Ferill 317. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 317 . mál.


461. Frumvarp til laga



um áhafnir íslenskra kaupskipa.

(Lagt fyrir Alþingi á 118. löggjafarþingi 1994.)



I. KAFLI


Inngangur og orðskýringar.


1. gr.


    Hvert íslenskt kaupskip sem notað er til siglinga í atvinnuskyni skal uppfylla ákvæði laga þessara um lágmarkskröfur um atvinnuskírteini einstakra skipverja og fjölda manna í áhöfn.
    Ákvæði laga þessara um atvinnuskírteini einstakra skipverja og fjölda manna í áhöfn skipa eru lágmarkskröfur og skulu ekki túlkuð til að hindra að fleiri séu í áhöfn skips en getið er um í lögum þessum, né að skipverjar ráði yfir atvinnuskírteinum sem séu umfram lágmarkskröfur laga þessara.
    

2. gr.


     a .     Skip merkir í lögum þessum, sé annað eigi tekið fram, kaupskip.
     b .     Skipstjóri er sá sem fer með æðsta vald á skipi.
     c .     Yfirvélstjóri er æðsti yfirmaður í vélarrúmi skips.
     d .     1. vélstjóri táknar þann vélstjóra sem gengur yfirvélstjóra næst að völdum og mun bera ábyrgð á vélum þeim sem knýja skipið ef yfirvélstjóri verður ófær um það.
     e .     Yfirstýrimaður/1. stýrimaður er sá skipstjórnarmaður er gengur næst skipstjóra í starfi.
     f .     Undirvélstjóri er hver sá vélstjóri sem er lægra settur en yfirvélstjóri.
     g .     Undirstýrimaður er hver sá stýrimaður sem er lægra settur en yfirstýrimaður/1. stýrimaður.
     h .     Loftskeytamaður er hver sá sem hefur öðlast réttindi til að vera loftskeytamaður á skipi.
     i .     Talstöðvarvörður er hver sá sem hefur öðlast réttindi til að vera talstöðvarvörður á skipi.
     j .     Vélavörður er hver sá sem hefur öðlast rétt til að vera vélavörður á skipi.
     k .     Matsveinn eða bryti er hver sá sem hefur öðlast réttindi til að vera matsveinn eða bryti á skipi.
     l .     Fullgildur undirmaður er sá sem uppfyllt hefur þær kröfur sem gerðar eru til stöðunnar. Til þess að mega gegna vaktstöðu á siglingavakt í brú, í vélarrúmi og hafa á hendi stjórnun björgunarfara þarf viðkomandi að hafa tilskilin réttindi frá Siglingamálastofnun ríkisins eða sambærileg réttindi frá öðru viðurkenndu yfirvaldi, eða frá öðru ríki sem er aðili að STCW-samþykktinni.
     m .     Undirmenn eru allir undirmenn skips aðrir en fullgildir undirmenn.
     n .     Rúmlest merkir í lögum þessum brúttórúmlest. Er þá miðað við Óslóarsamþykkt um skipamælingar frá 10. júní 1947, með áorðnum breytingum, fyrir skip 24 m að lengd eða lengri, en við íslenskar reglur um mælingu skipa fyrir skip styttri en 24 m að lengd.
     o .     Kaupskip merkir hvert það skip, skrásett sem vöruflutninga- eða farþegaskip, er siglir með varning og/eða farþega til og frá landinu milli hafna innan lands og utan. Til þessa flokks teljast m.a. olíu- og efnaflutningaskip.
     p .     Strandsigling er sigling innan 50 sjómílna frá ströndum Íslands og á öðrum hafsvæðum eftir nánari ákvörðun Siglingamálastofnunar ríkisins.
     q.     Innanlandssigling er sigling innan íslenskrar fiskveiðilögsögu.
     r.     Utanlandssigling er hver sú ferð sem farin er milli landa eða til fiskimiða utan ís lenskrar fiskveiðilögsögu þótt hafna sé ekki leitað.
     s.     STCW er alþjóðasamþykkt um þjálfun, skírteini og vaktstöður sjómanna frá 1978.
     t.     GMDSS-kerfi er alþjóðlegt neyðarfjarskiptakerfi (Global Maritime Distress Safety System).
     u.     Mánuður telst 30 dagar.
    

