Ferill 303. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 303 . mál.


396. Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 90/1990, með síðari breyting um.

(Lagt fyrir Alþingi á 118. löggjafarþingi 1994.)



1. gr.


    2. mgr. 23. gr. laganna orðast svo:
    Útsvar af þeim tekjum barna, sem um ræðir í 2. og 3. mgr. 65. gr. laga um tekju skatt og eignarskatt, skal vera 2% af tekjum umfram það lágmark sem tilgreint er í 2. mgr. 67. gr. sömu laga.

2. gr.


    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1995 og koma til framkvæmda við álagningu 1996 vegna tekna á árinu 1995.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Frumvarp þetta er lagt fram samhliða frumvarpi til laga um breyting á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum. Í því frumvarpi er gert ráð fyrir að tekjuskattur verði ekki lagður á launatekjur barna og ungmenna undir 75.000 kr. á ári. Eðlilegt þykir að sams konar undanþága verði á útsvarsgreiðslum barna og ungmenna vegna launa undir ofangreindum tekjumörkum. Að öðru leyti vís ast til athugasemda með fyrrnefndu frumvarpi.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Í grein þessari er tekið fram að börn og ungmenni, sbr. 2. og 3. mgr. 65. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt, þurfi ekki að greiða útsvar af tekjum sem eru innan við það lág mark sem tilgreint er í 2. mgr. 67. gr. sömu laga. Áfram verður hins vegar að greiða 2% útsvar af tekjum umfram tilgreint lágmark.

Um 2. gr.


    Lagt er til að hin breytta skattlagning barna og ungmenna komi til framkvæmda vegna tekna á árinu 1995.