Ferill 315. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 315 . mál.


459. Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um atvinnuréttindi vélfræðinga, vélstjóra og vélavarða á íslenskum skip um, nr. 113/1984.

(Lagt fyrir Alþingi á 118. löggjafarþingi 1994.)



1. gr.


    Við 1. gr. laganna bætast við tveir nýir stafliðir svohljóðandi:
  f.     Mánuður telst 30 dagar.
  g.    STCW er alþjóðasamþykkt um þjálfun, skírteini og vaktstöður sjómanna frá 1978.

2. gr.


    2. gr. laganna orðast svo:
    Lágmarksfjöldi vélavarða og vélstjóra á fiskiskipum og varðskipum skal vera sem hér segir:
     a .     Á skipi með 75–220 kw. vél (u.þ.b. 101–300 hö.) einn vélgæslumaður sem má vera hinn sami og skipstjóri á skipum að 20 rúmlestum, enda eini réttindamaðurinn í áhöfn og útivera skemmri en 24 klst., nema á tímabilinu frá 1. apríl til 30. september þegar útivera má vera allt að 36 klst.
     b .     Á skipi með 221–375 kw. vél (u.þ.b. 301–510 hö.) yfirvélstjóri sé útivera 30 klst. og skemmri.
     c .     Á skipi með 221–750 kw. vél (u.þ.b. 301–1020 hö.) yfirvélstjóri og einn vélavörður.
     d .     Á skipi með 751–1500 kw. vél (u.þ.b. 1021–2040 hö.) tveir vélstjórar; yfirvélstjóri og 1. vélstjóri.
     e .     Á skipi með 1501–1800 kw. vél (u.þ.b. 2041–2446 hö.) þrír í vél; tveir vélstjórar, yfirvélstjóri og 1. vélstjóri ásamt vélaverði eða aðstoðarmanni í vél.
     f .     Á skipi með 1801 kw. vél (u.þ.b. 2447 hö.) og stærri þrír vélstjórar; yfirvélstjóri, 1. vélstjóri og annar vélstjóri.
    Um fjölda vélavarða og vélstjóra á íslenskum kaupskipum fer eftir því sem fyrir er mælt í lögum um áhafnir íslenskra kaupskipa.

3. gr.