II. KAFLI


Mönnun kaupskipa.


3. gr.


    Fyrir íslensk kaupskip skal fjöldi í hverri áhöfn ákveðinn af mönnunarnefnd kaup skipa, sbr. 11. gr. laga þessara. Fjöldi skipverja skal ákveðinn með hliðsjón af gerð skips, fyrirkomulagi þess og búnaði, þannig að fjöldi í áhöfn og skipting starfa fullnægi skil yrðum um að unnt sé að sinna öllum þáttum sem tryggja öryggi skipverja og skips. Slík skilyrði skulu m.a. ná til eftirfarandi þátta:
     1.     að ávallt verði hægt að sinna öruggri siglingavakt í brú og í vélarrúmi, en þó með fullu tilliti til sjálfvirkni, svo sem viðurkennds viðvörunarbúnaðar vaktfrírra vélar rúma, og fyrirkomulags stjórn- og siglingatækja,
     2.     að ávallt verði hægt að sinna viðhaldi björgunar-, öryggis-, eldvarna- og fjarskipta búnaðar,
     3.     að ávallt verði hægt að sinna viðhaldi annars öryggisbúnaðar,
     4.     að ávallt verði unnt að festa og leysa landfestar tryggilega,
     5.     að ávallt verði unnt að sinna heilbrigðis- og hollustuþörfum skipverja.
    

4. gr.


    Við ákvörðun um fjölda skipverja og samsetningu áhafnar skal tekið tillit til skipu lags vakta um borð, nauðsynlegs hvíldartíma og vinnusviðs skipverja.
    

5. gr.


    Þeir skipverjar sem falla undir ákvæði STCW-alþjóðasamþykktarinnar skulu uppfylla lágmarkskröfur hennar og laga um atvinnuréttindi skipstjórnar- og vélstjórnarmanna um menntun, reynslu, aldur og heilbrigði.
    

6. gr.


    Undirmenn, sem starfa bæði á þilfari og í vél, skulu til viðbótar ákvæðum 5. gr. hafa vélavarðaréttindi eða sveinsréttindi af málmiðnaðarbraut eða hafa lokið viðurkenndu námi og þjálfun í rafsuðu. Ráðherra getur með reglugerð kveðið nánar á um menntun þeirra manna sem ákvæði þetta tekur til.
    

7. gr.


    Á hverju skipi skal vera skipstjóri. Skipstjórnarmenn og vélstjórar skulu hafa yfir að ráða eftirfarandi atvinnuskírteinum:
    

REPRÓ

    
    

8. gr.


    Kaupskip, önnur en farþegaskip, þar sem krafist er loftskeytamanna samkvæmt al þjóðareglum, mega sigla án loftskeytamanns enda séu þau búin samkvæmt GMDSS-fjar skiptakerfinu og tveir skipstjórnarmenn séu handhafar gilds talstöðvarskírteinis.
    

9. gr.


    Öll kaupskip skulu hljóta skírteini til staðfestingar lágmarksfjölda skipverja, sam setningu áhafnarinnar og atvinnuskírteinakröfur fyrir hinar ýmsu stöður. Slík mönnun arskírteini skulu gefin út af Siglingamálastofnun ríkisins í samræmi við ákvarðanir mönn unarnefndar kaupskipa.
    

III. KAFLI


Um hlutverk mönnunarnefndar kaupskipa.


10. gr.


    Samgönguráðherra setur í samræmi við ákvæði 2. gr. laga nr. 47/1987 reglur um heild armönnun íslenskra kaupskipa og felur mönnunarnefnd kaupskipa að sjá um framkvæmd þeirra, þar á meðal að ákveða mönnun kaupskipa skv. II. kafla laga þessara.

11. gr.

