Ferill 191. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 191 . mál.


214. Frumvarp til laga



um breyting á lögum um almannatryggingar, nr. 117/1993.

Flm.: Kristín Einarsdóttir, Anna Ólafsdóttir Björnsson, Ágústa Gísladóttir,
Kristín Ástgeirsdóttir, Guðrún J. Halldórsdóttir.

1. gr.


    Eftirtaldar breytingar verða á 15. gr. laganna:
     a .     1. mgr. orðast svo:
                  Fæðingarstyrkur skal vera 25.090 kr. á mánuði í sjö mánuði við hverja fæðingu til móður sem á lögheimili hér á landi, sbr. þó 2. mgr. Frá 1. janúar 1995 skal fæðingar styrkur greiddur í átta mánuði og frá 1. janúar 1996 í níu mánuði. Að auki á barnshaf andi kona rétt á greiðslu fæðingarstyrks einum mánuði fyrir áætlaðan fæðingardag fram að fæðingardegi. Staðfesta skal áætlaðan fæðingardag með læknisvottorði. Ef fæðingu ber að fyrir áætlaðan fæðingardag fellur niður ónýttur réttur konu til greiðslu fæðingarstyrks fyrir áætlaðan fæðingardag. Upphæð fæðingarstyrks skal hækka með sama hætti og aðrar bætur lífeyristrygginga.
     b .     Í stað 1. málsl. 5. mgr. koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Framlengja skal greiðslu fæðingarstyrks um þrjá mánuði fyrir hvert barn umfram eitt ef fleiri fæðast í einu. Að auki skal kona, sem gengur með fleiri en eitt barn, eiga rétt á greiðslu fæð ingarstyrks í tvo mánuði fyrir áætlaðan fæðingardag.
     c .     6. mgr. orðast svo:
                  Fæðingarstyrkur skal og greiddur ættleiðandi foreldri, uppeldis- eða fósturforeldri vegna töku barns yngra en fimm ára, í sjö mánuði frá því er fyrir liggur staðfesting barnaverndarnefndar eða sveitarfélags um fósturráðstöfun eða leyfi til ættleiðingar eftir því sem við á. Fæðingarstyrkur skal greiddur í átta mánuði frá 1. janúar 1995 og í níu mánuði frá 1. janúar 1996.
     d .     Við greinina bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Heimilt er að loknum fyrstu þremur mánuðum fæðingarorlofs að óska þess að ein ungis verði greiddur helmingur fæðingarstyrks á mánuði og lengist sá tími sem greitt er til samræmis við það.

2. gr.


    Eftirtaldar breytingar verða á 16. gr. laganna:
     a .     C-liður orðast svo: Fæðingardagpeningar skulu greiddir í sjö mánuði. Frá 1. janúar 1995 skulu þeir greiddir í átta mánuði og frá 1. janúar 1996 í níu mánuði.
     b .     E-liður orðast svo: Barnshafandi kona á rétt á greiðslu fæðingardagpeninga einum mánuði fyrir áætlaðan fæðingardag fram að fæðingardegi. Staðfesta skal áætlaðan fæðingardag með læknisvottorði. Ef fæðingu ber að fyrir áætlaðan fæðingardag fellur niður ónýttur réttur konu til greiðslu fæðingardagpeninga fyrir áætlaðan fæðingardag. Kona, sem gengur með fleiri en eitt barn, skal eiga rétt á greiðslu fæðingardagpeninga í tvo mánuði fyrir áætlaðan fæðingardag.
     c .     Í stað orðanna „sex mánaða fæðingardagpeningum, sbr. c-lið“, í niðurlagi síðari málsliðar f-liðar kemur: sjö, átta eða níu mánaða fæðingardagpeningum, sbr. c-lið.
         H-liður orðast svo: Fæðingarorlof og greiðslur fæðingardagpeninga framlengjast um þrjá mánuði fyrir hvert barn umfram eitt ef fleiri fæðast í einu.
         Við bætist nýr stafliður, svohljóðandi: Heimilt er að loknum fyrstu þremur mánuðum fæðingarorlofs að óska þess að einungis verði greiddur helmingur fæðingardagpen inga á mánuði og lengist sá tími sem greitt er til samræmis við það.

3. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


    Frumvarp þetta var flutt á 113. löggjafarþingi, en varð ekki útrætt. Það var svo endur flutt á síðasta þingi óbreytt nema hvað breytt var ártölum og tilvísunum í lagagreinar. Frumvarpið er nú flutt í þriðja sinn.
    Markmið þessa lagafrumvarps er að tryggja velferð barna og foreldra þeirra og gera foreldrum betur kleift að annast börn sín á fyrstu mánuðum ævi þeirra. Með því treystum við innbyrðis tengsl fjölskyldunnar og styrkjum hana á þýðingarmiklu og viðkvæmu skeiði.
    Það er viðurkennd staðreynd í þjóðfélagi okkar að flest heimili þurfa tvær fyrirvinnur, enda hefur atvinnuþátttaka kvenna aukist gífurlega á undanförnum áratugum. Árið 1960 unnu um 29% kvenna utan heimilis. Þetta hlutfall hefur aukist jafnt og þétt síðan. Ef aðeins er tekið mið af konum á aldrinum 16–74 ára voru 51% þeirra farnar út á vinnumarkaðinn árið 1971, 65% árið 1981 og 74% árið 1991. Í apríl sl. voru 77% íslenskra kvenna á aldrin um 16–74 ára úti á vinnumarkaðinum, þ.e. 80% giftra kvenna og 70% ógiftra. Af þessum 77% voru 94,1% í vinnu en 5,9% á atvinnuleysisskrá. Heimilin bera það ekki fjárhagslega að önnur fyrirvinnan láti af launuðum störfum utan heimilis til að annast ungbarn á fyrsta æviskeiði þess. Einnig er rétt að minna á að á mörgum heimilum er aðeins ein fyrirvinna. Það er skylda samfélagsins að gera öllum foreldrum fjárhagslega kleift að eignast börn og veita þeim viðunandi umönnun. Greiðslur í fæðingarorlofi nú eru allt of lágar og óviðun andi er að tekjur fjölmargra fjölskyldna skuli í raun lækka við það að eignast barn.
    Lagabreytingar, sem frumvarpið kveður á um, eru eftirfarandi: Í fyrsta lagi að fæðing arorlof verði lengt um þrjá mánuði eftir fæðingu. Í öðru lagi að öllum mæðrum sé tryggður hvíldartími fyrir fæðingu. Í þriðja lagi að fleirburamæðrum séu tryggðir tveir mánuðir fyrir fæðingu og þrír mánuðir að auki eftir fæðingu. Í fjórða lagi er lagt til að fæðingarorlof til ættleiðandi foreldra, uppeldis- eða fósturforeldra lengist í áföngum til jafns við fæðingar orlof annarra foreldra. Í fimmta lagi er veitt heimild til þess að foreldrar geti dreift greiðsl um fæðingarorlofs eftir ákveðinn tíma þannig að hægt sé að lengja fæðingarorlofið á þann hátt ef foreldrar kjósa það.
    Eins og fyrr segir er lagt til að sú skipan verði tekin upp hér að fæðingarorlof eftir fæð ingu verði níu mánuðir. Það mundi lengjast nú þegar í sjö mánuði, 1. janúar 1995 í átta mánuði og 1. janúar 1996 í níu mánuði. Vart þarf að fjölyrða um hversu mikilvægt það er fyrir heilbrigði og framtíð barna okkar að njóta umönnunar foreldra sinna sem lengst. Hér er um að ræða réttindamál barna jafnt sem foreldra og ekki síður hagsmunamál samfélags ins alls. Sú staðreynd að foreldrar þurfa að hverfa aftur til vinnu sinnar að loknu sex mán aða fæðingarorlofi hlýtur að vekja okkur til umhugsunar um hvað við erum að bjóða ung um börnum okkar. Í mörgum tilfellum eru þau sett í hendur ókunnugra meiri hluta dagsins aðeins sex mánaða gömul. Á þeim aldri þarfnast börn stöðugrar umönnunar sem eðlilegast er að foreldrar veiti. Sex mánaða gamalt barn er enn mjög háð uppalanda sínum, þremur mánuðum síðar hefur það öðlast mun meiri þroska og getur betur tekist á við umhverfið. Rannsóknir hafa leitt í ljós hve mikilvægt það er fyrir þroska barns að náið og traust sam band myndist milli þess og móður þess eða nánasta uppalanda þegar á fyrsta æviskeiði. Gildi móðurmjólkur fyrir ungbörn er ótvírætt, bæði til næringar og verndar gegn sýkingum. Jafnframt skiptir brjóstagjöf mjög miklu máli til