Ferill 319. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 319 . mál.


484. Frumvarp til laga



um breyting á refsiákvæðum nokkurra skattalaga.

(Lagt fyrir Alþingi á 118. löggjafarþingi 1994.)



1. gr.


    107. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, orðast svo:
    Skýri skattskyldur maður af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi rangt eða villandi frá ein hverju því sem máli skiptir um tekjuskatt sinn eða eignarskatt skal hann greiða fésekt allt að tí faldri skattfjárhæð af þeim skattstofni sem undan var dreginn og aldrei lægri fésekt en nemur tvöfaldri skattfjárhæðinni. Skattur af álagi skv. 106. gr. dregst frá sektarfjárhæð. Stórfellt brot gegn ákvæði þessu varðar við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga.
    Hafi skattskyldur maður af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi vanrækt að telja fram til skatts varðar það brot fésektum er aldrei skulu nema lægri fjárhæð en tvöfaldri skattfjárhæð af þeim skattstofni sem á vantar ef áætlun reyndist of lág við endurreikning skatts skv. 2. mgr. 96. gr. laganna og skal þá skattur af álagi dragast frá sektarfjárhæð skv. 106. gr. Stórfellt brot gegn ákvæði þessu varðar við 1. mgr. 262. gr. hegningarlaga.
    Skýri skattskyldur maður rangt eða villandi frá einhverjum þeim atriðum er varða framtal hans má gera honum sekt þótt upplýsingarnar geti ekki haft áhrif á skattskyldu hans eða skatt greiðslu.
    Verði brot gegn 1. eða 2. mgr. ákvæðisins uppvíst við skipti dánarbús skal úr búinu greiða fésekt allt að fjórfaldri skattfjárhæð af þeim skattstofni sem undan var dreginn og aldrei lægri fésekt en nemur þessari skattfjárhæð að viðbættum helmingi hennar. Skattur af álagi skv. 106. gr. dregst frá sektarfjárhæð. Sé svo ástatt sem í 3. mgr. segir má gera búinu sekt.
    Hver sá sem af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi lætur skattyfirvöldum í té rangar eða villandi upplýsingar eða gögn varðandi skattframtöl annarra aðila eða aðstoðar við ranga eða villandi skýrslugjöf til skattyfirvalda skal sæta þeirri refsingu er segir í 1. mgr. þessarar greinar.
    Hafi maður af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi vanrækt að gegna skyldu sinni sam kvæmt ákvæðum 91., 92. eða 94. gr. skal hann sæta sektum eða varðhaldi.
    Tilraun til brota og hlutdeild í brotum á lögum þessum er refsiverð eftir því sem segir í III. kafla almennra hegningarlaga og varðar fésektum allt að hámarki því sem ákveðið er í öðrum ákvæðum þessarar greinar.
    Gera má lögaðila fésekt fyrir brot á lögum þessum án tillits til þess hvort sök verður sönnuð á fyrirsvarsmann eða starfsmann lögaðilans. Hafi fyrirsvarsmaður hans eða starfsmaður gerst sekur um brot á lögum þessum má auk refsingar, sem hann sætir, gera lögaðilanum sekt og sviptingu starfsréttinda, enda sé brotið drýgt til hagsbóta fyrir lögaðilann eða hann hafi notið hagnaðar af brotinu.

2. gr.

