Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 1 . mál.


455. Breytingartillögur



við frv. til fjárlaga fyrir árið 1995.

Frá meiri hluta fjárlaganefndar (SigG, StB, EKG, ÁJ, ÁMM, GunnS).



     1 .     Við 6. gr. Nýr liður:
        2.8    Að fella niður stimpilgjöld í tengslum við leigu Flugleiða hf. á B 737-400 flugvélum (TF-FIA og TF-FIB).
     2 .     Við 6. gr. 3.19. Liðurinn falli brott.
     3 .     Við 6. gr. 3.30. Liðurinn falli brott.
     4 .     Við 6. gr. 3.36. Liðurinn falli brott.
     5 .     Við 6. gr. 3.38. Liðurinn falli brott.
     6 .     Við 6. gr. Nýir liðir:
        3.59    Að selja fasteignina Huldubraut 21, Kópavogi.
        3.60    Að selja fasteignina Hvannhólma 2, Kópavogi.
        3.61    Að selja fasteignina Dverghamra 37, Vestmannaeyjum.
        3.62    Að selja fasteignina Lágholt 16, Stykkishólmi.
        3.63    Að selja fasteignina Þjóðbraut 11, Akranesi.
        3.64    Að selja fasteignina Víðigrund 5, Sauðárkróki.
        3.65    Að selja fasteignina Flugskýli nr. 7 á Reykjavíkurflugvelli.
        3.66    Að selja eignarhluta ríkissjóðs í fasteigninni Hringbraut 58, Hafnarfirði.
        3.67    Að selja eignarhluta ríkissjóðs í fasteigninni Skúlagötu 56, Reykjavík.
        3.68    Að selja eignarhluta ríkissjóðs í fasteigninni Hríseyjargötu 6, Akureyri.
        3.69    Að selja prestssetrið Bólstað í Bólstaðarhlíðarprestakalli, Húnavatnssýslu.
        3.70    Að selja prestssetrið Túngötu 6, Suðureyri, í Staðarprestakalli, Ísafjarðarprófastsdæmi, og kaupa annað í staðinn.
        3.71    Að selja prestssetrið Bakkatún, Bíldudal, í Bíldudalsprestakalli, Barðastrandarprófastsdæmi, og kaupa annað í staðinn.
        3.72    Að selja prestssetrið Túngötu 28, Tálknafirði, Tálknafjarðarprestakalli, Barðastrandarprófastsdæmi, og kaupa annað í staðinn.
        3.73    Að selja prestssetrið Hlíðarveg 71, Ólafsfirði, Ólafsfjarðarprestakalli, Eyjafjarðarprófastsdæmi, og kaupa annað í staðinn.
        3.74    Að selja prestssetrið Hólaveg 17, Dalvík, Dalvíkurprestakalli, Eyjafjarðarprófastsdæmi, og kaupa annað í staðinn.
        3.75    Að selja allt að 21 ha landspildu úr jörðinni Mosfelli í Mosfellsbæ.
        3.76    Að selja fasteignina Reynilund 4 í Garðabæ og nota andvirðið til að kaupa eða byggja húsnæði fyrir Fullorðinsfræðslu fatlaðra.
        3.77    Að selja fasteignina Lindarflöt 41 í Garðabæ og nota andvirðið til að kaupa eða byggja húsnæði fyrir Fullorðinsfræðslu fatlaðra.
        3.78    Að selja fasteignina Blesugróf 27 í Reykjavík og nota andvirðið til að kaupa eða byggja húsnæði fyrir Fullorðinsfræðslu fatlaðra.
        3.79    Að afhenda Sambandi austur-húnvetnskra kvenna eignarhluta ríkissjóðs í húsum þeim sem Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi hefur haft til afnota undir starfsemi sína.
        3.80    Að selja embættisbústað að Þrúðvangi 22, Hellu, og verja andvirði sölunnar til kaupa á hentugra húsnæði.
        3.81    Að selja embættisbústað að Brekkubyggð 14 og starfsmannaíbúð að Þverbraut 1, Blönduósi, og verja andvirði sölunnar til kaupa á hentugra húsnæði.
        3.82    Að selja Engihlíð 9, Reykjavík, og verja andvirði sölunnar til húsnæðiskaupa fyrir Ríkisspítala.
        3.83    Að selja jörðina Geirbjarnarstaði í Ljósavatnshreppi, Suður-Þingeyjarsýslu.
        3.84    Að semja við Samtök áhugafólks um áfengisvandamálið um yfirtöku og afnot eigna ríkissjóðs að Staðarfelli í Fellsstrandarhreppi, að höfðu samráði við menntamálaráðherra og fjárlaganefnd.
        3.85    Að selja eignarhluta Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins í fasteigninni Lækj argötu 22 í Hafnarfirði.
        3.86    Að semja um makaskipti á Hofgarðatjörn í Staðarsveit ásamt landi umhverf is hana og jörðinni Syðri-Tungu í sömu sveit, í samráði við landbúnaðarráð herra.
         3.87    Að selja selja jörðina Horn í Skorradal og verja andvirðinu til endurbóta á skólahúsnæði á Hvanneyri.
