Ferill 278. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 278 . mál.


345. Frumvarp til laga



um ráðstafanir í ríkisfjármálum á árinu 1995.

(Lagt fyrir Alþingi á 118. löggjafarþingi 1994.)



I. KAFLI
Um breytingu á lögum nr. 49/1991, um grunnskóla, með síðari breytingum.
1. gr.

    Eftirtalin ákvæði laganna koma ekki til framkvæmda á fyrri hluta árs 1995 og ekki á skólaárinu 1995–1996:
     a .     3. mgr. 4. gr.
     b .     1. og 6. mgr. 46. gr.

2. gr.

    Í stað orðanna „1993–1994 og skólaárið 1994–1995“ í 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða kemur: 1994–1995 og skólaárið 1995–1996.

Um breytingu á lögum nr. 59/1992, um málefni fatlaðra.


3. gr.

    Við lögin bætist eftirfarandi ákvæði til bráðabirgða:
    Þrátt fyrir ákvæði 40. gr. laganna um hlutverk Framkvæmdasjóðs fatlaðra er á árinu 1995 heimilt að verja allt að 40% af ráðstöfunarfé sjóðsins til eftirfarandi verkefna sam kvæmt nánari ákvörðun ráðherra:
     a .     liðveislu skv. 25. og 29. gr.,
     b .     félagslegrar hæfingar og endurhæfingar skv. 26. og 27. gr.,
     c .     kostnaðar við starfsemi stjórnarnefndar skv. 52. gr.,
     d .     til greiðslu rekstrarkostnaðar á sambýlum skv. 3. tölul. 10. gr. sem hafinn er rekstur á eftir 1. janúar 1995,
     e .     til greiðslu kostnaðar við þjónustu stuðningsfjölskyldna mikið fatlaðra barna skv. 21. gr.
    Stjórnarnefnd um málefni fatlaðra skal gera tillögur til ráðherra um ráðstöfun fjár sam kvæmt grein þessari.

Um breytingu á lögum nr. 93/1993, um atvinnuleysistryggingar.


4. gr.


    Við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
    Á árinu 1995 er stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs ekki heimilt að veita styrki skv. 3. tölul. 2. mgr. 36. gr. laganna.
    Á árinu 1994 er Atvinnuleysistryggingasjóði heimilt að greiða þeim sem þegið hafa atvinnuleysisbætur í samtals fjóra mánuði eða lengur á tólf mánaða tímabili sambærilega uppbót og kjarasamningar aðila vinnumarkaðarins gera ráð fyrir.

Um breytingu á lögun nr. 97/1990, um heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingum.


5. gr.

    2. og 3. mgr. 6. gr. laganna orðast svo:
         6.2.    Ráðherra skipar einn af starfandi heilsugæslulæknum héraðsins sem héraðslækni til fjögurra ára í senn.
6.3.    Ráðherra er heimilt að skipa einn af starfandi heilsugæsluhjúkrunarfræðingum hér aðsins sem héraðshjúkrunarfræðing til fjögurra ára í senn.

6. gr.

    10. mgr. 14. gr. laganna orðast svo:
    Ráðherra getur í samráði við hlutaðeigandi sveitarstjórnir ákveðið breytingar á fram kvæmd einstakra málsliða skv. 2.–9. mgr. þessarar greinar, svo sem að færa heilsugæslu stöðvar milli umdæma. Við sameiningu sveitarfélaga getur ráðherra sett reglugerð um heilsugæsluumdæmi og heilsugæslustöðvar í héruðum.

7. gr.