    3. gr. laganna orðast svo:
     1 .     Sá sem lokið hefur námskeiði í vélgæslu sem haldið er á vegum vélskóla samkvæmt reglugerð, er menntamálaráðherra setur, hefur rétt til að vera vélgæslumaður á skipi að 20 rúm lestum með aðalvél minni en 221 kw.
          Atvinnuskírteini: Vélgæslumaður (VM).
     2 .     Sá sem lokið hefur vélstjóranámi 1. stigs hefur öðlast rétt til að vera vélavörður á skipi með aðalvél minni en 221 kw.
          Atvinnuskírteini: Vélavörður (VV).
        Að loknum 6 mánaða siglingatíma sem vélavörður á skipi hefur hann öðlast rétt til að vera yfirvélstjóri á skipi með aðalvél 375 kw. og minni.
         Atvinnuskírteini: Vélavörður (VVy).
     3 .     Sá sem lokið hefur vélstjóranámi 2. stigs hefur öðlast rétt til að vera vélavörður á skipi með aðalvél minni en 221 kw.
         Atvinnuskírteini: Vélavörður (VV).
        Að loknum 5 mánaða siglingatíma sem vélavörður á skipi hefur hann öðlast rétt til að vera yfirvélstjóri á skipi með aðalvél minni en 376 kw.
         Atvinnuskírteini: Yfirvélstjóri (VVy).
        Að loknum 9 mánaða siglingatíma sem vélavörður á skipi, þar af a.m.k. 5 mánuði á skipi með 401–750 kw. vél, hefur hann öðlast rétt til að vera yfirvélstjóri á skipi með 750 kw. vél og minni.
         Atvinnuskírteini: Vélstjóri III (VS III).
     4.     Sá sem hefur lokið vélstjóranámi 3. stigs hefur öðlast rétt til að vera vélavörður á skipi með aðalvél minni en 221 kw.
         Atvinnuskírteini: Vélavörður (VV).
        Að loknum 4 mánaða starfstíma sem vélavörður á skipi hefur hann öðlast rétt til að vera yfirvélstjóri á skipi með 375 kw. vél og minni.
         Atvinnuskírteini: Vélavörður (VVy).
        Að loknum 6 mánaða starfstíma sem vélavörður á skipi með 401–750 kw. vél hef ur hann öðlast rétt til að vera yfirvélstjóri á skipi með 750 kw. vél og minni.
         Atvinnuskírteini: Vélstjóri III (VS III).
        Að loknum 12 mánaða starfstíma sem vélavörður eða vélstjóri á skipi með 401 kw. vél og stærri hefur hann öðlast rétt til að vera 1. vélstjóri á skipi með 1500 kw. vél og minni.
         Atvinnuskírteini: Vélstjóri II (VS II).
        Að loknum 18 mánaða starfstíma sem vélstjóri eða vélavörður á skipi, þar af a.m.k. 6 mánuði sem vélavörður, en 12 mánuði sem vélstjóri. Af vélstjóratímanum, vél stjóri a.m.k. 3 mánuði við 751 kw. vél og stærri. Að loknum þessum starfstíma hef ur hann öðlast rétt til að vera yfirvélstjóri á skipi með 1500 kw. vél og minni og 2. vélstjóri á skipi með ótakmarkaða vélarstærð.
         Atvinnuskírteini: Vélstjóri I (VS I).
     5.     Sá sem lokið hefur vélstjóranámi 4. stigs ásamt sveinsprófi í viðurkenndri málm iðnaðargrein (þ.e. vélfræðingur) hefur öðlast rétt til að vera 1. vélstjóri á skipi með 1500 kw. vél og minni og 2. vélstjóri á skipi með ótakmarkaða vélarstærð.
         Atvinnuskírteini: Vélfræðingur IV (VF IV).
        Að loknum 6 mánaða starfstíma sem vélstjóri á skipi með 751 kw. vél og stærri hef ur hann öðlast réttindi til að vera yfirvélstjóri á skipi með 1500 kw. vél og minni.
         Atvinnuskírteini: Vélstjóri I (VS I).
        Að loknum 12 mánaða starfstíma sem vélstjóri á skipi með 751 kw. vél og stærri hefur hann öðlast réttindi til að vera 1. vélstjóri á skipi með ótakmarkaða vélar stærð.
          Atvinnuskírteini: Vélfræðingur III (VF III).
        Að loknum 24 mánaða starfstíma sem vélavörður eða vélstjóri á skipi, þar af a.m.k. 12 mánuði sem 1. vélstjóri á skipi með 1501 kw. vél og stærri að fengnum rétti til að öðlast atvinnuskírteini VF III, hefur hann öðlast réttindi til að vera yfirvélstjóri á skipi með 3000 kw. vél og minni.
         Atvinnuskírteini: Vélfræðingur II (VF II).
        Að loknum 36 mánaða starfstíma sem vélavörður eða vélstjóri á skipi, þar af a.m.k. 12 mánuði sem 1. vélstjóri á skipi með 1501 kw. vél og stærri, hefur hann öðlast rétt til að vera yfirvélstjóri á skipi með ótakmarkaða vélarstærð.
         Atvinnuskírteini: Vélfræðingur I (VF I).
     6.     Við mat á starfstíma til atvinnuréttinda er heimilt að taka tillit til starfsreynslu við vélstjórn við aðrar stærðir véla en að framan greinir.

4. gr.


    Við 2. mgr. 5. gr. laganna bætist: „enda fullnægi þeir kröfum um viðhald réttinda, sbr. 9. gr.“.

5. gr.


    2. málsl. 2. mgr. 8. gr. laganna orðast svo:
    Í nefndinni eiga sæti tveir fulltrúar tilnefndir af fulltrúum útgerðaraðila, einn fulltrúi tilnefndur af Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands og einn fulltrúi tilnefndur af Vél stjórafélagi Íslands, en formann nefndarinnar skipar ráðherra án tilnefningar.

