Ferill 174. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 174 . mál.


191. Frumvarp til lagaum sameiningu Búnaðarfélags Íslands og Stéttarsambands bænda í ein heildarsamtök bænda.
 

(Lagt fyrir Alþingi á 118. löggjafarþingi 1994.)1. gr.


    Við sameiningu Búnaðarfélags Íslands og Stéttarsambands bænda í ein heildarsamtök bænda 1. janúar 1995 taka hin nýju samtök við réttindum og skyldum Búnaðarfélagsins og Stéttarsambandsins, lögum samkvæmt.
    Stjórnir Búnaðarfélagsins og Stéttarsambandsins fara frá og með 1. janúar 1995 í sam einingu með það hlutverk, sem annarri hvorri þeirra er falið í einstökum lögum, uns fyrsta stjórn hinna nýju samtaka hefur verið kjörin. Eftir það fer sú stjórn með það hlutverk sem að framan greinir.
    

2. gr.


    Þeir starfsmenn Búnaðarfélags Íslands, sem fastráðnir eru hjá félaginu 31. desember 1994 og verða starfsmenn hinna nýju samtaka, halda áunnum lífeyrisréttindum sínum og geta áfram átt aðild að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins með þeim réttindum og skyldum sem fyrir er mælt í lögum um lífeyrissjóðinn.
    

3. gr.


    Ríkissjóður ábyrgist gagnvart hinum nýju samtökum skuldbindingar þeirra við Lífeyris sjóð starfsmanna ríkisins vegna lífeyrisréttinda skv. 2. gr., svo og vegna lífeyrisréttinda fastráðinna starfsmanna Búnaðarfélags Íslands sem látið hafa af störfum fyrir 1. janúar 1995.
    

4. gr.


    Jafnskjótt og fyrsta þing hinna nýju samtaka hefur sett þeim formlegar samþykktir skulu lög þessi tekin til endurskoðunar, svo og öll þau lagaákvæði önnur, þar sem vísað er til Búnaðarfélags Íslands eða Stéttarsambands bænda.
    

5. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.
    Jafnframt falla úr gildi lög nr. 15/1928, um lífeyri fastra starfsmanna Búnaðarfélags Ís lands.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Hinn 30. ágúst 1994 var undirritað samkomulag milli stjórnar Búnaðarfélags Íslands og Stéttarsambands bænda um sameiningu þeirra í ein heildarsamtök bænda frá og með 1. janúar 1995. Gert er ráð fyrir að hin nýju samtök taki við öllum eignum og réttindum Bún aðarfélags Íslands og Stéttarsambands bænda, svo og skuldum og öðrum skuldbindingum, hverju nafni sem nefnast.
    Samkomulagið var staðfest á auka-búnaðarþingi, sem haldið var í Árnesi í Gnúpverja hreppi 26.–27. ágúst 1994 og á aðalfundi Stéttarsambands bænda sem haldinn var á Flúðum í Hrunamannahreppi 25.–27. ágúst 1994. Samkomulagið er prentað í heild með frumvarpi þessu merkt fskj. II.
    Sameining Búnaðarfélags Íslands og Stéttarsambands bænda í ein heildarsamtök bænda kallar á breytingar á fjölmörgum lagaákvæðum, enda er stjórnum Búnaðarfélagsins og Stéttarsambandsins víða í lögum ætlað tiltekið hlutverk. Gert er ráð fyrir því að því hlut verki verði í fyrstu gegnt sameiginlega af báðum stjórnum eða þar til hin nýju samtök fá kjörna stjórn sem mun verða í marsmánuði 1995. Þá hefur heildarsamtökunum ekki verið valið nafn. Með hliðsjón af framansögðu er ljóst að ekki er tímabært að breyta núverandi hlutverki Búnaðarfélags Íslands og Stéttarsambands bænda, eins og það er tilgreint í ein stökum lögum. Hér er því sú leið valin að lögfesta sameiningu þá sem samið var um 30. ágúst 1994 og tryggja þannig að stjórnir Búnaðarfélagsins og Stéttarsambandsins fari eftir 1. janúar nk. sameiginlega með það hlutverk sem annarri hvorri þeirra er nú falið í einstök um lögum, sbr. nánar 2. mgr. 1. gr. frumvarpsins. Við endurskoðun laganna hlýtur jafn framt að koma til athugunar hvernig ýmsum þeim verkefnum sem um ræðir verði best skip að til frambúðar.
    Gert er ráð fyrir því að starfsmenn Búnaðarfélags Íslands og Stéttarsambands bænda verði starfsmenn hinna nýju heildarsamtaka án þess að kjör þeirra breytist, en sameiningin hlýtur að fela í sér breytingar á verksviði einstakra starfsmanna frá því sem nú er.
    Fastráðnir starfsmenn Búnaðarfélags Íslands eiga aðild að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins samkvæmt lögum nr. 15/1928. Í 2. gr. frumvarpsins er gert ráð fyrir að þeir starfs menn haldi áunnum lífeyrisréttindum og geti jafnframt átt aðild að sjóðnum áfram. Sam kvæmt 3. gr. frumvarpsins ábyrgist ríkissjóður skuldbindingar nýrra samtaka við Lífeyris sjóð starfsmanna ríkisins vegna lífeyrisréttinda starfsmanna samtakanna, sem koma til með að eiga aðild að sjóðnum, og einnig þeirra starfsmanna Búnaðarfélags Íslands sem látið hafa af störfum fyrir 1. janúar 1995. Ábyrgð ríkissjóðs er með þessu ekki aukin frá því sem nú er. Þvert á móti er í frumvarpinu gert ráð fyrir að lög nr. 15/1928 falli úr gildi, þannig að nýir starfsmenn sameinaðra samtaka fái ekki aðild að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins.Fylgiskjal I.
    

Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:

    

Umsögn um frumvarp til laga um sameiningu Búnaðarfélags Íslands og


Stéttarsambands bænda í ein heildarsamtök bænda.


    Með frumvarpinu eru gerðar nauðsynlegar lagabreytingar vegna sameiningar Búnaðarfélags Íslands og Stéttarsambands bænda í ein heildarsamtök bænda.
    Lífeyrisréttindi starfsmanna Búnaðarfélags Íslands er eini þáttur frumvarpsins sem snertir kostnað ríkissjóðs. Samkvæmt 3. gr. frumvarpsins mun ríkissjóður ábyrgjast gagn vart hinum nýju samtökum skuldbindingar þeirra við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins vegna lífeyrisréttinda fyrrverandi starfsmanna Búnaðarfélagsins og þeirra fastráðinna starfsmanna Búnaðarfélagsins sem verða starfsmenn hinna nýju heildarsamtaka.
    Ríkissjóður greiðir þegar sérstakt framlag til Búnaðarfélagsins vegna þessa og nemur það um 3,8 m.kr. í fjárlögum fyrir árið 1994.
    Frumvarpið mun því ekki fela í sér kostnaðarauka fyrir ríkissjóð.Fylgiskjal II.


Samkomulag


    Í samræmi við niðurstöðu í allsherjarskoðanakönnun, sem fram fór meðal bænda í maí- og júnímánuðum sl., og byggð var á drögum að samþykktum fyrir sameinuð samtök bænda, gera stjórnir Búnaðarfélags Íslands og Stéttarsambands bænda með sér svofellt

samkomulag:I.


1. grein.


    Búnaðarfélag Íslands og Stéttarsamband bænda verði sameinuð í ein heildarsamtök bænda frá og með 1. janúar 1995.
    Hin nýju heildarsamtök taki frá þeim tíma við öllum eignum og réttindum, svo og skuld um og skuldbindingum Búnaðarfélagsins og Stéttarsambandsins, hverju nafni sem nefnast.
    

