grunnskóla.
    
Skólanámskrá og sjálfsmat skóla.
    Ákvæði í frumvarpinu um að hver skóli skuli gefa út skólanámskrá er nýjung (31. gr.). Þar er um að ræða rökstudda áætlun um skólastarfið sem unnin er af starfsfólki skólans undir faglegri forustu skólastjóra. Skólanámskrá skal borin undir foreldraráð og hljóta samþykki skólanefndar. Önnur nýjung í frumvarpinu er ákvæði um að hver skóli skuli innleiða aðferðir til að meta sitt innra starf (sjálfsmat skóla, 49. gr.), þar á meðal kennslu- og stjórnunarhætti, samskipti innan skólans og tengsl við aðila utan skólans. Báðar þess ar tillögur eru til þess fallnar að styrkja fagmennsku í skólastarfi og efla innra starf skóla.
    
Ráðningar.
    Skólastjórar og kennarar verða starfsmenn sveitarfélaga. Sveitarstjórn ræður skóla stjóra, kennara og annað starfsfólk grunnskóla og fer með ráðningar starfsmanna sam kvæmt ákvæðum í samþykkt um stjórn sveitarfélags. Ef slík ákvæði eru ekki fyrir hendi skal sveitarstjórn eða byggðarráð gefa fyrirmæli til skólastjóra um hvernig skuli staðið að ráðningu starfsmanna, sbr. greinargerð með 23. gr.
    
Endurmenntun, fagleg ráðgjöf.
    Áhersla er lögð á að möguleikar kennara á framhaldsmenntun, endurmenntun og kennsluráðgjöf skerðist ekki frá því sem nú er. Lagt er til að framlag í sjóð vegna náms leyfa kennara og skólastjóra, sbr. 42. gr. gildandi grunnskólalaga, og 25. gr. frumvarps ins verði óbreytt og að áfram verði í boði styttri námskeið og fræðslufundir eftir því sem fjárveitingar leyfa, sbr. 50. gr. frumvarpsins.
    Loks er í frumvarpinu ákvæði um að kennarar skuli eiga kost á almennri og greina bundinni kennsluráðgjöf sem tekur til þeirra námsgreina sem tilgreindar eru í 30. gr. frumvarpsins. Þar sem slík þjónusta er ekki fyrir hendi á vegum sveitarfélaga skulu þau kaupa hana af stofnunum sem mennta kennara og/eða öðrum aðilum sem bjóða upp á slíka þjónustu. Slík fagleg ráðgjöf komi að hluta til í stað kennsluráðgjafar sem fræðslu skrifstofur hafa boðið fram (42. gr.).
    
Foreldrar.
    Samkvæmt frumvarpinu eru áhrif foreldra á skólastarf aukin. Gert er ráð fyrir að við hvern grunnskóla starfi foreldraráð með þátttöku þriggja fulltrúa foreldra, auk skólastjóra (16. gr). Foreldraráð hvers skóla á t.d. að vera umsagnaraðili um skólanámskrá skólans og fylgjast með framkvæmd hennar. Jafnframt er heimilt að stofna félag foreldra við grunnskóla til að styðja skólastarfið og efla tengsl heimila og skóla (15. gr.).
    
Einsetinn skóli og lengdur skóladagur.
    Í frumvarpinu er gengið út frá því að allir grunnskólar séu einsetnir og að það takmark hafi náðst árið 2001 (3. gr. og ákvæði til bráðabirgða). Víða um land, einkum í dreifbýli, hefur þessu takmarki þegar verið náð og í sveitarstjórnarkosningum vorið 1994 kom í ljós að fjölmörg sveitarfélög hafa lýst yfir vilja og metnaði til að koma sem fyrst á ein setningu í skólunum.
    Í samræmi við stefnumörkun um einsetningu er gert ráð fyrir að vikulegur kennslu stundafjöldi nemenda aukist frá því sem nú er (27. gr.). Þannig er gengið út frá því að allir grunnskólanemendur geti hafið skóladaginn á morgnana þegar þeir ættu að vera móttæki legastir fyrir námi og að hægt verði að skipuleggja samfelldan vinnudag allra grunn skólabarna. Kveðið er á um sérstakt hádegishlé, að lágmarki 30 mínútur, þar sem nem endur geta matast en ákvæði um að nemendur skuli eiga kost á málsverði á skólatíma er óbreytt frá gildandi lögum (4. gr.). Gert er ráð fyrir að ákvæðin um tímafjölda á hvern nemenda verði lágmarksákvæði þannig að ekki verði heimilt að bjóða minni kennslu í viku hverri en grunnskólalög kveða á um. Lagt er til að kennslustundafjöldi í grunnskóla aukist á hverju ári þar til lágmörkum laganna er náð að fullu. Hér er miðað við haustið 1999, sbr. ákvæði til bráðabirgða.
    Loks er heimildaákvæði um að sveitarstjórnir geti boðið nemendum lengda viðveru utan daglegs kennslutíma (27. gr.) en þar er verið að lögfesta framkvæmd sem nokkur sveitarfélög hafa komið á að eigin frumkvæði.
    
Níu mánuða starfstími nemenda.
    Kveðið er á um að starfstími grunnskólanemenda skuli vera 9 mánuðir og kennsludag ar grunnskóla að lágmarki 172 (26. gr.). Þannig er starfstími skóla skilgreindur út frá rétti nemenda til náms og kennslu á skólaárinu í stað þess sem nú tíðkast að árlegur starfstími skóla er sá tími sem kennarar starfa í skólunum. Markmiðið er að hinn lögbundni 9 mán aða skóli verði betur nýttur til skipulegra starfa með nemendum en verið hefur.
    
Kjarasamningar kennara.
    Ljóst er að bæði einsetning grunnskóla og annars konar nýting á starfstíma skóla kall ar á breytta kjarasamninga við kennara. Endurskoða þarf skilgreiningar á starfstíma kennara og laga þær að þörfum skólastarfsins í einsetnum grunnskóla þar sem aukin áhersla er lögð á samvinnu skólafólks, m.a. við gerð skólanámskrár (31. gr.) og við reglu bundið mat á skólastarfi, þar á meðal sjálfsmat skóla (49. gr.). Kennarasamtök hafa þegar lýst yfir vilja til að ganga til samninga um breyttar skilgreiningar á starfstíma kennara.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.

Um 1. gr.

    Sú meginbreyting er gerð frá gildandi lögum nr. 49/1991 að fellt er brott ákvæði um skyldu ríkis og sveitarfélaga til sameiginlegs skólahalds fyrir börn og unglinga á skyldu námsaldri. Þessi skylda hvílir framvegis á sveitarfélögum einum eftir því sem lög þessi segja til um.

Um 2. gr.

    Ekki er gerð breyting á ákvæðum laga nr. 49/1991 um hlutverk grunnskólans og er greinin því samhljóða 2. gr. þeirra laga.
    

Um 3. gr.

    Ákvæði gildandi laga um 10 ára skólaskyldu er óbreytt, sbr. 1. gr., með þeim frávikum sem fram koma í 35. gr. frumvarpsins.
    Í greininni er kveðið á um að allir grunnskólar skuli vera einsetnir. Með einsetningu er átt við að allir nemendur skóla hefji nám að morgni og séu samtímis í skólanum. Í bráðabirgðaákvæði með gildandi lögum er gert ráð fyrir að allir skólar verði einsetnir á 10 ára tímabili frá gildistöku þeirra laga. Hér er gert ráð fyrir að einsetningu skóla verði að fullu náð árið 2001, sbr. ákvæði til bráðabirgða, eða einu ári fyrr en gildandi lög gera ráð fyrir.
    Það er í valdi sveitarstjórnar að ákveða hvort skóli skuli starfa sem ein stofnun (1.–10. bekkur) eða vera skipt í einingar, t.d. 1.–4. bekkur, 8.–10. bekkur. Í dreifbýli kann að vera heppilegt að sameina mjög fámenna skóla undir einni stjórn og á þessi grein einnig við um það. Fellt er brott úr gildandi lögum ákvæði um samþykki fræðslustjóra og menntamálaráðuneytis til að skipta skólum í einingar. Frumvarpið gerir ekki ráð fyrir embætti fræðslustjóra og nú tekur sami aðili, þ.e. sveitarstjórn, ákvörðun um hvort og þá í hvernig einingar grunnskóla er skipt og ber allan kostnað sem því fylgir, þar með talinn kennslukostnað.

Um 4. gr.

    Með fullri ábyrgð sveitarfélaga á rekstri grunnskóla er ekki lengur þörf afskipta fræðslustjóra né menntamálaráðuneytis af stofnun heimavista eða skólaselja. Frumkvæð ið er hér að fullu flutt til sveitarfélaga. Greinin ítrekar það meginviðmið að í strjálbýli skuli nemendum ekið í og úr skóla daglega í stað þess að þeir búi á heimavist. Sveitarfé lög kosta og bera ábyrgð á skipulagi skólaaksturs. Mikilvægt er að nemendum sé ekki of gert með löngum akstursleiðum eða löngum tíma í skólabíl.
    Sett hafa verið á stofn skólasel, sem útibú við einstaka skóla, til að stytta akstursleiðir fyrir nemendur. Með skólaseli er átt við útibú frá aðalskóla, t.d. fyrir yngstu nemendurna, til að komast hjá heimavistardvöl eða löngum skólaakstri. Mikilvægt er að við stofnun slíkra útibúa sé gætt faglegrar samræmingar við aðalskólann og að nemendur eigi mögu leika á félagslegum samskiptum við aðra nemendur skólans, t.d. þátttöku í skólaskemmt unum, leiksýningum, íþróttamótum og öðrum viðburðum í skólastarfinu.
    Ákvæði 4. mgr. er óbreytt frá gildandi lögum. Þar er átt við að nemendur geti keypt mat í skólanum eða komið með nesti að heiman og hafi aðstöðu í skólanum til að neyta matar. Sveitarfélögum er ekki gert skylt að stofna og reka mötuneyti.
    