    30. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, orðast svo:
    Skýri gjaldskyldur maður af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi rangt eða villandi frá ein hverju því er máli skiptir um staðgreiðsluskil hans skal hann greiða fésekt allt að tífaldri þeirri skattfjárhæð sem vanrækt var greiðsla á og aldrei lægri fésekt en nemur tvöfaldri skatt fjárhæðinni. Stórfellt brot gegn ákvæði þessu varðar við 1. mgr. 262. gr. al mennra hegningarlaga.
    Hver sá launagreiðandi sem af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi skýrir rangt eða villandi frá einhverju því er máli skiptir um staðgreiðsluskil sín, hefur ekki haldið eftir fé af launagreiðslum eins og honum bar, hefur ekki afhent skilagreinar á lögmæltum tíma eða ekki innt af hendi þær greiðslur vegna launamanna sem hann hefur haldið eftir eða honum bar að halda eftir skal greiða fésekt allt að tífaldri þeirri skattfjárhæð sem hann vanrækti að halda eftir eða standa skil á og aldrei lægri fésekt en nemur tvöfaldri skattfjárhæðinni nema þyngri refsing liggi við brotinu eftir 247. gr. almennra hegning arlaga. Álag skv.1. tölul. 2. mgr. 28. gr. dregst frá sektarfjárhæð. Stórfellt brot gegn ákvæði þessu varðar við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga.
    Hafi launagreiðandi af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi vanrækt að halda tilskil ið launabókhald varðar það brot við refsiákvæði laga um bókhald, en við 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga sé um meiri háttar brot að ræða.
    Ef maður af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi vanrækir tilkynningarskyldu sína skv. 19. gr., upplýsingaskyldu skv. 25. gr., misnotar skattkort, vanrækir að veita upp lýsingar eða láta í té aðstoð, skilagreinar, skýrslur eða gögn svo sem ákveðið er í lög um þessum skal hann sæta sektum eða varðhaldi.
    Skýri skilaskyldur maður af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi rangt eða villandi frá einhverju er varðar skilaskyldu hans má gera honum sekt þótt upplýsingarnar geti ekki haft áhrif á skilaskyldu hans eða greiðsluskil. Sömu refsingu varðar það launamann sem lætur greiða sér laun vitandi um að launagreiðandi hans hefur eigi haldið eftir af laun um hans þeirri fjárhæð opinberra gjalda sem skylt er samkvæmt lögum þessum eða skýr ir rangt eða villandi frá einhverju er varðar skilaskyldu eða greiðsluskil vegna hans þótt upplýsingarnar geti ekki haft áhrif á þessi skil.
    Verði brot á 1. eða 2. mgr. ákvæðisins uppvíst við skipti dánarbús skal greiða úr bú inu fésekt, allt að fjórfaldri þeirri skattfjárhæð sem vanrækt var greiðsla á og aldrei lægri fésekt en nemur skattfjárhæðinni að viðbættum helmingi hennar. Álag skv. 1. tölul. 2. mgr. 28. gr. dregst frá sektarfjárhæð. Sé svo ástatt sem segir í 5. mgr. má gera búinu sekt.
    Hver sá sem af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi lætur skattyfirvöldum í té rang ar eða villandi upplýsingar eða gögn varðandi skilaskyldu annarra aðila eða aðstoðar við ranga eða villandi skýrslugjöf til skattyfirvalda skal sæta þeirri refsingu er segir í 1. eða 2. mgr. þessarar greinar.
    Tilraun til brota eða hlutdeild í brotum á lögum þessum er refsiverð eftir því sem seg ir í III. kafla almennra hegningarlaga og varðar fésektum allt að hámarki því sem ákveð ið er í öðrum ákvæðum þessarar greinar.
    Gera má lögaðila fésekt fyrir brot á lögum þessum án tillits til þess hvort sök verð ur sönnuð á fyrirsvarsmann eða starfsmann lögaðilans. Hafi fyrirsvarsmaður hans eða starfsmaður gerst sekur um brot á lögum þessum má auk refsingar, sem hann sætir, gera lögaðilanum sekt og sviptingu starfsréttinda, enda sé brotið drýgt til hagsbóta fyrir lög aðilann eða hann hafi notið hagnaðar af brotinu.

3. gr.