    Samgönguráðherra skipar mönnunarnefnd kaupskipa. Í mönnunarnefnd skulu eiga sæti sjö menn og jafnmargir varamenn. Skal einn aðalfulltrúi og varafulltrúi hans skipaður eft ir tilnefningu hvers eftirtalinna hagsmunasamtaka: Farmanna og fiskimannasambands Ís lands, Vélstjórafélags Íslands, Sjómannasambands Íslands, Sambands íslenskra kaup skipaútgerða, Vinnuveitendasambands Íslands og Vinnumálasambands samvinnufélaga. Samgönguráðherra skipar, að höfðu samráði við framgreind hagsmunasamtök, formann og varaformann nefndarinnar og skulu þeir uppfylla almenn dómaraskilyrði.
    Nánari reglur um skipan og starfshætti mönnunarnefndar setur samgönguráðherra með reglugerð.
    

12. gr.


    Við ákvarðanir sínar um áhafnir skipa getur mönnunarnefnd mælt svo fyrir að skip verji, sem ráðinn er til annarra starfa en þeirra er atvinnuréttindalög taka til, skuli hafa lokið námskeiði Slysavarnafélags Íslands eða jafngildu námskeiði um öryggis- og björg unarmál áður en hann er skráður í skiprúm.
    

13. gr.


    Nú veldur sjúkdómur, dauði, strok eða önnur atvik sem skipstjóri eða útgerð máttu eigi sjá fyrir og eiga ekki sök á fækkun í áhöfn þannig að í bága fari við það sem fyrir er mælt í lögum þessum og skal skipstjóra þá heimilt að halda áfram ferð, enda telji hann ekki hættu á að sjóhæfni skips hafi svo raskast vegna þess að öryggisástæður banni. Skal hann þá skrá um það athugasemdir sína í leiðarbók, en gera jafnframt ráðstafanir til að kveðja til starfans nýjan mann svo fljótt sem verða má.

14. gr.


    Mönnunarnefnd er heimilt, með hliðsjón af ákvæðum 3. gr., að herða á eða draga úr skilyrðum og kröfum um fjölda í áhöfn svo og að kveða á um sérstakar menntunar- eða þjálfunarkröfur varðandi skip, þar sem sérstakar aðstæður gera þess þörf fyrir einstök skip, sérstaklega hönnuð skip og skip sem annast staðbundin verkefni á takmörkuðu far sviði.
    Einnig getur mönnunarnefnd þegar sérstaklega stendur á og að teknu tilliti til viður kenndra alþjóðlegra samþykkta heimilað að maður, sem ekki er handhafi skírteinis sem krafist er, þó ekki skv. 7. og 8. gr. laga þessara, megi gegna slíkri stöðu, en þó aðeins til að ljúka einni ferð skips eða um takmarkaðan tíma sem eigi má lengri vera en 6 mán uðir.
    

15. gr.


    Mönnunarnefnd tekur í samræmi við umsókn ákvörðun til bráðabirgða um fjölda í áhöfn skips sem er í smíðum svo og erlends skips sem fyrirhugað er að færa undir ís lenskan fána.
    Bráðabirgðaákvörðun er bindandi og verður þeirri ákvörðun ekki breytt nema þær for sendur hafi breyst sem úrslitum réðu um ákvörðunina.
    

16. gr.


    Ákvarðanir sem mönnunarnefnd hefur tekið samkvæmt heimildum í lögum þessum eru endanlegar á sviði stjórnsýslunnar.
    

IV. KAFLI


Gildistaka o.fl.


17. gr.


    Brot á lögum þessum varða sektum nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum. Með brot á lögum þessum skal fara að hætti opinberra mála.
    

18. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Frumvarp þetta er samið af tveimur nefndum sem skipaðar voru með bréfum sam gönguráðherra, Halldórs Blöndal, dags. 8. desember 1992.
    Samkvæmt skipunarbréfi annarrar nefndarinnar var verkefni hennar að endurskoða lög um atvinnuréttindi skipstjórnarmanna á íslenskum skipum, nr. 112/1984. Í nefndinni áttu sæti Einar Hermannsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra kaupskipaútgerða, Guð jón Ármann Eyjólfsson, skólameistari Stýrimannaskólans í Reykjavík, Guðjón A. Krist jánsson, formaður Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, Guðlaugur Gíslason, fram kvæmdastjóri Stýrimannafélags Íslands, Jónas Haraldsson, skrifstofustjóri Landssam bands íslenskra útvegsmanna, Páll Hjartarson, deildarstjóri hjá Siglingamálastofnun rík isins, og Sveinn Snorrason hæstaréttarlögmaður sem jafnframt var formaður nefndarinn ar. Með bréfi samgönguráðherra dags. 14. janúar 1993 var Örn Pálsson, framkvæmda stjóri Landssambands smábátaeigenda, skipaður í nefndina og hefur hann síðan tekið þátt í störfum nefndarinnar.
    Samkvæmt skipunarbréfi hinnar nefndarinnar var verkefni hennar að endurskoða lög um atvinnuréttindi vélfræðinga, vélstjóra og vélavarða á íslenskum skipum, nr. 113/1984. Í nefndinni áttu sæti Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags Íslands, Einar Hermanns son, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra kaupskipaútgerða, Jónas Haraldsson, skrif stofustjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, Páll Hjartarson, deildarstjóri hjá Sigl ingamálastofnun ríkisins, Björgvin Þór Jóhannsson, skólameistari Vélskóla Íslands, og Sveinn Snorrason hæstaréttarlögmaður sem jafnframt var formaður nefndarinnar. Ritari nefndanna var Helgi Jóhannesson, deildarstjóri í samgönguráðuneytinu. Nefndirnar hafa haldið alls 18 sameiginlega fundi.
    Þær urðu sammála um að fella ákvæði réttindalaga um mönnun kaupskipa úr þeim lög um en fella þau ákvæði er varða heildarmönnun íslenskra kaupskipa í sérstakan laga bálk. Tillögur að frumvarpi til laga um áhafnir íslenskra kaupskipa, sem hér eru lagðar fram, eru árangur starfa nefndanna.
    Með frumvarpi þessu eru mönnunarákvæði kaupskipa í 2. gr. laga nr. 113/1984 og 4. gr. laga nr. 112/1984 um fjölda skipstjórnarmanna og vélstjórnarmanna færð úr atvinnu réttindalögum og efni þeirra fellt inn í frumvarp þetta. Tilgangur frumvarpsins er að breyta ákvæðum gildandi laga um fjölda skipstjórnarmanna, vélstjóra og vélavarða á kaupskipum til samræmis við alþjóðasamþykkt um þjálfun, skírteini og vaktstöður far manna frá 1978 (STCW) og reglu 13, kafla V í alþjóðasamþykkt um öryggi sjófarenda (SOLAS). Með lögum nr. 47/1987 um framkvæmd STCW-samþykktarinnar var sam gönguráðherra heimilað að setja reglur til að framfylgja ákvæðum hennar.
    Í störfum sínum tók nefndin tillit til reglna hins Evrópska efnahagssvæðis og leggur til breytingar til samræmis við reglur þess, en í starfi sínu hafði nefndin í þessu efni hlið sjón af erlendri löggjöf, einkum danskri og norskri.
    Í frumvarpi þessu er ekki kveðið sérstaklega á um lágmarksfjölda skipstjórnar- eða vélstjórnarmanna á íslenskum kaupskipum. Hins vegar kveður frumvarpið á um fjölda í áhöfn kaupskipa og réttinda- og skírteiniskröfur til einstakra skipverja í áhöfninni. Þannig fela ákvæði frumvarpsins, verði það að lögum, í sér fyrstu íslensk lög um heildaráhöfn kaupskipa, en ákvæði beggja áðurnefndra alþjóðasamþykkta gera kröfur til aðildarríkja að þau setji löggjöf eða reglur um heildarmönnun kaupskipa og gefi út til skipa viðkom andi ríkis mönnunarskírteini að meðtöldum réttinda- og skírteiniskröfum til einstakra skipverja. Eins og kunnugt er hafa ekki áður verið til íslensk lög eða reglur um mönn un undirmanna á kaupskipum.
    Lagt er til að þær breytingar verði gerðar frá því sem er í gildandi lögum að ákvörð un um fjölda skipstjórnarmanna og vélstjórnarmanna á íslenskum kaupskipum verði á hendi mönnunarnefndar kaupskipa og taki hún ákvarðanir um fjölda skipverja hvers skips með hliðsjón af tæknibúnaði, gerð og/eða verkefni viðkomandi skips. Á fund nefndar innar kom formaður mönnunarnefndar samkvæmt núgildandi ákvæðum laga um atvinnu réttindi skipstjórnar- og vélstjórnarmanna, Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelgis gæslu Íslands. Hann gaf nefndinni ýmsar upplýsingar um störf mönnunarnefndar og með ferð mála þar, en horft var til þeirrar reynslu við gerð frumvarps þessa. Hér er lagt til að skipuð verði sérstök mönnunarnefnd kaupskipa, en í réttindalögum hafa einungis verið ákvæði um yfirmenn kaupskipa.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    1. gr. frumvarpsins fjallar um gildissvið laganna, en þau taka aðeins til skipa sem not uð eru í atvinnuskyni og fjalla um lágmarkskröfur einstakra skipverja og fjölda í áhöfn með tilliti til öryggis skipsins við siglingu þess og stendur því ekki í vegi að fleiri séu í áhöfn vegna breytilegrar notkunar á skipinu.
    

