Ferill 72. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 72 . mál.


404. Nefndarálit



um frv. til l. um bókhald.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á fund til sín Guðmund Guðbjarnason, formann nefndarinnar er samdi frumvarpið, Braga Gunnarsson, lögfræðing í fjármálaráðuneyti, og Jónat an Þórmundsson prófessor, Skúla Eggert Þórðarson skattrannsóknarstjóra og Snorra Olsen, deildarstjóra í fjármálaráðuneyti. Þeir þrír síðastnefndu kynntu fyrir nefndinni tillögur að viður lagaákvæðum við frumvarpið sem óskað var eftir að nefndin felldi inn í breytingartillögur sínar. Þar sem um viðamiklar breytingar er að ræða og skammt er eftir af haustþingi treystir nefndin sér ekki til að taka þær breytingar inn í frumvarpið að svo stöddu. Nefndin hefur hins vegar þeg ar sent tillögurnar út til umsagnar og stefnir að því að fara yfir málið aftur með hliðsjón af inn sendum umsögnum strax í janúar þegar þing kemur saman aftur.
    Umsagnir um málið bárust frá BHMR, Félagi löggiltra endurskoðenda, Íslenskri verslun, Neytendasamtökunum, ríkisskattsjóra, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samtökum íslenskra verðbréfafyrirtækja og skattrannsóknarstjóra ríkisins.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins með breytingum sem gerð er tillaga um á sér stöku þingskjali. Þær eru eftirfarandi:
     1 .     Lagt er til að tekin verði af tvímæli um að þeir sem undanþegnir eru að færa tvíhliða bókhald skuli færa í stað þess þær bækur sem upp eru taldar í 5. mgr. 10. gr. frumvarpsins.
     2 .     Lagt er til að hugtakið „innra eftirlit“ verði skilgreint í frumvarpinu og að efnisatriði 3. og 4. mgr. 7. gr. verði sameinuð í eina málsgrein.
     3 .     Í 10. gr. er lögð til leiðrétting á tilvísun.
     4 .     Lagt er til að ákvæði 14. gr. verði víkkað út þannig að það nái einnig til þess þegar verið er að stemma af aðra greiðslureikninga en sjóðreikning við færslur í sundurliðunarbók. Þetta er gert með tilliti til þess að algengast er að reikningar séu greiddir með öðru greiðslufyrirkomulagi en peningum.
     5 .     Lagt er til að orðinu „heiti“, þ.e. vöruheiti, verði skotið inn í upptalningu 16. gr.
     6 .     Lagt er til að taka hugtakið „innri strimill“ inn í stað orðsins „sjóðvélastrimill“ í 20. gr. til samræmis við notkun þess orðs í reglugerð um tekjuskráningu virðisaukaskattsskyldra að ila.
     7 .     Lögð er til breyting á 24. gr. frumvarpsins sem mælir fyrir um að ekki megi sýna nettóútkomu á einstökum liðum með því að draga tekjur frá gjöldum og skuldir frá eignum eða öf ugt. Nefndin telur að núverandi orðalag 2. mgr. geti skapað hættu á misskilningi, m.a. vegna skilgreiningar á svokallaðri „jöfnunarreglu“ í nýútkominni greinargerð reikningsskilaráðs. Er því lagt til að nota heldur orðasambandið „að fella saman“ í stað „að jafna saman“.
     8 .     Lögð er til breyting á orðalagi 25. gr.
     9 .     Lagt er til að 28. gr. verði breytt þannig að ákvæði 3. mgr. verði samræmt ákvæði 1. mgr. 27. gr. frumvarps til laga um ársreikninga, sem gert er ráð fyrir að verði samþykkt samhliða, varðandi mat vörubirgða.
     10 .     Lögð er til orðalagsbreyting á 32. gr.
     11.     Loks er lagt til að heiti III. kafla breytist þannig að í stað heitisins „Ársreikningur og skýringar“ standi aðeins „Ársreikningur“.
    Jóhanna Sigurðardóttir sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykk áliti þessu.

Alþingi, 17. des. 1994.



    Jóhannes Geir Sigurgeirsson,     Vilhjálmur Egilsson.     Guðmundur Árni Stefánsson.
    form., frsm.          

    Guðjón Guðmundsson.     Ingi Björn Albertsson.     Kristín Ástgeirsdóttir.

    Finnur Ingólfsson.     Sólveig Pétursdóttir.     Steingrímur J. Sigfússon.