Ferill 311. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 311 . mál.


446. Frumvarp til lagaum læknaráð.

(Lagt fyrir Alþingi á 118. löggjafarþingi 1994.)I. KAFLI


Læknaráð.


1. gr.


    Læknaráð starfar í tveimur deildum, réttarmálaráði og siðamálaráði.
    

II. KAFLI


Réttarmálaráð.


2. gr.


    Réttarmálaráð skipa fimm læknar sem eru sérfróðir um eftirtalin svið læknisfræðinnar:
     1 .     Geðlæknisfræði.
     2 .     Handlæknisfræði.
     3 .     Lyflæknisfræði.
     4 .     Réttarlæknisfræði.
     5 .     Örorku.
    

3. gr.


    Læknadeild Háskóla Íslands skal tilnefna í réttarmálaráð skv. 2. gr. og jafnmarga varamenn sem hafi sérþekkingu á sömu sviðum og aðalmenn.
    Heilbrigðisráðherra skipar réttarmálaráð. Skipunartími hvers sérfræðings og varamanns hans í ráðinu skal vera fimm ár.
    

4. gr.


    Réttarmálaráð kýs formann og varaformann til þriggja ára í senn.
    

5. gr.


    Hlutverk réttarmálaráðs er að láta í té sérfræðileg álit samkvæmt ákvörðun eða úrskurði dómara eða að beiðni ríkissaksóknara um læknisfræðileg efni og meðferð sem starfsmenn heil brigðisþjónustu veita.
    

6. gr.


    Um hvert mál fjalla þrír menn. Formaður eða varaformaður ráðsins skal taka þátt í afgreiðslu hvers máls, auk eins ráðsliða sem formaður tilnefnir. Auk þeirra skal réttarmálaráð tilnefna til þátttöku í afgreiðslu máls einn mann utan ráðsins sem hefur sérþekkingu á því álitaefni sem um er fjallað hverju sinni. Skylt er að taka tilnefningu til þátttöku í málsmeðferð.
    Niðurstaða þeirra sem fjalla um mál skv. 1. mgr. telst álit réttarmálaráðs sé það samhljóða. Að öðrum kosti skal réttarmálaráð taka mál til fullnaðarafgreiðslu.
    

7. gr.


    Réttarmálaráð tekur mál til meðferðar á grundvelli þeirra skriflegu gagna sem fyrir það eru lögð.
    Telji ráðið þörf á nánari skýringum á vottorði sem fyrir það er lagt eða er því ósam mála skal það gefa viðkomandi vottorðsgjafa kost á að rökstyðja vottorð sitt nánar munn lega eða skriflega. Sama á við um önnur gögn sem fyrir ráðið eru lögð.
    Telji ráðið ekki unnt að gefa álit á grundvelli fyrirliggjandi gagna skal það endur senda málið ásamt umsögn um það hvers vegna það telji ókleift að taka málið til efnis meðferðar.
    

8. gr.


    Niðurstöður réttarmálaráðs skulu að jafnaði rökstuddar og ætíð ef sá er álits beiðist æskir þess svo og ef ágreiningur er í ráðinu um niðurstöður.
    

III. KAFLI


Siðamálaráð.


9. gr.


    Siðamálaráð skipa þrír menn. Ráðið skulu skipa einn lögfræðingur og tveir læknar.
    

10. gr.


    Heilbrigðisráðherra skipar siðamálaráð skv. 9. gr. og varamenn fyrir hvern ráðsliða sem hafi sömu menntun og aðalmenn. Ráðherra skipar formann úr hópi ráðsliða.
    Skipunartími ráðsins er fimm ár.
    

11. gr.


    Hlutverk siðamálaráðs er:
     1.     að láta almenningi, heilbrigðisráðherra og landlækni í té álit á því hvort greining, að gerð, meðferð, hegðun eða framkoma starfsmanns í heilbrigðisþjónustu sé tilhlýði leg eða ekki,
     2.     að láta heilbrigðisráðherra samkvæmt beiðni í té álit á því hvort svipta beri starfs mann í heilbrigðisþjónustu starfsréttindum vegna tiltekinnar háttsemi eða endurveita honum slík réttindi.
    

