Ferill 197. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 197 . mál.


223. Frumvarp til laga



um breyting á lögum um vernd barna og ungmenna, nr. 58/1992.

(Lagt fyrir Alþingi á 118. löggjafarþingi 1994.)



1. gr.


    2. gr. laganna orðast svo:


Stjórn barnaverndarmála.

    Starf til verndar börnum og ungmennum rækja samkvæmt lögum þessum félagsmála ráðuneytið, barnaverndarstofa, barnaverndarnefndir og barnaverndarráð og eru í lögum þessum nefnd barnaverndaryfirvöld.
    

2. gr.


    3. gr. laganna orðast svo:


Hlutverk félagsmálaráðuneytis og barnaverndarstofu.

    Félagsmálaráðuneytið fer með yfirstjórn barnaverndarmála og annast stefnumótun í málaflokknum. Sérstök stofnun, barnaverndarstofa, skal vinna að samhæfingu og eflingu barnaverndarstarfs. Hún annast daglega stjórn barnaverndarmála. Meginhlutverk hennar er:
     1 .     að veita barnaverndarnefndum leiðbeiningar og ráðgjöf varðandi fjölskylduvernd og úrlausn barnaverndarmála,
     2 .     að hafa eftirlit með störfum barnaverndarnefnda, þar á meðal heimta frá þeim ársskýrslur,
     3 .     að hafa yfirumsjón og eftirlit með stofnunum og heimilum sem ríkið rekur eða styrkir fyrir börn og ungmenni sem vistuð eru á grundvelli laga þessara,
     4 .     að hafa umsjón með vistun barna og ungmenna á stofnunum og heimilum sem ríkið rekur eða styrkir á grundvelli laga þessara,
     5 .     að hlutast til um að settar verði á fót stofnanir og heimili skv. 2. og 4. mgr. 51. gr. laga þessara,
     6 .     að veita barnaverndarnefndum fulltingi við öflun hæfra fósturforeldra,
     7 .     að hlutast til um að fram fari þróunar- og rannsóknarstarf á sviði barnaverndar,
     8 .     að annast fræðslu um barnavernd, einkum fyrir barnarverndarnefndir og starfsmenn þeirra.
    Ræki barnaverndarnefnd ekki störf þau sem henni eru falin í lögum þessum skal barna verndarstofa krefja hana skýrslna og halda henni til að rækja skyldu sína. Ef stofunni þykir ástæða til getur hún lagt fyrir barnaverndarnefnd að gera sérstakar ráðstafanir í máli hvort sem hún hefur fjallað um það áður eða ekki. Nú verður barnaverndarstofa þess áskynja að barnaverndarnefnd hefur kveðið upp úrskurð sem er andstæður lögum og getur stofan þá skotið málinu til endanlegs úrskurðar barnaverndarráðs.
    Ákvörðunum barnaverndarstofu er heimilt að skjóta til félagsmálaráðuneytisins.
    Barnaverndarstofa skal árlega gefa út skýrslu um starfsemi sína.
    Ráðherra skal kveða nánar á um starfsemi barnaverndarstofu í reglugerð.
    

3. gr.


    Við upphaf 5. gr. bætist: Starfsmenn barnaverndarstofu.
    

4. gr.


    Í stað orðsins „Félagsmálaráðuneytið“ í 3. málsl. 2. mgr. 8. gr. laganna kemur: Barna verndarstofa.
    

5. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 22. gr. laganna:
         Í stað orðsins „unglingaheimili“ í 1. mgr. kemur: stofnun eða heimili.
         Í stað orðanna „deild Unglingaheimilis ríkisins fyrir vímuefnaneytendur“ í 3. mgr. kemur: sérhæfðri meðferðarstofnun sem rekin er af ríkinu skv. 4. mgr. 51. gr. laga þessara.
    

6. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 30. gr. laganna:
         Við greinina bætist ný málsgrein er verður 1. mgr. og orðast svo:
                  Barnaverndarstofa veitir barnaverndarnefndum fulltingi við öflun hæfra fósturfor eldra. Stofan metur hæfni væntanlegra fósturforeldra og veitir þeim fræðslu með nám skeiðahaldi.
         Við 1. mgr., sem verður 2. mgr., bætist: Barnaverndarnefnd skal hafa samráð við barnaverndarstofu við val á fósturforeldrum.
    

7. gr.


    Í stað orðsins „Félagsmálaráðuneytið“ í upphafi 2. mgr. 31. gr. laganna kemur: Barna verndarstofa.
    

8. gr.


    Í stað orðsins „barnaverndarnefndar“ í niðurlagi 36. gr. laganna kemur: barnaverndar stofu.
    

9. gr.


    1. mgr. 39. gr. laganna orðast svo:
    Barnaverndarstofa heldur skrá um börn í fóstri.
    

10. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 51. gr. laganna:
         2. og 3. mgr. falla brott.
         Í stað orðsins „félagsmálaráðherra“ í 5. mgr., er verður 3. mgr., kemur: barnaverndar stofu.
         4. mgr. orðast svo:
                  Félagsmálaráðuneytið skal sjá um að sérhæfð heimili og stofnanir séu tiltækar fyrir börn og ungmenni þegar úrræði barnaverndarnefndar skv. 21. gr. og 1. mgr. 22. gr. hafa ekki komið að gagni. Hér er átt við heimili og stofnanir þar sem fram fer sérhæfð meðferð, svo sem vímuefnameðferð og vistun í bráðatilvikum vegna meintra afbrota og alvarlegra hegðunarerfiðleika. Slík heimili og stofnanir eru rekin af ríkinu eða af einkaaðilum undir yfirumsjón og eftirliti barnaverndarstofu. Um starfsemi heimila og stofnana, sem rekin eru af ríkinu, skal nánar kveðið á í reglugerð er félagsmálaráð herra setur.

11. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 52. gr. laganna:
         1. málsl. 1. mgr. orðast svo: Óheimilt er að setja á stofn eða reka heimili eða stofnun skv. 2. og 3. mgr. 51. gr. nema leyfi barnaverndarstofu komi til.
         2. mgr. orðast svo:
                  Barnaverndarstofa skal semja og gefa út nánari reglur og leiðbeiningar um stjórn, starfsfólk, m.a. hæfisskilyrði og menntun, og alla aðbúð á heimilum og stofnunum sem reknar eru af einkaaðilum og sveitarfélögum á grundvelli 51. gr.
    

12. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 53. gr. laganna:
         1. mgr. orðast svo:
                  Barnaverndarnefnd hefur í umdæmi sínu eftirlit með heimilum og stofnunum sem reknar eru samkvæmt ákvæðum þessa kafla nema eftirlit sé falið öðrum samkvæmt lögum. Barnaverndarnefnd skal fylgjast með högum og aðbúnaði barna á slíkum heimilum og stofnunum og gæta þess vandlega að ekki séu rekin í umdæmi hennar önnur heimili og stofnanir fyrir börn en þau sem hlotið hafa leyfi samkvæmt lögum þessum.
         Í stað 3. mgr. kemur:
                  Barnaverndarnefndir og barnaverndarstofa skulu hafa óheftan aðgang að upplýs ingum um rekstur þeirra heimila og stofnana sem þær samkvæmt lögum þessum skulu hafa eftirlit með og sömuleiðis að upplýsingum um aðbúnað og hagi barna sem þar dvelja.
                  Ef meðferð barns á heimili eða stofnun, sem barnaverndarnefnd ber skv. 1. mgr. að hafa eftirlit með, er að mati nefndarinnar óhæfileg, eða rekstri slíks heimilis eða stofnunar á annan hátt ábótavant, skal nefndin leitast við með leiðbeiningum og áminningum að bæta úr því sem áfátt er og veita ákveðinn frest til þess. Komi það ekki að haldi skal hún leggja málið fyrir barnaverndarstofu.
                  Barnaverndarstofa getur samkvæmt ábendingum barnaverndarnefndar, eða að eigin frumkvæði, svipt heimili eða stofnun rétti til áframhaldandi rekstrar ef meðferð barns er óhæfileg, eða rekstri heimilis eða stofnunar er ábótavant, og sá frestur sem stofan hefur veitt til úrbóta er liðinn án þess að bætt hafi verið úr því sem áfátt er.
    

13. gr.


    1. málsl. 56. gr. laganna orðast svo: Barnaverndarnefnd skal eftir því sem hún telur ástæðu til hafa eftirlit með leiksýningum hvers konar og opinberum sýningum eða skemmt unum ætluðum ungmennum.
    

14. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Frumvarp þetta er samið af nefnd er skipuð var af félagsmálaráðherra 27. maí 1994. Samkvæmt skipunarbréfi var henni ætlað að endurskoða lög um vernd barna og ungmenna, nr. 58/1992. Jafnframt var nefndinni ætlað að semja reglugerð við núgildandi lög vegna þeirra skipulagsbreytinga á Unglingaheimili ríkisins sem fyrirhugað var að öðluðust gildi 1. sept. 1994. Í nefndina voru skipuð þau Anna Guðrún Björnsdóttir, deildarstjóri, Guðjón Bjarnason deildarsérfræðingur, Ingibjörg Broddadóttir deildarsérfræðingur, Ómar H. Kristmundsson stjórnsýslufræðingur og Bragi Guðbrandsson félagsfræðingur sem skipaður var formaður nefndarinnar.
    Frumvarpið felur í sér nauðsynlegar breytingar á lögum um vernd barna og ungmenna, nr. 58/1992, til að gera skipulagsbreytingar á málaflokknum mögulegar í samræmi við til lögur sem nánar verður gerð grein fyrir hér að neðan.
    Með lögum nr. 58/1992, sem tóku gildi 1. janúar 1993, fluttist yfirstjórn barnaverndar mála frá menntamálaráðuneytinu til félagsmálaráðuneytisins. Í kjölfar þess fól þáverandi félagsmálaráðherra Hagsýslu ríkisins að gera úttekt á heildarskipan málaflokksins, þar á meðal hlutverki og rekstri Unglingaheimilis ríkisins. Þetta var gert m.a. að frumkvæði landsnefndar um Ár fjölskyldunnar og stjórnarnefndar Unglingaheimilis ríkisins.
    Niðurstöður úttektar Hagsýslunnar birtust í skýrslu sem gefin var út í október 1993. Þar kom fram að brýn þörf væri á endurskoðun á skipulagi barnaverndarmála. Bent var á að stjórnsýslu málaflokksins væri verulega ábótavant, skortur væri á sveigjanleika og sam hæfingu þeirra aðila sem að þessum málum koma, skortur væri á gæðamati og eftirliti með árangri þeirra stofnana sem ríkið rekur eða styrkir á grundvelli laganna. Verkaskipting ráðuneytis og undirstofnana var talin samrýmast illa stjórnsýsluvenjum. Talið var að að stoð og eftirliti með barnaverndarstarfi sveitarfélaga væri ábótavant. Í skýrslunni var bent á að núverandi meðferðarkerfi ríkisins væri gallað, rekstur væri ósveigjanlegur, nýting meðferðarheimila væri ófullnægjandi og rekstrarform meðferðarheimila óhagkvæmt. Gerðar voru athugasemdir við verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga sem væri óljós og ekki í samræmi við núgildandi lög um vernd barna og ungmenna og lög um félagsþjónustu sveitarfélaga. Einnig var bent á að hlutverkaskipting milli félags- og heilbrigðiskerfis í málum barna og ungmenna væri óljós.
    Á grundvelli skýrslunnar og eftir nánari skoðun og umfjöllun á vettvangi landsnefndar um Ár fjölskyldunnar og stjórnar Unglingaheimilis ríkisins óskaði þáverandi félagsmála ráðherra eftir tillögum um endurskipulagningu málaflokksins. Félagsmálaráðherra óskaði eftir að við úrlausn verkefnisins yrði sú stefna höfð að leiðarljósi að efla fjölskylduvernd í tilefni af Ári fjölskyldunnar, m.a. með því að ríkisvaldið sinnti betur þeim verkefnum sem því væri ætlað að sinna samkvæmt lögum.
    Tillögugerðin var falin stjórnarnefnd Unglingaheimilis ríkisins sem réð til sín sérstakan verkefnisstjóra, Ómar H. Kristmundsson stjórnsýslufræðing. Hönnunarforsendur tillagn anna fólu í sér að leysa þann vanda sem að ofan greinir, þannig að þjónusta ríkisins á þessu sviði yrði efld með hámarksnýtingu þeirra fjármuna sem veittir eru í málaflokkinn. Gengið var út frá þeirri forsendu að tillögurnar væru sem mest í samræmi við anda núgildandi laga um vernd barna og ungmenna og annarrar löggjafar um velferðarþjónustu. Þannig þyrfti ekki að gera umfangsmiklar breytingar á núgildandi lögum. Einnig var gengið út frá þeirri forsendu að óverulegar breytingar yrðu á fjárframlögum hins opinbera til umræddra verk efna.
    Við undirbúning tillagnanna var rætt við fjölmarga aðila um þau atriði sem fram koma í skýrslu Hagsýslunnar og hugsanlegar lausnir á núverandi vanda. Fundir voru haldnir með starfsmönnum allra deilda Unglingaheimilis ríkisins og einkarekinna meðferðarheimila. Fundir voru haldnir með landsnefnd um Ár fjölskyldunnar, fræðslustjórum, félagsmála nefnd Alþingis, Félagsmálastofnun Reykjavíkur, félagasamtökum og fleiri aðilum.
    Tillögur um endurskipulagningu barna- og unglingamála voru lagðar fram í greinargerð er gefin var út í janúar 1994 undir heitinu „Nýskipan málefna barna og unglinga“. Í henni er lagt til að Unglingaheimili ríkisins verði lagt niður í sinni núverandi mynd. Í stað þess komi tvær stofnanir sem fengið hafa vinnuheitin barnaverndarstofa og móttöku- og með ferðarstöð fyrir unglinga. Lagt var til að barnaverndarstofa yrði undirstofnun félagsmála ráðuneytisins og hefði umsjón með stjórnsýslu verkefna á sviði barna- og unglingamála sem undir ráðuneytið heyra. Það felur í sér að barnaverndarstofa beri ábyrgð á samræm ingu í stjórnsýslu málaflokksins, veiti heimilum, stofnunum og barnaverndarnefndum fag lega aðstoð og sjái jafnframt um eftirlit með þessum aðilum.
    Það fyrirkomulag að fela undirstofnun ráðuneytisins ofangreind stjórnsýsluverkefni hefur í för með sér að ýmis tímafrek afgreiðsluverkefni, sem óeðlilegt er að séu viðfangs efni æðsta stjórnsýslustigs ríksins, eru færð úr félagsmálaráðuneytinu. Samkvæmt