    2. tölul. ákvæða til bráðabirgða verður svohljóðandi:
2.    Við sameiningu Borgarspítala og St. Jósefsspítala, Landakots, Reykjavík, undir heitinu Sjúkrahús Reykjavíkur skal heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra skipa sérstaka bráðabirgðastjórn sem tekur til starfa 1. janúar 1995. Í bráðabirgðastjórninni eiga sæti formaður stjórnar sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar, formaður yfirstjórnar Sjálfs eignarstofnunarinnar St. Jósefsspítala, Reykjavík, einn fulltrúi tilnefndur af Reykjavík urborg, einn fulltrúi tilnefndur af fjármálaráðherra og einn fulltrúi tilnefndur af heil brigðis- og tryggingamálaráðherra og skal hann jafnframt vera formaður.
                  Verkefni bráðabirgðastjórnar Sjúkrahúss Reykjavíkur skulu m.a. vera:
    að samþykkja rekstraráætlanir beggja spítalanna fyrir árið 1995 og sjá um að þeim verði framfylgt,
                   b.     að vinna að sameiningu spítalanna, þar með talið að vinna að tilfærslu verkefna milli spítalanna í samvinnu við stjórn Sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar og yfir stjórn Sjálfseignarstofnunar St. Jósefsspítala, Reykjavík, þannig að hagkvæmni aukist og fjármunir nýtist betur,
                   c.     að vinna að undirbúningi að gerð samnings milli heilbrigðis- og tryggingamála ráðuneytis og Reykjavíkurborgar um verkefni spítalans og greiðslur fyrir þau,
                   d.     að gera tillögu um stjórnkerfi og skipan framtíðarstjórnar Sjúkrahúss Reykjavíkur.
                  Þrátt fyrir skipun bráðabirgðastjórnarinnar skulu Borgarspítali og St. Jósefsspítali reknir sem tvær sjálfstæðar einingar í því formi sem þeir eru nú en það skal eigi hindra tilfærslu ákveðinna starfsþátta og deilda milli spítalanna. Núverandi stjórnir þessara tveggja stofnana starfa áfram þar til framtíðarstjórn Sjúkrahúss Reykjavíkur tekur til starfa, eigi síðar en 1. janúar 1996.

Um breytingu á lögum nr. 31/1987, um flugmálaáætlun
og fjáröflun til framkvæmda í flugmálum.

8. gr.

    6. gr. laganna orðast svo:
    Flugmálastjórn annast innheimtu sérstaks gjalds skv. 5. gr. og skal tekjum af því ein ungis varið til rekstrar flugvalla og framkvæmda í flugmálum samkvæmt flugmálaáætlun.

9. gr.

    14. gr. laganna orðast svo:
    Tekjum af flugvallagjaldi skal einungis varið til rekstrar flugvalla og framkvæmda í flugmálum samkvæmt flugmálaáætlun.

II. KAFLI

10. gr.

     Þrátt fyrir ákvæði 5. og 7. gr. laga nr. 94/1984, um kvikmyndamál, skal framlag til Kvikmyndasjóðs og reksturs Kvikmyndasafns Íslands eigi vera hærra en 80,1 m.kr. á ár inu 1995.

11. gr.

    Þrátt fyrir ákvæði 1. gr. laga nr. 83/1989, um Þjóðarbókhlöðu og endurbætur menningarbygginga, er heimilt að ráðstafa 40 m.kr. af sérstökum eignarskatti samkvæmt lögunum til reksturs Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns á árinu 1995.

12. gr.

    Þrátt fyrir ákvæði 1. tölul. 3. gr. laga nr. 71/1990, um Listskreytingasjóð ríkisins, skal framlag ríkissjóðs falla niður á árinu 1995.

13. gr.

    Þrátt fyrir ákvæði 22. og 23. gr. laga nr. 68/1985, útvarpslaga, skulu tekjur á árinu 1995 vegna aðflutningsgjalda af innfluttum hljóðvarps- og sjónvarpstækjum ásamt fylgi hlutum renna í ríkissjóð.

14. gr.

    Þrátt fyrir ákvæði 46. gr. laga nr. 88/1989, þjóðminjalaga, skal framlag ríkissjóðs í húsafriðunarsjóð eigi nema hærri fjárhæð en 10,5 m.kr. á árinu 1995.

15. gr.

    Þrátt fyrir ákvæði 1. og 5. tölul. 4. gr. laga nr. 45/1971, um Stofnlánadeild landbúnað arins, skal framlag ríkissjóðs til Stofnlánadeildar landbúnaðarins falla niður á árinu 1995.

16. gr.

    Þrátt fyrir ákvæði 9. gr. laga nr. 84/1989, um búfjárrækt, skal framlag ríkissjóðs til launa og vegna ræktunarstöðva eigi vera hærra en 34,8 m.kr. á árinu 1995.

17. gr.

    Þrátt fyrir ákvæði 7. gr. laga nr. 56/1987, jarðræktarlaga, skal framlag ríkissjóðs til launa og aksturs héraðsráðunauta eigi vera hærra en 40,1 m.kr. á árinu 1995.

18. gr.

    Þrátt fyrir ákvæði 5. mgr. 9. gr. laga nr. 30/1966, um meðferð, skoðun og mat á slát urafurðum, og 7. gr. laga nr. 57/1990, um flokkun og mat á gærum og ull, er land búnaðarráðherra heimilt að innheimta gjald af sláturleyfum til greiðslu kostnaðar sem af yfirmati samkvæmt lögunum leiðir.

