Ferill 182. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 182 . mál.


204. Tillaga til þingsályktunar



um samning um bráðabirgðasamkomulag fyrir tímabilið eftir að tiltekin EFTA-ríki hafa gerst aðilar að Evrópusambandinu.

(Lögð fyrir Alþingi á 118. löggjafarþingi 1994.)



    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að fullgilda fyrir Íslands hönd samning um bráðabirgðasamkomulag fyrir tímabilið eftir að tiltekin EFTA-ríki hafa gerst aðilar að Evr ópusambandinu sem undirritaður var 28. september 1994 í Brussel.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.


    Samningi þessum er ætlað að leysa það millibilsástand sem skapast við inngöngu tiltek inna EFTA-ríkja í ESB varðandi óafgreidd mál sem þá liggja fyrir hjá EFTA-dómstólnum og eftirlitsstofnun EFTA og með hvaða hætti eigi að ljúka þeim. Samningurinn er í eðli sínu tímabundinn og fjallar um valdsvið eftirlitsstofnunar EFTA og EFTA-dómstólsins eft ir aðild tiltekinna EFTA-ríkja að ESB varðandi málsatvik sem eiga sér stað fyrir þann tíma, á hvern hátt framkvæmdastjórn ESB yfirtekur mál, er nú falla undir eftirlitsstofnun EFTA, er snúa að þeim EFTA-ríkjum sem verða aðilar að ESB, og á hvern hátt EFTA-dómstóllinn lýkur málum þar sem málsatvik er leiddu til málssóknar áttu sér stað áður en til aðildar til tekinna EFTA-ríkja að ESB kom. EFTA-dómstóllinn skal úrskurða í öllum slíkum málum innan sex mánaða frá aðild tiltekinna EFTA-ríkja að ESB. Ríkisstjórnir aðildarríkja þessa samnings mega þó, ef samhljóða samkomulag verður um það, framlengja þetta tímabil um allt að sex mánuði.
    Ekkert í þessum samningi eða samningnum um eftirlitsstofnun EFTA og EFTA-dóm stólinn kemur í veg fyrir að ríki, sem ekki gerast aðilar, ákveði að eftirlitsstofnun EFTA og EFTA-dómstóllinn starfi áfram við úrlausn málsatvika sem eiga sér stað eftir aðild sumra EFTA-ríkja að ESB með þeirri skipan og með því starfsfólki sem viðkomandi EFTA-ríki telur viðeigandi. Ef svo fer að tvö eða fleiri ríki gerast ekki aðilar að ESB skal taka slíka ákvörðun með samhljóða samþykki ríkisstjórna þessara ríkja.
    Samningurinn er meðfylgjandi á íslensku (fskj. I) og ensku (fskj. II).


Fylgiskjal I.

REPRÓ


..........



    Á fskj. II var birtur texti samningsins á ensku og vísast um hann til þingskjalsins (lausa skjalsins).