LÍNURIT REPRÓ






























tillögunum mun ráðuneytið fyrst og fremst hafa með höndum stefnumótun í málaflokknum. Það mun vinna að reglugerða- og lagasetningu, úrskurða í þeim málum er kærð eru til þess vegna stjórnvaldsákvarðana barnverndarstofu og veita álit um túlkun laga á þessu sviði.
    Markmið móttöku- og meðferðarstöðvar yrði að sinna sérhæfðri meðferð, svo sem vímuefnameðferð, og vistunum í bráðatilvikum. Gert er ráð fyrir að stöðin muni koma í staðinn fyrir þrjár meðferðardeildir Unglingaheimilis ríkisins, þ.e. meðferðarheimilið að Sólheimum 7, móttökudeildina að Efstasundi 86 og vímuefnadeildina að Tindum, Kjalar nesi.
    Í tillögunum var gert ráð fyrir að langtímavistun unglinga fari eingöngu fram á með ferðarheimilum sem rekin eru á fjölskyldugrunni og að stofnunum með vaktafyrirkomulagi verði fækkað. Tillögu að nýju skipuriti má sjá hér að ofan.
    Tillögurnar byggja á því að í nýju skipulagi verði verkaskipting milli ríkis og sveitarfé laga skýrari og í meira samræmi við anda núgildandi barnaverndarlaga og laga um félags þjónustu sveitarfélaga. Lögbundin verkefni sveitarfélaga á þessu sviði eru mörg og um fangsmikil og framkvæmdin hefur verið með þeim hætti að sum þeirra eru nú í höndum rík isins. Gert er ráð fyrir að ríkið muni sjá um yfirstjórn málaflokksins eins og áður. Ríkið muni bera ábyrgð á sérhæfðum meðferðarheimilum og -stofnunum þar sem fram fer skipu lagt meðferðarstarf, unnið af starfsfólki með sérþekkingu á uppeldis- og meðferðarstarfi. Önnur verkefni verði í höndum sveitarfélaga, þar á meðal grunnþjónusta sem felur í sér ráðgjöf og aðra félagslega aðstoð, sbr. 21. gr. núgildandi laga um vernd barna og ung menna. Vistanir, þar sem ekki er boðið upp á sérhæfða meðferð, verði viðfangsefni sveitar félaga. Hér er um að ræða sambýli, áfangastaði og sveitardvöl. Gert er ráð fyrir að ráðgjaf arþjónusta fyrir almenning verði alfarið í höndum sveitarfélaga. Þannig er stefnt að því að unglingaráðgjöf Unglingaheimilis ríkisins verði lögð niður. Á móti mun barnaverndarstofa taka að sér yfirumsjón fósturmála, þar á meðal að sjá um að meta hæfni væntanlegra fóst urforeldra og veita þeim nauðsynlega fræðslu. Hér er um að ræða verkefni sem fæst sveit arfélög hafa haft aðstöðu til að sinna með góðu móti. Einnig er gert ráð fyrir að ráðgjöf til barnaverndarnefnda og starfsmanna þeirra, sem hingað til hefur verið takmörkuð, verði efld verulega með stofnun barnaverndarstofu.
    Umtalsverðar endurbætur eru lagðar til á núverandi meðferðarkerfi. Barnaverndarstofa mun hafa eftirlit með öllum stofnunum og heimilum sem ríkið rekur eða styrkir á grund velli laganna. Gert er ráð fyrir að umsóknir um innlagnir á þessar stofnanir og heimili komi til barnaverndarstofu til ákvörðunar og að sérstakt fagteymi muni gefa umsagnir um allar umsóknir. Þannig mun stofan fá nauðsynlega sýn yfir öll meðferðarúrræði ríkisins og nýt ingu þeirra. Í núgildandi skipulagi fer Unglingaheimili ríkisins bæði með eftirlit og rekstur meðferðarheimila. Í nýju skipulagi verða þessir þættir aðskildir. Eftirlit verður í höndum barnaverndarstofu en meðferðarstarf verður í höndum stofnananna sem eingöngu munu sinna því hlutverki. Góð reynsla hefur verið af þeim þremur einkareknu meðferðarheimil um sem nú eru starfandi, bæði út frá meðferðar- og fjárhagslegu tilliti. Gert er ráð fyrir að haldið verði áfram á þessari braut og slík heimili komi í stað stofnana með vaktavinnufyrir komulagi. Sérstakir þjónustusamningar verði gerðir við þessi heimili þar sem skilgreindar eru þær kröfur sem gerðar eru til þeirra, innlagnarferill og fjárveitingar. Með þessu móti verður dregið úr stofnanavistun og jafnframt tryggð hagkvæm en vönduð og fjölbreytt meðferðarúrræði.
    Umfangsmikil kynning hefur farið fram á tillögunum. Ráðstefna var haldin 29. apríl 1994 þar sem tillögurnar voru kynntar starfsmönnum Unglingaheimilis ríkisins og þeir upplýstir um framgang breytinganna. Á ráðstefnunni gafst starfsmönnum einnig kostur á að tjá sig um fyrirhugaða endurskipulagningu. Auk viðræðna við starfsmenn Unglinga heimilis ríkisins hafa tillögurnar verið kynntar á fundum ýmissa aðila sem að þessum mál um koma.
    Tillögurnar voru lagðar fram og samþykktar á fundi stjórnarnefndar Unglingaheimilis ríkisins 11. febrúar 1994 og kynntar þáverandi félagsmálaráðherra 18. sama mánaðar. Fé lagsmálaráðherra féllst á tillögurnar í bréfi, dags. 24. febrúar 1994. Í kjölfar þess var geng ið frá verkáætlun. Samkvæmt henni var miðað við að nýtt skipulag tæki gildi 1. september 1994. Skipaðir voru starfshópar til að vinna að nánari útfærslu á tillögunum. Í maí og júní fór fram athugun á húsnæðisþörf hinna nýju stofnana. Í lok maí á þessu ári var öllum starfsmönnum Unglingaheimilis ríkisins tilkynnt að störf þeirra yrðu lögð niður frá og með 1. september 1994 og þeim jafnframt boðin sambærileg störf hjá hinum nýju stofnunum félagsmálaráðuneytisins. Seinkun hefur orðið á gildistöku breytinganna. Þessi dráttur hefur stafað m.a. af því að vafi lék á um hvort skipulagsbreytingar þessar kölluðu á lagabreyting ar. Eftir skoðun á lagaheimildum og fyrirhuguðum skipulagsbreytingum var talið nauðsyn legt að gera breytingar á lögum um vernd barna og ungmenna til að taka af allan vafa um lagagrundvöll endurskipulagningarinnar. Var áðurnefndri nefnd falið það verkefni að semja frumvarp þar að lútandi sem hér birtist. Reglugerð um móttöku- og meðferðarstöð var gefin út 11. október 1994 á grundvelli gildandi laga. Gert er ráð fyrir að hún verði gef in út að nýju, í breyttri mynd, ef frumvarp það sem hér er lagt fram nær fram að ganga.
    Tekið skal fram að leitað var umsagnar forsætisráðuneytis um frumvarpið og orðið við ábendingum þess. Einnig var leitað umsagnar dómsmálaráðuneytis og komið til móts við ábendingar þess.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Í greininni eru þeir tilgreindir sem fara með stjórn barnaverndarmála. Til viðbótar fé lagsmálaráðuneytinu, barnaverndarnefndum og barnaverndarráði, sem í núgildandi lögum fara með þetta viðfangsefni, bætist við ný stofnun, barnaverndarstofa, sbr. 2. gr. frum varpsins.
    

