Ferill 73. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 73 . mál.


406. Nefndarálit



um frv. til l. um ársreikninga.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á fund til sín Guðmund Guðbjarnason, formann nefndarinnar er samdi frumvarpið, Braga Gunnarsson, lögfræðing í fjármálaráðuneyti, og Jónat an Þórmundsson prófessor, Skúla Eggert Þórðarson skattrannsóknarstjóra og Snorra Olsen, deildarstjóra í fjármálaráðuneyti. Þeir þrír síðastnefndu kynntu fyrir nefndinni tillögur að viður lagaákvæðum við frumvarpið sem óskað var eftir að nefndin felldi inn í breytingartillögur sínar. Þar sem um viðamiklar breytingar er að ræða og skammt er eftir af haustþingi treystir nefndin sér ekki til að taka þær breytingar inn í frumvarpið að svo stöddu. Nefndin hefur hins vegar þeg ar sent tillögurnar út til umsagnar og stefnir að því að fara yfir málið aftur með hliðsjón af inn sendum umsögnum strax í janúar þegar þing kemur saman aftur.
    Umsagnir um málið bárust frá BHMR, Félagi löggiltra endurskoðenda, Íslenskri verslun, Neytendasamtökunum, ríkisskattsjóra, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samtökum íslenskra verðbréfafyrirtækja og skattrannsóknarstjóra ríkisins.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins með breytingum sem gerð er tillaga um á sér stöku þingskjali. Þær eru eftirfarandi:
     1 .     Lögð er til breyting á 2. gr. til að gera ákvæðið skýrara.
     2 .     Lagt er til að orðið „láta“ í 3. gr. falli brott til samræmis við orðalag 1. mgr. 22. gr. laga um bókhald sem gert er ráð fyrir að verði samþykkt samhliða.
     3 .     Lögð er til breyting á orðalagi 7. gr.
     4 .     Lögð er til breyting á 12. gr. sem tekur af skarið um að ekki megi sýna nettóútkomu á einstökum liðum með því að draga tekjur frá gjöldum og skuldir frá eignum og öfugt. Nefndin telur að núverandi orðalag 12. gr. geti skapað hættu á misskilningi, m.a. vegna skilgrein ingar á svokallaðri „jöfnunarreglu“ í nýútkominni greinargerð reikningsskilaráðs, þótt sú regla fjalli um óskylda hluti. Er því lagt til að nota heldur orðasambandið „að fella saman“ í stað „að jafna saman“.
     5 .     Lagt er til að breyta heimildarákvæði 16. gr. „Heimilt er að færa“ í skylduákvæði „Færa skal“ til að koma í veg fyrir misskilning. Meginreglan er að færa til gjalda og til skuldar áfallnar fjárhæðir í samræmi við lotunarákvæði 14. gr. Hér er verið að ræða um lotun áætl aðra gjalda skýrt skilgreindra skuldbindinga en eru þó óvissar að því er fjárhæð varðar eða hvenær þær falla til greiðslu eins og t.d. ábyrgðarskuldbindingar og eftirlaunaskuldbind ingar. Það skal áréttað að hér er verið að ræða um reikningsskilareglu sem hefur ekkert með skattuppgjör að gera.
     6 .     Lagt er til að orðalag 1. málsl. 3. mgr. 22. gr. verði lagfært þannig að ótvírætt sé að til framleiðslukostnaðar varanlegra rekstrarfjármuna við eignfærslu teljist vinnuafl og sá kostnaður sem rekja má beint eða óbeint til framleiðslu fjármunanna. Þá er lagt til að bætt verið við nýrri málsgrein þar sem kveðið er á um að eignarleigusamingar, sem gerðir eru og nema verulegum fjárhæðum, skulu í samræmi við ákvæði samninganna vera eignfærðir og þar af leiðandi skuldbindingar vegna hans skuldfærðar. Er þessi breyting í tengslum við 3. mgr. 42. gr.
     7.     Lögð er til leiðrétting á tilvísun í 24. gr.
     8.     Lagt er til að í 32. gr. verði bætt inn sambærilegu ákvæði um meðferð affalla af keyptum verðbréfum og eru varðandi seld verðbréf.
     9.     Lagðar eru til tvær breytingar á 42. gr. Annars vegar að útvíkka orðalag greinar innar þannig að hún nái yfir öll viðskiptabréf en ekki einungis víxla. Hins vegar er ákvæði um eignarleigusamninga fært úr þessari grein yfir í 5. mgr. 22. gr. sem fjall ar um eign- og skuldfærslu slíkra samninga.
     10.     Í 57. gr. er annars vegar lagt til að orðið „löggilta“ falli brott til samræmis við notk un á orðinu endurskoðandi almennt í frumvarpinu. Þá er einnig lagt til að lagt sé að jöfnu hvort kosnir séu endurskoðendur, einn eða fleiri, eða félag endurskoðenda.
     11.     Nefndin gerir tillögu um nýja uppröðun á 58. gr. þannig að í 1. mgr. verði eingöngu fjallað um búsetuskilyrði endurskoðenda eða skoðunarmanna, 2. mgr. verði felld brott þar sem efnisinnihald hennar leiðir af öðrum ákvæðum frumvarpsins og í 3. mgr. verði mennturkröfur og starfsskyldur skoðunarmanna skilgreindar. Gengið er út frá því að endurskoðendur samkvæmt frumvarpinu og frumvarpi til laga um bókhald, sem stefnt er að því að afgreiða samhliða, geti aðeins verið þeir sem fengið hafa lög gildingu til starfans samkvæmt lögum nr. 67/1976, um löggilta endurskoðendur, og starfi samkvæmt ákvæðum þeirra laga. Því er ekki talin þörf á að kveða sérstaklega á um hæfisskilyrði þeirra í frumvarpinu.
     12.     Lögð er til sú breyting á 63. gr. að skilgreint verði hlutverk félagskjörinna skoðun armanna þar sem jafnframt eru kosnir endurskoðendur eða skoðunarmenn. Hlutverk þessara manna hefur verið óljóst eftir að almennt varð að stærri fyrirtæki og félög réðu til sín endurskoðendur eða bókhaldsfróða aðila til að annast reikningsskil. Árit un þeirra er oft og tíðum einungis gerð með tilvísun til áritunar endurskoðandans. Með þessari breytingu verður hlutverk félagskjörins skoðunarmanns nánast það sama og greinir í 34. gr. frumvarps til laga um bókhald.
     13.     Lagt er tilvísun til 82. gr. til 2. gr. verði breytt með hliðsjón af þeirri breytingu á 2. gr. sem rakin er í fyrsta liðnum hér að framan.
     14.     Loks eru lagt til að ákvæði um ársreikninga og endurskoðun í lögum nr. 22/1991, um samvinnufélög, verði felld brott og þau lög að öðru leyti samræmd frumvarpi þessu.
    Jóhanna Sigurðardóttir sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er sammála áliti þessu.

Alþingi, 17. des. 1994.



    Jóhannes Geir Sigurgeirsson,     Vilhjálmur Egilsson.     Finnur Ingólfsson.
    form., frsm.          

    Sólveig Pétursdóttir.     Ingi Björn Albertsson.     Kristín Ástgeirsdóttir.

    Guðjón Guðmundsson.     Steingrímur J. Sigfússon.     Guðmundur Árni Stefánsson.