Um 5. gr.

    Þar sem staða fræðslustjóra í núverandi mynd er lögð niður þykir eðlilegt að mennta málaráðuneytið sé framvegis úrskurðaraðili um þær undanþágur er hér um ræðir, þ.e. um skólaskyldu og skólatíma.

Um 6. gr.

    Þær breytingar eru gerðar á 6. gr. gildandi laga að skólastjóri skal vísa málinu til skólanefndar takist honum ekki að finna lausn á því, enda á skólanefnd að sjá um að öll skólaskyld börn í skólahverfinu njóti lögboðinnar fræðslu, sbr. 12. gr. frumvarpsins. Í gildandi lögum hefur skólanefnd verið gert að vinna að lausn málsins í samráði við sér fræðiþjónustu skóla og barnaverndarnefnd áður en málinu er vísað til menntamálaráðu neytis.
    Með hliðsjón af nýlegri niðurstöðu máls, sem umboðsmaður Alþingis fékk til úr skurðar og fjallar um brottrekstur nemanda úr skóla vegna agabrots, er hér breytt þeirri reglu að vísa málum af því tagi sem hér um ræðir og vegna agabrots nemenda til barna verndarnefndar. Í niðurstöðu umboðsmanns í máli nr. 761/1993 segir m.a. á bls. 10:
    „Á vegum sveitarfélaga starfa barnaverndarnefndir, sbr. 6. gr. laga nr. 58/1992 um vernd barna og ungmenna. Foreldrar, forráðamenn barns og aðrir þeir, sem eru barninu nákomnir, geta skotið úrskurði barnaverndarnefndar til barnaverndarráðs til fullnaðarúr skurðar, sbr. 49. gr. laganna. Samkvæmt 3. gr. laganna fer félagsmálaráðuneytið með yf irstjórn barnaverndarmála.
    Barnaverndarnefndir teljast til stjórnsýslu sveitarfélaga og heyra stjórnarfarslega und ir félagsmálaráðherra. Menntamálaráðherra er því aðeins heimilt að fela barnaverndar nefndum vald til þess að leysa úr kærumálum á þessu sviði, að hann hafi til þess skýra lagaheimild. Ráðherra getur ekki á grundvelli hinnar almennu heimildar til setningar reglugerðar um nánari framkvæmd þess ákvæðis, sem fram kemur í 5. mgr. 57. gr., sbr. 85. gr. grunnskólalaga, falið vald sitt stjórnvaldi, sem hvorki fellur undir yfirstjórn hans né hann ber stjórnskipulega ábyrgð á. Þar sem ekki er mælt fyrir um slíka kæruheimild í grunnskólalögunum, eins og gert er t.d. í 56. gr. laganna, og ráðherra heldur ekki veitt sérstök lagaheimild til þess að mæla fyrir um slíkt í reglugerð, verður að telja, að ákvæði 2. málsl. 3. mgr. 7. gr. reglugerðar nr. 512/1975, þar sem mælt er fyrir um málskot til barnaverndarnefndar, skorti lagaheimild“.
    Í lok greinargerðar sinnar tekur umboðsmaður Alþingis fram að þótt nægjanleg laga heimild væri til þess að fela barnaverndarnefnd meðferð slíkra kærumála telji hann vafa leika á því að slík skipan væri heppileg.
    

Um 7. gr.

    Engin breyting frá 7. gr. gildandi laga.
    

Um 8. gr.

    Fellt er brott ákvæði um skyldu til þess að tilkynna fræðslustjóra um tímabundnar undanþágur. Tímabundar undanþágur, sem hér um ræðir, eru t.d. keppnisferðir í íþrótt um, aðstoð við bændur á álagstímum, eins og um réttir og sauðburð, og aðrar tímabundn ar fjarvistir sem skólastjóri metur gildar.
    Lagt er til að lögfest verði að þegar undanþága af þessu tagi er veitt verði forráðamað ur nemandans ábyrgur fyrir því að nemandi vinni upp það sem hann missir úr námi, enda á greinin við um þær undanþágur sem foreldrar eða forráðamenn sækja um.
    

Um II. kafla.

    Þessi kafli hefur verið styttur í samræmi við flutning grunnskóla til sveitarfélaga. Felldar eru brott lagagreinar sem fjalla um grunnskólaráð, samstarfsnefnd menntamála ráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga, skiptingu landsins í fræðsluumdæmi, fræðsluráð, fræðslustjóra og fræðsluskrifstofur.
    

Um 9. gr.

    Þegar framkvæmd grunnskóla er að fullu komin til sveitarfélaga, ber sveitarstjórn ábyrgð á að skólar starfi samkvæmt lögum þessum, reglugerðum við þau og aðalnámskrá grunnskóla. Menntamálaráðuneytið fylgist með því að sveitarfélög uppfylli þær skyldur sem þeim eru lagðar á herðar.
    Á það hefur verið bent að eftirlit framkvæmdaraðila á sjálfum sér geti ekki verið mjög virkt og hefur það gjarnan verið ein röksemdin fyrir mikilvægi þess að skapa hrein skil í verkaskiptum ríkis og sveitarfélaga varðandi grunnskólann. Þegar framkvæmd grunn skólalaga er að fullu komin á ábyrgð sveitarfélaga er mikilvægt að tryggja virkt ytra eftir lit með skólahaldi í landinu. Greinin kveður á um skyldu menntamálaráðuneytisins til þess að halda uppi slíku eftirliti.
    Til þessa hefur eftirlit með starfi grunnskólans verið í höndum menntamálaráðuneytis og fræðsluskrifstofa. Samkvæmt frumvarpinu eru fræðsluskrifstofur lagðar niður í nú verandi mynd. Hluti af verkefnum þeirra flytjast yfir til sveitarfélaga en utanaðkomandi eftirlit með því að sveitarfélög og skólar uppfylli kröfur laga og reglugerða varðandi skólahald flyst til menntamálaráðuneytis. Jafnframt er gert ráð fyrir að sveitarstjórnir haldi uppi eftirliti á vettvangi, m.a. að frumkvæði skólanefnda.
    

Um 10. gr.

    Með lögum nr. 87/1989, um breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, var ákveðið að sveitarfélög kostuðu ein stofnun og rekstur grunnskóla en ríkissjóður kostaði áfram kennslu (almenna kennslu, viðurkennda forfallakennslu, sjúkrakennslu og sér kennslu), stjórnun, námsgögn og sérfræðilega þjónustu. Með frumvarpinu er lagt til að sveitarfélög taki við þessum verkefnum, að undanskilinni útgáfu námsgagna, og ábyrgð á skólahaldi færist til þeirra.
    Í greininni er um nýmæli að ræða þar sem kveðið er á um skyldu sveitarstjórna til að gera menntamálaráðuneytinu grein fyrir framkvæmd skólahalds. Slíkt samræmt eftirlit og upplýsingasöfnun eru óhjákvæmileg til þess að hægt sé að hafa yfirsýn yfir skólahald í landinu og er ráðuneytið sjálfsagður eftirlitsaðili með þessum málum. Þær upplýsingar sem hér um ræðir varða m.a. nemendur (fjölda nemenda, skólasókn o.fl.), skólastarfið (tímafjölda, nemendastundir, skyldunámsgreinar, kjarnagreinar o.fl.), sérfræðiþjónustu, sérstakan stuðning við nemendur, sbr. 37. gr., aðstæður (húsnæði, búnað o.fl) og starfs fólk (menntun, starfsaldur, meginverkefni o.fl.).
    

Um 11. gr.

    Greinin er samhljóða 17. grein gildandi laga.
    

Um 12. gr.

    Greinin fjallar um verkefni og hlutverk skólanefnda. Sú breyting er gerð frá gildandi lögum að gert er ráð fyrir auknu hlutverki skólanefnda og þá fyrst og fremst hvað viðkem ur innra starfi skólanna.
    Skólanefnd fer með málefni grunnskóla í umboði sveitarstjórnar. Skólanefnd er ætlað að fylgja eftir ákvæðum laga og reglugerða um grunnskóla. Í því felst m.a. að sjá um að skólaskyldu sé fullnægt, að fullnægjandi húsnæði og aðstaða sé fyrir hendi og að áætlanir séu gerðar um skólastarfið. Skólanefnd fylgist með framkvæmd náms og kennslu í skóla hverfinu og getur lagt tillögur um umbætur á skólastarfi fyrir skólastjóra. Skólanefnd skal fylgjast með því að skólum sé tryggður aðgangur að sérfræðiþjónustu á borð við kennslufræðilega ráðgjöf, námsráðgjöf og sálfræðiþjónustu, sbr. 42. gr.
    

Um 13. gr.

    Greinin er efnislega samhljóða 19. gr. gildandi laga.
    

Um 14. gr.

    Greinin fjallar um hlutverk skólastjóra sem forstöðumanns grunnskóla. Nýjung er ákvæði um faglegt forustuhlutverk skólastjóra og er það áréttað enn frekar með ákvæði um ábyrgð skólastjóra á gerð skólanámskrár.
    Greinin kveður á um að skólastjóri skuli boða til kennarafundar eigi sjaldnar en einu sinni í mánuði. Bætt er inn ákvæði sem segir að auk kennara skuli aðrir sérfræðingar skólans sækja kennarafundi. Með sérfræðingum er átt við fagmenntað starfsfólk sem sinnir menntunar- og uppeldisstarfi innan skólans, svo sem bókasafnsfræðinga, námsráð gjafa o.fl.
    Ákvæði um kennararáð eru óbreytt frá gildandi lögum.
    