    40. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, orðast svo:
    Skýri skattskyldur maður af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi rangt eða villandi frá einhverju því er máli skiptir um virðisaukaskatt sinn eða afhendi hann eigi á lögmælt um tíma virðisaukaskattsskýrslu eða virðisaukaskatt sem hann hefur innheimt eða hon um bar að innheimta skal hann greiða fésekt allt að tífaldri þeirri skattfjárhæð sem und an var dregin, vanrækt var greiðsla á eða endurgreidd var um of og aldrei lægri fésekt en nemur tvöfaldri þessari skattfjárhæð. Álag skv. 27. gr. dregst frá sektarfjárhæð. Stórfellt brot gegn ákvæði þessu varðar við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga.
    Ef maður af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi vanrækir skyldu sína að halda til skilið bókhald samkvæmt lögum þessum eða reglugerðum settum samkvæmt þeim, þar með talið að hann vanrækir að skrá sölu sína í sjóðvél með fullnægjandi útbúnaði, skal hann sæta sektum samkvæmt ákvæðum laga um bókhald nema þyngri refsing liggi við brotinu skv. 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga.
    Vanræki maður af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi tilkynningarskyldu sína skv. 5. gr., upplýsingaskyldu skv. 38. gr. eða vanræki hann að veita upplýsingar eða láta í té aðstoð, skýrslur eða gögn svo sem ákveðið er í lögum þessum eða reglum settum sam kvæmt þeim skal hann sæta sektum eða varðhaldi.
    Hver sá sem af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi skýrir rangt eða villandi frá ein hverju er varðar virðisaukaskattsskýrslur hans skal sæta sektum þótt upplýsingarnar geti ekki haft áhrif á skattskyldu hans eða skattgreiðslur.
    Verði brot skv. 1. mgr. ákvæðisins uppvíst við skipti dánarbús skal greiða úr búinu sekt allt að fjórfaldri þeirri skattfjárhæð sem undan var dregin eða vanrækt var að greiða og aldrei lægri fésekt en nemur þessari skattfjárhæð að viðbættum helmingi hennar. Álag skv. 27. gr. dregst frá sektarfjárhæð. Sé svo ástatt sem í 4. mgr. segir má gera búinu sekt.
    Hver sá sem af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi lætur skattyfirvöldum í té rang ar eða villandi upplýsingar eða gögn varðandi virðisaukaskattsskýrslur annarra aðila eða aðstoðar við ranga eða villandi skýrslugjöf til skattyfirvalda skal sæta þeirri refsingu er segir í 1. mgr. þessarar greinar.
    Tilraun til brota eða hlutdeild í brotum á lögum þessum er refsiverð eftir því sem seg ir í III. kafla almennra hegningarlaga og varðar fésektum allt að hámarki því sem ákveð ið er í öðrum ákvæðum þessarar greinar.
    Gera má lögaðila fésekt fyrir brot á lögum þessum án tillits til þess hvort sök verð ur sönnuð á fyrirsvarsmann eða starfsmann lögaðilans. Hafi fyrirsvarsmaður hans eða starfsmaður gerst sekur um brot á lögum þessum má auk refsingar, sem hann sætir, gera lögaðilanum sekt og sviptingu starfsréttinda, enda sé brotið drýgt til hagsbóta fyrir lög aðilann eða hann hafi notið hagnaðar af brotinu.

4. gr.