Um 2. gr.


    Greinin felur í sér þau nýmæli að dagleg stjórn barnaverndarmála ríkisins verði í hönd um nýrrar stofnunar, barnaverndarstofu, sem annist stjórnsýsluverkefni á þessu sviði í stað félagsmálaráðuneytisins og Unglingaheimilis ríkisins. Með því móti er talið unnt að efla þjónustu ríkisins í barnaverndarmálum og tengsl og aðstoð af hálfu ríkisins við barna verndarnefndir. Aðalbreytingin frá núgildandi 3. gr. er sú að hinni nýju stofnun eru falin flest þau verkefni sem félagsmálaráðuneytið fer nú með samkvæmt greininni en ekki er um miklar efnislegar breytingar að ræða á inntaki verkefnanna. Þó skal vakin athygli á þeim nýmælum að gert er ráð fyrir því að barnaverndarstofan aðstoði barnaverndarnefndir við öflun hæfra fósturforeldra. Það sem liggur þar að baki er að nauðsynlegt er talið að mat á hæfni fósturforeldra sé samræmt og að upplýsingar um hæfa fósturforeldra liggi fyrir á ein um stað þannig að auðveldara sé fyrir barnaverndarnefndir að beita fósturúrræðum og bet ur tryggt að hæft fólk veljist til þess að taka að sér þetta vandasama hlutverk. Gert er ráð fyrir að félagsmálaráðuneytið fari með yfirstjórn málaflokksins og annist stefnumótun. Barnaverndarstofan verður undirstofnun ráðuneytisins og því verður unnt að skjóta ákvörðunum stofunnar til þess. Gert er ráð fyrir að kvartanir vegna starfa barnaverndar nefnda fari fyrst til úrlausnar stofunnar. Engar breytingar verða á verksviði barnaverndar ráðs.
    

Um 3. gr.


    Það er eðlilegt að sömu reglur gildi um réttindi og skyldur starfsmanna barnaverndar stofu og aðra þá sem starfa að barnaverndarmálum.
    

Um 4. gr.


    Í samræmi við verksvið barnaverndarstofu er gert ráð fyrir að hún geti veitt þá heimild sem um getur í 2. mgr. 8. gr.
    

Um 5. gr.


    Í 1. mgr. 22. gr. er fjallað um úrræði fyrir bæði börn og ungmenni og því er eðlilegt að í stað orðsins „unglingaheimili“ í núgildandi lögum komi: stofnun eða heimili.
    Þriðja málsgrein 22. gr. fjallar um vistun ungmennis, sem er skv. 2. mgr. 1. gr. laganna einstaklingur á aldrinum 16–18 ára, gegn vilja sínum á stofnun vegna vímuefnaneyslu. Samkvæmt greininni getur barnaverndarnefnd leitað samþykkis dómsmálaráðuneytis fyrir vistun ungmennis á sjúkrahúsi eða deild Unglingaheimilis ríkisins fyrir vímuefnaneytendur í samræmi við ákvæði lögræðislaga. Þar sem gert er ráð fyrir að Unglingaheimili ríkisins verði lagt niður eru orðin „deild Unglingaheimilis ríkisins fyrir vímuefnaneytendur“ felld brott en í staðinn kemur í samræmi við 9. gr. frumvarpsins: sérhæfð meðferðarstofnun, sem rekin er af ríkunu skv. 4. mgr. 51. gr. laga þessara. Samkvæmt 13. gr. lögræðislaga, nr. 68/1984, er heimild dómsmálaráðuneytis til nauðungarvistunar bundin við innlögn á sjúkrahús. Ákvæði 3. mgr. 22. gr. núgildandi laga um vernd barna og ungmenna og 4. gr. frumvarpsins fela í sér nokkra víkkun á heimildum ráðuneytisins hvað þetta snertir, en rök in eru þau að æskilegt sé að sá kostur sé fyrir hendi að unnt sé að vista ungmenni á aldrin um 16–18 ára á stofnun fyrir unga vímefnaneytendur þar sem þau gætu síðan sjálfviljug notið sérhæfðrar meðferðar eftir að nauðungarvistun lýkur.
    