Um 15. gr.

    Hér er gerð sú breyting frá 22. gr. gildandi laga að í stað félags foreldra og kennara er nú gert ráð fyrir foreldrafélögum sem eingöngu foreldrar eiga aðild að. Greinin ítrekar skyldu skólastjóra til að stíga fyrsta skrefið til að stofna samtök foreldra ef foreldrar óska eftir aðstoð hans.
    Sú breyting er gerð að tekið er út ákvæði um að foreldrar eigi rétt til setu á kennara fundum. Foreldrum er sköpuð formleg leið til að hafa áhrif á starf og stefnumörkun skól ans með tilkomu foreldraráðs (16. gr.) og með sérstökum fulltrúa sem þeir tilnefna til setu á skólanefndarfundum (13. gr.).
    

Um 16. gr.

    Greinin fjallar um foreldraráð og hlutverk þess. Lagt er til að við hvern skóla starfi foreldraráð sem sé eingöngu skipað foreldrum.
    Í 20. gr. gildandi laga um grunnskóla er ákvæði um skólaráð sem ekki hefur komið til framkvæmda. Gagnrýni hefur komið fram á samsetningu skólaráðs en það skal skipað þremur fulltrúum, einu foreldri, einum kennara og einum nemanda. Fáir skólar hafa kom ið á fót slíku ráði.
    Með foreldraráðum er verið að mynda formlegan vettvang til að koma sjónarmiðum foreldra varðandi innihald og áherslur í starfi skólans og skipulagi skólahalds á framfæri við stjórn skólans.
    Foreldraráði er ætlað að fylgjast með skólanámskrá og öðrum áætlunum um skóla hald. Foreldraráð skal fá áætlanir um skólahald til umsagnar í tæka tíð til að hægt sé að taka athugasemdir þess til greina. Hér er átt við t.d. áform um skólabyggingar, viðhald og aðrar framkvæmdir, búnað skóla og skólaakstur. Gert er ráð fyrir að í skólanámskrá sé fjallað um atriði sem varða innra starf skóla, svo sem skipulag náms og kennslu, skóla reglur, öryggismál, skólatíma, skóladagatal, námsmat, mat á skólastarfi, endurmenntun kennara, félagslíf í skólanum og annað sem varðar starfsemi skólans. Foreldraráð á að hlutast til um að skólanámskráin sé kynnt öllum foreldrum við skólann og að áætlunum hennar sé framfylgt.
    Skólastjóra er skylt að veita foreldraráði upplýsingar um skólastarfið og niðurstöður mats á starfi skólans.
    Gert er ráð fyrir að kosning í foreldraráð sé til tveggja ára í senn. Um val fulltrúa for eldra í foreldraráð fer eftir ákvörðun foreldrahópsins í hverjum skóla. Við fámenna skóla eða skóla þar sem foreldrahópurinn er mjög dreifður kann að vera erfiðleikum bundið að velja fulltrúa í foreldraráð á lýðræðislegan hátt. Af þessum sökum er m.a. nauðsynlegt að hafa undanþáguheimild.
    

Um 17. gr.

    Fellt er niður heimildarákvæði um setu fulltrúa nemenda á fundum skólastjóra og kennararáðs og á kennarafundum. Rétt þykir að hafa það í valdi hvers skóla hvernig form legri aðild nemenda að stjórn skólans er fyrir komið.

Um 18. gr.

    Greinin er óbreytt frá 24. gr. gildandi laga.
    

Um 19. gr.

    Greinin er efnislega samhljóða 26. gr. gildandi laga. Hér er fellt brott ákvæði um heilsugæslu í skólum en um hana er fjallað í XII. kafla.
    

Um 20. gr.

    Greinin kemur í stað 27. gr. gildandi laga og ítrekar ákvæði 84. gr. gildandi laga um reglur um lágmarksaðstöðu og búnað. Þar sem sveitarstjórnir kosta nú með öllu byggingu grunnskólahúsnæðis er óþarft að taka fram hver ráði hönnuði. Er það ákvæði því fellt brott.
    Nauðsynlegt er að til séu einhver viðmið um aðstöðu og búnað skóla. Mörg sveitarfé lög eða skólar hafa á síðustu árum leitað eftir slíkum viðmiðunum við undirbúning hönn unar skóla eða kaup á búnaði. Árið 1969 gaf menntamálaráðuneytið út reglugerð um stofnkostnað skóla þar sem kveðið var á um aðstöðu. Sú reglugerð er löngu orðin úrelt og var unnið að breytingum á henni árið 1982. Breytingarnar voru aldrei staðfestar en unnið hefur verið samkvæmt þeim við ákvörðun um skólabyggingar. Gert er ráð fyrir að menntamálaráðherra, í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga, setji reglugerð um lágmarksaðstöðu og búnað grunnskóla. Slík reglugerð er hugsuð sem viðmiðun til að tryggja jafna stöðu nemenda hvað varðar húsnæði, aðstöðu og aðbúnað.
    Við gerð nýs grunnskólahúsnæðis eða viðbyggingar við eldra húsnæði verður að taka mið af einsetnum skóla, sbr. 3. gr. frumvarpsins.
    

Um 21. gr.

    Rétt þykir að taka skýrt fram að viðhaldsskylda sveitarfélaga nær einnig til þeirra skólahúsa er byggð voru með stofnkostnaðarframlagi úr ríkissjóði og eiga sveitarfélög ekki endurkröfu á ríkissjóð vegna þessa kostnaðar.
    

Um 22. gr.

    Greinin er samhljóða 30. gr. gildandi laga um grunnskóla nema að felld er brott til vitnun í umboð frá menntamálaráðuneyti varðandi umsjón og umráð skólamannvirkja.
    Gert er ráð fyrir því að dagleg umsjón og umráð skólamannvirkja sé í höndum skóla stjóra á skólatíma með þeim takmörkunum sem sveitarstjórn kann að ákveða.

Um 23. gr.

    Við þá breytingu að sveitarfélög taka við rekstri grunnskólanna að fullu færast ráðn ingar skólastjóra og kennara til sveitarstjórna. Í greininni er gert ráð fyrir því að ráðningar kennara og annarra starfsmanna skóla fari eftir ákvæðum í samþykktum viðkomandi sveitarstjórnar.
    Þar sem ekki eru slík ákvæði gefur sveitarstjórn skólastjóra fyrirmæli um með hvaða hætti staðið skuli að ráðningu starfsmanna. Má samkvæmt því viðhafa sama fyrirkomu lag og gildandi lög mæla fyrir um, þ.e. að skólastjóri annist og beri ábyrgð á kennararáðn ingum innan þess ramma sem fjárveitingar sveitarfélagsins ákveða.
    Kveðið er á um að við ráðningu skólastjóra skuli tekið tillit til menntunar viðkomandi og starfsreynslu. Í stefnumótun nefndar um mótun menntastefnu er lögð áhersla á ábyrgð skólastjórnenda og faglegt forustuhlutverk í skólum. Mikilvægt er að þetta verði haft í huga við ráðningu skólastjóra, t.d. með því að meta sérstaklega ef umsækjendur hafa afl að sér sérhæfðrar menntunar á sviði skólastjórnunar.
    Nýjung er ákvæði um aðstoðarskólastjóra að því leyti að við ákvörðun um stjórnunar umfang er tekið tillit til annarra starfsmanna skólans en ekki kennara einna. Skal miða við 12 starfsmenn í fullu starfi. Með þessu er komið til móts við þá kröfu skólastjóra að meta stjórnunarstörf vegna skólaaksturs, gæslustarfa á heimavistum, mötuneytum og ýmissa annarra starfa en kennslu. Hér er gengið út frá þeirri forsendu að aðrir starfsmenn skóla, svo sem húsvörður og starfsmenn mötuneytis séu skilgreindir sem starfsmenn eins ákveðins skóla.
    Í greininni er ítrekað að við ráðningu kennara og skólastjóra sé gætt ákvæða gildandi laga um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum grunnskólakennara og skólastjóra.
    

Um 24. gr.

    Hlutverk umsjónarkennara er nánar skilgreint en í gildandi lögum. Umsjónarkennari hefur mikilvægu hlutverki að gegna ekki síst á unglingastigi þar sem kennsla er yfirleitt greinabundin. Því þarf að tryggja að kennari, sem hefur umsjón með bekk á unglinga stigi, kenni bekknum a.m.k. eina námsgrein þannig að nemendur nái að mynda traust tengsl við einn ákveðinn kennara á þessu skólastigi. Einnig er mikilvægt að umsjónar kennarar á unglingastigi hafi til umráða eina kennslustund á viku á stundatöflu nemenda sem ætluð er til samveru umsjónarkennara og nemenda.
    Árgangastjórn, fagstjórn og leiðsögn nýliða er ekki lögbundin skylda og umfang þess ara starfa hefur ráðist af fjárframlögum hverju sinni. Í greininni er gert ráð fyrir að sveit arfélög haldi a.m.k. uppi svipuðu umfangi þessara starfa og verið hefur og því er heimild arákvæði inni um að skólastjórum sé heimilt að fela kennurum þessi störf. Gert er ráð fyr ir að þær stofnanir er annast kennaramenntun í landinu leiti samninga við sveitarstjórnir um að kennaranemar fái aðstöðu og leiðsögn í grunnskólum.
    

Um 25. gr.

