Ferill 293. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 293 . mál.


385. Frumvarp til laga



um breyting á lögum nr. 81/1988, um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, með síðari breyting um.

(Lagt fyrir Alþingi á 118. löggjafarþingi 1994.)



1. gr.


    6. gr. laganna orðast svo:
6.1.      Landið skiptist í heilbrigðiseftirlitssvæði og skal svæðisnefnd starfa á hverju svæði. Heilbrigðisnefndir starfa á heilbrigðiseftirlitssvæðum og skulu þær kosnar eftir hverjar sveit arstjórnarkosningar. Umhverfisráðherra setur reglugerð að höfðu samráði við hlutaðeig andi sveitarfélög þar sem nánar er kveðið á um kosningar og skipan nefnda.
6.2.      Eftirlitssvæðin eru: Reykjavíkursvæði, Akranessvæði, Vesturlandssvæði, Vestfjarðasvæði, Norðurlandssvæði vestra, Eyjafjarðarsvæði, Norðurlandssvæði eystra, Austur landssvæði, Suðurlandssvæði, Suðurnesjasvæði, Hafnarfjarðarsvæði, Kópavogssvæði og Kjósarsvæði. Umhverfisráðherra getur í samráði við hlutaðeigandi sveitarfélög og að fenginni umsögn Hollustuverndar ríkisins kveðið á um aðra skiptingu heilbrigðiseftirlits svæða í reglugerð.
6.3.      Þau sveitarfélög, sem ekki eiga fulltrúa í heilbrigðisnefnd, eiga rétt til setu á fundum nefndarinnar með tillögurétt og málfrelsi þegar fjallað er um málefni er þau varða.
6.4.      Heilbrigðisfulltrúi (framkvæmdastjóri) skal sitja fundi heilbrigðisnefndar með málfrelsi og tillögurétt. Hann getur krafist þess að fundir verði haldnir og að tekin verði þar fyrir tiltekin mál. Nefndin getur einnig leitað annarrar sérfræðiaðstoðar og kvatt á sinn fund þá aðila sem hún telur þörf á.
    

2. gr.


    1. tölul. 11. gr. laganna orðast svo:
11.1.    Á hverju heilbrigðiseftirlitssvæði, sbr. 6. gr., skal starfa svæðisnefnd, skipuð formönnum heilbrigðisnefnda á svæðinu auk héraðslæknis sem er formaður. Á Reykjavíkursvæði, Akranessvæði, Suðurnesjasvæði, Kópavogssvæði og Kjósarsvæði fara heilbrigðisnefnd ir, auk héraðslæknis sem er formaður, með störf svæðisnefndar.
    

3. gr.


    7. tölul., 10. tölul. og 11. tölul. 13. gr. laganna falla niður og aðrir töluliðir 13. gr. færast til sem því nemur.

4. gr.


    14. gr. laganna orðast svo:
14.1.      Umhverfisráðherra skipar Hollustuvernd ríkisins sérstaka stjórn sem í eiga sæti þrír menn. Tveir skulu skipaðir án tilnefningar, þar af annar formaður, og einn samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Stjórnin situr í fjögur ár. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti.
14.2.         Stjórnin hefur undir yfirstjórn ráðherra æðsta vald í málefnum stofnunarinnar, mótar stefnu í störfum hennar og ber ábyrgð á fjárhagslegum rekstri. Stjórn og rekstur stofnunarinnar er að öðru leyti í höndum forstjóra sem ráðherra skipar til fjögurra ára í senn að fengnum tillögum stjórnar. Forstjóri skal hafa háskóla menntun og þekkingu á verksviði stofnunarinnar. Forstjóri situr fundi stjórnar með málfrelsi og tillögurétt.
14.3.         Stofnuninni skal skipt í verkefnasvið samkvæmt ákvörðun stjórnar að fengnu sam þykki umhverfisráðherra. Forstöðumaður skal starfa yfir hverju sviði. Forstöðu menn skulu hafa háskólamenntun, sérþekkingu og starfsreynslu á viðkomandi sviði. Þeir skulu ráðnir af stjórn stofnunarinnar að fenginni umsögn forstjóra. Stjórnin skal að fenginni tillögu forstjóra skipa einn forstöðumanna staðgengil for stjóra. Leggi stjórn til breytta skipan sviða skal hún leita umsagnar forstjóra og for stöðumanna.
14.4.         Forstjóri ræður annað starfsfólk stofnunarinnar í samráði við viðkomandi for stöðumenn þar sem við á.
    

5. gr.


    15. gr. laganna orðast svo:
15.1.         Á vegum Hollustuverndar skal unnið að útgáfu upplýsinga og fræðsluefnis og skal stofnunin beita sér fyrir ráðstefnum, námskeiðum og fræðslufundum til að upp lýsa og fræða þá aðila er starfa að hollustuvernd og mengunarvörnum. Þá skal stofnunin gefa árlega út skýrslu um starfsemi sína á liðnu ári ásamt upplýsing um um ástand mála með hliðsjón af markmiði laganna.
    

6. gr.