Um 2. gr.


    Skilgreiningar þessar eru í samræmi við STCW-alþjóðasamþykktina og réttindalög in.
    

Um 3. gr.


    II. kafli frumvarpsins fjallar um mönnun kaupskipa. Í gildandi lögum eru ákvæði um lágmarksfjölda skipstjórnar- og vélstjórnarmanna á íslenskum kaupskipum, en mönnun arnefnd er heimilt að ákveða frávik frá þeim reglum að fenginni umsögn Siglingamála stofnunar ríkisins.
    Í frumvarpi þessu er ekki kveðið á um lágmarksfjölda skipstjórnar- og vélstjórnar manna á íslenskum kaupskipum að öðru leyti en því að á hverju skipi skuli vera skip stjóri, en hins vegar er kveðið á um hvaða réttindastig skipstjórnar- og vélstjórnarmenn þurfa að uppfylla miðað við stærð skips og vélar og farsvið. Frumvarpið gerir ráð fyrir að skipuð verði sérstök mönnunarnefnd kaupskipa sem taki ákvörðun um fjölda skip verja í áhöfn hvers kaupskips með hliðsjón af tæknibúnaði, gerð og/eða verkefni við komandi skips. Efnislega tekur þetta mið af dönskum lögum að öðru leyti en því að danska siglingamálastofnunin tekur ákvörðun um mönnun kaupskipa á fyrsta stigi, en ákvörðun hennar má skjóta til sérstakrar úrskurðarnefndar sem úrskurðar endanlega á sviði stjórnsýslunnar.
    

Um 4. gr.


    Greinin er fyrst og fremst til að tryggja að skipverjar fái nauðsynlegan hvíldartíma eins og STCW-alþjóðasamþykktin gerir ráð fyrir.
    

Um 5. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.
    

Um 6. gr.


    Gert er ráð fyrir því að einstakir skipverjar geti gegnt störfum bæði á þilfari og sem aðstoðarmenn í vélarrúmi, enda hafa þeir þá tilskilin réttindi sem greinin kveður á um.
    

Um 7. gr.


    Í 7. gr. frumvarpsins er kveðið á um að á hverju skipi skuli vera skipstjóri og hvaða atvinnuskírteini skipstjórnarmenn og vélstjórnarmenn að öðru leyti þurfi að hafa miðað við farsvið og stærð skips og vélar og er þar að finna tilvitnanir til STCW-reglna um at vinnuskírteini þessara manna.
    

Um 8. gr.


    Greinin fjallar um kröfu um fjarskiptakunnáttu skipstjórnarmanna á skipum þar sem ekki er sérstakur loftskeytamaður.
    

Um 9. gr.


    Í greininni er kveðið á um að Siglingamálastofnun ríkisins gefi út skírteini fyrir öll ís lensk kaupskip til staðfestingar á lágmarksfjölda skipverja, svokölluð mönnunarskírteini, í samræmi við ákarðanir mönnunarnefndar kaupskipa. Slíkra mönnunarskírteina (Safe Manning Document) er nú krafist í hafnareftirliti með kaupskipum í öllum Evrópuríkj um, Bandaríkjunum, Kanada og í fjölda Asíuríkja og hefur vöntun á mönnunarskírtein um íslenskra kaupskipa þegar valdið eigendum þeirra miklum erfiðleikum og leitt til þess að skipunum hefur verið hótað stöðvunum í erlendum höfnum.
    