12. gr.


    Siðamálaráð tekur mál til meðferðar á grundvelli þeirra skriflegu gagna sem fyrir það eru lögð.
    Telji ráðið þörf á frekari gögnum eða upplýsingum er starfsmönnum í heilbrigðis þjónustu skylt að veita ráðinu aðgang að þeim gögnum sem það telur sig þurfa til úr lausnar mála, þar með taldar sjúkraskrár og að veita ráðinu munnlega eða skriflega þær aðrar upplýsingar sem nauðsynlegar eru að mati ráðsins.
    

13. gr.


    Niðurstöður siðamálaráðs skulu vera rökstuddar.
    

IV. KAFLI


Almenn ákvæði.


14. gr.


    Deildir læknaráðs skulu afgreiða mál innan þriggja mánaða frá því að þau berast. Dómari, sem óskar sérfræðilegs álits réttarmálaráðs, getur þó ákveðið styttri tíma ef sér staklega stendur á. Ef ekki reynist unnt í einstökum tilvikum að ljúka afgreiðslu máls inn an tilskilins tímafrests skal þess getið í álitsgerð hvaða ástæður hafi valdið drættinum á málsmeðferðinni.
    

15. gr.


    Um vanhæfi ráðsliða gilda ákvæði stjórnsýslulaga.
    

16. gr.


    Framkvæmdastjóri læknaráðs skal vera lögfræðingur. Skal hann undirbúa málsmeð ferð í samráði við formenn, rita fundargerðir, annast skjalavörslu og sjá um aðra stjórn sýslu fyrir ráðin.
    Heilbrigðisráðherra skipar framkvæmdastjóra að fenginni umsögn deilda læknaráðs.
    

17. gr.


    Aðal- og varamenn í læknaráði, sérfræðingar, starfsmenn og aðrir sem vinna fyrir eða með ráðunum skulu gæta þagmælsku og hindra að óviðkomandi aðilar fái upplýsingar um sjúkdóma og önnur einkamál sem þeir komast að í störfum sínum.
    

18. gr.


    Heilbrigðisráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um starfsreglur deilda læknaráðs og um skýrslur deilda þess um starfsemi sína.
    Kostnaður vegna laga þessara greiðist úr ríkissjóði.
    

V. KAFLI


Gildistaka o.fl.


19. gr.


    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1996. Við gildistöku laga þessara falla úr gildi lög um læknaráð, nr. 14 15. maí 1942, og 2.–7. málsl. 3.5. gr. í lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 97 28. september 1990, með síðari breytingum.
    

VI. KAFLI


Ákvæði til bráðabirgða.


20. gr.


    Þrátt fyrir ákvæði 19. gr. um gildistöku laga þessara skal læknadeild Háskóla Íslands fyrir 1. nóvember 1995 tilnefna í réttarmálaráð í fyrsta sinn og þeir skipaðir til starfa í framhaldi af því. Þegar fulltrúar í réttarmálaráð eru skipaðir í fyrsta sinn skal skipunar tími þeirra vera 1, 2, 3, 4 og 5 ár og skal skipunartími hvers ráðsliða ráðinn með hlut kesti. Fulltrúar í siðamálaráð skulu í fyrsta sinn skipaðir fyrir 1. nóvember 1995.
    

21. gr.


    Þrátt fyrir ákvæði 19. gr. skal læknaráð samkvæmt lögum nr. 14. 15. maí 1942 fyr ir 1. apríl 1996 ljúka meðferð þeirra mála sem því barst fyrir gildistöku laga þessara sam kvæmt ákvæðum þeirra laga.
    Mál, sem til meðferðar eru hjá nefnd um ágreiningsmál samkvæmt lögum um heil brigðisþjónustu og ekki er lokið fyrir gildistöku laga þessara, skulu upp frá því sæta með ferð hjá siðamálaráði skv. III. kafla laga þessara. Ákvæði þessara laga gilda um áfram haldandi málsmeðferð.
    