Um 6. gr.


    Við 30. gr. bætist ný málsgrein. Í henni eru verkefni barnaverndarstofu í fósturmálum skilgreind. Gert er ráð fyrir að stofan hafi umsjón með öflun hæfra fósturforeldra fyrir barnaverndarnefndir. Stofan sjái um að meta hæfni þeirra en barnaverndarnefndir taki hins vegar ákvörðun um til hvaða fósturforeldra barn fari. Samkvæmt b-lið 6. gr. skulu þær taka slíka ákvörðun í samráði við barnaverndarstofu.
    

Um 7. gr.


    Gert er ráð fyrir að barnaverndarstofa sjái um gerð eyðublaða fyrir fóstursamninga, en það verkefni er nú í höndum félagsmálaráðuneytisins.
    

Um 8. gr.


    Í samræmi við hlutverk barnaverndarstofu í fósturmálum er gert ráð fyrir að ekki megi ráðstafa barni í fóstur nema til aðila sem fengið hafa meðmæli barnaverndarstofu. Í núgild andi lögum eru það barnaverndarnefndir sem veita umsagnir um væntanlega fósturforeldra.
    

Um 9. gr.


    Samkvæmt ákvæðinu er barnaverndarstofu ætlað það hlutverk að halda skrá um börn í fóstri, en í núgildandi lögum er kveðið á um að félagsmálaráðuneytið haldi skrá um börn í varanlegu fóstri. Til þess að fá nauðsynlega heildarsýn þykir rétt að hin nýja stofnun fái upplýsingar um öll börn í fóstri.
    

Um 10. gr.


    Fimmtugasta og fyrsta grein laga um vernd barna og ungmenna fjallar um heimili og stofnanir fyrir börn og ungmenni á vegum ríkis, sveitarfélaga og einkaaðila sem rekin eru á grundvelli laganna. Meginbreytingin á 51. gr. felst í því að ný málsgrein, sem fjallar um skyldur ríkisins í þessum efnum, kemur í stað 3. mgr. núgildandi laga og verður 4. mgr. Samkvæmt núgildandi 3. mgr. 51. gr. er félagsmálaráðuneytinu skylt að reka unglinga heimili, svo og meðferðarheimili fyrir börn sem eiga við hegðunarerfiðleika að stríða. Á grundvelli þessa ákvæðis hefur starfsemi Unglingaheimilis ríkisins byggst, svo og annarra heimila sem ríkið hefur rekið eða styrkt á grundvelli laganna. Með hinu nýja ákvæði er leitast við að skilgreina betur en nú er gert verksvið ríkisins hvað varðar vistunarúrræði fyrir börn og ungmenni. Í samræmi við anda laganna er gert ráð fyrir að félagsmálaráðu neytið beri ábyrgð á að sérhæfð heimili og stofnanir samkvæmt skilgreiningu 1. mgr. 51. gr. laganna séu tiltæk fyrir börn og ungmenni þegar úrræði barnaverndarnefnda skv. 21. gr. og 1. mgr. 22 gr. hafa ekki komið að gagni. Samkvæmt 21. gr., sem fjallar um stuðn ingsúrræði, og ákvæðum laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, skulu sveitar félög sinna grunnþjónustu fyrir börn og ungmenni en ríkið sértækari þjónustu ef þau úrræði sveitarfélaga, sem tiltekin eru í lögunum, gagnast ekki. Með sérhæfðum heimilum og stofn unum er átt við staði þar sem fram fer sérhæfð meðferð, svo sem vímuefnameðferð og vist un í bráðatilvikum vegna meintra afbrota og alvarlegra hegðunarerfiðleika.
    Gert er ráð fyrir að ný stofnun, sem rís á grunni Unglingaheimilis ríkisins og fengið hef ur vinnuheitið „móttöku- og meðferðarstöð fyrir unglinga“, byggi á þessari lagastoð. Í reglugerð verði kveðið nánar á um starfssvið hinnar nýju stofnunar.
    Í samræmi við áralanga hefð er gert ráð fyrir að einkaaðilar geti rekið sérhæfð meðferð arheimili og stofnanir, að fengnu leyfi barnaverndarstofu, sbr. 11. gr. frumvarpsins, og með fjárframlögum frá ríkinu. Barnaverndarstofa hefur eftirlit með rekstri og starfsemi slíkra heimila og stofnana.
    Aðrar breytingar á 51. gr. fela í sér að 2. mgr. hennar, sem fjallar um frumkvæði félags málaráðuneytisins varðandi uppbyggingu stofnana, verði felld brott. Í 5. tölul. 1. mgr. 2. gr. frumvarpsins er gert ráð fyrir að barnaverndarstofan hafi slíku hlutverki að gegna varð andi skyldur ríkis og sveitarfélaga í þessum efnum, sbr. 2. og 4. mgr. 51. gr, eins og þær yrðu ef frumvarp þetta nær fram að ganga, en þær skilgreina nánar ábyrgð ríkis og sveitar félaga hvað varðar tiltæk úrræði.
    Aðrar málsgreinar eru óbreyttar að undanskildri lítils háttar breytingu á 5. mgr. 51. gr. sem verður 3. mgr. sömu greinar, sbr. b-lið 10. gr. frumvarpsins.
    