6. gr.


    9. gr. laganna orðast svo:
    Hver íslenskur ríkisborgari, 18 ára og eldri, sem fullnægir skilyrðum laga þessara um menntun, siglingatíma, aldur og heilsufar, á rétt á að fá útgefið atvinnuskírteini og stunda samkvæmt því atvinnu sem vélstjórnarmaður á íslenskum skipum.
    Þennan rétt hafa einnig ríkisborgarar annarra ríkja Evrópska efnahagssvæðisins sam kvæmt nánari ákvæðum sem ráðherra setur með reglugerð, þar á meðal skilyrði um nauð synlega kunnáttu á íslensku tal- og ritmáli.

Réttindi:                Atvinnuskírteini:
Vélgæslumaður (VM)     Vélgæslumaður
Vélavörður (VV)     Vélavörður og VM          STCW III/6
Vélavörður (VVy)     Yfirvélstjóri; aðalvél <375 kw. og VV     STCW III/6
Vélstjóri III (VS III)     Yfirvélstjóri; aðalvél <750 kw. vél og VVy     STCW III/6
Vélstjóri II (VS II)     1. vélstjóri; aðalvél <1500 kw. vél og VS III     STCW III/6
Vélstjóri I (VS I)     Yfirvélstjóri; aðalvél <1500 kw. vél og VF IV     STCW III/4
Vélfræðingur IV (VF IV)     2. vélstjóri; aðalvél ótakmörkuð og VS II     STCW III/4
Vélfræðingur III (VF III)     1. vélstjóri; aðalvél ótakmörkuð og VS I     STCW III/2
Vélfræðingur II (VF II)     Yfirvélstjóri; <3000 kw. vél og VF III     STCW III/3
Vélfræðingur I (VF I)     Yfirvélstjóri; aðalvél ótakmörkuð     STCW III/2

    Atvinnuskírteini skulu gefin út af tollstjóranum í Reykjavík eða sýslumönnum úti á landi og skulu þau rituð á þar til gerð eyðublöð eftir fyrirmynd sem samgönguráðuneyt ið semur. Skírteinin skulu gefin út á íslensku og ensku og gilda í 5 ár í senn. Samgöngu ráðherra setur reglur um skilyrði til endurnýjunar atvinnuskírteina, svo sem um viðhald réttinda og heilsufar, þar sem taka skal mið af alþjóðasamþykkt um þjálfun, skírteini og vaktstöður sjómanna frá 1978, eftir því sem við á.
    Atvinnuskírteini samkvæmt STCW-alþjóðasamþykktinni skulu þó gefin út af Sigl ingamálastofnun ríkisins.

7. gr.


    12. gr. laganna orðast svo:
    Samgönguráðuneytið getur, að fenginni umsögn Vélstjórafélags Íslands og Vélskóla Íslands, heimilað þegnum erlendra ríkja utan hins Evrópska efnahagssvæðis sem lokið hafa vélstjórnarnámi við íslenskan skóla eða sambærilegan erlendan skóla að fá útgefið viðeigandi atvinnuskírteini að fullnægðum öðrum skilyrðum.
    Á sama hátt getur samgönguráðuneytið, að fenginni umsögn Vélskóla Íslands og Vél stjórafélags Íslands, heimilað þeim íslensku ríkisborgurum sem lokið hafa vélstjórnar námi við erlenda skóla að fá útgefið viðeigandi atvinnuskírteini, að fullnægðum öðrum skilyrðum.

8. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.