    

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


     1. Inngangur.
    Árið 1941 var lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga um læknaráð. Var þá talið að ýms ar nýjungar í heilbrigðislöggjöf hefðu orðið þess valdandi að dómsmálum sem snertu lækna og læknisfræðileg efni færi fjölgandi. Töldu menn að lítt væri séð fyrir endann á þeirri þróun. Erfitt væri fyrir ólæknisfróða dómara að skera úr um slík mál á viðhlítandi hátt og því væri nauðsynlegt ráð læknisfróðra manna. Að frumkvæði landlæknis og með stuðningi læknafélaganna hafði frumvarpið því verið samið. Flutningsmaður frumvarps ins var Vilmundur Jónsson, landlæknir og alþingismaður. Frumvarpið var endurflutt ári seinna og þá samþykkt sem lög frá Alþingi nr. 14/1942. Reglugerð um starfsháttu lækna ráðs nr. 192/1942 var sett síðar á árinu.

     2. Starfshættir læknaráðs.
    Samkvæmt 1. gr. laga um læknaráð eiga þar sæti níu læknar. Þeir eru landlæknir, sem er formaður, kennararnir í réttarlæknisfræði, heilbrigðisfræði og lyfjafræði við Háskóla Íslands, yfirlæknar lyflæknisdeildar og handlæknisdeildar Landspítalans, yfirlæknar Geð veikrahælis ríkisins og Tryggingastofnunar ríkisins og formaður Læknafélags Íslands. Samkvæmt þessu er það starfsskylda þeirra sem skipaðir eru í fyrrnefndar stöður að vera í læknaráði. Hlutverk læknaráðs er að láta dómstólum, ákæruvaldi og stjórn heilbrigð ismálanna í té sérfræðilegar umsagnir varðandi læknisfræðileg efni og skal ráðið ekki láta önnur mál til sín taka en þau sem borin hafa verið undir það og af þeim aðilum sem lög in tilgreina.
    Samkvæmt reglugerð um starfsháttu læknaráðs skal það starfa í þremur þriggja manna deildum, réttarmáladeild, heilbrigðismáladeild og siðamáladeild.
    Réttarmáladeild er skipuð kennaranum í réttarlæknisfræði við háskólann, sem er for maður deildarinnar, yfirlækni Geðveikrahælis ríkisins og yfirlækni handlæknisdeildar Landspítalans. Deildin fjallar um réttarmál, þ.e. mál frá dómstólum eða ákæruvaldi. Á undanförnum árum hefur réttarmáladeild læknaráðs hist milli 5–10 sinnum á ári.
    Í heilbrigðismáladeild eiga sæti landlæknir, sem er formaður, kennarinn í heilbrigð isfræði við háskólann og yfirlæknir lyflæknisdeildar Landspítalans. Heilbrigðismála deild skal fjalla um heilbrigðismál. Heilbrigðismáladeild læknaráðs hefur ekki komið sam an síðan 1948.
    Í siðamáladeild eiga sæti læknaráðsmaður sem er sérstaklega kjörinn af læknaráði og er hann formaður, kennarinn í réttarlæknisfræði við háskólann og formaður Læknafé lags Íslands. Siðamáladeild skal fjalla um mál varðandi hegðun eða framkomu lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna. Siðamáladeild hittist u.þ.b. 10 sinnum á ári. Þau mál sem siðamáladeild hefur fjallað um á undanförnum árum eru nánast undantekningarlaust kom in til deildarinnar samkvæmt beiðni landlæknis.
    Þegar deild læknaráðs hefur lokið afgreiðslu máls endursendir hún forseta ráðsins málsskjöl ásamt álitsgerð. Þar skal rekja málsatvik þannig að stutt en glöggt yfirlit fá ist yfir öll atriði sem máli skipta þegar meta skal niðurstöðu álitsgerðarinnar.
    Niðurstaða réttarmáladeildar og heilbrigðismáladeildar hvorrar um sig um mál telst fullnaðarniðurstaða læknaráðs nema læknaráðsmaður krefjist að málið sé borið undir læknaráð í heild. Siðamáladeild gerir á hinn bóginn einungis tillögu til læknaráðs um af greiðslu máls. Þetta merkir að læknaráð í heild fjallar um öll mál sem siðamáladeild hef ur áður gert tillögur um afgreiðslu á og önnur mál ef læknaráðsmaður krefst að tillaga deildar fari fyrir læknaráð.