19. gr.

    Þrátt fyrir ákvæði c- og d-liða 3. gr. laga nr. 44/1976, um Fiskveiðasjóð Íslands, skal framlag ríkissjóðs til Fiskveiðasjóðs falla niður á árinu 1995.

20. gr.

    Þrátt fyrir ákvæði 2. gr. laga nr. 21/1981, um kirkjubyggingasjóð, skal framlag ríkis sjóðs falla niður á árinu 1995.

21. gr.

    Þrátt fyrir ákvæði 5. gr. laga nr. 51/1972, um Bjargráðasjóð, sbr. 1. gr. laga nr. 57/1980, skal framlag ríkissjóðs falla niður á árinu 1995. Þrátt fyrir ákvæði b-liðar 5. gr. sömu laga skal innheimta 0,3% af söluvörum landbúnaðarins á árinu 1995 í stað 0,6%.

22. gr.

    Þrátt fyrir ákvæði 17. gr. laga nr. 39/1964, um meðferð ölvaðra manna og drykkju sjúkra, skal framlag ríkissjóðs til gæsluvistarsjóðs falla niður á árinu 1995.

23. gr.

    Þrátt fyrir ákvæði 42. gr. laga nr. 108/1984, lyfjalaga, skal framlag ríkissjóðs til lyfsölusjóðs eigi vera hærra en 2,8 m.kr. á árinu 1995. Sjóðurinn verður lagður niður 1. júní 1995 skv. 45. gr. laga nr. 93/1994, lyfjalaga.

24. gr.

    Þrátt fyrir ákvæði 2. tölul. 1. mgr. 10. gr. laga nr. 43/1990, um Lánasýslu ríkisins, skal eigi verja hærri fjárhæð en nemur 225 m.kr. af innheimtu áhættugjaldi á árinu 1995 skv. 4. gr. laga nr. 37/1961, um ríkisábyrgðir, til að standa straum af kostnaði við starf semi Lánasýslu ríkisins.

25. gr.

    Þrátt fyrir ákvæði 8. og 21. gr. laga nr. 117/1994, um skipulag ferðamála, skal fram lag ríkissjóðs til ferðamálasjóðs og til sérstakra verkefna ferðamálaráðs samkvæmt fyrr nefndum lögum ekki nema hærri fjárhæð en 68 m.kr. á árinu 1995.

26. gr.

    Þrátt fyrir ákvæði 2. gr. laga nr. 3/1987, um fjáröflun til vegagerðar, skulu 275 m.kr. af innheimtum mörkuðum tekjum samkvæmt lögunum renna í ríkissjóð á árinu 1995.

27. gr.

    Þrátt fyrir ákvæði 3. tölul. 31. gr. laga nr. 23/1994, hafnalaga, skulu 113 m.kr. af tekj um Hafnabótasjóðs af sérstöku vörugjaldi mæta framlögum ríkissjóðs til hafnarmann virkja.

28. gr.

    Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 34. gr. laga nr. 19/1964, skipulagslaga, skal endurgreiðsla ríkissjóðs eigi nema hærri fjárhæð en 21 m.kr. á árinu 1995.

29. gr.

    Þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. 12. gr. og 3. mgr. 13. gr. laga nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, skal framlag ríkissjóðs til refa- og minkaveiða eigi nema hærri fjárhæð en 27 m.kr. á árinu 1995. Ríkissjóður endurgreiðir ekki á árinu 1995 kostnað við refa- og minkaveiðar í sveitarfélögum þar sem íbúar eru fleiri en 2.000, miðað við íbúafjölda 1. desember 1994. Umhverfisráðherra er heimilt, að fengnum tillögum veiðistjóra, að ákveða að ríkissjóður taki ekki þátt í kostnaði við minkaveiðar, grenjaleit og grenjavinnslu á tilteknum svæðum. Umhverfisráðuneyti skal auglýsa fyrir 1. maí 1995 til hvaða landsvæða ákvörðunin tekur og hver séu mörk þeirra. Sveitarstjórnum og stjórnum upprekstrarfélaga er heimilt á árinu 1994 að fella niður grenja- og minkaleitir á svæðum þar sem ríkissjóður tekur ekki þátt í kostnaði við veiðarnar og umhverfisráðuneyti auglýsir skv. 4. málsl. þessarar greinar. Ríkissjóður tekur ekki þátt í kostnaði við leit að tófugrenjum nema veiðistjóri samþykki leitina fyrir fram.

30. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1995.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1995 hefur ríkisstjórnin boðað ýtrasta aðhald í heildarútgjöldum ríkisins. Til þess að unnt verði að ná því markmiði er nauðsynlegt að breyta nokkrum lögum. Rétt þykir að safna flestum breytingartillögum saman í eitt frum varp til þess að leggja á það áherslu að öll tengjast þau stefnu ríkisstjórnarinnar um lækk un ríkisútgjalda og viðleitni til þess að ná jafnvægi í ríkisbúskapnum.

Athugasemdir við einstaka kafla og greinar frumvarpsins.


Um I. kafla.


    Þessi kafli frumvarpsins tekur til þeirra breytingartillagna sem teljast forsendur að baki einstökum útgjaldaliðum.

Um 1. gr.

    Efnisbreytingin sem í greininni felst er tvíþætt:
     a.     Frestað er framkvæmd ákvæðis um að nemendur skuli eiga kost á málsverði á skóla tíma.
     b.     Frestað er að lengja kennslutíma nemenda í grunnskóla að því marki sem gert er ráð fyrir í 1. mgr. 46. gr. og verður miðað við þann kennslutíma sem gert er ráð fyrir í frumvarpi til fjárlaga 1995. Enn fremur er frestað gildistöku á 6. mgr. 46. gr. laga um grunnskóla þar sem kveðið er á um að komið skuli á skólaathvarfi við hvern grunnskóla.

Um 2. gr.

    Frestað er að fækka nemendum í bekkjum í samræmi við 75. gr. laga um grunnskóla til loka skólaárs 1995–1996.
    Stefnt er að því að afgreiða ný lög um grunnskóla á þessu þingi og hefur frumvarp þess efnis verið lagt fram. Nái það fram að ganga verður ekki þörf á ákvæðum 1. og 2. gr. þessa frumvarps og munu þær þá felldar niður.

Um 3. gr.


    Í greininni er gert ráð fyrir að heimilt verði á árinu 1995 að verja allt að 40% af ráð stöfunarfé Framkvæmdasjóðs fatlaðra til nokkurra rekstrarverkefna. Frá lögum nr. 127/1993, um ráðstafanir í ríkisfjármálum á árinu 1994, hækkar þetta hlutfall úr 25% í 40%, en samhliða því er verkefnum fjölgað. Þau verkefni varða annars vegar ákvæði 21., 26. og 29. gr. laga um málefni fatlaðra og hins vegar heimild til greiðslu rekstrarkostnað ar sambýla, sbr. 3. tölul. 10 gr., sem sett eru á fót eftir 1. janúar 1995 í því skyni að greiða fyrir útskriftum af Kópavogshæli.
    Með því að heimila greiðslur til stuðningsfjölskyldna skv. 21. gr. verður gert kleift að auka greiðslur fyrir umönnun mikið fatlaðra barna hjá stuðningsfjölskyldum. Ætla má að það dragi úr eftirspurn eftir skammtímavistun.
    Með því að heimila að greiða kostnað vegna 26. og 29 gr. er stefnt að sérstöku átaki í atvinnumálum fatlaðra til að auka möguleika þeirra á almennum vinnumarkaði. Annars vegar verður þessu markmiði náð með því að efla vinnu- og verkþjálfun á hæfingarstöð um og dagvistarstofnunum og hins vegar með sérstakri liðveislu á vinnustað.


Um 4. gr.


    Ekki er gert ráð fyrir að stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs veiti styrki til þróunar verkefna til varanlegrar atvinnusköpunar á árinu 1995.
    Sumarið 1994 ákvað ríkisstjórnin að heimila Atvinnuleysistryggingasjóði að greiða þeim sem þegið höfðu atvinnuleysisbætur í samtals fjóra mánuði eða lengur á tólf mán aða tímabili sambærilega uppbót og kjarasamningar aðila vinnumarkaðarins gerðu ráð fyrir. Alþingi var ekki starfandi þegar þessi ákvörðun var tekin og hefur það dregist þar til nú að gera nauðsynlegar breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar líkt og gert var í hliðstæðum tilvikum á árunum 1990 og 1992.


Um 5. gr.