    Í stað A-liðar í ákvæði til bráðabirgða kemur nýr A-liður, svohljóðandi:
A.    Eftir gildistöku laga þessara verður á vegum menntamálaráðuneytis en í samráði við Vélskóla Íslands efnt til námskeiða í vélgæslufræðum. Um framkvæmd námskeiða þessara, námsefni og kennsluaðstöðu skal haft samráð við hagsmunaaðila. Um náms efni, námstilhögun, próf og aldurskilyrði skal nánar kveðið á í reglugerð sem ráð herra setur. Þátttakendur á námskeiðunum skulu ganga undir próf er veiti þeim rétt til atvinnuskírteinis vélgæslumanna (VM).
                  Frá gildistöku laga þessara og fram til 1. september 1996 getur sá sem fæddur er árið 1945 og fyrr og annast hefur vélgæslu á bátum í 5 ár fengið réttindi sem vél gæslumaður á skipi að 20 rúmlestum, þrátt fyrir ákvæði a-liðar 2. gr., þegar hann hefur setið námskeið í vélgæslufræðum. Í stað þess að ganga undir próf getur við komandi fengið vottorð um að hann hafi setið námskeiðið og sé hæfur til vélgæslu starfa að mati námskeiðshaldara.
                  Þeir sem fæddir eru árið 1934 eða fyrr og stundað hafa vélstjórn á báti 11 rúm lestir og minni um 10 ára skeið eiga rétt á að fá útgefið atvinnuskírteini sem bund ið er viðkomandi skipi eða öðru skipi, þó eigi yfir 11 rúmlestum. Siglingatíma má sanna með vottorðum tveggja valinkunnra manna.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Frumvarp þetta er samið af nefnd sem skipuð var með bréfi samgönguráðherra, Hall dórs Blöndal dags. 8. desember 1992. Samkvæmt skipunarbréfi nefndarinnar var verk efni hennar að endurskoða lög um atvinnuréttindi vélfræðinga, vélstjóra og vélavarða á íslenskum skipum nr. 113/1984. Í nefndinni áttu sæti Björgvin Þór Jóhannsson, skóla meistari Vélskóla Íslands, Einar Hermannsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra kaupskipaútgerða, Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags Íslands, Jónas Haraldsson, skrifstofustjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, Páll Hjartarson, deildarstjóri hjá Siglingamálastofnun ríkisins, og Sveinn Snorrason hæstaréttarlögmaður sem jafnframt var formaður nefndarinnar. Með bréfi samgönguráðherra dags. 14. janúar 1993 var Örn Páls son, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, skipaður í nefndina og hefur hann síðan tekið þátt í störfum nefndarinnar. Ritari nefndarinnar var Helgi Jóhannesson, deildarstjóri í samgönguráðuneytinu. Nefndin hélt alls 18 fundi.
    Samhliða skipun þessarar nefndar var skipuð nefnd til að endurskoða lög um atvinnu réttindi skipstjórnarmanna á íslenskum skipum, nr. 112/1984. Nefndir þessar hafa hald ið 17 sameiginlega fundi.
    Tilgangur frumvarpsins er að breyta gildandi atvinnuréttindalögum vélstjóra, vélfræð inga og vélavarða til samræmis við alþjóðasamþykkt um þjálfun, skírteini og vaktstöð ur farmanna frá 1978, en með lögum nr. 47/1987 um framkvæmd alþjóðasamþykktar innar var samgönguráðherra heimilað að setja reglur til að framfylgja ákvæðum hennar.
    Nefndirnar voru sammála um að fella úr réttindalögum ákvæði um mönnun kaup skipa og hafa þær unnið sameiginlega drög að frumvarpi um það efni og ber það heitið frumvarp til laga um áhafnir íslenskra kaupskipa og er það lagt fram með frumvarpi þessu.
    Með frumvarpi þessu eru mönnunarákvæði kaupskipa í 2. gr. laga nr. 113/1984 færð úr þeim lögum og efni þeirra fellt inn í frumvarp til laga um áhafnir íslenskra kaupskipa sem lagt er fram samhliða þessu frumvarpi. Tilgangur þess frumvarps er að breyta ákvæð um gildandi laga um fjölda vélstjóra og vélavarða á kaupskipum til samræmis við al þjóðasamþykkt um þjálfun, skírteini og vaktstöður farmanna frá 1978 (STCW) og reglu 13, kafla V í alþjóðasamþykkt um öryggi sjófarenda (SOLAS). Með lögum nr. 47/1987 um framkvæmd STCW-samþykktarinnar var samgönguráðherra heimilað að setja regl ur til að framfylgja ákvæðum hennar.
    Í störfum sínum tók nefndin tillit til reglna hins Evrópska efnahagssvæðis og leggur til breytingar til samræmis við reglur þess.
    Þá gerir frumvarpið ráð fyrir því að efnt verði til fræðslu sjómanna á smáskipum á vegum Vélskóla Íslands og eftir reglugerð sem menntamálaráðuneytið setur. Tilgangur með þessari fræðslu er að veita sjómönnum á smáskipum aukið öryggi.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Greinin er samhljóða núgildandi 1. gr. að öðru leyti en því að bætt er við orðaskýr ingum í samræmi við STCW-alþjóðasamþykktina.