    16. gr. laganna orðast svo:
16.1.         Stofnunin hefur umsjón með því að framfylgt sé ákvæðum heilbrigðisreglugerð ar og mengunarvarnareglugerðar, sem og annarra reglugerða sem settar eru sam kvæmt lögunum.
16.2.         Stofnunin annast vöruskráningu og eftirlit með innflutningi matvæla og annarra neysluvara og eiturefna og hættulegra efna í nauðsynjavörum. Stofnunin annast skráningu innlendra vörutegunda á sviði matvæla og neysluvara samkvæmt til kynningu frá heilbrigðiseftirlitssvæðum.
16.3.         Stofnunin annast framkvæmd laga nr. 32/1986, um varnir gegn mengun sjávar, og reglugerða samkvæmt þeim. Stofnunin annast eftirlit með framkvæmd alþjóða samþykkta og samninga um varnir gegn mengun sjávar sem Ísland er aðili að.
16.4.         Stofnunin gerir tillögur að starfsleyfi og úrvinnslu gagna hvað snertir mengun arvarnir.
16.5.         Stofnunin gefur út starfsleyfi vegna mengandi starfsemi eftir því sem ráðherra ákveður í mengunarvarnareglugerð.
    

7. gr.


    17. gr. laganna orðast svo:
17.1.         Umhverfisráðherra getur, að fengnum tillögum stjórnar Hollustuverndar, sett gjald skrá fyrir veitta þjónustu og verkefni sem stofnuninni er falið að annast. Þá get ur stofnunin tekið að sér verkefni, bæði rannsóknir og ráðgjöf, að fengnum til lögum stjórnar og samkvæmt gjaldskrá sem ráðherra setur.
    

8. gr.


    18., 19., 20. og 21. gr. laganna falla brott og breytist greinatala samkvæmt því.
    

9. gr.


    23. gr., 2. tölul. 24. gr. og 25. gr. laganna falla brott og breytist greinatala samkvæmt því.
    

10. gr.


    31. gr. laganna orðast svo:
31.1.         Þegar öðrum en heilbrigðisnefnd er með sérlögum falið eftirlit með starfsemi sem lög þessi taka til og fari fyrirmæli þeirra í bága við fyrirmæli nefndarinnar og tak ist ekki að samræma fyrirmælin skal leggja málið undir fullnaðarúrskurð umhverf isráðherra. Þetta gildir þó ekki þegar um er að ræða eftirlit með starfsemi sam kvæmt lögum nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, lögum nr. 93/1992, um meðferð sjávarafurða og eftirlit með framleiðslu þeirra, og lögum nr. 77/1981, um dýralækna, svo og eftirlit með aðbúnaði og hollustu háttum í skipum.
31.2.         Rísi ágreiningur um framkvæmd eftirlits sem fallið getur undir framangreind lög skal ágreiningur borinn upp í sérstakri samstarfsnefnd sem í eiga sæti forstjóri Hollustuverndar ríkisins, forstjóri Vinnueftirlits ríkisins, fiskistofustjóri, yfirdýra læknir og siglingamálastjóri. Skal samstarfsnefndin koma sér saman um fram kvæmd hollustu- og umhverfiseftirlits í takmarkatilvikum og gæta þess að þess ir aðilar fari ekki inn á svið annarra eða mismunandi kröfur séu gerðar um sömu atriði. Rísi upp ágreiningur í nefndinni og verði hann ekki jafnaður sker um hverfisráðherra úr málum. Samstarfsnefndin skal gera tillögur til stjórna viðkom andi stofnana eða ráðuneyta um verkaskiptingu og samstarf hinna einstöku eftir litsaðila þar sem slíku verður við komið og hagkvæmt þykir.
31.3.         Rísi upp ágreiningur milli svæðisnefndar eða heilbrigðisnefndar og sveitarstjórna um framkvæmd laga þessara, eða reglna settra samkvæmt þeim, skulu aðilar vísa málinu til stjórnar Hollustuverndar ríkisins til málamiðlunar. Takist málamiðlun ekki skal leita fullnaðarúrskurðar umhverfisráðherra.
    

11. gr.


    Lög þessi öðlast gildi 1. júní 1995. Þegar lög þessi hafa hlotið staðfestingu skal fella meginmál þeirra inn í lög nr. 81/1988, um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, ásamt síð ari breytingum, og gefa þau út svo breytt.
    

12. gr.