        3.88    Að selja selja jörðina Kvígsstaði í Andakílshreppi og verja andvirðinu til end urbóta á skólahúsnæði á Hvanneyri.
        3.89    Að selja eignarhlut Bændaskólans á Hvanneyri í Hitaveitu Akraness og Borg arfjarðar, svo og rafveitu skólans, og verja andvirðinu til endurbóta á skóla húsnæði á Hvanneyri.
        3.90    Að selja embættisbústað að Svarfaðarbraut 20, Dalvík.
     7.     Við 6. gr. 4.11. Liðurinn falli brott.
     8.     Við 6. gr. Nýir liðir:
        4.15    Að kaupa húsnæði fyrir Háskólann á Akureyri og taka til þess nauðsynleg lán, að höfðu samráði við fjárlaganefnd.
        4.16    Að kaupa geymsluhúsnæði fyrir Þjóðskjalasafn Íslands.
        4.17    Að kaupa húsnæði fyrir Norrænu eldfjallastöðina og taka til þess nauðsynleg lán.
        4.18    Að kaupa húsnæði fyrir læknamóttöku í Hrísey, að höfðu samráði við fjár laganefnd.
        4.19    Að kaupa húsnæði fyrir heilsugæslustöð á Reyðarfirði, að höfðu samráði við fjárlaganefnd.
        4.20    Að kaupa húsnæði vegna uppbyggingar heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu og taka til þess nauðsynleg lán, að höfðu samráði við fjárlaganefnd.
        4.21    Að kaupa viðbótarhúsnæði fyrir Heilsugæslustöðina Sólvang í Hafnarfirði, að höfðu samráði við fjárlaganefnd.
        4.22    Að kaupa húsnæði fyrir starfsemi skipulagsstjóra ríkisins og taka til þess nauð synleg lán.
        4.23    Að kaupa aukinn hlut í Stjórnsýsluhúsinu á Akranesi fyrir embætti sýslu mannsins á Akranesi og Skattstofu Vesturlands, að höfðu samráði við fjár laganefnd.
        4.24    Að kaupa og selja íbúðar- og útihús á jörðinni Gufudal í Ölfushreppi, Árnes sýslu.
        4.25    Að kaupa íbúðarhúsnæði við Eiríksgötu í Reykjavík til nota fyrir Ríkisspítala og taka til þess nauðsynleg lán.
     9.     Við 6. gr. Nýir liðir:
        5.6    Að breyta eignarhlut ríkisins í Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkurborgar í hlutafé.
        5.7    Að láta allt að 20% arðs af tekjum ríkisins í Kísiliðjunni hf. renna til sjóðs sem ætlað er að kosta eflingu atvinnulífs í þeim sveitarfélögum sem eiga verulegra hagsmuna að gæta af starfsemi kísilgúrverksmiðjunnar við Mývatn.
        5.8    Að greiða bætur þeim sem sýkst hafa af alnæmi við blóðgjafir hér á landi fyr ir 1986. Bætur séu ákveðnar af fjármálaráðherra í samráði við heilbrigðisráð herra.
        5.9    Að fella niður skuld Útflutningsráðs Íslands við ríkissjóð frá árunum 1988– 1994.
        5.10    Að semja við orkusölufyrirtækin um aðgerðir til að lækka húshitunarkostnað þar sem hann er dýrastur og greiða allt að 50 m.kr. í mótframlag úr ríkissjóði umfram það sem þegar hefur verið gert af hálfu stjórnvalda með niðurgreiðsl um og yfirtöku skulda orkufyrirtækja.
        5.11    Að semja um uppgjör og fella niður skuldir í tengslum við fjárhagslega end urskipulagningu Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum.
        5.12    Að greiða allt að 25 m.kr. til sérstaks átaks um þróun á vistvænum landbún aðarafurðum enda komi sama fjárhæð úr Framleiðnisjóði landbúnaðarins.
        5.13    Að heimila Ríkisútvarpinu að kanna kaup á langbylgjusendi og loftneti enda taki Ríkisútvarpið við mastri Lóranstöðvarinnar að Gufuskálum.
        5.14    Að undirbúa aðgerðir til að bæta samkeppnisstöðu graskögglaverksmiðja.
        5.15    Að semja við Dalvíkurkaupstað um uppgjör á rekstri Dalvíkurdeildar Verk menntaskólans á Akureyri.
        5.16    Að endurgreiða verðjöfnunargjöld við útflutning á unnum vörum sem inni halda landbúnaðarhráefni, í samráði við landbúnaðarráðherra.
        5.17    Að lækka heildargjöld stofnana samgönguráðuneytisins í A- og B-hluta fjár laga 1995 um allt að 0,4% hjá hverri stofnun, þó að hámarki 30 m.kr. sam tals, að fengnum tillögum samgönguráðherra. Andvirði þessa verði lagt til markaðsátaks erlendis til þess að lengja ferðamannatíma á Íslandi.
        5.18    Að ganga til samninga við Valbjörn hf. um greiðslu bóta vegna úreldingar fiski skipsins Hauks GK 25.