    Ákvæðum greinarinnar er ætlað að viðhalda sams konar möguleikum kennara og skólastjóra til námsleyfa og gilt hafa skv. 42. gr. gildandi grunnskólalaga.
    Ríkissjóður hefur til þessa lagt fram sem svarar 1% af dagvinnulaunum kennara til endurmenntunar. Nefnd, sem skipuð er fulltrúum kennarasamtaka, skólastjóra og ráðu neytis, hefur metið umsóknir og gert tillögur um námsleyfi til ráðherra.
    Lagt er til að myndaður verði sjóður sem veitt verði úr fé til viðbótarnáms- og endur menntunar kennara og skólastjórnenda. Heimilt verði að veita úr sjóðnum ferðastyrki og styrki til viðbótar námsleyfi, t.d. vegna skólagjalda.
    Gert er ráð fyrir sérstakri sjóðstjórn sem í eiga sæti fulltrúar kennara og sveitarstjórna. Fulltrúar sveitarstjórna skulu vera í meiri hluta í sjóðstjórn enda bera sveitarstjórnir allan kostnað af starfsemi sjóðsins. Stjórn sjóðsins er gert að setja sér starfsreglur og birta þær. Átt er við reglur sambærilegar þeim sem kveðið er á um í reglugerð nr. 427/1988.

Um 26. gr.

    Sú breyting er gerð frá gildandi lögum að starfstími skóla er skilgreindur út frá þeim tíma sem nemendur sækja skóla. Einnig er kveðið á um lágmarksfjölda kennsludaga á skólaárinu og er það nýjung. Með kennsludögum er átt við skóladaga þar sem fram fer skipulagt starf nemenda undir leiðsögn kennara.
    Að undanförnu hefur orðið vart mikillar gagnrýni almennings á það hve kennsludagar eru fáir og hve nemendur fái oft frí á starfstíma skóla. Í reglugerð um starfstíma skóla er veitt heimild til að fella niður kennslu af ýmsum orsökum, t.d. vegna prófahalds, starfs daga kennara á skólaárinu og námskeiðahalds kennara. Niðurfelling kennslu af þessum ástæðum veldur því að raunverulegir kennsludagar nemenda í 9 mánaða skólum eru í mörgum tilvikum aðeins 144–155 dagar á ári.
    Þrátt fyrir að gildandi grunnskólalög geri ráð fyrir 9 mánaða skólaári nemenda á grunnskólastigi starfa 66 af 207 grunnskólum landsins í einungis 8 1 / 2 mánuð, allmargir starfa aðeins í 8 mánuði og tveir í 7 mánuði. Það skal hins vegar tekið fram að 92% nemenda í grunnskólum sækja 9 mánaða skóla þar sem fjölmennir skólar í þéttbýli starfa í 9 mánuði en margir skólar í dreifbýli starfa skemur.
    Brýnt er að nýta árlegan starfstíma grunnskóla betur en verið hefur. Með því að skilgreina starfstíma skóla sem vinnutíma nemenda er þess freistað að starfstíminn sé betur nýttur til skipulags starfs nemenda undir leiðsögn kennara.
    Nauðsynlegt er að skólastjórar geti kallað kennara til starfa að sameiginlegum verkefnum í þágu skólans nokkra daga áður en skólahald hefst og að því loknu. Ljóst er að slík endurskipulagning skólaársins kallar á endurskoðun á kjarasamningum kennara.
    Fellt er brott ákvæði um að ráðuneytið setji reglugerð um starfstíma skóla og skóladagatal enda er gert ráð fyrir að starfstími og skóladagar séu til greindir í skólanámskrá, sbr. 31. gr. frumvarpsins. Í skólanámskrá skal hver skóli gera grein fyrir því hvernig skólaárið er skipulagt.
    

Um 27. gr.

    Greinin kveður á um lágmarksviðmiðun kennslutíma í grunnskóla, svo og rétt nemenda til einsetins skóla og samfellds vinnudags sem hefjist að morgni. Viðmiðun um lágmarks vikulegan kennnslutíma skal náð að fullu á næstu fimm árum, þ.e. fram til skólaársins 1999–2000, sbr. þá áætlun sem sett er fram í bráðabirgðaákvæði frumvarpsins. Gert er ráð fyrir að árið 2001 séu allir skólar einsetnir og að uppfyllt séu lágmarks viðmið um vikulegan kennslutíma.
    Nýjung er heimildarákvæði um að sveitarstjórn geti boðið grunnskólanemendum lengda viðveru utan daglegs kennslutíma í húsnæði skólans eða nágrenni hans. Er þar um að ræða lögfestingu á framkvæmd sem þróast hefur á allra síðustu árum. Víða um land hafa verið gerðar athyglisverðar tilraunir til að lengja viðveru barna í skólum og hafa sveitarfélög sýnt þar bæði frumkvæði og útsjónarsemi.
    Í þjóðfélagi þar sem almenn atvinnuþátttaka foreldra er frekar regla en undantekning er mikilvægt að samfara einsetningu skólanna standi grunn skólabörnum til boða lengd viðvera í skólum eða nágrenni þeirra þar sem fram fari uppeldi og umönnun utan lögbundinnar fræðslu. Mikilvægt er að kenn ari eða annar aðili með uppeldismenntun hafi umsjón með starfseminni. Gera verður ráð fyrir að lengd viðvera í húsnæði grunnskóla sé á ábyrgð skóla stjóra.
    Einsetning skóla, samfelldur skóladagur og lengd viðvera minnkar þörfina á ýmiss konar sérúrræðum og eykur möguleika á að koma á tengslum við t.d. tónlistarskóla og íþróttastarf. Með flutningi grunnskólans til sveitarfélaganna ætti að gefast tækifæri til að mynda sterkari tengsl milli skóla, um hverfis og frjálsrar félagastarfsemi.
    Fellt er brott ákvæði um skólaathvörf. Með lengingu skóladags og lengdri viðveru í skólum ætti ekki að vera lengur þörf á þeim.
    

Um 28. gr.

    Greinin er samhljóða 47. gr gildandi laga að öðru leyti en því að fellt er brott ákvæði um setningu reglugerðar um leyfisdaga. Með því móti er gefinn möguleiki til aukins svigrúms við skipulag námstíma nemenda á skólaárinu eftir aðstæðum á hverjum stað.

Um 29. gr.

    Greinin er samhljóða 48. gr. gildandi laga að öðru leyti en því að bætt er við sem sjötta lið í upptalningu „að nýta leiki barna sem náms- og þroskaleið“. Vísað er til þess að við skipulagningu náms og starfs í yngstu bekkjum grunnskólans sé tekið mið af aldri og þroska barnsins og hugað sé að tengslum leikskóla og grunnskóla.
    

Um 30. gr.

    Hér er tekið upp það nýmæli að kjarnagreinar skuli ákveðnar í aðalnámskrá grunnskóla. Kjarnagreinar hafa sérstöðu meðal skyldunámsgreina. Um er að ræða kennslugreinar sem fela í sér undirstöðukunnáttu og færni hvort heldur litið er til áframhaldandi náms, almennrar menntunar eða starfa í þjóðfé laginu að loknum grunnskóla. Lagt er til að í 4. og 7. bekk grunnskóla verði lögð fyrir grunnskólanemendur samræmd próf í kjarnagreinum. Tilgangur þeirra prófa er að fylgjast með námsframvindu nemenda í kjarnagreinum og nota niðurstöður prófanna sem leiðarljós í áframhaldandi starfi. Nefnd um mótun menntastefnu leggur til í lokaskýrslu sinni að kjarnagreinar grunnskóla verði þrjár, þ.e. íslenska, stærðfræði og enska.
    Með kennslu í íslensku er bæði átt við móðurmálskennslu íslenskra barna og íslensku sem annað tungumál, þ.e. íslenskukennslu nýbúa.
    Fellt er brott ákvæði um að menntamálaráðuneytið gefi út aðalnámskrá grunnskóla á fimm ára fresti. Menntamálaráðherra ber ábyrgð á endurskoðun aðalnámskrár og útgáfu hennar þegar þörf krefur.
    

Um 31. gr.

    Skólanámskrá er stjórntæki skólans og er unnin af starfsfólki skóla undir faglegri forustu skólastjóra sem ábyrgist gerð hennar. Hún er rökstudd skrif leg lýsing á því sem gert er í skólanum og jafnframt áætlun um skólastarfið. Í skólanámskrá skal gerð grein fyrir skólatíma, skóladagatali, kennsluskipan, námsmati, mati á skólastarfi, slysavörnum, félagslífi og öðru því sem varðar starfsemi skólans. Með slíkri skriflegri lýsingu er reynt að tryggja þekkingu allra viðkomandi aðila á skólastarfinu, skapa grundvöll til mats og innra og ytra eftirlits með skólastarfinu. Skólanámskrá skal lögð fyrir skólanefnd og foreldraráð í tæka tíð til þess að tryggja að upplýsingarnar berist og gefa þeim aðilum er að rekstri skólans standa, svo og foreldrum, tækifæri til að gera athugasemdir við skólanámskrána, sjá 16. gr. Ekki er gert ráð fyrir því að þessir aðilar þurfi að staðfesta skólanámskrá formlega. Eðlilegt er þó að skóla nefnd og foreldraráð geti kallað eftir faglegum rökum fyrir þeim markmiðum, áherslum og áætlunum sem fram eru sett í skólanámskrá.
    

Um 32. gr.