    Ákvæði til bráðabirgða orðast svo:
    Þrátt fyrir ákvæði 12. gr. skulu stjórn og forstjóri Hollustuverndar ríkisins skipuð frá og með 1. janúar 1995.
     2.     Þar til reglugerð um skipan heilbrigðisnefnda á heilbrigðiseftirlitssvæðum hefur ver ið sett skulu heilbrigðisnefndir starfa samkvæmt lögum nr. 81/1988.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Með breytingum á lögum nr. 81/1988, um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, sem sam þykkt voru sem lög nr. 54/1994 og öðluðust gildi 1. júní sl., var yfirstjórn hollustuhátta og heilbrigðiseftirlits færð frá heilbrigðisráðuneyti til umhverfisráðuneytis. Unnið hef ur verið frumvarp til laga um hollustuvernd og mengunarvarnir á vegum stjórnskipaðr ar nefndar sem skipuð var 20. desember 1991 af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra Sighvati Björgvinssyni í samráði við þáverandi umhverfisráðherra Eið Guðnason. Nefnd inni var falið að endurskoða lög nr. 81/1988, um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit. Nefndin hóf störf í lok febrúar 1992 og lauk störfum 29. janúar 1993 er hún skilaði frum varpi til breyttra laga. Nefndin var skipuð Ingimar Sigurðssyni forstjóra sem var formað ur nefndarinnar, Jóni Gíslasyni forstöðumanni sem var ritari nefndarinnar, Magnúsi Jó hannessyni ráðuneytisstjóra og Hermanni Sveinbjörnssyni, stjórnarformanni Hollustu verndar ríkisins.
    Í áðurnefndu frumvarpi nefndarinnar er um að ræða mjög viðamiklar breytingar og er ekki talin ástæða til að leggja það fram að svo stöddu nema hvað snertir yfirstjórn Holl ustuverndar ríkisins. Enn fremur er hér lögð fram breyting á lögunum nr. 81/1988, um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, í samræmi við yfirfærslu á yfirstjórn málaflokksins, sbr. áðurnefnd lög nr. 54/1994, og vegna tilflutnings mengunarvarnasviðs Siglingamála stofnunar ríkisins yfir til Hollustuverndar ríkisins en um það er samkomulag milli um hverfisráðherra og samgönguráðherra. Eftirlit með mengunarvarnabúnaði skipa verður áfram hjá Siglingamálastofnun ríkisins. Því eru tekin inn þau ákvæði sem snerta sérstak lega framangreinda þætti en heildarendurskoðun laganna mun bíða betri tíma. Vegna flutn ings mengunarvarnasviðs Siglingamálastofnunar ríkisins til Hollustuverndar ríkisins og þess að eftirlit með mengunarvarnabúnaði skipa verður áfram hjá Siglingamálastofnun þarf að breyta þrennum lögum, þ.e. lögum nr. 20/1986, um Siglingamálastofnun ríkis ins, lögum nr. 14/1979, um varnir gegn mengun sjávar af völdum olíu, og lögum nr. 32/1986, um varnir gegn mengun sjávar, og er frumvarp þar að lútandi lagt fram sam hliða frumvarpi þessu. Vegna sameiningar sveitarfélaga undanfarið og þar sem fyrirsjá anleg er enn frekari sameining er skipting heilbrigðisnefnda og eftirlits í tiltekin um dæmi tekin út úr lögunum og gerð tillaga um að sett verði reglugerð um skiptingu þeirra niður á eftirlitssvæði í samráði við sveitarfélögin. Með frumvarpi þessu fylgir tillaga að slíkri reglugerð. Í ákvæði til bráðabirgða er hins vegar gert ráð fyrir að núverandi skip an haldist þar til reglugerð hefur verið sett.
    Efnislegar breytingar frá gildandi lögum eru því ekki miklar og varða stjórnskipulag Hollustuverndar ríkisins og yfirfærslu þess málaflokks er varðar mengun sjávar frá Sigl ingamálastofnun ríkisins til Hollustuverndar ríkisins.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Gerðar eru orðalagsbreytingar á 6. gr. laganna. Meginbreytingin er sú að ekki er gert ráð fyrir að ákvæði um kosningar og skipan heilbrigðisnefnda verði í lögunum heldur að ráðherra setji reglugerð í samráði við hlutaðeigandi sveitarfélög þar sem nánar er kveð ið á um þá þætti. Þetta er m.a. gert með tilliti til sameiningar sveitarfélaga að undan förnu og að fyrirsjáanleg er frekari sameining þeirra. Einnig er ekki fyrirskipað í lögun um hversu margar heilbrigðisnefndir eigi að starfa í landinu. Að öðru leyti er greinin í samræmi við 6. gr. gildandi laga og þarfnast ekki skýringar.
    

Um 2. gr.


    Greinin er óbreytt efnislega nema ekki er gert ráð fyrir „borgarlækni í Reykjavík“ þar sem þetta tiltekna embætti heitir nú „héraðslæknir“ um allt land.
    

Um 3. gr.


    Vísað er til athugasemda við 5. gr.
    

Um 4. gr.