    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1995.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Frumvarp það sem hér liggur fyrir var unnið á vegum fjármálaráðuneytisins og samið af Snorra Olsen, deildarstjóra í fjármálaráðuneytinu, Skúla Eggert Þórðarsyni, skattrannsóknarstjóra ríkisins, og Jónatan Þórmundssyni prófessor. Frumvarpið er liður í heildarendurskoðun viðurlagaákvæða í skattalögum og bókhaldslögum. Annars vegar er um að ræða breytingar á eldri lögum, þ.e. frumvarp þetta til laga um breyting á refsi ákvæðum nokkurra skattalaga, en hins vegar er um nýmæli að ræða. Ber þar fyrst að nefna frumvarp dómsmálaráðherra um 262. gr. almennra hegningarlaga sem er ný að því er skattsvikaþátt hennar varðar en verulega breytt og efld að því er bókhaldsþáttinn varð ar. Þá eru ný ákvæði um viðurlög og málsmeðferð sem lagt er til að bætt verði við frum vörp þau til laga um bókhald og ársreikninga sem nú liggja fyrir Alþingi. Engum slík um ákvæðum er til að dreifa í gildandi lögum. Með öllum þessum ákvæðum er stefnt að heilsteyptu og skilvirku átaki löggjafans gegn skattsvikum og bókhaldsbrotum.
    Í frumvarpi þessu felast breytingar á lögum um tekjuskatt og eignarskatt, lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda og lögum um virðisaukaskatt. Óþarft er að gera breyting ar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem um þetta efni vísa til laga um tekjuskatt og eignarskatt, sbr. 2. mgr. 22. gr. laga nr. 90/1990, né heldur á lögum um tryggingagjald sem vísa til laga um staðgreiðslu opinberra gjalda, sbr. 11. gr. laga nr. 113/1990.
    Meginbreytingar þessa frumvarps lúta að nýskipan refsimarka í tengslum við hið nýja ákvæði 262. gr. almennra hegningarlaga sem gerð er tillaga um í öðru frumvarpi fluttu af dómsmálaráðherra. Í hegningarlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að brot gegn tiltekn um ákvæðum í skattalögum geti talist meiri háttar brot skv. 262. gr. almennra hegningar laga, að uppfylltum tilteknum viðbótarskilyrðum þess ákvæðis. Umrædd ákvæði skatta laga eru talin upp í 1. mgr. 262. gr. hegningarlaga og auk þess er í viðkomandi ákvæð um þessa frumvarps vísað beint eða óbeint til 262. gr. Ef brot telst meiri háttar sam kvæmt þessu varðar það varðhaldi eða fangelsi allt að sex árum og heimilt er að beita margfeldissektum til viðbótar refsivist. Ef háttsemi telst ekki meiri háttar brot varðar það yfirleitt margfeldissekt allt að tífaldri þeirri skattfjárhæð sem um er að ræða hverju sinni, en minnst tvöfaldri þessari fjárhæð. Felst veigamikil breyting í þessu ákvæði um lág markssektir. Nokkur ákvæði frumvarpsins hafa vægari refsimörk að geyma eins og fram kemur í athugasemdum við einstakar greinar.
    Áhersla er lögð á það í frumvarpi þessu að skipa efni ákvæða með nýjum hætti þannig að flokkað sé saman það sem saman á og skýrar sé greint á milli mismunandi efnisat riða en gert er í gildandi lögum.
    Í frumvarpi þessu er byggt á sömu saknæmisskilyrðum fyrir refsiábyrgð og í gild andi lögum, þ.e. ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi (gáleysi). Framsetning verknað arlýsinga er í stórum dráttum sú sama. Fullframning athafnabrota er við það miðuð að skattskyldur maður hafi skýrt rangt eða villandi frá einhverju því er máli skiptir um tekju skatt hans og eignarskatt. Í þessu felst að sök hins brotlega þarf að ná til þess að koma fram rangri álagningu sér í hag og baka þannig hinu opinbera tjón. Hins vegar er það ekki skilyrði laganna að tjón hafi hlotist af háttseminni. Með þessu fæst betri refsivernd fyr