Ferill 96. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 96 . mál.


401. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 32 12. maí 1978, um hlutafélög, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



     1 .     Við 1. gr. Í stað orðanna „Á bréfsefni og öðrum viðskiptaskjölum“ í upphafi efnismgr. b-liðar komi: Á bréfsefni, pöntunareyðublöðum og svipuðum skjölum.
     2 .     Við 4. gr. Í stað orðsins „ársskýrslu“ í 2. mgr. komi: skýrslu stjórnar.
     3 .     Við 6. gr. Í stað orðanna „lagaákvæði um ársreikninga“ í 3. málsl. 2. efnismgr. komi: ákvæði laga um ársreikninga.
     4 .     Við 9. gr. Greinin orðist svo:
                  Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 6. gr. laganna:
                   a .     Í stað orðsins „endurskoðenda“ í 6. tölul. kemur: endurskoðenda eða skoðunarmanna.
                   b .     Við bætist nýr töluliður, 13. tölul., er orðast svo: Ákvæði um fjölda framkvæmdastjóra séu þeir fleiri en þrír.
     5 .     Við 17. gr. Orðin „og 100 eða fleiri, í staðinn fyrir „200 eða fleiri““ í niðurlagi b-liðar falli brott.
     6 .     Við 28. gr. Í stað orðsins „ársskýrslu“ í d-lið komi: skýrslu stjórnar.
     7 .     Á eftir 32. gr. komi ný grein er orðist svo:
                  Í 1. mgr. 37. gr. laganna koma orðin: endurmatsreikning samkvæmt lögum um ársreikn inga, í staðinn fyrir „endurmatsreikning skv. 4. mgr. 97. gr.“
     8 .     Við 51. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni.
                   a .     C-liður orðist svo: Í stað 3. mgr. koma fjórar nýjar málsgreinar er orðast svo:
                            Við kjör stjórnar má beita meirihlutakosningu, hlutfallskosningu eða margfeldis kosningu og skal kosið á milli einstaklinga eða lista með nöfnum eins eða fleiri einstak linga.
                            Ákveða má í samþykktum hvernig stjórnarmenn skulu kjörnir og framkvæmd kosn inganna.
                            Ef samþykktir kveða ekki á um kosningafyrirkomulag skal kosningin framkvæmd sem meirihlutakosning milli einstaklinga.
                            Hafi samþykktir ekki að geyma fyrirmæli um framkvæmd kosninga skulu þær framkvæmdar þannig:
                   a.          Meirihlutakosning. Sé kosið á milli einstaklinga má nota hvert atkvæði jafnoft og þeir menn eru margir sem kjósa skal. Séu boðnir fram listar hlýtur sá listi sem fær flest atkvæði sína menn kjörna.
                   b.         Hlutfallskosning. Kjósa má milli lista eða einstaklinga. Sé kosið á milli lista skal til þess að finna hve margir frambjóðendur hafa náð kosningu af hverjum lista skrifa atkvæðatölur listanna hverja fyrir neðan auðkenni hvers lista, þá helming talnanna, þá þriðjung þeirra, þá fjórðung o.s.frv. eftir því hve marga á að kjósa og hverjum lista getur mest hlotnast þannig að útkomutölur þessar standi í röð fyrir hvern lista. Síðan skal marka hæstu útkomutölurnar, jafn margar og kjósa á stjórnarmenn, og fær hver listi jafnmarga menn kosna sem hann á af tölum þessum. Séu of fá nöfn á lista til þess að unnt sé að ljúka úthlut un stjórnarsæta til hans skal gengið fram hjá þeim lista og út hluta til annarra lista eftir sömu reglum og hér hefur verið lýst. Sé kosið á milli einstaklinga má hluthafi skipta atkvæðum sínum í hverjum þeim hlut föllum sem hann sjálfur kýs á jafnmarga menn og kjósa skal eða færri. Ef ekki er á atkvæðaseðli getið skiptingar atkvæða á milli þeirra sem þau eru greidd skal þeim skipt að jöfnu.
                   c.          Margfeldiskosning. Kosið skal á milli einstaklinga. Gildi hvers atkvæðis skal margfaldað með fjölda þeirra stjórnarmanna sem kjósa skal og má hluthafi skipta atkvæðamagni sínu, þannig reiknuðu, í hverjum þeim hlutföllum sem hann sjálfur kýs, á jafnmarga menn og kjósa skal eða færri. Ef ekki er á at kvæðaseðli getið skiptingar atkvæða á milli þeirra sem þau eru greidd skal þeim skipt að jöfnu.
                   b.     D-liður orðist svo: 4. mgr. verður 7. mgr.
     9.     Við 52. gr. Við a-lið bætist nýr málsliður er orðist svo: Hluthafafundur getur ávallt vikið frá öllum þeim stjórnarmönnum sem hann kaus og látið stjórnarkjör fara fram að nýju.
     10.     Við 54. gr.
                  1. efnismgr. orðist svo:
                  Stjórnarmenn eða framkvæmdastjórar skulu vera lögráða, fjár síns ráðandi og mega ekki á síðustu þremur árum hafa hlotið dóm vegna atvinnurekstrar fyrir refsi verðan verknað samkvæmt almennum hegningarlögum eða lögum um hlutafélög, einkahlutafélög, bókhald, ársreikninga, gjaldþrot eða opinber gjöld.
     11.     Við 55. gr. Efnismálsgrein b-liðar orðist svo:
                  Stjórnarmenn og framkvæmdastjórar mega ekki misnota aðstöðu sína í viðskipt um með hluti í félaginu eða félögum innan sömu samstæðu.