    1. mgr. greinarinnar er byggð á 1. tölul. 14. gr. gildandi laga, en hér er gerð sú breyt ing að stjórnarmönnum er fækkað úr sjö í þrjá og að umhverfisráðherra skipi stjórnina, sbr. lög nr. 54/1994. Breyting þessi er m.a. gerð með hliðsjón af þeirri reynslu sem feng in er af störfum þriggja manna framkvæmdastjórnar, sbr. 3. tölul. 14. gr. laganna. Rekst ur stofnunarinnar hefur á undanförnum árum að mestu verið í höndum framkvæmdastjórn ar og framkvæmdastjóra og hafa með þessu skapast nánari tengsl milli stjórnar og stofn unar, auk þess sem einfaldara og árangursríkara er að starfa á grundvelli stjórnskipulags sem ekki er of stórt í sniðum. Samsetning stjórnarinnar þar sem ráðuneytið á tvo full trúa og Samband íslenskra sveitarfélaga einn fulltrúa ætti einnig að tryggja að gætt sé hagsmuna þeirra sem fara með yfirstjórn mála og framkvæmd eftirlits.
    2. mgr. greinarinnar er byggð á 2. og 3. tölul. 14. gr. og 15. gr. gildandi laga. Með þessari grein er gerð sú breyting að lagt er til að forstjóri komi í stað framkvæmdastjóra og fari bæði með stjórn og rekstur stofnunarinnar. Kröfum um menntun og þekkingu er einnig breytt og er ekki gert ráð fyrir að þær séu eingöngu bundnar við menntun og reynslu á stjórnunar- og rekstrarsviði. Með þessum breytingum er ekki ætlunin að gera mikla breytingu á sjálfstæði fagsviða stofnunarinnar, en hins vegar er gert ráð fyrir að forstjóri móti starf þeirra í samvinnu við forstöðumenn og taki ákvarðanir í veigamikl um málum samkvæmt stefnu stjórnar stofnunarinnar.
    3. mgr. greinarinnar er byggð á 1.–5. tölul. 17. gr. og 19. gr. gildandi laga. Lagt er til að lögbundin skipting og skilgreining fagsviða Hollustuverndar verði felld brott, en stjórn stofnunarinnar ákveði þess í stað skiptingu fagsviða og verksvið þeirra, að fengnu sam þykki ráðherra. Menntunarkröfur til forstöðumanna verða í raun með sama hætti og áður, en gert er ráð fyrir ráðningu þeirra með gagnkvæmum uppsagnarfresti í stað sex ára ráðn ingar og ráðning verður í höndum stjórnar í stað ráðherra. Í þeim tilgangi að skapa meiri festu í stjórn og rekstri stofnunarinnar er jafnframt lagt til að einn forstöðumanna verði skipaður staðgengill forstjóra.
    Lögbundin skipting fagsviða Hollustuverndar á sér fáar hliðstæður í stjórnskipulagi stofnana og tók á sínum tíma að verulegu leyti mið af því að stofnunin var byggð á starf semi stofnana sem störfuðu á grundvelli sérlaga. Nú er talið eðlilegra að stofnunin hafi ásamt ráðherra meira sjálfræði í skipan fagsviða og ráðningarform forstöðumanna tek ur einnig mið af þessu. Með slíku fyrirkomulagi er hægt að bregðast við breyttum áhersl um í starfsemi og þeim verkefnum sem mikilvægust teljast hverju sinni, auk þess sem sér þekkingu starfsmanna má nýta betur en nú er gert.
    4. mgr. greinarinnar er byggð á 20. gr. og síðustu setningu 1. tölul. 21. gr. gildandi laga. Sú breyting er gerð að allt starfsfólk stofnunarinnar, annað en forstjóri og forstöðu menn, er ráðið af forstjóra, en nú er ráðning ýmist í höndum stjórnar, framkvæmdastjóra eða forstöðumanna. Áður hefur þess verið getið að greinin gerir ekki ráð fyrir því að sér fræðingar verði ráðnir til tiltekinna fagsviða, en eðli máls samkvæmt verður þeim falið að vinna að tilteknum verkefnum á sínu fagsviði í samræmi við menntun og starfs reynslu.
    

Um 5. gr.


    Greinin er efnislega samhljóða 7. og 10. tölul. 13. gr. og 1. tölul. 16. gr. gildandi laga. Um er að ræða breytingu varðandi uppsetningu og orðalag sem ekki þarfnast skýringar. Hins vegar ber að geta þess að ákvæði 2. tölul. 16. gr. gildandi laga um bókasafn Holl ustuverndar eru felld brott við gerð frumvarpsins þar sem ekki er talin þörf á slíkum laga ákvæðum. Það sama gildir um ákvæði 11. tölul. 13. gr., þar sem fjallað er um skyldur Hollustuverndar vegna upplýsinga og tilkynninga stofnunarinnar til fjölmiðla, en nefnd in telur að á þessum þáttum eigi að taka með góðu stjórnskipulagi, auk þess sem vísa má til ákvæða laga nr. 38/1954, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
    

Um 6. gr.


    Greinin er efnislega samhljóða 17. gr. gildandi laga en tekur mið af breytingu á sér stökum verkefnum Hollustuverndar ríkisins. Vegna tilflutnings mengunarvarnasviðs Sigl ingamálastofnunar ríkisins yfir til Hollustuverndar ríkisins er bætt við sem verkefni henn ar að annast framkvæmd laga um varnir gegn mengun sjávar og reglugerða samkvæmt þeim.
    1. mgr. kveður á um að stofnunin hafi umsjón með því að framfylgt sé ákvæðum heil brigðisreglugerðar, mengunarvarnareglugerðar og annarra reglugerða sem settar eru sam kvæmt lögum sem stofnunin starfar eftir. Þetta ákvæði er efnislega samhljóða 17. gr. gild andi laga, en þó sérstaklega 2. og 4. tölul. þeirrar greinar.
    Í 2. mgr. er kveðið á um að stofnunin annist vöruskráningu tiltekinna vara og eru þetta sömu ákvæði og fram koma í 2. og 5. tölul. 17. gr. gildandi laga.
    Í 3. mgr. eru þau nýmæli að stofnuninni er falin framkvæmd laga nr. 32/1986, um varnir gegn mengun sjávar, og reglugerða samkvæmt þeim, svo og í samræmi við al þjóðlega samninga sem Ísland er aðili að. Gert er ráð fyrir að Siglingamálastofnun rík isins annist eftirlit með mengunarvarnabúnaði skipa samkvæmt reglum sem umhverfis ráðherra setur. Þetta er hliðstætt fyrirkomulag og við eftirlit með mengunarvarnabúnaði bifreiða. Byggist það jafnt á faglegum sem hagkvæmnisástæðum. Gert er ráð fyrir að framkvæmd málaflokksins verði færð til Hollustuverndar ríkisins. Með frumvarpi þessu fylgir listi yfir gildandi lög og reglugerðir, svo og alþjóðasamþykktir og samninga á þessu sviði.
    Í 4. mgr. er fjallað um starfsleyfi vegna mengandi starfsemi og úrvinnslu gagna er varða mengunarvarnir og er hún efnislega samhljóða 4. tölul. 17. gr. gildandi laga.
    Loks er í 5. mgr. kveðið á um að stofnunin gefi út starfsleyfi fyrir mengandi starf semi eftir því sem ráðherra ákveður í mengunarvarnareglugerð.
    