    Takmörkuð er heimild til þess að verja hluta námstíma nemenda í efstu bekkjum grunnskólans til kennslu í valgreinum frá gildandi ákvæðum en þau hafa reyndar ekki verið framkvæmd að fullu. Nú er miðað við val í tveimur efstu bekkjunum og að ekki verði ráðstafað til valgreina meiri tíma en sem svarar þriðjungi árlegs kennslutíma.
    Menntamálaráðherra setur nánari ákvæði um valgreinar í aðalnámskrá.
    

Um 33. gr.

    Greinin kveður á um að óheimilt sé að krefja nemendur í skyldunámi um gjald fyrir kennslu og námsgögn. Með skyldunámi er átt við þær námsgrein ar og námsþætti sem grunnskólalög og aðalnámskrá grunnskóla gera ráð fyrir að kenndar séu í grunnskólum, þar með taldar valgreinar.
    Námsgögn. Námsgögn eru samkvæmt skilgreiningu í aðalnámskrá grunnskóla námsbækur, kennsluleiðbeiningar, handbækur, myndbönd, hljóm bönd, veggspjöld, tölvuforrit, myndir og ýmiss konar prentefni, svo og gögn sem jafngilda námsbók, svo sem efni til kennslu í listum og verkgreinum.
     Efnisgjald. Skólum er ekki heimilt að krefja nemendur um fé til að standa straum af kostnaði sem fellur undir almennan rekstur skóla. Sveitarfélögum ber áfram að greiða rekstrarkostnað grunnskóla en í því felast m.a. efniskaup til verklegrar kennslu, kaup á kennslutækjum og búnaði, svo og pappír og ritföngum sem notuð eru í sameiginlegri starfsemi skólans og eru í hans vörslu.
    Opinberum aðilum er ekki skylt að leggja nemendum til gögn til persónulegra nota og sem hefð er fyrir að foreldrar útvegi. Dæmi um slík gögn eru m.a. stílabækur, reikningsbækur, blýantar, pennar, strokleður, reglustrikur, yddarar, plastmöppur og litir. Skólum er hins vegar heimilt að útvega nemend um slík gögn gegn endurgjaldi ef foreldrar óska þess eða samkomulag næst þar um. Þetta fyrirkomulag er í samræmi við álit umboðsmanns Alþingis dags. 31. ágúst 1990 sem fjallar um kaup á námsbókum og efnisgjöld.
    Meginbreytingin, sem frumvarpsgreinin felur í sér, er sú að sveitarfélög kosta námsgögn í skyldunámi. Hlutverk ríkisins verður að reka sérstaka stofnun sem á að tryggja að ætíð séu til námsbækur og námsgögn sem standast kröfur gildandi laga og aðalnámskrár. Ríkið rekur þegar slíka stofnun, Námsgagnastofnun, sem starfar samkvæmt lögum nr. 23/1990.
    Sveitarfélög (skólar) geta snúið sér til hvaða aðila sem er um kaup á námsbókum og öðrum námsgögnum skv. 33. gr. frumvarpsins. Tilgangurinn með því að lögfesta rekstur stofnunar á vegum ríkisins, þrátt fyrir flutning verkefna og kostnaðar frá ríki til sveitarfélaga, er einkum sá að tryggja framboð á nauðsynlegum námsgögnum á öllum sviðum skyldunáms. Hér er reiknað með svipuðu umfangi í útgáfu og endurnýjun námsgagna og verið hefur hjá Námsgagnastofnun. Ekki er gert ráð fyrir söluhagnaði heldur minnki framlag ríkisins til stofnunarinnar sem nemur kaupum sveitarfélaga.
    Sveitarfélögum (skólum) er ekki gert skylt að kaupa öll námsgögn frá Námsgagnastofnun eða með milligöngu hennar. Námsgagnastofnun mun fram vegis ekki úthluta námsgagnakvóta til skólanna heldur selja sveitarfélögum námsgögn.
    Fellt er út ákvæði í gildandi lögum um sérstaka nefnd til að fjalla um vafamál. Í stað þess er gert ráð fyrir að slíkum málum sé vísað til menntamála ráðuneytis til úrskurðar og er það í samræmi við málsmeðferð í öðrum tilvikum þar sem álitamálum er skotið til æðra stjórnvalds til úrskurðar.

Um 34. gr.

    Greinin er samhljóða 52. gr. gildandi laga að öðru leyti en því að felld er brott síðasta setningin sem kveður á um að kostnaður greiðist af viðkomandi sveitarfélagi.

Um 35. gr.

    Greinin er efnislega samhljóða 53. grein gildandi laga en gerðar eru nauðsynlegar áherslubreytingar vegna breytts skipulags yfirstjórnar.
    Síðasta málsgrein er ný. Hér er lagt til að menntamálaráðherra hafi heimild til að veita einstökum nemendum undanþágu frá því að stunda tilteknar námsgreinar. Beiðnum af þessu tagi fjölgar, m.a. vegna fjölgunar nemenda af erlendum uppruna og heimkomu íslenskra nemenda sem hafa stundað nám í skólum erlendis. Þannig verði menntamálaráðherra t.d. heimilt að meta móðurmálskunnáttu erlendra nemenda jafngilda námi í Norðurlandamáli.
    Enn fremur er lagt til að ráðherra sé heimilt að viðurkenna nám utan grunnskóla sem jafngilt tilteknu skyldunámi. Sem dæmi um þetta má nefna sund, tónlistarnám eða listdans. Nemendur sem stunda slíkt nám utan grunnskólans hafa oft tileinkað sér kunnáttu og færni sem er langt umfram það sem grunn skólinn gerir kröfur um.
    

Um 36. gr.

    Á undanförnum árum hefur nemendum af erlendum uppruna fjölgað í íslenskum skólum. Ekki eru þó tölur tiltækar yfir fjölda þeirra þar sem ekki er gert ráð fyrir sérstöðu þeirra við innritun í skólana. Þessir nemendur hafa þó flestir notið stuðningskennslu en það er mat hvers skóla fyrir sig hvort nem endur þurfi á stuðningi að halda eða ekki.
    Eftir því sem næst verður komist fengu um 200 nemendur sérstaka aðstoð í íslensku á árinu 1992, ýmist vegna þess að þeir höfðu annað móðurmál en íslensku eða höfðu dvalist lengi erlendis. Árið 1993 fékkst sérstök fjárveiting til kennslu erlendra nemenda en þá voru þeir orðnir tæplega 300 og á haustdögum 1994 eru þessir nemendur a.m.k. 350 samkvæmt tölum frá fræðslustjórum.
    Það reynist nýbúum oft erfitt að tileinka sér íslensku ef þeim er ætlað að læra málið eingöngu með nemendum sem hafa íslensku að móðurmáli. Ís lenskukennsla fyrir Íslendinga hefur eðli málsins samkvæmt aðrar áherslur en íslenskukennsla fyrir þá nemendur sem ekki hafa tileinkað sér hana í máltöku frá fæðingu. Því þurfa nemendur sem hafa annað móðurmál en íslensku annars konar kennslu. Reynslan hefur sýnt hérlendis og í nágrannalöndunum að þar sem nemendur hafa ekki fengið sérstaka tungumálakennslu hefur kunnáttu margra þeirra verið ábótavant á seinni stigum grunnskólans og hefur þeim reynst erfitt að nota íslensku sem tæki til náms og upplýsingaöflunar.
    Ýmsar tilraunir hafa verið í gangi í grunnskólum að undanförnu um fyrirkomulag kennslu í íslensku sem öðru tungumáli. Tilraun hefur t.d. verið gerð með svokallaðar móttökudeildir þar sem nemendum er kennt í hópi fyrstu mánuði og ár eftir komuna til Íslands. Í þeim tilvikum, sem ekki hefur verið unnt að ná hópi saman, hafa nemendur fengið undanþágu frá námsgreinum sem þeir hafa haft takmarkað gagn af vegna skorts á íslenskukunnáttu og fengið sérstaka íslenskukennslu og stuðning við lestur sérgreina. Með því að gefa nemendum sem hafa annað móðurmál en íslensku kost á sérstakri kennslu í íslensku sem öðru tungumáli er reynt að stytta og auðvelda aðlögunartíma þeirra fyrstu árin í nýju tungumálaumhverfi og nýrri menningu.
    Greinin kveður einnig á um að heimilt sé að veita nemendum, sem hafa annað móðurmál en íslensku, undanþágu frá því að gangast undir samræmt lokapróf í íslensku í 10. bekk. Því er talið nauðsynlegt að heimila sérstakt samræmt lokapróf í íslensku fyrir þá unglinga sem ekki eru taldir hafa forsendur til að þreyta hefðbundið íslenskupróf við lok grunnskóla.

Um 37. gr.

    Í greininni er áréttuð sú stefna gildandi laga að börn og unglingar, sem erfitt eiga með nám sökum sértækra námsörðugleika, tilfinningalegra eða félagslegra örðugleika og/eða fötlunar skv. 2. gr. laga nr. 59/1992, eigi rétt á kennslu við sitt hæfi og að kennslan fari fram í heimaskóla nemandans eins og frekast er kostur. Þetta ákvæði er í samræmi við markmiðsgreinar frumvarpsins (1., 2. og 29. gr.) um að allir nemendur eigi rétt á kennslu við hæfi í grunnskóla, svo og þá stefnu um blöndun sem kveðið er á um í lögum um málefni fatlaðra, nr. 59/1992.
    Gert er ráð fyrir að sveitarfélög geti rekið sérdeildir eða sérskóla fyrir þá nemendur sem að mati forráðamanna og sérfræðinga fá ekki notið kennslu við hæfi í almennum bekkjardeildum grunnskóla og þurfa því sérstaka aðstöðu.
    Kveðið er á um að menntamálaráðherra setji reglugerð með nánari ákvæðum um framkvæmd þessarar greinar, svo sem um rétt nemenda til sérstaks stuðnings og um kennslu og þjónustu við þessa nemendur.
    