     3. Endurskoðun laga um læknaráð.
    Fyrri hluta árs 1991 skipaði heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra nefnd sem falið var að endurskoða lög um læknaráð. Í nefndina voru skipuð: Páll Sigurðsson ráðuneytis stjóri, formaður, Gunnlaugur Claessen ríkislögmaður, Haukur Þórðarson yfirlæknir, Ólaf ur Axelsson hæstaréttarlögmaður, Ólafur Ólafsson landlæknir, Sigurður Líndal prófess or, Steingrímur Gautur Kristjánsson héraðsdómari og Þorsteinn A. Jónsson skrifstofu stjóri. Ritari nefndarinnar var skipuð Dögg Pálsdóttir skrifstofustjóri. Nefndin hefur samið lagafrumvarp það sem hér liggur fyrir.
    Við samningu frumvarpsins hefur nefndin m.a. haft til hliðsjónar breyttar áherslur í málsmeðferð stjórnsýslunnar frá því að lögin um læknaráð voru sett. Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu hefur landlæknir veigamiklu hlutverki að gegna varðandi eftir lit með starfi heilbrigðisstétta og heilbrigðisstofnana. Flest mál sem siðamáladeild lækna ráðs hefur haft til umfjöllunar á undanförnum árum eru þangað komin samkvæmt beiðni landlæknis. Samkvæmt reglum um læknaráð ber að beina öllum erindum til ráðsins til forseta þess en landlæknir er það samkvæmt lögunum um læknaráð. Forseti ráðsins í sam ráði við ritara sendir erindið til viðkomandi deildar. Samkvæmt reglum um starfsháttu siðamáladeildar skulu álitsgerðir hennar sendar læknaráði í heild til umfjöllunar. Land læknir hefur ekki vikið sæti við meðferð mála sem hann hefur beint til ráðsins. Það get ur á hinn bóginn ekki talist í samræmi við nútíma stjórnsýsluhætti að sami embættis maðurinn fjalli um mál bæði í nefnd sem lög skipa hann til formennsku í og í embætti sínu. Slík er þó raunin þegar læknaráð, sem landlæknir er forseti fyrir samkvæmt lög um, sendir álitsgerðir varðandi siðamál til embættis landlæknis vegna mála sem emb ættið hefur beint til ráðsins.
    Frumvarpið gerir ráð fyrir að læknaráð starfi framvegis í tveimur deildum, réttar málaráði og siðamálaráði, og gerir talsverðar breytingar á skipun deildanna.
    Í réttarmálaráði skulu sitja fimm læknar sem læknadeild Háskóla Íslands tilnefnir til fimm ára í senn. Ráðið kýs sér sjálft formann. Hlutverk réttarmálaráðs er að láta dóm urum eða ríkissaksóknara í té sérfræðileg álit varðandi læknisfræðileg efni og meðferð veitta af starfsmönnum heilbrigðisþjónustunnar. Um hvert mál fjalla þrír menn, formað ur eða varaformaður ráðsins, einn ráðsliði sem formaður tilnefnir og einn maður utan ráðsins sem hefur sérþekkingu á því álitaefni sem um er fjallað hverju sinni. Niðurstöð ur ráðsins skulu að jafnaði rökstuddar og ætíð ef sá er álits beiðist æskir þess svo og ef ágreiningur er í ráðinu um niðurstöður.
    Í siðamálaráði skulu sitja þrír menn, lögfræðingur og tveir læknar, sem skipaðir eru til fimm ára í senn. Skal lögfræðingurinn vera formaður ráðsins. Siðamálaráð mun sinna sömu verkefnum og siðamáladeild læknaráðs, auk þess sem því verða falin verkefni úr skurðarnefndar um ágreiningsmál samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu. Hlutverk siðamálaráðs er að láta almenningi, heilbrigðisráðherra og landlækni í té álit sitt á því hvort greining, meðferð, aðgerð, hegðun eða framkoma starfsmanns í heilbrigðisþjón ustu sé tilhlýðileg eða ekki og að láta heilbrigðisráðherra samkvæmt beiðni í té álit á því hvort svipta beri starfsmann í heilbrigðisstétt starfsréttindum vegna háttsemi eða endur veita honum slík réttindi. Niðurstöður siðamálaráðs skulu rökstuddar.
    Gert er ráð fyrir þeirri almennu reglu að læknaráð skuli afgreiða mál innan þriggja mánaða frá því að þau berast. Þó er gert ráð fyrir að dómari, sem óskar álits réttarmála ráðs, geti gefið ráðinu styttri frest ef sérstaklega stendur á.
    