myndunar sterkra tilfinningatengsla milli móður og barns. Enn fremur benda rannsóknir til þess að börn fái síður ofnæmi ef reynt er að bægja frá þeim ofnæmisvaldandi efnum fyrstu sex til níu mánuðina eftir fæðingu. Í því sambandi er talið mikilvægt að gefa börnum eingöngu brjóstamjólk, a.m.k. fyrstu sex mánuðina. Við sex mánaða aldur eru þau mótefni sem ungbörn fá frá móður að mestu upp urin og hæfileiki til mótefnamyndunar hjá barninu er að þroskast. Á þessu aldursskeiði, þ.e. sex til níu mánaða, eru börn því viðkvæm fyrir alls kyns smiti og þá sérstaklega of næmisbörn. Þetta styður enn frekar þá tilhögun að lengja fæðingarorlof úr sex í níu mán uði.
    Það skref sem stigið var með lögum nr. 57 og 59 árið 1987, um lengingu fæðingarorlofs í sex mánuði, var vissulega skref í rétta átt. En þar má ekki láta staðar numið og því er þetta frumvarp lagt fram. Það er rétt að geta þess hér að kvennalistakonur lögðu í þrígang fram frumvarp á fyrsta kjörtímabili sínu um lengingu fæðingarorlofs úr þremur mánuðum í sex. Þá kom m.a. fram í umræðum að þingmenn töldu sex mánuði ekki vera endanlegt markmið, heldur aðeins skref í átt til lengra fæðingarorlofs.
    Það er mikið hagsmunamál fyrir verðandi mæður að hafa skýlausan rétt til þess að fara í fæðingarorlof allt að einum mánuði fyrir áætlaðan fæðingardag. Meðganga er mikið lík amlegt álag og geta ýmsir fylgikvillar gert vart við sig ekki síst á síðustu mánuðum með göngunnar. Það getur skipt sköpum, bæði fyrir verðandi móður og ekki síður fyrir nýbu rann, að móðirin sé óþreytt þegar að fæðingu kemur. Nú starfa um 80% kvenna utan heim ilis, auk þess sem heimilisstörfin hvíla enn að stórum hluta á herðum kvenna. Það mundi því létta mjög á verðandi mæðrum ef þær gætu hafið töku fæðingarorlofs allt að einum mánuði fyrir fæðingu. Ekki er gert ráð fyrir að hægt sé að fresta því að taka þennan mánuð fyrir fæðingu og lengja þannig fæðingarorlofið eftir fæðingu, heldur er hér verið að stuðla að því að konur geti hvílst fyrir fæðingu. Í lögum um almannatryggingar segir að konu sé heimilt að hefja töku fæðingarorlofs allt að einum mánuði fyrir áætlaðan fæðingardag. Ef ekki er um viðurkenndan sjúkdóm að ræða hefur það í för með sér að sá tími, sem hún hef ur með barni sínu eftir fæðingu, styttist sem því nemur. Í 1. og 2. tölul. 2. og 3. gr. reglu gerðar um fæðingarorlof, nr. 20/1989, segir til um hvaða ástæður geti leitt til framlengingar fæðingarorlofs:
    „1. Sjúkdómar sem upp koma vegna meðgöngu og valda óvinnufærni, samkvæmt vott orði læknis.
     2. Sjúkdómar, tímabundir eða langvarandi, sem versna um meðgöngu og valda óvinnu færni, samkvæmt vottorði læknis.“
    Sú breyting, sem hér er lögð til, felst í því að konur hafi skilyrðislausan rétt til að hefja töku fæðingarorlofs mánuði fyrir áætlaðan fæðingardag án vottorðs frá lækni og að fæðing arorlof eftir fæðingu skerðist ekki við það. Sambærilegar reglur eru í gildi annars staðar á Norðurlöndum um töku fæðingarorlofs fyrir fæðingu.
    Ljóst er að konum sem ganga með fleirbura er hættara við fyrirburafæðingum en þeim sem ganga með eitt barn. Reynslan sýnir að hættast er við fyrirburafæðingu á tímabilinu frá 30. viku og fram til 35. viku meðgöngunnar. Þeim sið hefur verið fylgt á kvennadeild Landspítalans í mörg ár að hvetja konur til að hætta vinnu þetta tímabil til að minnka þessa áhættu. Í mörgum tilvikum hafa konur verið lagðar inn á meðgöngudeild ef þær hafa fengið fyrirvaraverki á þessu hættuskeiði. Í 3. tölul. 2. gr. reglugerðar um fæðingarorlof, nr. 20/1989, er kveðið á um þær heilsufars- og öryggisástæður sem geta leitt til framlengingar fæðingarorlofs: „Fyrirbyggjandi meðferð til að koma í veg fyrir fyrirburafæðingu eða til að vernda heilsu fósturs, enda valdi meðferðin óvinnufærni, samkvæmt vottorði læknis.“