2. grein.


    Í samræmi við 1. grein verði rekstur Búnaðarfélags Íslands og Stéttarsambands bænda sameinaður frá og með 1. janúar 1995. Starfsmenn hvoru tveggja samtakanna verði sjálf krafa starfsmenn hinna nýju heildarsamtaka frá þeim tíma.
    Frá og með þeim tíma verði fjárreiður og bókhald hinna nýju heildarsamtaka sameigin legt, þó þannig að leiðbeiningarþjónusta og önnur starfsemi, sem greitt er fyrir að hluta eða öllu leyti af opinberu fé, verði skýrt afmörkuð í bókhaldi og með sérgreindan fjárhag.
    

3. grein.


    Stjórnir Búnaðarfélags Íslands og Stéttarsambands bænda skulu, hvor um sig, tilnefna þrjá menn í samstarfsnefnd. Skal nefndin taka til starfa eigi síðar en 1. október 1994 og annast undirbúning að sameiningu Búnaðarfélagsins og Stéttarsambandsins í ein heildar samtök.
    Frá og með 1. janúar 1995 og þar til fyrsta stjórn samtakanna hefur verið kjörin fari stjórnir Búnaðarfélagsins og Stéttarsambandsins í sameiningu og samstarfsnefnd, eftir nán ari ákvörðun stjórnanna, með stjórn hinna nýju heildarsamtaka.
    Samstarfsnefnd skiptir sjálf með sér störfum.
    

4. grein.


    Fyrsta þing hinna nýju heildarsamtaka, búnaðarþing, skal halda í marsmánuði 1995. Skal þingið setja samtökunum samþykktir, en drög að þeim fylgja samkomulagi þessu. Þá skal þingið afgreiða reikninga Búnaðarfélags Íslands og Stéttarsambands bænda fyrir árið 1994, samþykkja fjárhagsáætlun fyrir árið 1995 fyrir hin nýju heildarsamtök og kjósa fyrstu stjórn þeirra. Um skipun þingsins, kosningar til þess og þingsköp vísast til II. og III. kafla hér á eftir.

II.


5. grein.


    Kosningarétt og kjörgengi innan hinna nýju heildarsamtaka hafa bændur, bústjórar og aðrir búvöruframleiðendur og þjónustuaðilar sem stunda búrekstur á lögbýli í atvinnuskyni enda séu þeir félagar í búnaðarfélagi/búnaðarsambandi eða búgreinafélagi/búgreinasam bandi og hafi greitt tilskilin sjóða- og félagsgjöld. Með búrekstri er átt við hvers konar bú fjárrækt, jarðrækt, skógrækt, garðrækt og ylrækt, sem stunduð er til tekjuöflunar, svo og ræktun og veiði vatnafiska, nýtingu hlunninda og þjónustu á lögbýlum er nýtir gæði jarðar eða aðra framleiðslu landbúnaðar. Enginn getur þó átt kosningarétt í fleiri en einu búnaðar félagi.
    

6. grein.


    Fulltrúar, sem kjörnir verða til setu á fyrsta þingi hinna nýju heildarsamtaka, búnaðar þingi, skuli kjörnir til þriggja ára. Þingfulltrúar skulu vera 39 og kjörnir af aðildarsamtök um sem hér segir:
    