Um 10. gr.


    Með 2. gr. laga nr. 47/1987 var samgönguráðherra heimilað að setja reglur um heild armönnun kaupskipa í samræmi við ályktun sem samþykkt var á 12. þingi Alþjóðasigl ingamálastofnunarinnar (IMO) árið 1981. Hér er gert ráð fyrir að samgönguráðherra setji slíkar reglur og feli mönnunarnefnd kaupskipa að sjá um framkvæmd þeirra, þar á meðal að ákveða mönnun kaupskipa skv. II. kafla.
    

Um 11. gr.


    Gert er ráð fyrir að skipuð verði mönnunarnefnd kaupskipa sem ákveður mönnun kaupskipa sem verði grundvöllur mönnunarskírteina sem Siglingamálastofnun ríksins gef ur út, sbr. 9. gr. frumvarpsins.
    Miðað er við að nefndin verði skipuð þremur fulltrúum frá hvorum hagsmunahóp, þ.e. þrír frá stéttarfélögum og þrír frá útgerðum. Formaður verði skipaður af samgönguráð herra að höfðu samráði við þau hagsmunasamtök sem tilnefna í nefndina og fullnægi hann almennum dómaraskilyrðum. Miðað er við að varamenn verði skipaðir samkvæmt til nefningu frá sömu aðilum og að varamaður formanns skuli jafnframt fullnægja almenn um dómaraskilyrðum.
    Á því er byggt að í reglugerð verði nánar kveðið á um starfshætti nefndarinnar, þar á meðal að hagsmunaaðilar í mönnunarnefnd reyni að ná samkomulagi um mönnun kaup skipa og ef slíkt samkomulag næst ekki úrskurðar mönnunarnefnd um ágreiningsefnið. Samkomulag hagsmunaaðila skal ætíð vera í samræmi við ákvæði 3. gr. frumvarps þessa um mönnun kaupskipa og háð staðfestingu mönnunarnefndar á að öryggisþáttum verði fullnægt.
    

Um 12. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.
    

Um 13. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.
    

Um 14. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.
    

Um 15. gr.


    Grein þessi geymir reglur um bráðabirgðaákvarðanir mönnunarnefndar um fjölda í áhöfn skips sem er í smíðum eða erlends skips sem fyrirhugað er að færa undir íslensk an fána.

Um 16. gr.


    Hér er lagt til að ákvarðanir mönnunarnefndar kaupskipa verði endanlegar á sviði stjórnsýslunnar og er því ekki hægt að skjóta ágreiningsefninu til æðra stjórnvalds, þ.e. samgönguráðuneytis. Slík skipan er eðlileg í ljósi þess að hagsmunaaðilar eiga jafnmarga fulltrúa í nefndinni og að samgönguráðherra skipar oddamann nefndarinnar.
    

Um 17. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.

Um 18. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.


Fylgiskjal.
    
    
Fjármálaráðuneytið,
fjárlagaskrifstofa:
    

Umsögn um frumvarp til laga um áhafnir íslenskra kaupskipa.


         Tilgangur frumvarpsins er að breyta ákvæðum gildandi laga um fjölda skipstjórn armanna, vélfræðinga, vélstjóra og vélavarða á íslenskum skipum til samræmis við al þjóðasamþykkt um þjálfun, skírteini og vaktstöður sjómanna, svokallaða STCW-sam þykkt. Þá eru lagðar til breytingar á gildandi lögum um mönnun kaupskipa til samræm is við ákvæði samnings um Evrópska efnahagssvæðið.
    Samkvæmt 3. gr. frumvarpsins er gert ráð fyrir að skipuð verði sérstök mönnunar nefnd kaupskipa sem taki ákvörðun um fjölda skipverja í áhöfn hvers kaupskips með hlið sjón af tæknibúnaði, gerð og/eða verkefni viðkomandi skips. Samkvæmt 11. gr. frum varpsins skal mönnunarnefnd skipuð sjö mönnum og jafnmörgum varamönnum. Gera má ráð fyrir að kostnaður við mönnunarnefnd verði um 3–5 m.kr. á ári. Að öðru leyti verð ur ekki séð að frumvarpið felið í sér kostnaðarauka fyrir ríkissjóð.