Um 38. gr.

    Greinin leggur þá skyldu á sveitarfélög að tryggja nemendum, sem að mati forráðamanna og sérfræðinga fá ekki notið kennslu í almennum bekkjar deildum grunnskóla, námstilboð við þeirra hæfi í sérdeild eða sérskóla. Sérdeildir og sérskólar eru hluti grunnskólakerfisins og því eðlilegt að rekstur þeirra flytjist til sveitarfélaga á sama hátt og almenni skólinn.
    Hugsanlegt er að fleiri en eitt sveitarfélag standi að rekstri einstakra sérdeilda eða sérskóla og deili rekstrarkostnaði eftir nánari reglum sem þau koma sér saman um. Þannig væri hægt að koma á fót samvirku ráðgjafarstarfi á grunnskólastiginu og sveitarfélögin mynduðu, með ráðgjafarþjónustu og sér hæfðum úrræðum, tengslanet á landsvísu sem hefði tvíþætt hlutverk: að veita starfsfólki almennra grunnskóla ráðgjöf og kennslufræðilegan stuðning og að veita nemendum sérhæft námsumhverfi í lengri eða skemmri tíma.
    Nauðsynlegt er að menntamálaráðherra tryggi reglubundið eftirlit með sérdeildum og sérskólum á sama hátt og með almennum grunnskólum.

Um 39. gr.

    Greinin er samhljóða 55. gr. í gildandi lögum.
    

Um 40. gr.

    Greinin er samhljóða 56. gr. í gildandi lögum.
    

Um 41. gr.

    Greinin er samhljóða 57. gr. í gildandi lögum að öðru leyti en því að varðandi málsmeðferð er vísað til 6. gr. frumvarpsins, sjá greinargerð með 6. gr. Ástæða þykir að taka fram að þegar talað er um heimild til að víkja nemanda úr skóla um stundarsakir er ekki gert ráð fyrir að meira en ein kennsluvika líði áður en nemandi hlýtur annað kennsluúrræði hafi sættir ekki náðst í málinu.

Um 42. gr.

    Í lögum um vernd barna og ungmenna, nr. 58/1992, og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, er sveitarfélögum ætlað að sinna ráðgjöf á sviði uppeldismála. Flest stærri sveitarfélög hafa ráðið til sín félagsráðgjafa og sálfræðinga til að sinna málefnum unglinga, svo og barnaverndar- og forræðismálum. Þá hafa leikskólar í auknum mæli kallað eftir sálfræðiþjónustu og í lögum um leikskóla, nr. 78/1994, er gert ráð fyrir að þeir eigi aðgang að slíkri þjónustu. Í lögum um leikskóla 1994 segir að ráðgjafar- og sálfræðiþjónusta fyrir leikskóla geti verið rekin sameiginlega með ráðgjafar- og sál fræðiþjónustu grunnskóla.
    Skil milli sálfræðiþjónustu grunnskóla og verkefna sveitarfélaga á sviði félagsþjónustu og barnaverndar eru oft óskýr. Á undanförnum missirum hafa orðið árekstrar um verksvið og sálfræðiþjónusta skóla hefur þurft að taka að sér verkefni á sviði barnaverndar- eða forræðismála til að leysa vanda sem kemur fram í skólunum og sjá skjólstæðingum fyrir meðferð. Með því að fela sveitarfélögum fulla ábyrgð á þessum málum dregur úr slíkum árekstr um. Þeim aðilum fækkar sem fjalla um málefni einstaklinga og þjónustan ætti að geta verið samhæfðari og markvissari.
    Greinin gerir ráð fyrir að sveitarfélög, eitt eða fleiri sameiginlega, haldi uppi sérfræðiþjónustu, þ.e. almennri og greinabundinni kennsluráðgjöf, námsráðgjöf og sálfræðiþjónustu fyrir grunnskólann. Greinabundin kennsluráðgjöf taki til þeirra námsgreina sem tilgreindar eru í 30. gr.
    Með þessu fyrirkomulagi skapast möguleikar hjá sveitarfélögum til meiri samhæfingar félagslegrar þjónustu og sérfræðiþjónustu skóla. Í greininni er horfið frá þeirri aðgreiningu á kennslufræðilegri og sálfræðilegri þjónustu sem gerð er í gildandi lögum og báðum sviðum gert jafnhátt undir höfði.
    Til þess að tryggja skólum ákveðna lágmarksþjónustu setur menntamálaráðherra reglugerð um hvað getur talist lágmarksþjónusta á þessu sviði.
    

Um 43. gr.

    Í greininni eru talin upp helstu verkefni sérfræðiþjónustu grunnskóla. Að inntaki eru verkefni sérfræðiþjónustunnar ekki breytt frá ákvæðum VIII. kafla gildandi laga. Ákvæði um skyldur fræðsluskrifstofa í þessum efnum eru felld brott.

Um 44. gr.

    Greinin er efnislega samhljóða 63. gr. í gildandi lögum.
    

Um 45. gr.

    Greinin er samhljóða 64. gr. í gildandi lögum að öðru leyti en því að bætt er inn ákvæði um rétt nemanda og forráðamanns til að skoða prófúrlausnir nemanda. Í greininni er gert ráð fyrir að nánari reglur um framkvæmd þessa heimildarákvæðis verði sett í reglugerð.
    

Um 46. gr.

    Lögð er áhersla á að fá með samræmdum mælingum upplýsingar um stöðu einstakra nemenda í námi og framfarir á námsferlinum, auk þess sem samræmdar mælingar veita skólafólki og fræðsluyfirvöldum mikilvægar upplýsingar um árangur skólastarfsins. Því eru sett í lög ákvæði um samræmd próf í kjarnagreinum, a.m.k. tvisvar á skólagöngu nemenda í grunnskóla auk lokaprófa í 10. bekk, svo og um samræmd könnunarpróf og stöðluð próf fyrir kennara til notkunar í skólum.
    Kveðið er á um að leggja skuli fyrir nemendur í 4. og 7. bekk samræmd próf í kjarnagreinum. Þar er átt við próf sem eiga að gefa upplýsingar um ár angur náms og kennslu í ákveðnum þáttum námsgreinar. Niðurstöður samræmdra prófa eiga að gefa foreldrum, kennurum og skólastjórnendum vísbend ingar um að hve miklu leyti nemendur hafa náð grundvallarfærni sem frekara nám byggir á og vera þannig leiðbeinandi um áherslur í kennslunni. Í ljósi niðurstaðna á skólinn að bregðast við og veita þeim nemendum, sem ekki hafa náð lágmarksþekkingu og færni, sérstakan stuðning.
    Lagt er til að lögbundið verði að við lok grunnskóla taki nemendur samræmd próf í a.m.k. fjórum greinum. Gert er ráð fyrir að menntamálaráðherra setji í reglugerð í hvaða greinum skuli haldin samræmd próf og getur þar verið um að ræða mismunandi greinar milli ára, a.m.k. að hluta til þótt líklegt sé að ávallt verði prófað í einhverjum kjarnagreinum. Bent hefur verið á nauðsyn þess að reglubundið verði prófað samræmt í verklegum greinum í sam ræmi við þá stefnumótun að jafna hlut verklegs náms gagnvart bóknámi í skólakerfinu og auka vægi starfsnáms í framhaldsskólum.
    Gert er ráð fyrir að menntamálaráðherra kveði nánar á um það í reglugerð hvernig staðið skuli að samningu, dreifingu og úrvinnslu samræmdra prófa, svo og um undanþágur frá próftöku og hvernig skuli úrskurðað í vafamálum er upp kunna að koma, t.d. með skipun sérstakrar prófanefndar.
    

Um 47. gr.

    Greinin er efnislega samhljóða 66. grein gildandi laga.
    

Um 48. gr.

    Kveðið er á um að setja skuli í reglugerð ákvæði um hvernig háttað skuli eftirliti með námsárangri nemenda sem víkja verulega frá almennum þroska og verða því undanþegnir því að gangast undir samræmd próf sem lögð eru fyrir allan árgang grunnskólanemenda. Nemendum sem þannig er háttað um skal kennt samkvæmt einstaklingsnámskrá og mat fara fram á grundvelli hennar.

Um 49. gr.

    Á síðustu árum hafa verið teknar upp margvíslegar sjálfsmatsaðferðir í skólum til að bæta árangur skólastarfsins. Gert er ráð fyrir að skólar styðjist við aðferðir sem þróaðar hafa verið og gefist vel. Þá er gert ráð fyrir að skólar geti tekið upp aðferðafræði altækrar gæðastjórnunar eða notkun viðurkenndra gæðakerfa sem byggja á alþjóðlega viðurkenndum stöðlum.
    Ekki eru tilgreindar ákveðnar aðferðir við að meta sjálfsmatsaðferðir skóla en þess vænst að stuðst verði við viðurkenndar aðferðir sem þróaðar hafa verið bæði hérlendis og í öðrum löndum í þessu skyni. Þegar skólar taka upp stöðluð gæðakerfi er gert ráð fyrir að viðurkenndir vottunaraðilar geti vottað notkun slíkra gæðakerfa.
    

Um 50. gr.