         Búnaðarsamband Kjalarnesþings     1
         Búnaðarsamband Borgarfjarðar     2
         Búnaðarsamband Snæfellinga     1
         Búnaðarsamband Dalamanna     1
         Búnaðarsamband Vestfjarða     3
         Búnaðarsamband Strandamanna     1
         Búnaðarsamband Vestur-Húnavatnssýslu     1
         Búnaðarsamband Austur-Húnavatnssýslu     1
         Búnaðarsamband Skagfirðinga     2
         Búnaðarsamband Eyjafjarðar     2
         Búnaðarsamband Suður-Þingeyinga     2
         Búnaðarsamband Norður-Þingeyinga     1
         Búnaðarsamband Austurlands     3
         Búnaðarsamband Austur-Skaftafellssýslu     1
         Búnaðarsamband Suðurlands     6
         Félag eggjaframleiðenda     1
         Félag ferðaþjónustubænda     1
         Félag hrossabænda     1
         Félag kjúklingabænda     1
         Landssamband kartöflubænda     1
         Landssamband kúabænda     1
         Landssamtök sauðfjárbænda     1
         Samband garðyrkjubænda     1
         Samband íslenskra loðdýraræktenda     1
         Svínaræktarfélag Íslands     1
         Æðarræktarfélag Íslands     1
    
    Jafnframt skulu kjörnir með sama hætti jafnmargir varafulltrúar. Sami maður getur ekki verið fulltrúi nema einna aðildarsamtaka á þinginu.
    Á þinginu eiga að auki sæti samstarfsnefnd, stjórnir Búnaðarfélags Íslands og Stéttar sambands bænda og aðrir þeir starfsmenn samtakanna er samstarfsnefndin ákveður. Kjörnir fulltrúar hafa þó einir atkvæðisrétt.
    Auk þeirra, sem að framan eru taldir, hafa endurskoðendur Búnaðarfélagsins og Stéttar sambandsins, fulltrúar í Framleiðsluráði landbúnaðarins og framkvæmdastjóri þess, og for stöðumaður Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins rétt til að sitja þingið og hafa málfrelsi og tillögurétt í þeim málum er snerta starfssvið þeirra sérstaklega.
    

7. grein.


    Í hverju búnaðarfélagi skal, eigi síðar en 1. október 1994, kjósa fulltrúa á fulltrúafund búnaðarsambands, sbr. 8. grein. Tala fulltrúa fyrir hvert búnaðarfélag fer eftir fjölda fé lagsmanna þess, þannig að í búnaðarsamböndum, sem kjósa þrjá þingfulltrúa eða færri, skulu félög með 30 félaga eða færri kjósa tvo fulltrúa, félög með 31–60 félaga kjósa þrjá, félög með 61–90 félaga kjósa fjóra og fjölmennari félög kjósa fimm. Í búnaðarsamböndum, sem kjósa fjóra þingfulltrúa eða fleiri, skulu félög með 30 félaga eða færri kjósa einn fulltrúa, félög með 31–60 félaga kjósa tvo, félög með 61–90 félaga kjósa þrjá og fjölmennari félög kjósa fjóra. Búgreinafélög, sem aðild eiga að búnaðarsambandi, skulu enn fremur og eigi síðar en 1. október 1994 kjósa hvert um sig einn fulltrúa á fulltrúafund búnaðar sambands.
    Fulltrúar skulu kosnir á almennum félagsfundi í búnaðarfélagi. Bændur og aðrir þeir, sem kosningarétt hafa í félaginu, skulu boðaðir á fundinn með minnst þriggja daga fyrir vara á tryggilegan hátt, hvort heldur er með bréfi, símskeyti eða beinu símtali við þá sem kosningarétt hafa.
    

8. grein.