Um 7. gr.


    Greinin er efnislega samhljóða 6. og 7. tölul. 17. gr. gildandi laga og þarfnast ekki skýringar.
    

Um 8. gr.


    Lagt er til að 18.–21. gr. í gildandi lögum verði felldar brott.
    

Um 9. gr.


    Lagt er til að 23. gr. í gildandi lögum verði felld brott.
    Enn fremur er lagt til að felld verði brott ákvæði gildandi laga um að eftirlit sveit arfélaga skuli starfrækt frá heilsugæslustöð ef hún er þar sem eftirlitsmenn hafa aðset ur. Ein ástæða fyrir núgildandi ákvæði er sú að áður ráku sveitarfélög heilsugæsluna, en ríkið gerir það í dag þannig að forsendur hafa breyst. Þá hefur komið fram af hálfu eft irlitsmanna að ekki séu síður rök fyrir því að starfrækja eftirlit í tengslum við tækni menn sveitarfélaga og eftirlitið geti því eins vel verið staðsett þar sem slík starfsemi fer fram. Þar sem möguleikar á staðsetningu eru samkvæmt þessu á fleiri en einum stað er ekki talið rétt að halda gildandi ákvæðum hvað aðsetur eftirlits varðar, en í frumvarp inu er svæðisnefnd falið að ákvarða hvar aðsetur þess skuli vera.
    Loks er lagt til að 25. gr. gildandi laga verði felld brott en ákvæði þessarar greinar hefur verið fært í 6. gr., sjá nánar athugasemdir við 1. gr. frumvarpsins.
    

Um 10. gr.


    1. mgr. greinarinnar er byggð á 1. tölul. 31. gr. gildandi laga og 2. mgr. á 2. tölul. sömu greinar. Í 2. mgr. eru gerðar minni háttar breytingar á skipan samstarfsnefndar, auk þess sem henni er falið að gera tillögur til stjórna viðkomandi stofnana eða ráðuneyta varðandi framkvæmd eftirlits. Talið er eðlilegt að samstarfsnefnd skipti með sér verk um og að formennska í nefndinni færist milli nefndarmanna þannig að þeir gegni henni ekki lengur en eitt ár í senn og sjái þá um að kalla nefndina saman þegar óskað er eft ir eða þurfa þykir. Vegna flutnings mengunarvarnasviðs Siglingamálastofnunar ríkisins yfir til Hollustuverndar ríkisins er ekki ástæða til þess að siglingamálastjóri eigi sæti í samstarfsnefndinni vegna þeirra mála heldur vegna eftirlits með aðbúnaði og hollustu háttum í skipum en þau verkefni kunna að skarast við heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna. Aðild að nefndinni yrði því óbreytt þótt verkefni hafi færst til. Forstjóri Hollustuvernd ar ríkisins á sæti í nefndinni og mun hér eftir einnig fjalla um málefni er snerta meng un sjávar samkvæmt lögum nr. 32/1986.
    

Um 11. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringar.
    

Um 12. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringar.




Fylgiskjal I.
    

Drög að reglugerð um skipan heilbrigðisnefnda


á heilbrigðiseftirlitssvæðum.



I. KAFLI

Gildissvið.

1. gr.

    Reglugerð þessi nær til kosningar og skipanar heilbrigðisnefnda á heilbrigðiseftirlits svæðum í samræmi við svæðaskiptingu samkvæmt ákvæðum laga um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit. Reglugerðin nær einnig til breytinga á skiptingu landsins í eftirlits svæði.
    

II. KAFLI

Skipan nefnda og svæða.

2. gr.