    Með þeirri lagabreytingu, sem hér er lögð til, ættu allar fleirburamæður rétt á að hefja töku fæðingarorlofs a.m.k. tveimur mánuðum fyrir áætlaðan fæðingardag. Enn fremur er ljóst að það að eignast fleiri en eitt barn í einu er mikið álag fyrir hverja fjölskyldu og því þykir flutningsmönnum rétt að lengja fæðingarorlof um þrjá mánuði fyrir hvert barn um fram eitt. Reynslan sýnir að hér á landi eru tvíburafæðingar um 40 á hverju ári að meðal tali. Þríburar fæðast hér annað eða þriðja hvert ár og fjórburar hafa fæðst tvisvar hér á landi svo vitað sé. Hér er því ekki um stóran hóp að ræða en nauðsynlegt er að tryggja ör yggi þessara barna og mæðra þeirra eins og best verður á kosið og í samræmi við þær kröf ur sem fæðingarlæknar telja við hæfi.
    Eðlilegt hlýtur að teljast að kjörforeldrar, uppeldis- eða fósturforeldrar njóti sama réttar og aðrir foreldrar í þessu sambandi þar sem þeir og viðkomandi börn þurfa tíma til að laga sig að breyttum aðstæðum. Hér er ekki um mörg tilfelli að ræða á ári svo að ekki mun verða um umtalsverða kostnaðaraukningu að ræða. Nú er orlof vegna töku fósturbarna fimm mánuðir en lagt er til að það lengist nú þegar í sjö mánuði, síðan í átta mánuði 1. jan úar 1995 og loks í níu mánuði 1. janúar 1996 til samræmis við fæðingarorlof annarra for eldra.
    Mörgum foreldrum gæti hentað betur að vera lengur í fæðingarorlofi en í níu mánuði og því er lagt til að heimilt sé að dreifa greiðslum eftir fyrstu þrjá mánuðina þannig að greiðslutímabilið geti lengst um allt að helming. Þetta er í samræmi við heimild sem starfs menn hins opinbera hafa svo fremi sem því verður við komið á vinnustað þeirra. Það sama þyrfti að gilda hér, þ.e. að um slíka tilhögun yrði samið á vinnustað hvers og eins, en við teljum nauðsynlegt að tryggja þennan möguleika í lögunum.
    Okkur Íslendingum er tamt að bera okkur saman við aðrar Norðurlandaþjóðir með ýmis málefni sem snerta þjónustu hins opinbera. Varðandi þann málaflokk, sem hér er til um ræðu, kemur í ljós að víðast er fæðingarorlofið lengra en hér á landi. Hér er nokkur munur á milli landa. Svíar hafa nú lengsta fæðingarorlofið á Norðurlöndum, því næst Finnar, svo Danir og Norðmenn með svipaða tímalengd og loks við með stysta orlofið. Í Svíþjóð er fæðingarorlof nú 18 mánuðir, þar af getur móðirin tekið 60 virka daga fyrir fæðingu. Í Finnlandi eiga konur rétt á að vera frá vinnu í 30 virka daga (fimm vikur) fyrir áætlaðan fæðingardag og í 75 virka daga (u.þ.b. fjóra mánuði) eftir fæðingu sem geta orðið 105 virk ir dagar ef konan nýtir sér ekki dagana sem hún á rétt á fyrir fæðingu. Að þessum tíma liðnum tekur við svokallaður umönnunartími sem foreldrar geta skipt á milli sín sem eru 158 virkir dagar (u.þ.b. átta mánuðir). Í Danmörku eiga konur á vinnumarkaði rétt á að vera frá vinnu frá og með fjórum vikum fyrir áætlaðan fæðingardag barns. Eftir fæðingu er fæðingarorlofið 24 vikur (sex mánuðir). Alls getur fæðingarorlof í Danmörku því orðið 28 vikur (sjö mánuðir). Fyrstu 14 vikurnar verður móðirin að vera í fæðingarorlofi en tíu vikunum þar á eftir geta foreldrar skipt að eigin vali. Í Noregi eiga konur á vinnumarkaði rétt á fjarveru í 24 eða 30 vikur, sex til sjö og hálfan mánuð, vegna fæðingar. Allt að 12 vikum af þessum tíma má taka fyrir fæðinguna. Fyrstu sex vikurnar eftir fæðingu verður móðirin að vera heima en vikunum sem eftir eru geta foreldrar skipt á milli sín.
    Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun fengu 5.501 greiddan styrk í fæðingaror lofi árið 1993. Þar af fengu 4.502 fulla fæðingardagpeninga en 336 hálfa upphæð fæðingar dagpeninga. 17 karlmenn fengu greidda fæðingardagpeninga það ár. Heildargreiðslur vegna fæðingarorlofs eru áætlaðar um 1.200 millj. kr. í fjárlögum fyrir yfirstandandi ár eða um 100 millj. kr. til jafnaðar á mánuði. Það er því einfalt reikningsdæmi hver kostnaðar auki yrði ef þetta frumvarp yrði samþykkt. Sú upphæð getur virst há eða lág eftir forgangs röðun hvers og eins.
    Farsæl byrjun æviferils í faðmi foreldra hlýtur að vera eitt af grundvallaratriðum þess að við eignumst hæfa og vel gerða einstaklinga. Bættar aðstæður foreldra ungbarna auka án vafa heilbrigði, andlegt og líkamlegt, og félagsleg vandamál verða færri svo eitthvað sé nefnt — í stuttu máli betra mannlíf. Það er kominn tími til að Íslendingar taki sig á í þessu efni og búi betur að börnum sínum. Gerum þetta mál að forgangsverkefni dagsins í dag.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Við gildistöku þessara laga skal greiða fæðingarstyrk í sjö mánuði eftir fæðingu, frá 1. janúar 1995 í átta mánuði og frá 1. janúar 1996 í níu mánuði. Sú nýbreytni er lögð til að allar konur eigi einnig rétt á greiðslu fæðingarstyrks í einn mánuð fyrir áætlaðan fæðingar dag. Kona, sem tekur fæðingarorlof einum mánuði fyrir áætlaðan fæðingardag en á barn sitt fyrir tímann, telst eiga (sjö, átta) níu mánuði eftir í fæðingarorlofi eftir fæðingu barns ins. Ef kona gengur með barn fram yfir áætlaðan fæðingardag er hún í orlofi fram að fæð ingardegi en eftir það telst hún eiga (sjö, átta) níu mánaða fæðingarorlof. Ef fæðingu barns ber að áður en kona er komin í fæðingarorlof fellur niður ónýttur réttur hennar til greiðslu fæðingarstyrks fyrir áætlaðan fæðingardag. Rétt er að taka það fram að sá réttur, sem kon ur hafa nú til að hefja töku fæðingarorlofs meira en mánuði fyrir fæðingu vegna veikinda, er á engan hátt skertur. Það ákvæði stendur óbreytt í lögunum. Við gildistöku laganna yrði fæðingarorlof alls átta mánuðir, níu mánuðir frá 1. janúar 1995 og tíu mánuðir frá 1. janúar 1996.
     Í b-lið er lagt til að þrír mánuðir bætist við fæðingarorlof eftir fæðingu ef fleiri en eitt barn fæðast í einu. Ef kona eignast tvíbura verður fæðingarorlof hennar því a.m.k. tíu mán uðir eftir fæðingu þegar lög þessi taka gildi, eftir 1. janúar 1995 yrði það 11 mánuðir og eftir 1. janúar 1996 12 mánuðir. Þá er lagt til að fleirburamæður eigi rétt á fæðingarstyrk í tvo mánuði að auki fyrir fæðingu barnanna. Ef um er að ræða tvíburafæðingu gæti móðir in því hafið töku fæðingarorlofs a.m.k. tveim mánuðum fyrir áætlaðan fæðingardag og síð an verið í tíu mánuði í fæðingarorlofi eftir fæðingu.
    Í c-lið er lagt til að lengd fæðingarorlofs kjör- og fósturforeldra vegna töku barns yngra en fimm ára verði samræmd við lengd fæðingarorlofs annarra foreldra.
     D-liður er nýmæli þar sem foreldrum er gefinn kostur á að skipta greiðslum Trygginga stofnunar til helminga eftir þrjá mánuði. Orlofsgreiðslur yrðu með öðrum orðum þær sömu en dreifðust á lengri tíma. Hér yrði að vera um samkomulagsatriði að ræða milli vinnuveitanda og launþega í hvert sinn.

Um 2. gr.


    Í 16. gr. laganna er kveðið á um hvaða reglur skuli gilda um greiðslu fæðingardagpen inga. Þær breytingar, sem hér eru gerðar á þeirri grein, eru allar í samræmi við breytingar á 15. gr. þar sem fjallað er um greiðslu fæðingarstyrks.

Um 3. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.