    Kosningar til fyrsta þings hinna nýju samtaka skulu fara þannig fram hjá búnaðarsam böndum:
    1. Boða skal til fulltrúafundar hjá hverju búnaðarsambandi með minnst tveggja vikna fyrirvara á tryggilegan hátt, hvort heldur er með bréfi, símskeyti eða beinu símtali við hina kjörnu fulltrúa.
    2. Berist stjórn búnaðarsambands fleiri en einn kjörlisti fyrir fulltrúafund, með fleiri mönnum en kjósa skal, skal fara fram almenn kosning á þingfulltrúum meðal bænda og annarra þeirra sem kosningarétt hafa.
    3. Berist einn kjörlisti fyrir fulltrúafund og nýti fulltrúar sér rétt til að bera fram kjör lista á fundinum, þannig að fram eru komnir fleiri en einn kjörlisti, með fleiri mönnum en kjósa skal, fer fram almenn kosning á þingfulltrúum meðal bænda og annarra þeirra sem kosningarétt hafa.
    4. Berist einn kjörlisti fyrir fulltrúafund og nýti fulltrúar sér ekki rétt til að bera fram kjörlista á fundinum skoðast þeir, sem á listanum eru, rétt kjörnir þingfulltrúar.
    5. Berist ekki kjörlisti fyrir fulltrúafund getur 1 / 3 fulltrúa, sem fundinn sækir, krafist þess að fram fari almenn óhlutbundin kosning á þingfulltrúum meðal bænda og annarra þeirra sem kosningarétt hafa.
    Að öðrum kosti skulu þingfulltrúar kosnir á fundinum. Ef 1 / 3 fulltrúa, sem fundinn sækir, krefst þess skal sú kosning vera hlutbundin, en ella óhlutbundin.
    6. Bændur og aðrir þeir, sem kosningarétt hafa, hafa rétt til að bera fram kjörlista. Þurfa að lágmarki annaðhvort 15% eða 30 félagsmenn, sem atkvæðis rétt hafa í búnaðarsambandi, að styðja lista þar sem kosinn er einn fulltrúi. Í þeim búnaðarsamböndum, sem kjósa fleiri en einn fulltrúa, þurfa annaðhvort 15% eða 60 félagsmenn, sem atkvæðisrétt hafa, að styðja lista.
    Kjörlisti skal berast stjórn búnaðarsambands tíu dögum fyrir fulltrúafund og skal hann tilkynntur fulltrúum með minnst fimm daga fyrirvara fyrir fundinn með sama hætti og greinir í 1. tölul. Vilji fulltrúar á fulltrúafundi bera fram kjörlista þarf að lágmarki 1 / 4 hluti þeirra að standa að slíkum lista.
    7. Fari fram almenn kosning á þingfulltrúum, sbr. 2., 3. eða 5. tölul., er stjórn búnaðarsambands kjörstjórn og sér hún um undirbúning kosninga, ákveður kjördag, tilgreinir kjördeildir og kjörstaði, skipar undirkjörstjórnir, ef um fleiri en einn kjörstað er að ræða, og sér um að auglýsa kosningarnar með tryggilegum hætti. Skal kjörstjórn sjá um að gera kjörseðla og dreifa þeim í kjördeildir, úrskurða kjörskrá, en í upphafi hvers fulltrúafundar skal liggja frammi félagatal eins og það var 1. júní 1994 og skulu koma fram athugasemdir við það á fulltrúafundinum. Komi engar athugasemdir fram telst félagatalið löglegt.
    Kjörfundur má eigi standa skemur en í fimm klukkustundir nema allir þeir, sem eru á kjörskrá, hafi greitt atkvæði. Um kosningu á kjörstað og meðferð atkvæða gilda almennar reglur laga um kosningar til Alþingis. Talning atkvæða skal fara fram eins fljótt og við verður komið þegar atkvæði hafa borist frá undirkjörstjórnum, en þær skulu þegar að loknum kjörfundi senda kjörstjórn kjörgögn með tryggilegum hætti. Kjörstjórn tilkynnir yfirkjörstjórn, sbr. 10. grein, um úrslit kosninganna að lokinni talningu.
    

9. grein.


    Kosning þingfulltrúa frá búgreinafélögum eða búgreinasamböndum skal fara fram á aðalfundum þeirra eða sérstökum aukafundum eftir því sem nánar segir í samþykktum þeirra.
    

10. grein.


