Ferill 3. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 3 . mál.


449. Nefndarálit



um frv. til lánsfjárlaga fyrir árið 1995.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á fund til sín Halldór Árnason skrifstofustjóra og Jón Ragnar Blöndal, deildarstjóra frá fjármálaráðuneyti. Þá komu einnig á fund nefndarinnar Hinrik Greipsson frá Þróunarsjóði sjávarútvegsins, Hilmar Þórisson frá Húsnæðisstofnun, Leif ur Jóhannesson frá Stofnlánadeild landbúnaðarins og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Þórður Skúlason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi breytingum:
     1 .     Lögð er til lækkun á endurlánum til Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Er þetta í samræmi við endurskoðaða greiðsluáætlun sjóðsins og afgreiðslu fjárlaganefndar. Samtala 3. gr. breytist til samræmis við þessa lækkun.
     2 .     Lögð er til hækkun á lántökuheimild Byggingarsjóðs ríkisins og Byggingarsjóðs verkamanna í samræmi við endurskoðaða greiðsluáætlun sjóðanna. Þá er lögð til hækkun á lán tökuheimild Stofnlánadeildar landbúnaðarins um 900 millj. kr. vegna skuldbreytingar rekstrarlána bænda. Þessi hækkun á lántökuheimild vegna Stofnlánadeildarinnar nær aðeins til skuldbreytinga skv. 2. tölul. 5. gr. laga nr. 45/1971, um Stofnlánadeild landbúnaðarins, þ.e. þegar verið er að breyta í föst lán lausaskuldum bænda vegna fjárfestingar í búrekstri á jörðum þeirra, svo og lausaskuldum vegna jarðakaupa, véla-, bústofns- og fóðurkaupa. Ekki er því átt við skuldbreytingu vegna neinna annarra lána, svo sem neyslulána. Við það er miðað að stjórn Stofnlánadeildar landbúnaðarins semji tillögur að reglum um framkvæmd þessarar skuldbreytingar sem ráðherra staðfestir.
     3 .     Lagt er til að heimila fjármálaráðherra að ábyrgjast lántökur eftirtalinna aðila vegna skuldbreytinga og greiðsluflæðisjöfnunar: Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar, Undirbúnings félags Orkubús Borgarfjarðar, Innheimtustofnunar sveitarfélaga, Hita- og vatnsveitu Akur eyrar og Bæjarveitna Vestmannaeyja. Samtals nemur hækkunin um 3.590 millj. kr.
     4 .     Loks er lagt til að heimila Vegagerðinni, vélamiðstöð, að yfirtaka skuldir Hríseyjarhrepps vegna kaupa á ferjunni Sæfara. Skuldirnar nema samtals 102,6 millj. kr.
    Nefndin vill taka fram að endurlán skv. 11. gr. frumvarpsins eru miðuð við stöðu ábyrgðar heimilda 5. júlí 1994 og yfirtaka lána skv. 12. gr. við 31. maí 1994.

Alþingi, 20. des. 1994.



    Vilhjálmur Egilsson,     Guðmundur Árni Stefánsson.     Guðjón Guðmundsson.
    frsm.          

    Ingi Björn Albertsson.     Sólveig Pétursdóttir.