Um 11. gr.


    Gert er ráð fyrir að barnaverndarstofa taki við þeim verkefnum félagsmálaráðuneytisins sem fram koma í 1. og 2. mgr. 52. gr. laganna. Það felur í sér að óheimilt verði að setja á stofn eða reka heimili eða stofnun skv. 2. og 3. mgr. 51. gr. nema leyfi barnaverndarstofu komi til. Einnig er barnaverndarstofu ætlað að semja og gefa út nánari reglur og leiðbein ingar um stjórn, starfsfólk, m.a. hæfisskilyrði og menntun, og alla aðbúð á þeim heimilum og stofnunum sem um getur í 51. gr., sem eru reknar af einkaaðilum og sveitarfélögum.
    

Um 12. gr.


    Fimmtugasta og þriðja grein laga um vernd barna og ungmenna fjallar um eftirlit með heimilum og stofnunum sem rekin eru samkvæmt ákvæðum IX. kafla laganna. Ástæða er til að gera nánari grein fyrir hvernig eftirliti með þeim skuli háttað samkvæmt lögunum. Í því sambandi er rétt að skipta þeim heimilum og stofnunum sem rekin eru fyrir börn og ungmenni á grundvelli laganna í þrjá flokka.
    Í fyrsta lagi er um að ræða heimili og stofnanir sem veita þjónustu sem barnaverndar nefndir bera ábyrgð á að sé tiltæk, sbr. núgildandi 4. mgr. 51. gr. laganna sem skv. 10. gr. frumvarpsins verður óbreytt 2. mgr. 51. gr. laganna. Samkvæmt a-lið 11. gr. frumvarpsins, sbr. 1. mgr. 52. gr. núgildandi laga, er óheimilt að setja á stofn eða reka slík heimili eða stofnanir nema samkvæmt leyfi barnaverndarstofu. Slík heimili og stofnanir geta ann aðhvort verið rekin af sveitarfélagi eða fleiri sveitarfélögum í sameiningu eða af einkaaðil um sem sveitarfélög gera þjónustusamninga við. Það leiðir af 1. mgr. 53. gr. laganna, sbr. a-lið 12. gr. frumvarpsins, að barnaverndarnefnd skal hafa eftirlit með slíkum heimilum og stofnunum sem rekin eru í umdæmi hennar. Þau eru einnig háð eftirliti barnaverndar stofu að því leyti að hún á skv. 2. gr. frumvarpsins að hafa eftirlit með því að barnavernd arnefndir starfi samkvæmt lögum.
    Í öðru lagi er um að ræða sérhæfð heimili og stofnanir sem veita þá þjónustu sem fé lagsmálaráðuneytið ber ábyrgð á að sé tiltæk, sbr. c-lið 10. gr. frumvarpsins. Þau geta skv. c-lið 10. gr. annaðhvort verið rekin af ríkinu eða einkaaðilum samkvæmt leyfi barnavernd arstofu, sbr. a-lið 11. gr. frumvarpsins. Slík heimili og stofnanir eru skv. c-lið 10. gr. frum varpsins háðar eftirliti barnaverndarstofu.
    Í þriðja lagi er um að ræða heimili og stofnanir sem félagasamtök eða aðrir aðilar setja á stofn til stuðnings börnum, sbr. núgildandi 5. mgr. 51. gr. laganna sem í b-lið 10. gr. frumvarpsins er gert ráð fyrir að verði 3. mgr. 51. gr. laganna, og falla ekki undir ofan greinda tvo flokka. Í þessum flokki eru heimili og stofnanir sem taka við börnum til dvalar án afskipta barnaverndaryfirvalda, t.d. sumardvalarheimili. Þau eru skv. a-lið 11. gr. frum varpsins háð leyfi barnaverndarstofu og skv. 1. mgr. 53. gr. laganna, sbr. a-lið 12. gr. frum varpsins, skulu barnaverndarnefndir hafa eftirlit með þeim.
    Eina breytingin, sem gerð er á 1. mgr. 53. gr. í a-lið 12. gr. frumvarpsins, er að kveðið er á um að barnaverndarnefndir skuli ekki eingöngu hafa eftirlit með heimilum heldur einnig stofnunum en í ákvæðum IX. kafla er greint á milli þessara tveggja hugtaka. Þetta er gert til að taka af allan vafa í þessum efnum.
    Ákvæði b-liðar 12. gr. fela í sér þau nýmæli að kveðið er á um úrræði barnaverndar stofu ef meðferð barns á heimili eða stofnun, sem barnaverndarstofu ber að hafa eftirlit með, er óhæfileg eða rekstri slíks heimilis eða stofnunar er ábótavant. Ákvæðin eru hlið stæð þeim ákvæðum sem eru í núgildandi 3. mgr. 53. gr. laganna um úrræði barnaverndar nefnda gagnvart heimilum og stofnunum sem þeim ber að hafa eftirlit með. Í ákvæðinu er enn fremur það nýmæli að barnaverndarnefndum og barnaverndarstofu er tryggður að gangur að upplýsingum um starfsemi þeirra heimila og stofnana sem þau eiga samkvæmt lögunum að hafa eftirlit með, sbr. það sem rakið var hér að ofan. Þetta er mikilvæg heimild til þess að eftirlitið geti orðið virkt í framkvæmd. Það er einnig nýmæli að kveðið er á um að barnaverndarnefndir og barnaverndarstofa skuli veita heimilum og stofnunum ákveðinn frest til að bæta úr vanköntum á starfsemi sinni.
    