    Kosningu á þingfulltrúum skal vera lokið eigi síðar en 10. desember 1994. Stjórnir Búnaðarfélags Íslands og Stéttarsambands bænda skulu, eigi síðar en 10. september 1994, skipa þriggja manna yfirkjörstjórn sem skal hafa yfirumsjón með kosningu þingfulltrúa. Skipar stjórn Búnaðarfélagsins einn yfirkjör stjórnarmann og stjórn Stéttarsambandsins annan, en formaður skal tilnefndur sameiginlega. Skulu búnaðarsambönd og búgreinafélög/búgreinasambönd, svo og kjörstjórnir, sbr. 6. tölul. 8. greinar, tilkynna til yfirkjörstjórnar hverjir séu rétt kjörnir þingfulltrúar af þeirra hálfu. Gengur yfirkjörstjórn formlega frá kjör bréfum þegar henni hafa borist slíkar tilkynningar. Ágreiningi út af framkvæmd kosninganna, þar á meðal út af boðun funda þar sem fram fer fulltrúakjör, má, innan tíu daga frá því ágreiningur reis, skjóta til yfirkjörstjórnar og verður úrskurði hennar aðeins hnekkt af búnaðarþingi, sbr. 12. grein.

III.


11. grein.


    Formaður samstarfsnefndar, sbr. 3. grein, setur fyrsta þing samtakanna og stjórnar kosningu kjörbréfanefndar, sbr. 12. grein, og embættismanna þingsins, þ.e. forseta og varaforseta, sbr. 13. grein.
    Að kosningu lokinni skulu formaður Stéttarsambands bænda og búnaðarmálastjóri flytja skýrslur sínar og að því búnu skulu leyfðar almennar umræður.
    

12. grein.


    Í upphafi þingsins skal kjósa kjörbréfanefnd, skipaða þremur mönnum. Hún leggur fram tillögur sínar áður en fyrsta fundi þingsins lýkur og skal á þeim fundi úrskurða kosningu þingfulltrúa.
    Kæra út af kosningu þingfulltrúa skal berast formanni samstarfsnefndar að minnsta kosti tveim vikum áður en þingið er sett. Skilyrði er þó að kæra hafi áður borist yfirkjörstjórn, svo sem fyrir er mælt í 10. grein. Að öðrum kosti skal henni vísað frá.
    

13. grein.


    Þegar kjörbréf hafa verið afgreidd og úrskurðuð skal kjósa forseta þingsins og tvo varaforseta. Í forföllum forseta ganga varaforsetar að öllu leyti í hans stað, eftir hans ákvörðun.
    

14. grein.


    Að lokinni kosningu embættismanna og almennum umræðum skulu kosnar starfsnefndir. Að jafnaði skulu eftirfarandi nefndir starfa:
         1. Allsherjarnefnd.
         2. Búfjárræktarnefnd.
         3. Félagsmálanefnd.
         4. Fjárhagsnefnd.
         5. Framleiðslunefnd.
         6. Jarðræktarnefnd.
         7. Umhverfisnefnd.
         8. Verðlags- og kjaranefnd.
    Heimilt er að kjósa aðrar nefndir til að kanna einstök mál eða málaflokka.
    Í hverri nefnd skulu sitja 3–5 þingfulltrúar. Enginn þeirra má eiga sæti í fleiri en einni nefnd. Formaður samstarfsnefndar er undanþeginn setu í starfsnefndum.
    

15. grein.


    Öll mál, sem send eru þinginu til meðferðar, skulu komin í hendur formanni samstarfsnefndar að minnsta kosti fjórtán dögum fyrir þingsetningu. Þó getur þingið samþykkt að taka fyrir mál er síðar koma fram.
    Í þingbyrjun skal leggja fyrir þingið drög að nýjum samþykktum fyrir hin nýju samtök ásamt drögum að þingsköpum fyrir búnaðarþing. Jafnframt skal leggja fram í þingbyrjun skýrslur starfsmanna, svo og ársreikninga Búnaðarfélags Íslands og Stéttarsambands bænda fyrir árið 1994. Á sama hátt skulu í þing byrjun lögð fram þau mál sem þinginu hafa borist. Þá skal samstarfsnefnd kanna, áður en þingið hefst, hvaða mál liggja fyrir Alþingi, er landbúnaðinn og bændastéttina varðar, og hlutast til um að þau verði lögð fyrir þingið í þingbyrjun.
    