ir ríkissjóð og aðra gjaldkrefjendur en ef tjón væri áskilið í einstökum tilfellum. Sama til högun er í öðrum ákvæðum frumvarpsins um athafnabrot að breyttu breytanda. Í mörg um ákvæðum frumvarpsins er aftur á móti á því byggt að brot sé fólgið í athafnaleysi. Í þeim tilvikum kann aðstaðan að vera sú að athafnaleysið verði lagt að jöfnu við athöfn, t.d. þegar vanrækt er að telja fram til skatts. Er þá skilyrði að með slíku athafnaleysi sé stefnt að undandrætti skatts og með því valdið tjóni eða þá að stórfellt gáleysi standi til slíkrar afleiðingar (óbeint athafnaleysi). Í öðrum tilvikum telst brot fullframið við að gerðaleysið sem slíkt án tillits til afleiðinga, t.d. þegar vanrækt er að gefa lögskyldar upp lýsingar (beint athafnaleysi). Sú fræðilega tilhögun ákvæðanna sem rakin er hér að fram an er að mestu leyti sú sama og í gildandi lögum en er hér stuttlega reifuð til glöggv unar og til þess að gefa heildarmynd af uppbyggingu refsiákvæðanna.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Ákvæði 1. og 2. mgr. 1. gr. frumvarpsins svara til 1. mgr. 107. gr. í gildandi lögum um tekjuskatt og eignarskatt. Fyrri málsgreinin svarar til 1. málsl. núgildandi ákvæðis en seinni málsgreinin til 2. málsl. Í 1. mgr. er fjallað um athafnabrot fólgin í rangri eða vill andi frásögn (yfirlýsingu) um eitthvað er máli skiptir varðandi skattákvörðun og getur því leitt til skattundandráttar. Í 2. mgr. er fjallað um það vanrækslubrot að telja ekki fram til skatts. Í báðum ákvæðunum þurfa saknæmisskilyrðin að ná til þess að koma fram ákveð inni afleiðingu, en sú afleiðing þarf þó ekki að vera komin fram, eins og áður var get ið í almennum athugasemdum með frumvarpi þessu. Bæði ákvæðin vísa til 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga og geta brot gegn 1. og 2. mgr. ákvæðis þessa því varðað við það ákvæði hegningarlaga ef skilyrði þess eru einnig uppfyllt.
    Ef brot varðar við 1. mgr. 262. gr. hegningarlaga liggja við brotinu þau viðurlög sem þar greinir, þ.e. varðhald eða fangelsi allt að sex árum. Á móti fellur niður 6. mgr. nú gildandi 107. gr. laganna er fjallar um ítrekuð brot eða miklar sakir. Ef til sektarákvörð unar kemur, eingöngu eða til viðbótar refsivist, reynir á hin nýju refsimörk 1. mgr. sem að hámarki geta numið tífaldri skattfjárhæð af þeim skattstofni sem undan er dreginn og að lágmarki tvöfaldri þessari skattfjárhæð. Gert er ráð fyrir óbreyttri reglu um frádrátt skatts af álagi, þannig að í reynd sé lágmarkssekt að jafnaði margfeldið 1,75 ofan á und andregna skattfjárhæð, miðað við að hámarksálagi sé beitt og að persónuafsláttur raski ekki útreikningi. Þar sem um margfeldissektir er að ræða er yfirleitt ekki ætlast til að al mennar refsilækkunarheimildir séu nýttar til þess að færa sektir niður fyrir það lög bundna lágmark sem hér var lýst. Slík lækkun er þó sjálfsagt heimil í hreinum undan tekningartilvikum. Aðrar refsiákvörðunarreglur, svo sem sú regla að hafa hliðsjón af greiðslugetu sökunautar eða efnahag, sbr. 51. gr. hegningarlaga, eiga oft ekki við og stundum alls ekki. Að því er sérstaklega varðar 2. mgr. ákvæðisins er ástæða til að taka fram að gagnslítið er eða þýðingarlaust að hafa tiltekið hámark margfeldissektar og gild ir því 50. gr. hegningarlaganna um hámark fésektar (4 millj. kr.). Almennt er lágmark ótiltekin sekt en ef áætlun skattstjóra reynist vera of lág við endurreikning skatts skv. 2. mgr. 96. gr. laganna er við það miðað að sektin nemi aldrei lægri fjárhæð en tvöfaldri þeirri skattfjárhæð sem munar, að teknu tilliti til álags.