Um 2. gr.


    Efni greinarinnar er óbreytt að öðru leyti en því að nokkur rýmkun hefur verið gerð frá gildandi lögum, einkum um smábáta.
    Í a-lið er gert ráð fyrir því að við vélar allt að 221 kw. verði ekki gerð krafa um véla varðaréttindi. Þess í stað er lagt til að komið verði á sérstöku vélgæslunámsskeiði sam kvæmt reglugerð sem ráðherra setur, sjá nánar ákvæði til bráðabirgða. Einnig er gert ráð fyrir því að á bátum að 20 rúmlestum geti skipstjórinn og vélgæslumaðurinn verið einn og sami maðurinn. Hér er um rýmkun að ræða þar sem vélavarðanámið tekur nú eina námsönn, þ.e. fjóra mánuði, en gert er ráð fyrir styttra námi fyrir vélgæslumennina. Einnig hér er um nýmæli að ræða því hér er lagt til að sami maðurinn geti sinnt vél stjórn og skipstjórn að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.
    Í b-lið felast einnig breytingar. Nú er gert ráð fyrir að á skipum með allt að 376 kw. (510 hö.) sé aðeins einn vélstjóri um borð að því tilskildu að útivera fari ekki yfir 30 klst. í einu. Í gildandi lögum eru ekki sérákvæði sem taka mið af útivist skipa.
    Í c-lið er sú breyting frá gildandi lögum að ekki er krafist þriggja vélstjóra á skipum með vél 1501 kw. til 1800 kw. (2021–2446 hö.), heldur tveggja vélstjóra og þeim til að stoðar komi vélavörður eða aðstoðarmaður.
    Í 2. mgr. eru felld niður ákvæði um fjölda vélavarða og vélstjóra á íslenskum kaup skipum, en ákvæði um ákvörðun fjölda þeirra falið mönnunarnefnd íslenskra kaupskipa samkvæmt sérstökum lögum um áhafnir íslenskra kaupskipa.

Um 3. gr.


    Í 1. tölul. 3. gr. frumvarpsins er nýmæli um vélgæslumann. Að því er stefnt að eftir gildistöku laga þessara fari fram á vegum menntamálaráðuneytis og í samráði við Vél skóla Íslands námskeið í vélgæslufræðum. Er þetta einkum hugsað fyrir sjómenn á skip um að 20 rúmlestum og minni með aðalvél minni en 221 kw. Þetta ákvæði skýrist nán ar í ákvæði til bráðabirgða.
    2. tölul. er í samræmi við 1. tölul. í núgildandi lögum.
    Í 3. tölul. eru réttindi vélavarða aukin verulega. Hér er lagt til að þeir fái heimild til þess að sinna starfi yfirvélstjóra á skipum með vél að 376 kw. Samkvæmt gildandi lög um þurfti viðkomandi að hafa lokið öðru stigi vélstjóranáms sem er fjórar námsannir, en nú er krafan lækkuð í eina námsönn. Í nefndinni komu af hálfu útgerða óskir um að slaka á námskröfum til að gegna þessum störfum.

Um 4. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.

Um 5. gr.