    

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Hér er gert ráð fyrir að læknaráð skuli starfa og að því skuli skipt í tvær deildir, rétt armálaráð og siðamálaráð.
    

Um 2. gr.


    Hér er gerð grein fyrir skipun réttarmálaráðs. Fimm læknar sem sérfróðir eru um til greind svið læknisfræðinnar skulu skipa réttarmálaráð. Þeir skulu vera sérfróðir í geð læknisfræði, handlæknisfræði, lyflæknisfræði, réttarlæknisfræði og örorku.
    

Um 3. gr.


    Hér er gert ráð fyrir að læknadeild Háskóla Íslands tilnefni lækna til setu í réttar málaráði. Í réttarmálaráði skulu sitja þeir sérfræðingar sem færastir eru á þeim sviðum sem tilgreind eru í 1. gr. og gengið er út frá því að í læknadeild sé víðtækust fagleg þekk ing á því hverjir þessir sérfræðingar eru. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra skal skipa ráðið til fimm ára í senn.

Um 4. gr.


    Réttarmálaráð skal sjálft kjósa sér formann og varaformann til þriggja ára í senn.
    

Um 5. gr.


    Gert er ráð fyrir að aðgangur að réttarmálaráði sé takmarkaður við það að fyrir liggi ákvörðun eða úrskurður dómara eða beiðni ríkissaksóknara. Einstaklingar sem hyggjast fara í mál munu þannig ekki geta skotið máli sínu til umsagnar réttarmálaráðs.
    Réttarmálaráð skal fjalla um mál á þeim grundvelli sem fyrir það er lagt. Á þessu stigi eiga öll atriði að vera komin fram í einkamáli og sjónarmið beggja aðila að liggja fyr ir.
    

Um 6. gr.


    Til að auka skilvirkni í störfum og málshraða er gert ráð fyrir því sem aðalreglu að hvert mál sé afgreitt af þremur mönnum. Tveir þeirra eru ráðsliðar í réttarmálaráði en hinn þriðji sérfróður utanaðkomandi aðili. Með þessu á að tryggja enn frekar bestu fag legu þekkingu sem völ er á hverju sinni.
    Verði ágreiningur meðal þeirra þriggja manna sem fjalla um mál skal réttarmálaráð í heild fjalla um málið. Í þeim tilvikum tekur sá sem tilnefndur var utan ráðsins ekki þátt í fullnaðarafgreiðslu málsins.

Um 7. gr.


    Réttarmálaráð fjallar um mál á grundvelli þeirra gagna sem til eru þegar málið er lagt fyrir ráðið. Réttarmálaráð aflar því ekki gagna sjálft. Ekki er gert ráð fyrir að réttarmála ráð eða einstakir ráðsliðar skoði sjúkling. Með því er ætlunin að koma í veg fyrir til finningatengsl sem geta myndast milli sjúklings og læknis. Tilgangurinn með þessu er sá að tryggja sem hlutlægasta niðurstöðu.
    Í reglu 2. mgr. er fólgin m.a. andmælaregla, t.d. ef réttarmálaráð er ósammála vott orðsgjafa.
    Regla 3. mgr. er undantekningarregla og ber að túlka þröngt. Gert er ráð fyrir að rétt armálaráð sendi mál því aðeins tilbaka að það telji ókleift að taka mál til efnismeðferð ar. Það á hins vegar ekki við ef eitthvað óverulegt vantar að mati ráðsins.
    

Um 8. gr.


    Ákvæðið er óbreytt frá gildandi lögum. Af reglunni leiðir að í niðurstöðum skal koma fram á hvaða forsendum réttarmálaráð byggir álit sitt.
    

Um 9. gr.