    Greinin kveður á um að kennarar og skólastjórar skuli eiga kost á endurmenntun er viðhaldi og efli starfshæfni þeirra, kynni þeim markverðar nýjung ar og styðji við nýbreytni- og þróunarstörf.
    Samkvæmt lögum nr. 29/1988 (1. og 17. gr.) ber Kennaraháskóla Íslands að annast endurmenntun. Gert er ráð fyrir að Kennaraháskólanum eða öðr um stofnunum sem sama gildir um sé árlega tryggt fé til að geta staðið að slíku námsframboði og geti haft frumkvæði að nýmælum er varða skólastarfið í heild. Er hér verið að tryggja að slíkt námsframboð verði áfram fyrir hendi.
    Gert er ráð fyrir að sveitarfélög kosti kennara og skólastjóra á þau endurmenntunarnámskeið sem nýtast skólastarfinu best á hverjum tíma með hlið sjón af þeim áherslum sem lagðar eru í skólanámskrá skólans. Þá er gert ráð fyrir að skólastjóri hvers skóla hlutist til um að starfsfólk hans sæki árlega endurmenntunarnámskeið sem komi að sem bestu gagni fyrir skólastarfið.
    

Um 51. gr.

    Greinin er ný og fjallar um mat á skólastarfi. Með þessu ákvæði er ætlunin að tryggja að fram fari formlegt mat á skólastarfi og að niðurstöður þess séu nýttar til umbóta.
    

Um 52. gr.

    Ákvæði um þróunarsjóð grunnskóla eru óbreytt frá gildandi lögum.
    

Um 53. gr.

    Greinin er efnislega samhljóða 70. grein gildandi laga. Bætt er við ákvæði um að fram skuli fara mat á þróunar- og tilraunastarfi í grunnskólum.

Um 54. gr.

    Greinin kveður á um skyldu til stofnunar skólasafns við grunnskóla.
    Skólasöfn eru eitt af meginhjálpartækjum í skólastarfinu. Með skólasafni er átt við safn bóka, kennslutækja, námsgagna og annarra gagna sem koma að notum við nám og kennslu. Nauðsynlegt er að vel sé búið að skólasöfnum bæði hvað varðar húsnæði, aðbúnað, gagnakost og starfsfólk. Sérstakt hús næði er víðast nauðsynlegt en í fámennum skólum getur þurft að samnýta húsrými með öðru.

Um 55. gr.

    Gert er ráð fyrir að heilsugæsla í skólum verði hluti almennrar heilsugæslu í viðkomandi sveitarfélagi og að rekstri verði hagað í samræmi við það. Ekki þykir fært að fella stofnkostnað húsnæðis undir sömu reglur, eðli málsins samkvæmt, og er því gert ráð fyrir að sveitarfélög greiði þann kostnað eins og annan stofnkostnað skóla.

Um 56. gr.

    Greinin er efnislega samhljóða 73. gr. gildandi laga.

Um 57. gr.

    Greinin þarfnast ekki skýringar.
    

Um ákvæði til bráðabirgða.

    Í ákvæði til bráðabirgða í gildandi lögum um grunnskóla frá 1991 er reiknað með að markmiði um einsetningu verði náð á 10 árum frá gildistöku laganna, eða árið 2001. Með ákvæði til bráðabirgða með frumvarpi þessu er gert ráð fyrir að sú tímasetning standist. Í mörgum sveitarfélögum eru grunn skólar nú þegar einsetnir og í yfirlýsingum stjórnmálaflokka fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar kom skýrt fram að einsetningu grunnskóla skyldi náð á allra næstu árum.
    Í samræmi við þessa stefnumörkun er gert ráð fyrir að fyrirhugaðri aukningu í kennslumagni samfara lengingu skóladags í einsetnum grunnskóla verði jafnað niður á næstu ár. Lagt er til að heildarkennslumagnið aukist um 43 kennslustundir. Haustið 1995 verði bætt við 6 kennslustundum eins og fjárlagafrumvarp fyrir 1995 gerir ráð fyrir, 10 verði bætt við haustið 1996, 10 haustið 1997, 10 haustið 1998 og loks 7 haustið 1999. Þannig hefur ríkið staðið við sínar skuldbindingar um fjölgun kennslustunda tveimur árum áður en einsetning verður lögbundin. Sveitarfélög eru með þessu hvött til að flýta einsetningu sem kostur er.



Fylgiskjal.
    
Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:

Umsögn um frumvarp til laga um grunnskóla.

    Umsögn þessi hefur verið unnin í nánu samráði við menntamálaráðuneyti. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að sveitarfélög yfirtaki rekstur grunnskóla. Í umsögninni er reynt að leggja mat á breytingar miðað við núgildandi lög óháð því hver muni bera kostnaðinn. Lög um grunnskóla eru frá árinu 1991 en á þeim hafa verið gerðar breytingar með lögum nr. 127/1993, um ráðstafanir í ríkisfjármálum á árinu 1994. Í eftirfarandi kostnaðarmati er miðað við grunnskólalögin, með áorðnum breytingum. Í heild er áætlað að frumvarpið hafi um 680–910 m.kr. kostnaðarauka í för með sér. Það nemur 13–17% af heildarrekstrarfjárveitingu til grunnskóla í frumvarpi til fjárlaga 1995 sem er um 5.390 m.kr. Þar eru með talin útgjöld til fræðsluumdæma, fræðsluskrif stofa, sérskóla, Námsgagnastofnunar o.fl. Rétt er að leggja áherslu á að kostnaðaráhrif frumvarpsins geta orðið mun víðtækari en þessar tölur segja til um þar sem eftir á að útfæra ýmislegt sem í frumvarpinu er og því ekki unnt að meta allar breytingar til fjárhæða. Í eftirfarandi töflu eru sýnd þau atriði sem lagt var talnalegt mat á og er miðað við heildarútgjaldaauka þegar öll ákvæði frumvarpsins hafa náð fram að ganga. Nánar er fjallað um þau atriði hér á eftir, svo og önnur sem ekki eru metin til fjárhæða.
    
    REPRÓ -tafla.











    
    Samkvæmt bráðabirgðaákvæði frumvarpsins er gert ráð fyrir að ákvæðum 27. gr. um fjölgun vikustunda verði náð á fimm árum, sbr. umfjöllun um þá grein.
    
Starfstími grunnskóla (26. gr.).
    Í núgildandi lögum segir að starfstími grunnskóla skuli vera níu mánuðir en hann er nánar skilgreindur í reglugerð og með skóladagatali sem mennta málaráðuneytið gefur út árlega. Í 26. gr. frumvarpsins er kveðið á um lengd starfstíma grunnskóla og skal hann vera níu mánuðir og fjöldi kennsludaga ekki færri en 172. Samkvæmt skóladagatali eru starfsdagar grunnskóla nú 172–174 í 9 mánaða skóla. Þar af eru kennslu- og prófadagar að lágmarki 160 en aðrir starfsdagar allt að 12. Kostnaðarauki vegna fjölgunar kennsludaga fer eftir útfærslu, m.a. eftir skipulagi skólaársins. Ef miðað er við að um helm ingur af þessari viðbót náist án aukins vinnuframlags en um helmingur leiði til aukinnar vinnu má ætla að kostnaðarauki verði um 4%. Ef þetta verður hins vegar hrein viðbót við þá vinnu, sem fyrir er, getur kostnaðaraukinn orðið allt að 8%. Kennslukostnaður í grunnskólum er áætlaður u.þ.b. 4.440 m.kr. skólaárið 1994–1995 og sé miðað við 4–8% yrði kostnaðaraukinn um 180–355 m.kr. Verði viðmiðunarstundum fjölgað eins og gert er ráð fyrir í 27. gr. hækka tölurnar og verða 195–390 m.kr.
    
Fjöldi vikustunda (27. gr.).
    Í 27. gr. er fjallað um vikulegan kennslutíma og er gert ráð fyrir að vikustundum verði fjölgað úr 293 í 336 stundir frá núgildandi grunnskólalögum, með áorðnum breytingum. Hver viðmiðunarstund í grunnskólum kostar um 10 m.kr. og áætlaður kostnaðarauki vegna fjölgunar stunda um 43 verður því um 430 m.kr. Í forsendum fjárlagafrumvarps fyrir árið 1995 er gert ráð fyrir að fjölga stundum um 6 frá hausti 1995 og er um 30 m.kr. fjárveiting ætluð til að mæta þeirri viðbót á árinu 1995. Kostnaðarauki verður því um 400 m.kr. Í bráðabirgðaákvæði grunnskólafrumvarpsins er gert ráð fyrir að lengingin komi til framkvæmda á 5 árum og fellur kostnaður til samkvæmt eftirfarandi töflu:

    REPRÓ - tafla.





    
    Einnig er kveðið er á um að sveitarstjórn geti boðið grunnskólanemendum lengda viðveru utan daglegs kennslutíma. Með þessu ákvæði er verið að lögfesta úrræði sem hefur verið á hendi sveitarfélaga og er ekki áætlaður kostnaðarauki vegna þessa.
    
Sérskólar/sérdeildir (38. gr.).
    Ákvæði um sérskóla/sérdeildir fela í sér svipað fyrirkomulag, a.m.k. fyrst um sinn, en reksturinn færist að fullu til sveitarfélaga. Samkvæmt 27. gr. fjölgar vikulegum kennslustundum úr 293 í 336 eða um rúm 14%. Kostnaðaraukinn sem af því hlýst í sérskólum er ríflega 30 m.kr. Fjölgun kennsludaga skv. 26. gr. getur kallað á 10–20 m.kr. kostnaðarauka.
    
Sérfræðiþjónusta o.fl. (42. og 43. gr.).
    Í VIII. kafla er fjallað um sérfræðiþjónustu af ýmsum toga og gert ráð fyrir að hún færist öll til sveitarfélaga. Ríkið rekur nú fræðsluskrifstofu í hverju fræðsluumdæmi sem veita margs konar þjónustu. Verkefni sérfræðiþjónustunnar breytist ekki frá núgildandi lögum að inntaki og því eru ekki áætlaðar kostnaðarbreytingar vegna þessa.
    