    Hér er lögð til sú breyting á 8. gr. laganna að í stað þess að Farmanna- og fiski mannasambandið tilnefni tvo fulltrúa í undanþágunefnd tilnefni Farmanna- og fiski mannasambandið annan en Vélstjórafélag Íslands hinn. Þessi breyting er til komin vegna þess að Vélstjórafélag Íslands er ekki lengur aðili að Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands.

Um 6. gr.


    Á 9. gr. eru lagðar til nokkrar breytingar sem eru m.a. tilkomnar vegna væntanlegr ar aðildar Íslands að STCW-reglunum. Bætt er við tveimur nýjum atvinnuskírteinum vegna breytinga sem koma fram í 2. gr. frumvarpsins. Einnig er í greininni tekin fram aldursskilyrði til þess að geta verið handhafi atvinnuskírteinis til vélstjórnar sem ekki eru tilgreind í gildandi lögum.
    Í 2. mgr. er nýmæli vegna aðildar Íslands að samningnum um hið Evrópska efna hagssvæði. Jafnframt er tekin upp tilvitnun til atvinnuréttinda samkvæmt STCW-alþjóða samþykktinni.
    Það nýmæli er í 4. mgr. greinarinnar að atvinnuskírteini samkvæmt STCW-alþjóða samþykktinni eru gefin út af Siglingamálastofnun ríkisins.

Um 7. gr.


    Greinin er samhljóða 12. gr. gildandi laga að öðru leyti en því að tekið er tillit til samningsins um hið Evrópska efnahagssvæði. Sú breyting er lögð til að umsagnaraðili vegna atvinnuskírteina erlendra ríkisborgara verði Vélstjórafélag Íslands í stað Farmanna- og fiskimannasambands Íslands. Vélstjórafélag Íslands er ekki lengur aðili að Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands.

Um 8. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.

Um ákvæði til bráðabirgða.


    Með ákvæði þessu er komið til móts við óskir smábátaeigenda um öflun réttinda til vélgæslustarfa. Lagt er til að efnt verði til námskeiða í vélstjórnarfræðum fyrir þá sem stunda sjó á smábátum. Þessi námskeið verða skipulögð í nánu samráði við Vélskóla Ís lands og hagsmunaaðila í greininni. Þetta er m.a. vegna tíðra óhappa, sem henda þá sem sækja sjó á smábátum, vegna bilana í vélbúnaði bátanna. Þá er einnig lagt til að þeir sem fæddir eru á árinu 1945 eða fyrr og hafa annast vélgæslu í 5 ár þurfi ekki að loknu náms skeiði um efnið að gangast undir sérstakt próf. Þetta er gert til þess að koma til móts við óskir smábátamanna sem telja að margir af eldri mönnunum í hópnum séu óvanir próftöku og hafi af slíku ákveðinn ótta þrátt fyrir það að þeir hafi gott vald á þeim verkefnum sem próftakan snýst um.


Fylgiskjal.


Fjármálaráðuneytið,
fjárlagaskrifstofa:

Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum


um atvinnuréttindi vélfræðinga, vélstjóra og


vélavarða á íslenskum skipum.


    Tilgangur frumvarpsins er að breyta gildandi atvinnuréttindalögum skipstjórnarmanna til samræmis við alþjóðasamþykkt um þjálfun, skírteini og vaktstöður sjómanna (svoköll uð STCW-samþykkt). Þá eru lagðar til breytingar á gildandi atvinnuréttindalögum véla manna til samræmis við ákvæði samnings um Evrópska efnahagssvæðið.
    Í sérstöku frumvarpi sem lagt er fram samhliða þessu eru gerðar áþekkar breytingar á lögum um atvinnuréttindi skipstjórnarmanna á íslenskum skipum.
    Frumvarpið hefur ekki í för með sér kostnaðarauka fyrir ríkissjóð. Það skal tekið fram að þau námskeið sem um er getið í frumvarpinu verða haldin sem hluti af almennum námskeiðum Vélskóla Íslands og Slysavarnafélags Íslands fyrir vélamenn.