Ferill 132. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 132 . mál.


138. Tillaga til þingsályktunar



um skipan nefndar er geri úttekt á kjörum og stöðu fólks er stundar nám fjarri heima byggð.

Flm.: Gunnlaugur Stefánsson, Gísli S. Einarsson, Sigbjörn Gunnarsson.



    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa nefnd er geri úttekt á kjörum og stöðu fólks er stundar nám fjarri heimabyggð og geri tillögur er tryggi því sambærileg kjör og réttindi við námsfólk er stundar nám í heimabyggð.
    Nefndin athugi sérstaklega:
     1 .     hvort námsfólk, er stundar nám fjarri heimabyggð, verði af réttindum og félagslegri þjónustu ef það heldur lögheimili í heimabyggð,
     2 .     á hvern hátt Lánasjóður íslenskra námsmanna styður námsfólk í námi fjarri heimabyggð og hvort sjóðurinn taki í raun sérstakt tillit til slíkra aðstæðna.

Greinargerð.


    Fjölmargir þurfa að stunda nám fjarri heimabyggð þar sem ekki er boðið upp á við komandi námskost heima. Ljóst er að slíkt hefur í för með sér mikinn kostnað og röskun á persónulegum högum. Það hlýtur að teljast alvarlegt ef námsmaður í námi fjarri heima byggð nýtur ekki allra þeirra almennu réttinda og félagslegrar þjónustu á námsstað nema hann flytji lögheimili sitt þangað. Þetta á t.d. við barnafólk í námi utan heimabyggðar en aðgangur þess að leikskólum á námsstað er mjög takmarkaður ef lögheimili er haldið í heimabyggð. Þá er líklegt að fólk neyðist til að flytja lögheimili sitt en það kann þá að verða af annarri aðstoð vegna raunverulegrar búsetu sinnar. Þá er mikilvægt að athuga hvort þetta fólk eigi ekki að njóta allra lögheimilisréttinda á námsstað þótt það haldi lög heimili í heimabyggð.
    Jafnrétti til náms er hornsteinn í menntastefnu lýðræðisþjóðar. Staðsetning mennta stofnana í landinu hefur án efa haft mikil áhrif á búsetuþróun síðustu ár og átt þátt í mik illi byggðaröskun. Það er því löngu tímabært að gerð verði ítarleg úttekt á kjörum og stöðu námsfólks í námi fjarri heimabyggð. Lánasjóður íslenskra námsmanna gegnir mik ilvægu hlutverki hvað varðar jöfnun námsaðstoðar. Brýnt er að kanna nákvæmlega hvernig sjóðnum hefur tekist að rækja þetta hlutverk sitt gagnvart fólki í námi fjarri heimabyggð og hvort hann taki í raun nægjanlegt tillit til slíkra aðstæðna.