16. grein.


    Nefnd lætur uppi álit sitt og skal fjölrita það og útbýta því meðal þingfulltrúa áður en málið er tekið til umræðu á þinginu. Nefndarálit skal undirritað af nefndarmönnum og tilgreint hver sé framsögumaður.
    Samstarfsnefnd getur falið einstökum starfsmönnum hinna nýju samtaka að aðstoða einstakar nefndir við störf þeirra.

17. grein.


    Forseti stýrir umræðum á þinginu og kosningum þeim er þar fara fram. Skal hann færa mælendaskrá og gefa þingfulltrúum og þeim öðrum, er málfrelsi hafa, færi á að taka til máls í þeirri röð sem þeir beiðast þess. Þó má hann víkja frá þeirri reglu er sérstaklega stendur á. Nú vill forseti taka þátt í umræðum, frekar en forsetastaða hans krefur, víkur hann þá úr forsetastóli, en varaforseti tekur við fundarstjórn á meðan.
    

18. grein.


    Í byrjun hvers þingfundar skal útbýta dagskrá fundarins. Forseti getur tekið mál úr af dagskrá og tekið ný mál á dagskrá er sérstaklega stendur á. Fimm þingfulltrúar geta, m.a. meðan á umræðum stendur, krafist þess að mál verði tekið út af dagskrá eða nýtt mál tekið á dagskrá og sker þingið úr ef forseti neitar að verða við slíkri kröfu.
    

19. grein.


    Samstarfsnefnd tilnefnir einn af starfsmönnum hinna nýju samtaka til þess að færa fundargerð þingsins undir umsjón forseta.
    Fundargerð síðasta fundar liggi frammi a.m.k. í tvær klukkustundir áður en nýr fundur er settur. Skal hún í fundarbyrjun borin upp til samþykktar og síðan undirrituð af forseta. Heimilt er þó, sé þess óskað, að fresta samþykkt fundargerðar til næsta fundar, telji forseti það réttmæta ósk.
    

20. grein.


    Málum, sem lögð eru fram á þinginu, skal vísa til nefndar umræðulaust. Þó er forseta heimilt að leyfa flutningsmanni að reifa málið með stuttri ræðu.
    Eftir að nefndir hafa skilað áliti skulu fara fram tvær umræður um hvert mál.
    Heimilt er forseta að ákveða eina umræðu um einstök mál, ef enginn mælir því gegn. Komi fram fyrirspurnir til samstarfsnefndar eða starfsmanna hinna nýju samtaka má forseti ákveða eina umræðu um þær. Sá, sem fyrirspurn er beint til, hefur sama rétt til ræðutíma og framsögumenn nefnda.
    

21. grein.


    Framsögumenn meiri- og minni hluta nefnda og flutningsmenn mála mega taka þrisvar til máls við hverja umræðu. Öðrum er ekki heimilt að tala oftar en tvisvar. Þó er auk þess heimilt að gera stutta athugasemd um atkvæðagreiðslu, um gæslu þingskapa og til þess að bera af sér sakir.
    Stjórnarmenn Búnaðarfélags Íslands og Stéttarsambands bænda hafa málfrelsi og tillögurétt eins og hinir kjörnu þingfulltrúar.
    Starfsmönnum hinna nýju samtaka er heimilt að tala einu sinni við hverja umræðu í þeim málum er snerta starfssvið þeirra sérstaklega. Auk þess er þeim heimilt að gefa stuttar upplýsingar, ef þingfulltrúi óskar þess, eða gera stuttar athugasemdir til þess að bera af sér sakir.
    Forseti getur beint því til ræðumanna að þeir stytti mál sitt og dragist umræður úr hófi fram getur hann úrskurðað að ræðutími hvers þingfulltrúa skuli ekki fara fram úr ákveðinni tímalengd. Einnig getur forseti lagt til að umræðu sé hætt. Sama rétt hafa fimm eða fleiri þingfulltrúar. Um slíka tillögu fer atkvæða greiðsla fram umræðulaust.
    Ekki má nema með leyfi forseta lesa upp prentað mál.
    