Um 13. gr.


    Orðalag núgildandi 56. gr. tók mið af því að þegar lög um vernd barna og ungmenna voru til meðferðar á Alþingi árið 1992 var verið að endurskoða lög um skoðun kvikmynda og bann við ofbeldiskvikmyndum. Því þótti rétt að undanþiggja barnaverndarnefndir þeirri skyldu að hafa eftirlit með því að börnum séu aðeins sýndar kvikmyndir sem kvikmynda eftirlitið hefur leyft.
    Nú er þessari endurskoðun lokið og fyrir liggur frumvarp til laga um skoðun kvikmynda og bann við ofbeldiskvikmyndum. Í því frumvarpi er gert ráð fyrir sams konar tilhögun og áður gilti um störf barnaverndarnefnda að þessum málum þannig að barnaverndarnefndir hafa ásamt löggæsluaðilum eftirlit með því að úrskurðum kvikmyndaskoðunarnefndar um sýningarhæfni kvikmynda gagnvart börnum sé framfylgt og að aðeins séu sýndar kvik myndir eða þeim dreift sem merktar eru af kvikmyndaskoðunarnefnd, sbr. 8. mgr. 58. gr. laga nr. 53/1966, um vernd barna og ungmenna, og 3. gr. laga um bann við ofbeldiskvik myndum, nr. 33/1983.
    Með hliðsjón af ofangreindu, sem og ákvæðum 4. gr. laga um vernd barna og ung menna, nr. 58/1992, er hér lagt til að orðin „öðrum en kvikmyndasýningum“ falli niður úr 1. málsl. 56. gr. laganna.



Fylgiskjal.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:
    

Umsögn um frumvarp til laga um breyting á lögum um vernd


barna og ungmenna, nr. 58/1992.


    Frumvarpið er unnið af nefnd sem félagsmálaráðherra skipaði 27. maí sl. til að endur skoða lög nr. 58/1992, um vernd barna og ungmenna. Það miðar að því að gera skipulag þessa málaflokks markvissara og að gera verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga skýrari og í meira samræmi við anda núverandi barnaverndarlaga og laga um félagsþjónustu sveit arfélaga. Gert er ráð fyrir að yfirstjórn málaflokksins verði í höndum ríkisins eins og áður og beri það ábyrgð á sérhæfðum meðferðarheimilum þar sem fram fer skipulagt meðferð arstarf unnið af starfsfólki með sérþekkingu á uppeldis- og meðferðarstarfi.
    Áformað er að gera eftirfarandi breytingar á núverandi skipulagi málefna barna og ung menna: Unglingaheimili ríkisins verður lagt niður í núverandi mynd en í staðinn koma tvær nýjar stofnanir, Barnaverndarstofa (Miðstöð í barna- og unglingamálum) og Móttöku- og meðferðarstöð fyrir unglinga. Fyrrnefnda stofnunin tekur að mestu við verkefnum félags málaráðuneytisins á þessu sviði og eftirlitshlutverki Unglingaheimilis ríkisins. Móttöku- og meðferðarstöðin mun sinna þeim verkefnum sem þrjár deildir Unglingaheimilis ríkisins sinna í dag en þær eru meðferðarheimilið Tindar, meðferðarheimilið Sólheimar 7 og mót tökudeildin Efstasundi 86. Með sameiningu þessar deilda á að ná hagræðingu í rekstri sem nýta á til rekstrar barnaverndarstofu.
    Félagsmálaráðuneytið gerir ráð fyrir eftirfarandi starfsemi á grundvelli þessa frumvarps verði það að lögum (fjárhæðir í m.kr.):


TAFLA REPRÓ







    Gert er ráð fyrir 44,5 störfum á Barnaverndarstofu og Móttöku- og meðferðarstöð. Það sem ætlað er til stofnkostnaðar skiptist þannig að til húsbyggingar eru ætlaðar 30 m.kr. en til kaupa á búnaði 6 m.kr. Því fé sem varið verður til byggingarinnar er ætlað að skila sér á fáum árum í aukinni hagræðingu í rekstri sem unnt verður að koma við í nýjum og breytt um húsakynnum. Heimili fyrir börn og unglinga verða fjögur á árinu 1995 og öll rekin samkvæmt samningum við einstaklinga eða félög. Ófrágengið er hvar og hvernig meðferð ungir vímuefnasjúklingar eldri en 16 ára fá eftir að meðferðarheimilið á Tindum hefur ver ið lagt niður. Kostnaður vegna þessa o.fl. er metinn 25 m.kr.
    Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1995 er heildartala til þessa málaflokks áætluð 252 m.kr. Kostnaður við þennan rekstur var 186 m.kr. árið 1993 og áætlaður 225 m.kr. í fjár lögum 1994. Í tölunum fyrir árin 1993 og 1994 eru ekki fjárveitingar til stofnkostnaðar.