     12.     Við 59. gr. Greinin falli brott.
     13.     Við 63. gr. A-liður orðist svo: Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr.:
                   a.     Í stað orðsins „níu“ í 1. málsl. kemur: átta.
                   b.     Í stað orðsins „endurskoðenda“ í 2. málsl. kemur: endurskoðenda eða skoðunar manna.
                   c.     Við bætist nýr málsliður er orðast svo: Í móðurfélagi skal enn fremur leggja fram samstæðureikning.
     14.     Við 64. gr. Við 2. málsl. a-liðar bætist: og: endurskoðandi, skoðunarmaður eða hlut hafi, í staðinn fyrir „endurskoðandi eða hluthafi“.
     15.     Við 65. gr. Við b-lið bætist eftirfarandi málsliður: Í 4. mgr. falla niður orðin „árs reikningur, ársskýrsla stjórnar og skýrsla endurskoðenda“ en í staðinn kemur: árs reikningur (í móðurfélagi einnig samstæðureikningur), skýrsla stjórnar og skýrsla endurskoðenda eða skoðunarmanna.
     16.     Við 69.–72. gr. Greinarnar falli brott.
     17.     Við 73. gr. Greinin orðist svo:
                  Eftirfarandi breytingar verða á 92. gr. laganna:
                   a.     Í 1. og 3. mgr. kemur alls staðar „hlutafélagaskrár“ í staðinn fyrir „ráðherra“ og „hún“ í staðinn fyrir „hann“.
                   b.     2. mgr. verður svohljóðandi:
                            Ákvæði laga um ársreikninga um hæfisskilyrði, aðstöðu, fundarsetu og upp lýsingagjöf til endurskoðenda eða skoðunarmanna gilda einnig um rannsóknar menn eftir því sem við á.
     18.     Við 74.–79. gr. Greinarnar falli brott.
     19.     Við 82. gr. Í stað orðsins „eignarhlutafélag“ í 2. efnismgr. komi: einkahlutafélag.
     20.     Við 85. gr. Í stað orðanna „4. málsl. 1. mgr. 105. gr.“ í niðurlagi c-liðar komi: ákvæði laga um ársreikninga um skil á ársreikningum.
     21.     Við 86. gr. Í stað orðanna „félagið er án starfandi stjórnar eða endurskoðanda“ í 1. efnismgr. komi: félagið er án starfandi stjórnar, endurskoðanda eða skoðunarmanns.
     22.     Við 93. gr. Í stað orðsins „eignarhlutafélag“ komi: einkahlutafélag.
     23.     Við 94. gr. Í 2. efnismgr. komi á tveimur stöðum orðið „einkahlutafélag“ í staðinn     fyrir „eignarhlutafélag“.
     24.     Við 96. gr. Í stað orðanna „Lagaákvæði um ársreikninga“ í 2. málsl. 2. efnismgr. komi: Ákvæði laga um ársreikninga.
     25.     Við 102. gr. Í 5. efnismgr. standi á tveimur stöðum: endurskoðendur eða skoðun armenn, í staðinn fyrir „endurskoðendur“.
     26.     Við 112. gr. Í stað orðsins „endurskoðendur“ í a-lið komi: endurskoðendur og skoð unarmenn.
     27.     Við 114. gr. Við greinina bætist við nýr stafliður, c-liður, er orðist svo: Í c-lið 1. mgr. standi í upphafi: Gegn endurskoðendum eða skoðunarmönnum, í staðinn fyr ir „Gegn endurskoðendum“.
     28.     Við 125. gr. Síðari málsliður efnismálsgreinar b-liðar orðist svo: Veita skal almenn an aðgang að skránni, sbr. þó ákvæði laga um ársreikninga um skil á ársreikning um og aðgang að þeim.
     29.     Við 126. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
                   a.     Í stað orðsins „endurskoðenda“ í a-lið komi: endurskoðenda eða skoðunarmanna.
                   b.     Aftan við c-lið bætist nýr málsliður er orðist svo: Jafnframt falla niður í 3. tölul. 3. mgr. orðin „endurskoðendur skilyrði þau er getur í 81. gr.“ en í staðinn komi: endurskoðendur eða skoðunarmenn þau hæfisskilyrði er getur í lögum um árs reikninga.
     30.     Við 127. gr. Í stað orðsins „endurskoðenda“ í b-lið komi: endurskoðenda eða skoð unarmanna.
     31.     Við 130. gr. Aftan við greinina bætist: Í staðinn fyrir „endurskoðendur“ kemur: end urskoðendur eða skoðunarmenn.
     32.     Við 132. gr. Greinin orðist svo:
                  Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1995 og koma þá til framkvæmda nema að því leyti sem segir í ákvæðum til bráðabirgða.
                  Frá gildistöku laga þessara falla úr gildi 80.–91. gr. laga þessara eins og þeim hef ur verið breytt. Fyrirsögn XI. kafla verður: Sérstakar rannsóknir. Þá fellur einnig úr gildi XII. kafli laganna eins og honum hefur verið breytt.
     33.     Við bætist ný grein, svohljóðandi:
                  Þegar lög þessi hafa öðlast gildi skal fella meginmál þeirra, svo og laga nr. 69/1989, 12/1990, 21/1991, 90/1991, 23/1991 og 92/1991, allra um breytingu á lög um um hlutafélög, inn í þau lög og gefa þau út svo breytt með samfelldri greinatölu og kaflanúmerum.