22. grein.


    Kjörnir þingfulltrúar skv. 6. grein hafa einir atkvæðisrétt á þinginu. Afl atkvæða ræður úrslitum mála á fundum. Þó þarf minnst 2 / 3 atkvæða viðstaddra þingfulltrúa til þess að samþykkja samþykktir hinna nýju samtaka í heild og minnst 1 / 3 atkvæða allra þingfulltrúa til þess að samþykkja ályktanir svo að gildar séu.
    Enga ályktun má gera nema minnst 2 / 3 þingfulltrúa séu á fundi.
    

23. grein.


    Forseti stýrir atkvæðagreiðslu og kveður menn sér til aðstoðar eftir þörfum til að telja saman atkvæði.
    Atkvæðagreiðsla fer að jafnaði fram með handauppréttingu.
    Ef þingfulltrúi óskar þess skal atkvæðagreiðsla þó fara fram með nafnakalli. Enn fremur er forseta heimilt að endurtaka atkvæðagreiðslu ef hann telur þess þörf.
    

24. grein.


    Skylt er þingfulltrúum að sækja alla fundi þingsins, nema nauðsyn banni. Heimilt er forseta að veita þingfulltrúa fjarvistarleyfi, þó ekki lengur en einn dag nema þingið samþykki.
    Varafulltrúar taka sæti aðalfulltrúa í forföllum þeirra, með samþykki forseta.
    

25. grein.


    Skylt er þingfulltrúum og öðrum, er rétt hafa til að sitja þingið, að lúta valdi forseta í öllu því er að því lýtur að gætt sé góðrar reglu.
    Víki þingfulltrúi eða aðrir, sem málfrelsi hafa, með öllu frá umræðuefninu í umræðum mála, skal forseti víta það. Ef hlutaðeigandi sinnir ekki slíkri ábend ingu, þó að hún sé ítrekuð, má forseti svipta hann málfrelsi á þeim fundi í því máli sem um er rætt.
    

26. grein.


    Samstarfsnefnd ræður þinginu skrifstofustjóra úr hópi starfsmanna hinna nýju samtaka.
    Skrifstofustjóri þingsins er forseta til aðstoðar við þinghaldið. Hann annast m.a. skráningu þingskjala, umsjón með skrifstofuvinnu vegna þinghaldsins, útgáfu og dreifingu þingskjala. Þá skal hann í samráði við samstarfsnefnd hlutast til um nauðsynlega gagnasöfnun vegna afgreiðslu þeirra mála er berast á tilsettum tíma fyrir þingsetningu.
    

IV.


27. grein.


    Jafnskjótt og hinum nýju samtökum hafa verið settar samþykktir, sbr. 4. grein, falla úr gildi núgildandi lög Búnaðarfélags Íslands og núgildandi samþykkt ir fyrir Stéttarsamband bænda.
    

28. grein.


    Samkomulag þetta skal bera upp til staðfestingar á búnaðarþingi og aðalfundi Stéttarsambands bænda sem boðað hefur verið til síðar í þessum mánuði.
    

Reykjavík, 30. ágúst 1994.Fyrir hönd stjórnar Búnaðarfélags Íslands,


Jón Helgason (sign.)


eftir umboðiFyrir hönd stjórnar Stéttarsambands bænda,


Haukur Halldórsson (sign.)


eftir umboði
    Vitundarvottar:
    Jónas Jónsson (sign.)
    Hákon Sigurgrímsson (sign.)