Mat á skólum og skólastarfi (49. og 51. gr.).
    Samkvæmt frumvarpinu ber menntamálaráðherra ábyrgð á að fram fari mat á skólum og skólastarfi sem ætlað er að tryggja að skólahald sé í samræmi við ákvæði laga og aðalnámskrár en hann getur falið öðrum aðila en ráðuneytinu að annast framkvæmd slíks mats. Þetta hlýtur að vera eitt af grundvallar hlutverkum menntamálaráðuneytis nú þegar en ætla má að leggja verði aukna áherslu á þennan þátt ef rekstur grunnskóla færist frá ríki. Þá er gert ráð fyrir að skólar taki upp sjálfsmatsaðferðir til að bæta árangur skólastarfsins. Ætla má að þetta kalli á aukna vinnu í skólum en á móti ætti það aðhald sem slíkt mat hefur í för með sér leiða til hagræðingar. Því er ekki gert ráð fyrir kostnaðarauka vegna þessa. Einnig er kveðið á um að á 5 ára fresti skuli, að frum kvæði menntamálaráðuneytis gerð úttekt á sjálfsmatsaðferðum skóla. Erfitt er að áætla kostnað við slíka úttekt en gera má ráð fyrir að það geti kostað 0,5–1 m.kr. fyrir hvern skóla. Grunnskólar eru ríflega 200 og væru um 40 skólar metnir á ári yrði kostnaðarauki samkvæmt því 20–40 m.kr.
    
Samræmd próf (46. gr.).
    Gert er ráð fyrir svipuðu fyrirkomulagi á samræmdum prófum í lok grunnskóla og nú er. Lögfest er að prófa skuli í a.m.k. fjórum greinum við lok grunnskóla. Bætt er við prófum í kjarnagreinum í 4. og 7. bekk. Ef miðað er við að prófin verði tvö í 4. bekk og þrjú í 7. bekk yrði kostnaðarauki vegna þessa ákvæðis um 20 m.kr. þar sem hvert samræmt próf kostar um 4 m.kr. Einnig er gert ráð fyrir að menntamálaráðuneytið leggi skólum til stöðluð próf til greiningar á námsstöðu nemenda. Kostnaður við slík próf fer eftir fjölda prófa en gera má ráð fyrir að hann verði ekki meiri en 2–4 m.kr., a.m.k. fyrst um sinn.

Aðalnámskrá (30. gr.).
    Í ákvæði um aðalnámskrá er ný málsgrein um að í námskránni skuli tilgreina kjarnagreinar. Það getur haft aukna vinnu í för með sér en á móti er fellt niður ákvæði um skyldu menntamálaráðuneytis að gefa út aðalnámskrá eigi sjaldnar en á fimm ára fresti. Ákvæði um aðalnámskrá hefur í sjálfu sér lítinn sem engan kostnaðarauka í för með sér en ný aðalnámskrá getur haft afgerandi áhrif á kostnað, t.d. vegna námsefnisgerðar. Þau áhrif er þó ekki hægt að meta fyrr en ný aðalnámskrá liggur fyrir.
    
Skólanámskrá (31. gr.).
    Skólanámskrá er nýtt hugtak en hver skóli skal gefa út skólanámskrá sem er nánari útfærsla á aðalnámskrá og tekur mið af sérstöðu skólans og að stæðum. Vinna við gerð hennar verður í höndum kennara og skólastjóra og er talið að það vinnumagn geti rúmast innan núverandi kostnaðarramma.

Stjórn grunnskóla (9.–17. gr.).
    Í II. kafla, um stjórn grunnskóla, eru felldar brott greinar um grunnskólaráð, samstarfsnefnd menntamálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfé laga o.fl. Að óbreyttu ætti það að hafa sparnað í för með sér þegar yfirbyggingin minnkar en í reynd hafa lögin ekki náð fyllilega fram að ganga og er því sparnaður lítill. Á móti kemur kostnaðarauki vegna skólanefnda en þeim er ætlað stærra hlutverk, s.s. að fylgjast með innra starfi skóla. Kostnaðarauki fer eftir hvernig störf skólanefnda þróast en ekki er gert ráð fyrir að hann verði verulegur.
    
Aðstoðarskólastjórar (23. gr.).
    Ákvæði um aðstoðarskólastjóra er samhljóða 32. gr. gildandi laga að öðru leyti en því að við ákvörðun um stjórnunarumfang er tekið mið af öllum starfsmönnum skólans í stað kennara einna. Í grunnskóla þar sem starfa 12 starfsmenn eða fleiri í fullu starfi, auk skólastjóra, skal ráða aðstoðarskólastjóra, en í gildandi grunnskólalögum er viðmiðunin 10 kennarar í fullu starfi, auk skólastjóra. Ekki er gert ráð fyrir verulegum kostnaðarauka vegna þessa en hann getur þó orðið 1–5 m.kr.
    
Gerð námsgagna (33. gr.).
    Sveitarfélögum er skylt að leggja til og kosta kennslu- og námsgögn. Sérstök stofnun á vegum ríkisins skal tryggja að ætíð sé völ á námsbókum og öðrum námsgögnum sem standast kröfur gildandi laga og aðalnámskrár. Sveitarfélög geta keypt námsgögn af stofnuninni eða öðrum aðilum. Ekki er gert ráð fyrir að breyting verði á því fjármagni sem fer til námsgagnakaupa í heild sinni.

Skólahúsnæði (18.–22. gr.).
    Í III. kafla er fjallað um skólahúsnæði og eru í greininni ítrekuð ákvæði núgildandi laga um lágmarksaðstöðu og búnað. Í gildandi lögum er gert ráð fyrir að leitað sé eftir samþykki menntamálaráðuneytis áður en framkvæmdir hefjast við byggingu skólamannvirkja en í frumvarpinu er gert ráð fyrir að staðlar séu skilgreindir í reglugerð. Ekki eru gerðar breytingar á núverandi framkvæmd og viðmiðum um aðstöðu og búnað skóla og er ekki gert ráð fyrir kostnaðarauka vegna þessa. Einnig er fjallað um hvernig fara skuli með viðhald húsnæðis og uppgjör á eignarhluta ríkisins, ef til þess kemur, vegna eldra húsnæðis er byggt var sameiginlega af ríki og sveitarfélögum.

Málsverðir í skólum (4. gr.).
    Ákvæði um að nemendur skuli eiga kost á málsverði í skólum er samhljóða gildandi lögum. Með lögum nr. 127/1993, um ráðstafanir í ríkisfjármál um á árinu 1994, var því ákvæði hins vegar frestað. Kostnaðarauki vegna þessa ákvæðis fer eftir því með hvaða hætti það verður framkvæmt og ógerlegt er að leggja mat á hann. Í greinargerð með frumvarpinu segir að ekki sé gert skylt að stofna og reka mötuneyti heldur er átt við að nemendur hafi aðstöðu í skólanum til að neyta nestis eða eigi kost á að fá málsverði keypta í skólanum. Ljóst er þó að einhver kostnaður mun falla til vegna gæslu á matmálstímum en erfitt er að áætla þann kostnaðarauka og fer það eftir því hvort um er að ræða gæslu fyrir hvern bekk eða stærri hópa og hvort það verða kennarar eða aðrir starfsmenn sem sinna þeirri gæslu.

Foreldraráð og foreldrasamstarf (15. og 16. gr.).
    Gert er ráð fyrir að þátttaka foreldra í starfi skóla aukist til muna. Hingað til hafa störf foreldra í skólum verið að mestu ólaunuð og er því ekki gert ráð fyrir auknum kostnaði vegna þessa.
    
Sjóður vegna endurmenntunar og viðbótarnáms kennara (25. gr.).
    Kveðið er á um sama framlag í sjóð vegna endurmenntunar og viðbótarnáms kennara og miðað er við í núgildandi lögum. Hugsanlegt er að smávægi legur kostnaðarauki hljótist af starfi sjóðstjórnar en sjóðnum skal stjórnað af fimm mönnum. Tilnefningaraðilar greiða kostnað vegna starfa fulltrúa sinna í sjóðstjórn en tveir eru tilnefndir af heildarsamtökum kennara á skyldunámsstigi og þrír af stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Valgreinar (32. gr.).
    Heimild til að verja námstíma í valgreinar er þrengd frá núgildandi lögum. Miðað við núverandi framkvæmd hefur þetta þó ekki mikil áhrif á kostnað.
    
Íslenskukennsla fyrir nemendur sem hafa annað móðurmál en íslensku (36. gr.).
    Nemendur sem hafa annað móðurmál eiga rétt á sérstakri kennslu í íslensku og heimilt er að veita þessum nemendum undanþágu frá því að þreyta samræmt lokapróf í íslensku. Í fjárlögum er sérstök fjárveiting til kennslu nýbúa og ættu viðbótarútgjöld því ekki að verða veruleg.

Fjöldi í bekkjardeildum.
    Í 75. gr. gildandi grunnskólalaga er kveðið á um fjölda nemenda í bekkjardeildum. Með lögum nr. 127/1993, um ráðstafanir í ríkisfjármálum á árinu 1994, var viðmiðunarfjölda í bekk breytt ótímabundið. Í drögum að frumvarpi til laga um grunnskóla er ekkert ákvæði að finna um fjölda í bekkjardeildum. Í greinargerð með frumvarpinu segir að gert sé ráð fyrir að sveitarfélög setji sér svipuð viðmið. Ekki er ljóst hvort og þá hvaða áhrif þetta hefur til breytinga á fjölda nemenda í bekk og þar með kostnaði.