    Landinu er skipt í heilbrigðiseftirlitssvæði og þar starfa eftirtaldar heilbrigðisnefnd ir kosnar eftir hverjar sveitarstjórnarkosningar:
1. Reykjavíkursvæði:
    Þar starfar ein nefnd skipuð fimm fulltrúum kosnum af borgarstjórn. Starfssvæði: Reykjavíkurborg.
2. Akranessvæði:
    Þar starfar ein nefnd skipuð fimm fulltrúum. Starfssvæði: Akraneskaupstaður, Hval fjarðarstrandarhreppur, Skilmannahreppur, Innri-Akraneshreppur, Leirár- og Mela hreppur. Akraneskaupstaður skal eiga þrjá fulltrúa kosna af bæjarstjórn. Hreppsnefnd ir á starfssvæðinu komi sér saman um tvo.
3. Vesturlandssvæði:
    Þar starfa fjórar nefndir:
    3.1.         Borgarnesbyggð: fimm fulltrúar. Starfssvæði: Borgarbyggð, Borgarhreppur, Álftaneshreppur, Kolbeinsstaðahreppur, Andakílshreppur, Skorradalshreppur, Lundarreykjadalshreppur, Reykholtsdalshreppur, Hálsahreppur, Hvítársíðu hreppur, Þverárhlíðarhreppur. Borgarbyggð skal eiga tvo fulltrúa kosna af sveit arstjórn en hreppsnefndir annarra hreppa á starfssvæðinu komi sér saman um þrjá.
    3.2.         Snæfellsbær: þrír fulltrúar. Starfssvæði: Snæfellsbær. Skal skipaður þremur full trúum kosnum af sveitarstjórn.
    3.3.         Stykkishólmur: fimm fulltrúar. Starfssvæði: Stykkishólmsbær, Skógarstrand arhreppur, Eyja- og Miklaholtshreppur og Eyrarsveit. Stykkishólmur skal eiga tvo fulltrúa kosna af sveitarstjórn en hinir hrepparnir einn hver, kosna af sveit arstjórnum. Hreppsnefndir annarra hreppa á starfssvæðinu komi sér saman um tvo.
    3.4.         Dalasvæði: þrír fulltrúar. Starfssvæði: Dalabyggð og Saurbæjarhreppur. Dala byggð skal eiga tvo fulltrúa kosna af sveitarstjórn og Saurbæjarhreppur einn kos inn af sveitarstjórn.
4. Vestfjarðasvæði:
    Þar starfa sex nefndir:
    4.1.         Austur-Barðastrandarsýsla: þrír fulltrúar kosnir af hreppsnefnd. Starfssvæði: Reykhólahreppur.
    4.2.         Vesturbyggð: þrír fulltrúar. Starfssvæði: Vesturbyggð og Tálknafjarðarhrepp ur. Vesturbyggð skal eiga tvo fulltrúa, Tálknafjarðarhreppur einn, kosna af sveit arstjórnum.
    4.3.         Vestur-Ísafjarðarsýsla: fimm fulltrúar. Starfssvæði: Þingeyrarhreppur, Mýra hreppur, Mosvallahreppur, Flateyrarhreppur og Suðureyrarhreppur. Þingeyrar hreppur á einn fulltrúa, Flateyrarhreppur einn og Suðureyrarhreppur einn, kosna af sveitarstjórnum. Hreppsnefndir hinna hreppanna á starfssvæðinu komi sér saman um tvo.
    4.4.         Bolungarvík: þrír fulltrúar kosnir af bæjarstjórn. Starfssvæði: Bolungarvíkur kaupstaður.
    4.5.         Ísafjörður: fimm fulltrúar. Starfssvæði: Ísafjarðarkaupstaður, Súðavíkurhrepp ur, Ögurhreppur og Reykjarfjarðarhreppur. Ísafjarðarkaupstaður skal eiga þrjá fulltrúa og Súðavíkurhreppur einn, kosna af sveitarstjórn. Hreppsnefndir ann arra hreppa á starfssvæðinu komi sér saman um einn.
    4.6.         Hólmavík: þrír fulltrúar. Starfssvæði: Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Hólmavíkurhreppur, Kirkjubólshreppur og Broddaneshreppur. Hólmavíkur hreppur skal eiga einn fulltrúa, kosinn af sveitarstjórn. Hreppsnefndir annarra hreppa á starfssvæðinu komi sér saman um tvo.
5. Norðurlandssvæði vestra:
    Þar starfa fjórar nefndir:
    5.1.         Hvammstangi: þrír fulltrúar. Starfssvæði: Staðarhreppur, Fremri-Torfustaða hreppur, Ytri-Torfustaðahreppur, Hvammstangahreppur, Kirkjuhvammshrepp ur, Þverárhreppur, Þorkelshólshreppur og Bæjarhreppur. Hvammstangahrepp ur skal eiga einn fulltrúa kosinn af sveitarstjórn. Hreppsnefndir annarra hreppa komi sér saman um tvo.
    5.2.         Blönduós: fimm fulltrúar. Starfssvæði: Áshreppur, Sveinsstaðahreppur, Torfa lækjarhreppur, Blönduós, Svínavatnshreppur, Bólstaðarhlíðarhreppur, Engihlíð arhreppur, Vindhælishreppur, Höfðahreppur og Skagahreppur. Blönduós skal eiga tvo fulltrúa og Höfðahreppur einn, kosna af sveitarstjórnum. Hreppsnefnd ir annarra hreppa á starfssvæðinu komi sér saman um tvo.
    5.3.         Sauðárkrókur: fimm fulltrúar. Starfssvæði: Skefilsstaðahreppur, Skarðshrepp ur, Sauðárkrókskaupstaður, Staðarhreppur, Seyluhreppur, Lýtingsstaðahrepp ur, Akrahreppur, Rípurhreppur, Viðvíkurhreppur, Hólahreppur, Hofshreppur. Sauðárkrókskaupstaður skal eiga tvo fulltrúa kosna af bæjarstjórn. Hrepps nefndir annarra hreppa á starfssvæðinu komi sér saman um þrjá.
    5.4.         Siglufjörður: þrír fulltrúar. Starfssvæði: Siglufjarðarkaupstaður og Fljótahrepp ur. Siglufjarðarkaupstaður skal eiga tvo fulltrúa kosna af bæjarstjórn og Fljóta hreppur einn kosinn af sveitarstjórn.
6. Eyjafjarðarsvæði:
    Þar starfa þrjár nefndir:
    6.1.         Ólafsfjörður: þrír fulltrúar kosnir af bæjarstjórn. Starfssvæði: Ólafsfjarðar kaupstaður.
    6.2.         Dalvík: þrír fulltrúar. Starfssvæði: Dalvíkurkaupstaður, Svarfaðardalshreppur, Árskógshreppur og Hríseyjarhreppur. Dalvíkurkaupstaður skal eiga tvo full trúa, kosna af bæjarstjórn. Hreppsnefndir á starfssvæðinu komi sér saman um einn.
    6.3.         Akureyri: fimm fulltrúar. Starfssvæði: Akureyrarkaupstaður, Grímseyjarhrepp ur, Arnarneshreppur, Skriðuhreppur, Öxnadalshreppur, Glæsibæjarhreppur, Eyja fjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhreppur, Grýtubakkahreppur og Hálshreppur. Ak ureyri skal eiga þrjá fulltrúa, kosna af bæjarstjórn. Hreppsnefndir á starfssvæð inu komi sér saman um tvo.
7. Norðurlandssvæði eystra:
         Þar starfa fjórar nefndir:
    7.1.         Húsavík: fimm fulltrúar. Starfssvæði: Aðaldælahreppur, Húsavíkurkaupstað ur, Tjörneshreppur, Ljósavatnshreppur, Bárðdælahreppur, Reykjahreppur og Skútustaðahreppur. Húsavíkurkaupstaður skal eiga þrjá fulltrúa, kosna af bæj arstjórn. Hreppsnefndir á starfssvæðinu komi sér saman um tvo.
    7.2.         Kópasker: þrír fulltrúar. Starfssvæði: Kelduneshreppur og Öxarfjarðarhrepp ur. Öxarfjarðarhreppur skal eiga tvo fulltrúa og Kelduneshreppur einn, kosna af sveitarstjórn.
    7.3.         Raufarhöfn: þrír fulltrúar, kosnir af sveitarstjórn. Starfssvæði: Raufarhafnar hreppur.
    7.4.         Þórshöfn: þrír fulltrúar. Starfssvæði: Svalbarðshreppur, Þórshafnarhreppur. Þórshafnarhreppur skal eiga tvo fulltrúa og Svalbarðshreppur einn, kosna af sveitarstjórn.
8. Austurlandssvæði:
    Þar starfa níu nefndir:
    8.1.         Vopnafjörður: þrír fulltrúar. Starfssvæði: Vopnafjarðarhreppur og Skeggja staðahreppur. Vopnafjarðarhreppur skal eiga tvo fulltrúa og Skeggjastaðahrepp ur einn, kosna af sveitarstjórnum.
    8.2.         Seyðisfjörður: þrír fulltrúar kosnir af bæjarstjórn. Starfssvæði: Seyðisfjarðar kaupstaður.
    8.3.         Egilsstaðabær: fimm fulltrúar. Starfssvæði: Hlíðarhreppur, Jökuldalshreppur, Tunguhreppur, Fellahreppur, Fljótsdalshreppur, Eiðahreppur, Vallahreppur, Eg ilsstaðabær, Skriðdalshreppur, Hjaltastaðahreppur og Borgarfjarðarhreppur. Eg ilsstaðabær skal eiga tvo fulltrúa kosna af bæjarstjórn. Hreppsnefndir á starfs svæðinu komi sér saman um þrjá.
    8.4.         Neskaupstaður: þrír fulltrúar. Starfssvæði: Neskaupstaður, Mjóafjarðarhrepp ur. Bæjarstjórn Neskaupstaðar kýs alla fulltrúana.
    8.5.         Eskifjörður: þrír fulltrúar kosnir af bæjarstjórn. Starfssvæði: Eskifjarðarkaup staður.
    8.6.         Reyðarfjörður: þrír fulltrúar kosnir af sveitarstjórn. Starfssvæði: Reyðarfjarð arhreppur.
    8.7.         Fáskrúðsfjörður: þrír fulltrúar. Starfssvæði: Fáskrúðsfjarðarhreppur, Búða hreppur og Stöðvarhreppur. Búðahreppur skal eiga tvo fulltrúa kosna af sveit arstjórn. Hreppsnefndir hinna hreppanna á starfssvæðinu komi sér saman um einn.
    8.8.         Djúpivogur: þrír fulltrúar. Starfssvæði: Djúpavogshreppur og Breiðdalshrepp ur. Djúpavogshreppur skal eiga tvo fulltrúa og Breiðdalshreppur einn, kosna af sveitarstjórnum.
    8.9.         Hornafjarðarsvæði: þrír fulltrúar. Starfssvæði: Hornafjarðarbær, Bæjarhrepp ur, Borgarhafnarhreppur og Hofshreppur. Hornafjarðarbær skal eiga tvo full trúa kosna af bæjarstjórn. Hreppsnefndir á starfssvæðinu komi sér saman um einn.
9. Suðurlandssvæði:
    Þar starfa níu nefndir:
    9.1.         Kirkjubæjarklaustur: þrír fulltrúar kosnir af hreppsnefnd. Starfssvæði: Skaft árhreppur.
    9.2.         Vík í Mýrdal: þrír fulltrúar. Starfssvæði: Mýrdalshreppur og Austur-Eyjafjalla hreppur. Mýrdalshreppur skal eiga tvo fulltrúa og Austur-Eyjafjallahreppur einn, kosna af hreppsnefndum.
    9.3.         Hvolsvöllur: þrír fulltrúar. Starfssvæði: Vestur-Eyjafjallahreppur, Austur-Land eyjahreppur, Vestur-Landeyjahreppur, Fljótshlíðarhreppur og Hvolhreppur. Hvol hreppur skal eiga einn fulltrúa kosinn af sveitarstjórn. Hreppsnefndir annarra hreppa á starfssvæðinu komi sér saman um tvo.
    9.4.         Hella: þrír fulltrúar. Starfssvæði: Rangárvallahreppur, Holta- og Landsveit, Ása hreppur og Djúpárhreppur. Rangárvallahreppur skal eiga einn fulltrúa kosinn af sveitarstjórn. Hreppsnefndir annarra hreppa á starfssvæðinu komi sér sam an um tvo.
    9.5.         Laugarás: þrír fulltrúar. Starfssvæði: Gnúpverjahreppur, Hrunamannahreppur, Skeiðahreppur, Biskupstungnahreppur, Grímsneshreppur og Laugardalshrepp ur. Hreppsnefndir á starfssvæðinu komi sér saman um alla fulltrúana.
    9.6.         Selfoss: fimm fulltrúar. Starfssvæði: Villingaholtshreppur, Hraungerðishrepp ur, Gaulverjabæjarhreppur, Sandvíkurhreppur, Selfosskaupstaður, Grafnings hreppur, Eyrarbakkahreppur, Stokkseyrarhreppur og Þingvallahreppur. Selfoss kaupstaður skal eiga þrjá fulltrúa kosna af bæjarstjórn, Eyrarbakkahreppur og Stokkseyrarhreppur einn sameiginlegan fulltrúa kosinn af sveitarstjórnum. Hreppsnefndir annarra hreppa á starfssvæðinu komi sér saman um einn.
    9.7.         Hveragerði: þrír fulltrúar kosnir af sveitarstjórn. Starfssvæði: Hveragerði.
    9.8.         Þorlákshöfn: þrír fulltrúar kosnir af hreppsnefnd. Starfssvæði: Ölfushreppur.
    9.9.         Vestmannaeyjar: þrír fulltrúar kosnir af bæjarstjórn. Starfssvæði: Vestmanna eyjar.
10. Suðurnesjasvæði:
    Þar starfar ein nefnd skipuð fimm fulltrúum. Starfssvæði: Suðurnesjabær, Sandgerði, Gerðahreppur, Vatnsleysustrandarhreppur og Grindavíkurkaupstaður. Suðurnesjabær kýs tvo fulltrúa og Grindavík einn. Sandgerði kýs einn fulltrúa og hinir komi sér sam an um einn.
11. Hafnarfjarðarsvæði:
    Þar starfa tvær nefndir:
    11.1.         Hafnarfjörður: fimm fulltrúar kosnir af bæjarstjórn. Starfssvæði: Hafnarfjarð arkaupstaður.
    11.2.         Garðabær: þrír fulltrúar. Starfssvæði: Garðakaupstaður og Bessastaðahrepp ur. Garðakaupstaður skal eiga tvo fulltrúa kosna af bæjarstjórn og Bessastaða hreppur einn kosinn af hreppsnefnd.
12. Kópavogssvæði:
    Þar starfar ein nefnd skipuð fimm fulltrúum kosnum af bæjarstjórn. Starfssvæði: Kópavogskaupstaður.
13. Innnes:
    Þar starfar ein nefnd skipuð fimm fulltrúum. Starfssvæði: Seltjarnarneskaupstaður, Mosfellsbær, Kjalarneshreppur og Kjósarhreppur. Seltjarnarneskaupstaður skal eiga tvo fulltrúa, Mosfellsbær tvo fulltrúa, Kjalarneshreppur og Kjósarhreppur koma sér saman um einn.