    Siðamálaráð kemur í stað núverandi siðamáladeildar læknaráðs og úrskurðarnefndar um ágreiningsmál samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu. Ráðið skal skipað þremur einstaklingum, tveimur læknum og einum lögfræðingi.
    Með svo fámennu siðamálaráði er ætlunin að tryggja hvort tveggja í senn skilvirkni og samræmi í túlkun. Mikilvægt er að í málum af þessu tagi sé ekki mismunandi mat á sambærilegum tilvikum. Hér er frekar um huglægt mat að ræða en hlutlægt.
    

Um 10. gr.


    Vegna mismunandi hlutverka siðamálaráðs og réttarmálaráðs er gert ráð fyrir mis munandi aðferð við tilnefningu í ráðin. Hér er gert ráð fyrir að heilbrigðis- og trygg ingamálaráðherra ákveði án tilnefningar hverjir sitji í siðamálaráði. Ráðherra skal skipa formann úr hópi ráðsliða. Skipunartími er til fimm ára í sinn. Varamenn skulu hafa sömu menntun og aðalmenn. Í því felst þó ekki að varamaður læknis þurfi að hafa sömu sér fræðiþekkingu og aðalmaður heldur er hér vísað til lögfræðimenntunar og læknisfræði menntunar.
    

Um 11. gr.


    Löggiltar heilbrigðisstéttir eru á fjórða tug og allar starfa þær á grundvelli starfsleyf is heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Nauðsynlegt er talið að almenningur svo og yf irstjórn heilbrigðisþjónustu eigi aðgang að hlutlausum aðilum varðandi álit í tilgreind um málum sem upp kunna að koma.
    Í áliti siðamálaráðs mundi felast slíkt mat óvilhallra aðila á þeirri þjónustu sem heil brigðisstarfsmenn hafa látið í té. Þetta á ekki aðeins við um þjónustu hjá opinberum stofn unum heldur um alla þjónustu á heilbrigðissviði. Sömuleiðis á þetta bæði við um sam skipti heilbrigðisstétta innbyrðis og samskipti heilbrigðisstétta við þá sem þjónustunnar njóta.
    Matið á því hvort tiltekin hegðun hafi verið tilhlýðileg er afstætt. Það fer eftir atvik um og aðstæðum sem og þekkingu sem fyrir hendi er á hverjum stað og hverjum tíma. Mælikvarðinn er því siðferðilegur en ekki lagalegur.
    Starfsemi siðamálaráðs hefur í engu áhrif á eða takmarkar hlutverk embættis land læknis um að hafa eftirlit með heilbrigðisstéttum og sinna kvörtunum samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu.
    Greinin gerir ráð fyrir að heilbrigðisráðherra geti leitað álits siðamálaráðs án þess að honum sé það skylt. Það getur hins vegar verið heilbrigðisráðherra til stuðnings að fá álit utanaðkomandi aðila eins og siðamálaráðs áður en hann tekur afstöðu í tilgreindu máli. Að sjálfsögðu breytir þetta engu um hlutverk landlæknis sem ráðgjafa í heilbrigðismál um.
    

Um 12. gr.


    Siðamálaráð skal almennt taka mál til meðferðar á grundvelli fyrirliggjandi skriflegra gagna. Hins vegar er gert ráð fyrir því að siðamálaráð geti aflað frekari gagna telji það þörf á. Hvað þetta varðar er því munur á siðamálaráði og réttarmálaráði.
    Skýrt er tekið fram í ákvæðinu til að koma í veg fyrir vafa að skylt er að láta siða málaráði í té öll gögn sem heilbrigðisstéttir hafa og varða sjúkling, þar á meðal sjúkra skrár. Þá er skylt að veita siðamálaráði allar upplýsingar sem það óskar eftir.
    

Um 13. gr.


    Sjá athugasemdir við 8. gr.
    

Um 14. gr.