    Ákveðið hefur verið að fella niður föst störf héraðslækna og taka upp að nýju eldra fyrirkomulag um að einn af starfandi heilsugæslulæknum héraðs sé skipaður héraðslæknir til fjögurra ára í senn. Sambærileg breyting er gerð varðandi héraðshjúkrunarfræðinga. Heimild til að ráða héraðshjúkrunarfræðinga hefur aldrei verið nýtt þar sem fjárveitingar hafa ekki fengist.

Um 6. gr.

    Hér er skýrt nánar hvað felst í heimild ráðherra skv. 10. mgr. 14. gr., svo sem að unnt sé að færa heilsugæslustöð milli umdæma. Vegna sameiningar sveitarfélaga er nauðsyn legt að leiðrétta starfssvæði einstakra heilsugæslustöðva. Rétt þykir að slíkar leiðréttingar séu gerðar jafnóðum með reglugerð.

Um 7. gr.

    Hinn 24. nóvember 1994 undirrituðu heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, fjármála ráðuneyti, borgarstjórinn í Reykjavík og formaður yfirstjórnar Sjálfseignarstofnunar St. Jósefsspítalans, Reykjavík samning um sameiningu Borgarspítala og St. Jósefsspítala, Landakots. Samkvæmt samningnum skal stefnt að sameiningu þessara tveggja sjúkrahúsa á árinu 1995 undir heitinu Sjúkrahús Reykjavíkur þannig að sameiningin taki að fullu gildi eigi síðar en 1. janúar 1996.
    Gert er ráð fyrir að Sjúkrahúsi Reykjavíkur verði skipuð sérstök bráðabirgðastjórn til að undirbúa sameininguna. Nauðsynlegt þykir að setja sérstakt ákvæði um þessa bráða birgðastjórn, skipun hennar og hlutverk í ákvæði til bráðabirgða með lögum um heil brigðisþjónustu.

Um 8. og 9. gr.

    Hér er kveðið á um að markaðir tekjustofnar flugmálaáætlunar, þ.e. flugvallagjald og eldsneytisgjald, verði framvegis notaðir til að fjármagna rekstur flugvalla jafnt sem fram kvæmdir við flugvelli. Áætlað er að þessi tekjustofn gefi 393 m.kr. á næsta ári og af þeirri fjárhæð verði 70 m.kr. varið til reksturs flugvalla.

Um II. kafla.

    Í samræmi við markaða stefnu í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1995, um skerðingu lögboðinna framlaga, er í þessu frumvarpi lögð til skerðing á sjálfvirkum framlögum til ýmissa aðila sem bundin eru í sérlögum.

Um 30. gr.

    Greinin þarfnast ekki skýringa.



Fylgiskjal.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:

Umsögn um frumvarp til laga


um ráðstafanir í ríkisfjármálum á árinu 1995.


    Lagt hefur verið mat á fjárhagsleg áhrif þessa frumvarps verði það að lögum, ann ars vegar með tilliti til þeirra ákvæða sem fram koma í I. kafla þess og hins vegar í II. kafla þar sem skerðingarákvæði eru tekin saman. Það er mat fjármálaráðuneytisins að ákvæði I. kafla leiði til þess að útgjöld ríkissjóðs verði á bilinu 470–520 m. kr. lægri en að óbreyttum lögum. Skerðingarákvæði II. kafla fela í sér 1.135 m.kr. lækk un útgjalda frá því sem ella hefði verið. Um einstök efnisatriði frumvarpsins er eftir farandi að segja:

Um breytingu á lögum nr. 49/1991, um grunnskóla,


með síðari breytingum.


    Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1995 miðast útgjaldaáætlanir við að þessi ákvæði verði að lögum. Ákvæðin eru hliðstæð ákvæðum laga nr. 127/1993, um ráðstafanir í ríkisfjármálum á árinu 1994. Sparnaður sem af breytingu hlýst er metinn sem hér seg ir:
    Fyrst er að nefna að ógerlegt er að segja til um hugsanlegan kostnað við málsverði í skólum þar sem slík þjónusta er ekki enn fyrir hendi fyrir stóran hluta nemenda. Er því ekki lagt talnalegt mat á sparnað en ljóst er að kostnaður hefði að hluta fallið á sveitarfélög.
    Í annan stað er skv. 46. gr. laga nr. 49/1991 gert ráð fyrir að heildarfjöldi við miðunarstunda sé 314 en í forsendum frumvarps til fjárlaga 1995 er hann 293 á vor önn 1995 og 299 á haustönn 1995. Talið er að hver stund kosti um 10 m.kr. á árs grundvelli. Sparnaður af þessu ákvæði er því um 105 m.kr. á vorönn og um 75 m.kr. á haustönn eða samtals 180 m.kr. á árinu 1995.
    Í þriðja lagi er ekki hægt að spá fyrir um hvað frestun á framkvæmd ákvæðis um skólaathvörf sparar, en þar er gert ráð fyrir að koma skuli á fót skólaathvörfum þar sem þörf er á og að heimilt sé að taka gjald fyrir dvöl nemenda. Ekki er ljóst við hve marga skóla hefði verið talin ástæða að koma á fót athvörfum og hvort eða hver við bótarkostnaður hefði orðið.
    Að lokum er erfitt að áætla sparnað vegna ákvæðis um fjölda nemenda í bekkjar deildum skv. 2. gr. en sparnaðurinn fer m.a. eftir hvernig nemendur dreifast á skóla og hvernig samsetning einstakra námshópa verður. Gert er ráð fyrir að frestun á fækk un nemenda í 1. bekk í 18 og í 22 í 3. bekk spari 50–100 m.kr. á árinu 1995.
    Að öllu samanlögðu er gert ráð fyrir að frestun framangreindra ákvæða grunn skólalaga spari ríkissjóði 230–280 m.kr. á almanaksárinu 1995.
    

Um breytingu á lögum nr. 59/1992, um málefni fatlaðra.


    Fjárveiting til Framkvæmdasjóðs fatlaðra nemur 330 m.kr. og er ætlunin að verja 40% eða 132 m.kr. af henni til rekstrar- og tilfærsluverkefna. Eru það svipuð við fangsefni og á þessu ári, svo sem kostnaður skv. 27. gr. laga nr. 59/1992, um málefni fatlaðra, frekari liðveisla skv. 25. gr. sömu laga og kostnaður vegna starfa stjórnar nefndar um málefni fatlaðra.

Um breytingu á lögum nr. 93/1993, um atvinnuleysistryggingar.


    Með 10. gr. er felld niður heimild stjórnar Atvinnuleysistryggingasjóðs til að veita styrki til þróunarverkefna til varanlegrar atvinnusköpunar. Þeir munu nema tæpum 30 m.kr. á yfirstandandi ári.
    Einnig er leitað lagastaðfestingar á greiðslu júní- og desemberuppbóta á atvinnu leysisbætur á árinu 1994 og munu þær kosta 160–180 m.kr. á því ári.     

Um breytingu á lögun nr. 97/1990, um heilbrigðisþjónustu,


með síðari breytingum.


    Áformað er að spara 8 m.kr. með því að breyta embættum héraðslækna og færa verkefni þeirra til heilsugæslustöðva og landlæknisembættisins.
    Ætla má kostnaður við bráðabirgðastjórn Sjúkrahúss Reykjavíkur og vegna ráðgjaf ar við sameiningu Borgarpítalans og St. Jósefsspítala, Landakoti, verði á bilinu 3–5 m.kr. á árinu 1995. Þeim kostnaði verður mætt af fjárveitingu til hins sameinaða sjúkrahúss sem að líkindum verður 100 m.kr. hærri en Borgarspítala og St. Jósefsspít ala, Landakoti, er sameiginlega ætlað í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1995. Á móti kemur að stjórn Sjúkrahúss Reykjavíkur er ætlað að grípa til aðgerða sem eiga að skila a.m.k. 180 m.kr. sparnaði á árinu 1995 miðað við óbreyttan rekstur frá yfirstand andi ári.

Um breytingu á lögum nr. 31/1987, um flugmálaáætlun og fjáröflun


til framkvæmda í flugmálum.


    Hér er kveðið á um að markaðir tekjustofnar flugmálaáætlunar, þ.e. flugvallagjald og eldsneytisgjald, verði framvegis notaðir til að fjármagna rekstur flugvalla jafnt sem framkvæmdir við flugvelli. Áætlað er að þessi tekjustofn gefi 393 m.kr. á næsta ári og af þeirri fjárhæð verði 70 m.kr. varið til reksturs flugvalla.

    Ákvæði II. kafla, um skerðingu á framlögum til sjóða og ýmissa verkefna nema samtals 1.135 m.kr., sbr. eftirfarandi yfirlit:









REPRÓ tafla












*     Skerðing felst í því að ráðstafa fjármunum á annan hátt en gert var ráð fyrir í lögum.
**     Óskert fjárhæð er áætluð.