Ferill 304. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 304 . mál.


409. Tillaga til þingsályktunar



um fullgildingu samnings um breytingu á tilteknum samningum EFTA-ríkjanna.

(Lögð fyrir Alþingi á 118. löggjafarþingi 1994.)



    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að fullgilda fyrir Íslands hönd samning um breyt ingu á tilteknum samningum EFTA-ríkjanna sem áritaður var í Genf 13. desember 1994.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.


     Samhliða samningnum um Evrópska efnahagssvæðið gerðu EFTA-ríkin samning um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls, samning um fastanefnd EFTA-ríkjanna og samning um nefnd þingmanna frá þjóðþingum EFTA-ríkjanna. Þeir samningar tóku gildi á sama tíma og EES-samningurinn eða 1. janúar 1994.
    Vegna aðildar Austurríkis, Finnlands og Svíþjóðar að Evrópusambandinu, væntanlega frá og með 1. janúar 1995, hafa Ísland og Noregur gert samning um breytingu á áðurgreindum þremur EFTA-samningum. Samningurinn var undirritaður 13. desember 1994. Helstu breyting arnar varða fjölda eftirlitsfulltrúa í eftirlitsstofnun EFTA, fjölda dómara í EFTA-dómstólnum og hversu marga fulltrúa Ísland og Noregur hafa rétt á að tilnefna í þingmannanefnd EES. Aðrar breytingar eru tæknilegs eðlis eins og t.d. hvað hugtakið EFTA-ríki þýði í þessum samningum.
    Samkvæmt 7. gr. samningsins um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls skal eftirlitsstofnun EFTA vera skipuð fimm eftirlitsfulltrúum og skv. 28. gr. samningsins skipa fimm dómarar EFTA-dómstólinn. Þær breytingar eru gerðar á 7. gr. að eftirlitsfulltrúar verði þrír og á 28. gr. að dómarar verði þrír. Í 11. gr. eru bráðabirgðaákvæði þess efnis að þangað til Liechtenstein gerist aðili að samningnum skuli þriðji eftirlitsfulltrúinn skipaður tímabundið. Hvað dómstólinn varðar verða skipaðir tveir dómarar og þeir skulu velja þriðja dómarann fyrir hvert einstakt mál eins og segir nánar í 12. gr. Þegar Liechtenstein gerist aðili verður þriðji dómarinn skipaður með venjulegum hætti.
    Samkvæmt 95. gr. EES-samningsins skal vera starfandi þingmannanefnd EES. Samkvæmt bókun 36 við EES-samninginn er nefndin skipuð 66 þingmönnum, 33 frá Evrópuþinginu og 33 frá þjóðþingum EFTA-ríkjanna. Þessi ákvæði verða óbreytt. Samningurinn um breytingar á til teknum samningum EFTA-ríkjanna gerir ráð fyrir að Alþingi eigi rétt á að tilnefna ellefu þim gmenn, tíu ef Liechtenstein gerist aðili, norska Stórþingið tuttugu og tvo en tuttugu ef Liechten stein gerist aðili og Liechtenstein fær þrjá ef það gerist aðili.
    Samningurinn öðlast gildi á sama degi og aðildarsáttmáli Austurríkis, Finnlands og Svíþjóð ar tekur gildi. Hafi samningurinn ekki verið undirritaður fyrir þann dag skal hann ganga í gildi á undirskriftardegi.
    Samninginn á íslensku og ensku er að finna í fylgiskjölum.



Fylgiskjal I.


REPRÓ 4 bls.


..........




    Á fskj. II var birt ensk útgáfa samningsins um breytingu á tilteknum samningum EFTA-ríkjanna. Um hana er vísað til þingskjalsins (lausaskjalsins).