Ferill 209. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 209 . mál.


424. Nefndarálit



um frv. til l. um útflutning hrossa.

Frá landbúnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á fund til sín Sveinbjörn Eyjólfsson frá landbúnað arráðuneyti og Agnar Norland. Þá barst nefndinni umsögn um málið frá Páli A. Pálssyni, fyrr verandi yfirdýralækni.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verið samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:



    7. gr. orðist svo:
    Landbúnaðarráðherra fer með framkvæmd laga þessara og setur í reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd þeirra, þar með talið kröfur um heilbrigði er taki mið af kyni og aldri hrossa sem flytja á úr landi, skoðun og merkingu útflutningshrossa, aðstöðu í útflutningshöfn og meðferð þeirra upplýsinga sem útflytjanda er skylt að leggja fram og sem upprunavottorð byggist á.

    Eggert Haukdal og Ragnar Arnalds voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 19. des. 1994.



    Egill Jónsson,     Kristín Ástgeirsdóttir.     Gísli S. Einarsson.
    form., frsm.          

    Guðni Ágústsson.     Árni M. Mathiesen.     Jóhannes Geir Sigurgeirsson.

Einar K. Guðfinnsson.