Ferill 278. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 278 . mál.


451. Breytingartillögur



við frv. til l. um ráðstafanir í ríkisfjármálum á árinu 1995.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (VE, GÁS, GuðjG, IBA, SP).



     1 .     Í stað 4. gr. komi þrjár nýjar greinar er orðist svo:
                   a .     (4. gr.)
                            37. gr. laganna orðast svo:
                            Til lánveitinga og styrkja samkvæmt þessum kafla og til að standa straum af kostn aði skv. 5. mgr. 22. gr. er stjórn sjóðsins heimilt að verja árlega allt að 62 m.kr. í sam ræmi við reglur sem ráðherra setur.
                   b .     (5. gr.)
                            Við 39. gr. laganna bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                            Skattstjórum og Tryggingastofnun ríkisins er skylt að láta Atvinnuleysistrygginga sjóði í té upplýsingar sem nauðsynlegar eru við framkvæmd laga þessara.
                            Með einstaklingsbundnar upplýsingar, sem Atvinnuleysistryggingasjóði eru látnar í té samkvæmt þessari grein, skal farið með sem trúnaðarmál.
                   c .     (6. gr.)
                            Við bætist tvö ný ákvæði til bráðabirgða er orðist svo:
                  a.   (IV.)
                                 Á árinu 1994 er Atvinnuleysistryggingasjóði heimilt að greiða þeim sem þegið hafa atvinnuleysisbætur í samtals fjóra mánuði eða lengur á tólf mánaða tímabili sambærilega uppbót og kjarasamningar aðila vinnumarkaðarins gera ráð fyrir.
                  b.   (V.)
                                 Í samræmi við 5. mgr. 22. gr. skal stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs heimilt á árinu 1995, þrátt fyrir ákvæði 37. gr., að gera tillögu til að styrkja sérstök verk efni á vegum sveitarfélaga til eflingar atvinnulífi, enda verði dregið samsvarandi úr greiðslu atvinnuleysisbóta á viðkomandi stað. Úthlutun styrkja skal vera í sam ræmi við reglur sem ráðherra setur að fenginni umsögn Sambands íslenskra sveitar félaga. Tillögur sjóðstjórnar um styrkveitingu skulu staðfestar af ráðherra.
     2 .     Við I. kafla bætist fimm nýjar greinar með fyrirsögninni: Um breyting á lögum nr. 117/1993, um almannatryggingar, er orðist svo:
                   a .     (12. gr.)
                            3. málsl. 2. mgr. 11. gr. laganna orðast svo: Til tekna í þessu sambandi teljast ekki bætur almannatrygginga, tekjur úr lífeyrissjóðum, bætur samkvæmt lögum um félags lega aðstoð eða húsaleigubætur.
                   b .     (13. gr.)
                            Lokamálsliður 4. mgr. 12. gr. laganna orðast svo: Til tekna í þessu sambandi teljast ekki bætur almannatrygginga, tekjur úr lífeyrissjóðum, bætur samkvæmt lögum um fé lagslega aðstoð eða húsaleigubætur.
                   c .     (14. gr.)
                            17. gr. laganna orðast svo:
                            Ef aðrar tekjur ellilífeyrisþega en lífeyrir almannatrygginga, bætur samkvæmt lög um um félagslega aðstoð og húsaleigubætur fara ekki fram úr 217.319 kr. á ári skal greiða uppbót á lífeyri hans að upphæð 272.208 kr. á ári. Hafi bótaþegi hins vegar aðrar tekjur umfram 217.319 kr. á ári skal skerða uppbótina um 45% þeirra tekna sem umfram eru. Sama gildir um hjónalífeyri eftir því sem við á.
                            Ef aðrar tekjur örorkulífeyrisþega en lífeyrir almannatrygginga, bætur sam kvæmt lögum um félagslega aðstoð og húsaleigubætur fara ekki fram úr 217.319 kr. á ári skal greiða uppbót á lífeyri hans að upphæð 279.840 á ári. Hafi bóta þegi hins vegar aðrar tekjur umfram 217.319 kr. skal skerða uppbótina um 45% þeirra tekna sem umfram eru. Sama gildir um hjónalífeyri eftir því sem við á.
                            Um uppbót á lífeyri samkvæmt þessari grein gilda ákvæði 11. gr. eftir því sem við á.
                   d.     (15. gr.)
                            Í stað „1. júlí“ í 2. mgr. 18. gr. laganna komi: 1. september.
                   e.     (16. gr.)
                            Í stað orðanna „þriðja virkan“ í fyrri málsgrein 49. gr. laganna komi: fyrsta.
     3.     Við I. kafla bætast tvær nýjar greinar með fyrirsögninni: Um breytingu á lögum nr. 118/1993, um félagslega aðstoð, er orðist svo:
                   a.     (17. gr.)
                            Við síðari málslið 2. mgr. 1. gr. laganna bætist: aðrar en húsaleigubætur, eft ir því sem við á.
                   b.     (18. gr.)
                            Við 2. mgr. 9. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Nú hefur ein hleypingur aðrar tekjur en úr lífeyristryggingum almannatrygginga og skal sér staka heimilisuppbótin þá skerðast krónu fyrir krónu uns hún fellur niður.
     4.     Við I. kafla bætist ný grein, er verði 19. gr., með fyrirsögninni: Um breytingu á lög um nr. 117/1994, um skipulag ferðamála , er orðist svo:
                  Í stað „15“ í fyrri málslið 1. mgr. 26. gr. laganna komi: 25.
     5.     Við I. kafla bætist ný grein, er verði 20. gr., með fyrirsögninni: Um breytingu á lög um nr. 30/1966, um meðferð, skoðun og mat á sláturafurðum , er orðist svo:
                  Við lögin bætist ný grein er orðast svo:
                  Til að standa straum af kostnaði við heilbrigðiseftirlit dýralækna með sláturaf urðum skal landbúnaðarráðherra innheimta gjald af öllu innvegnu kjöti í afurðastöð. Eftirlitsgjaldið miðast við raunkostnað, þó ekki hærra en 2,50 kr. á hvert kíló kjöts miðað við vísitölu framfærslukostnaðar í janúar 1995.
                  Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um gjaldskyldu, innheimtu, gjalddaga og greiðslufyrirkomulag við heilbrigðiseftirlit dýralækna í sláturhúsum.
     6.     Við 10. gr. er verði 21. gr. Í stað „80,1“ komi: 101,6.
     7.     Við 12. gr. er verði 23. gr. Í stað orðanna „falla niður“ komi: til sjóðsins eigi nema hærri fjárhæð en 4 m.kr.
     8.     Við 24. gr. Greinin falli brott.
     9.     Við 25. gr. er verði 35. gr. Í stað „68“ komi: 88.
     10.     Við 27. gr. er verði 37. gr. Í stað „113“ komi: 94,3.