    Rétt þykir að setja deildum læknaráðs hámarksfrest til að afgreiða mál. Fresturinn er ákveðinn þrír mánuðir og er þar miðað við hvað almennt er álitið að það taki langan tíma að afgreiða mál. Með þessu er lögð áhersla á skilvirkni í störfum ráðanna. Verði drátt ur á afgreiðslu máls fram yfir þriggja mánaða frestinn verður að gera sérstaka grein fyr ir slíkum drætti. Skýringar slíks dráttar á máli gætu t.d. verið að mál sé sérstaklega flók ið. Jafnframt er gert ráð fyrir að dómari, sem óskar álits réttarmálaráðs, geti ef sérstak lega stendur á ákveðið styttri frest til afgreiðslu málsins. Gert er ráð fyrir að þetta sé þó sérregla sem ekki skuli beitt nema í undantekningum og að dómari þurfi að rökstyðja það hverju sinni ef hann ákveður skemmri frest.
    

Um 15. gr.


    Eðlilegt þykir að sömu reglur gildi um vanhæfi og samkvæmt stjórnsýslulögum.
    

Um 16. gr.


    Gert er ráð fyrir að læknaráð hafi fastan starfsmann sem skal vera löglærður. Fastur starfsmaður tryggir skilvirka málsmeðferð. Ekki er hins vegar þar með sagt að starf þetta verði strax fullt starf þó gera megi ráð fyrir að svo verði síðar.
    

Um 17. gr.


    Reglur greinarinnar um þagnarskyldu byggja á sömu sjónarmiðum og fram koma í læknalögum.
    

Um 18. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.
    

Um 19. gr.


    Gert er ráð fyrir að við gildistöku laganna falli úr gildi lögin um læknaráð, nr. 14/1942, og ákvæði laga um heilbrigðisþjónustu um úrskurðarnefnd um ágreiningsmál.
    

Um 20. gr.


    Miðað er við að ný læknaráð verði orðin starfhæf við gildistöku laganna 1. janúar 1996. Þá er greininni stefnt að því að tryggja að réttarmálaráð endurnýist þannig að einn ráðsliða hætti á hverju ári en ekki ráðið í heild. Þar með er hins vegar ekki komið í veg fyrir að einstaklingar verði endurtilnefndir í ráðið.
    

Um 21. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.Fylgiskjal.
    
    
Fjármálaráðuneytið,
fjárlagaskrifstofa:
    

    

Umsögn um frumvarp til laga um læknaráð.


    Frumvarpið er endurskoðun á gildandi lögum um læknaráð og er því ætlað að taka til lit til þeirra breytinga sem hafa orðið á málsmeðferð stjórnsýslunnar.
    Frumvarpið felur í sér að fulltrúum í læknaráði fækkar úr níu í átta og að ráðinn verð ur löglærður framkvæmdastjóri fyrir læknaráð. Í fjárlögum 1994 er ráðstafað 1.900 þús. kr. til læknaráðs. Gera má ráð fyrir að heildarkostnaður vegna þóknunar til læknaráðs manna lækki en að framkvæmdastjóri verði í hlutastarfi og komi í stað núverandi ritara læknaráðs. Samtals má búast við að kostnaðarauki af þessum breytingum verði um 600–800 þús. kr. á ári. Ekki þarf að áætla fyrir auknum húsnæðiskostnaði frá því sem nú er en haldnir eru 5 til 10 fundir árlega í réttarmáladeild og siðamáladeild sem eru sam bærilegar við réttarmálaráð og siðamálaráð samkvæmt frumvarpinu. Með frumvarpinu eru felld úr gildi ákvæði 2.–7. málsl. 3.5. gr. í lögum nr. 97/1990, um heilbrigðisþjónustu. Ákvæðin eru um svokallaða kvörtunarnefnd en framlag til hennar var 420 þús. kr. í fjár lögum fyrir árið 1991. Síðustu tvö ár hefur kostnaður vegna nefndarinnar verið greidd ur af fjárveitingu aðalskrifstofu heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. Líklega mun umfang starfsemi læknaráðs aukast á næstu árum í samræmi við þá þróun sem orðið hef ur erlendis. Þá má einnig gera ráð fyrir að í auknum mæli verði krafist greiðslna fyrir sér fræðileg álit til læknaráðs og er sú þróun þegar hafin óháð frumvarpinu. Samtals má því ætla að beinn kostnaðarauki vegna frumvarpsins verði um 200 þús. kr. til 400 þús. kr. á ári að frádegnum áætluðum kostnaði vegna kvörtunarnefndar.