3. gr.

    Umhverfisráðherra getur í samráði við hlutaðeigandi sveitarfélög og að fenginni um sögn Hollustuverndar ríkisins gert breytingu á framangreindri skipan eftirlitssvæða og á kosningum og skipan í heilbrigðisnefndir á þessum svæðum.
    

III. KAFLI

Gildistaka.

4. gr.

    Reglugerð þessi er sett skv. 6. gr. laga um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit.



Fylgiskjal II.


Listi yfir lög, reglugerðir og alþjóðasamninga


sem eru á verksviði mengunarvarnasviðs Siglingamálastofnunar ríkisins


og færast undir Hollustuvernd ríkisins.



I. Lög.
     1.     Lög nr. 32/1986, um varnir gegn mengun sjávar.
     2.     Lög nr. 14/1979, um heimild fyrir ríkisstjórnina til að staðfesta fyrir Íslands hönd þrjá alþjóðasamninga um varnir gegn mengun sjávar af völdum olíu.
    
II. Reglugerðir.
     1.     Reglur nr. 56/1984 um varnir gegn mengun sjávar frá skipum.
     2.     Reglur nr. 560/1982 um varnir gegn olíumengun sjávar við olíubirgðastöðvar.
     3.     Reglugerð nr. 516/1994 um bann við notkun á efnum sem innihalda kvikasilfurs sambönd, arsenefnasambönd og lífræn efnasambönd tins (tríbútýltin).
     4.     Reglugerð nr. 198/1991 um Mengunarvarnasjóð.
    
III. Alþjóðasamningar.
     1.     Alþjóðasamþykkt frá 12. maí 1954 um varnir gegn óhreinkun sjávar af völdum olíu, með breytingum frá 1962 og 1969.
     2.     Alþjóðasamningur frá 1. febrúar 1972 um varnir gegn mengun sjávar vegna losun ar úrgangsefna frá skipum og flugvélum (Óslóarsamningurinn).
     3.     Alþjóðasamningur frá 29. desember 1972 um varnir gegn mengun hafsins vegna los unar úrgangsefna og annarra efna í það (Lundúnasamningurinn).
     4.     Samningur frá 4. júní 1974 um varnir gegn mengun sjávar frá landsstöðvum (Par ísarsamningurinn).
     5.     Alþjóðasamningurinn frá 2. nóvember 1973 um varnir gegn mengun sjávar frá skip um, með breytingum frá 1978 (MARPOL 73/78).
     6.     OPRC-samningurinn sem fullgiltur var 7. maí 1993 og fjallar um sameiginleg við brögð við olíumengunaróhöppum (OPRC 1990).