    Ákvæði 3. mgr. 1. gr. frumvarpsins svarar til 2. mgr. núgildandi ákvæðis. Eðlilegra þykir að miða við skattskyldan mann sem geranda fremur en „framteljanda“. Í annan stað er miðað við að umræddar upplýsingar geti ekki haft áhrif í stað þess að upplýsingarn ar hafi í raun ekki haft áhrif. Verður raunar að ætla að það sé fyrri útgáfan sem felst í nú gildandi ákvæði þrátt fyrir orðalag þess. Gert er ráð fyrir að ákvæðið sé óbreytt varð andi ákvörðun fésekta. Háttsemi þessi getur ekki fallið undir 262. gr. hegningarlaganna.
    Ákvæði 4. mgr. 1. gr. frumvarpsins svarar til 3. mgr. núgildandi ákvæðis. Engar efnis breytingar eru á þessu ákvæði utan þess að lágmark fésektar nemur nú skattfjárhæðinni af þeim skattstofni sem undan var dreginn að viðbættum helmingi hennar. Margfeldis lágmarkið er því 1,5 ofan á undandregna skattfjárhæð. Rétt þykir að skattur af álagi drag ist frá sektarfjárhæð eins og í 1. og 2. mgr., þótt svo sé ekki í gildandi lögum. Háttsemi þessi getur ekki fallið undir 262. gr. hegningarlaganna.
    Ákvæði 5. mgr. 1. gr. frumvarpsins svarar til hluta af 4. mgr. núgildandi ákvæðis. Ákvæðið fjallar um háttsemi þeirra sem annaðhvort láta skattyfirvöldum í té rangar eða villandi upplýsingar eða gögn varðandi skattframtöl annarra aðila en hins brotlega sjálfs eða aðstoða aðra við ranga eða villandi skýrslugjöf til skattyfirvalda. Ákvæðið á m.a. við um þá sem telja fram fyrir lögaðila eða ófjárráða menn, sbr. 91. gr. laganna. Sama á við um sérfróða menn og aðra sem taka að sér að aðstoða skattskylda menn eða lögaðila við framtalsgerð og annan erindrekstur til skattyfirvalda. Málsgreinin vísar til 1. mgr. frumvarpsákvæðis þessa um refsimörk, bæði um margfeldissektir og viðurlög skv. 1. mgr. 262. gr. hegningarlaga. Leiðir af tilvísuninni að margfeldissekt yrði miðuð við skattfjár hæðina af þeim skattstofni sem undan er dreginn með upplýsingunum eða aðstoðinni. Í hegningarlagaákvæðinu er og vísað til þessarar málsgreinar ákvæðisins.
    Ákvæði 6. mgr. 1. gr. frumvarpsins svarar til hluta af 4. mgr. núgildandi ákvæðis. Samkvæmt því varðar það sektum eða varðhaldi, óháð ákvæði 1. mgr. um margfeldis sektir og ákvæði 262. gr. hegningarlaga um refsivist, að vanrækja tilteknar skyldur, þ.e. framtalsskyldu skv. 91. gr. laganna, skyldu til að skila launaskýrslum skv. 92. gr. og um upplýsingaskyldu skv. 94. gr. Brotin eru hrein athafnaleysisbrot og er þeim lýst í ákvæð inu án tillits til afleiðinga.
    Ákvæði 7. mgr. 1. gr. frumvarpsins svarar til 7. mgr. núgildandi ákvæðis. Er ákvæði þetta efnislega óbreytt að öðru leyti en því að hámark fésektar fer eftir öðrum ákvæð um þessarar greinar, eftir því sem við á, og getur því orðið margfeldissekt. Tilvísun til 262. gr. hegningarlaga er óþörf því að ákvæði III. kafla hegningarlaga eiga beint við ef á 262. gr. reynir.
    Ákvæði 8. mgr. 1. gr. frumvarpsins svarar til 5. mgr. núgildandi ákvæðis. Skýrar er kveðið á um refsiábyrgð lögaðila í fyrri málslið ákvæðisins en gert er í gildandi lögum. Hún getur verið fyllilega sjálfstæð og án tillits til þess hvort sök verður sönnuð á fyrir svarsmann eða starfsmann lögaðilans. Að sjálfsögðu koma einungis fésektir til greina sem refsing. Síðari málsliður málsgreinarinnar fjallar um fyrirsvarsmann eða starfsmann lög aðilans sem getur gerst sekur um hvaða brot á lögunum sem að framan greinir og get ur sætt þeirri refsingu sem þar getur, en auk þess má samkvæmt þessu ákvæði gera lög aðilanum sekt og sviptingu starfsréttinda ef brotið er drýgt til hagsbóta fyrir lögaðilann eða hann hefur notið hagnaðar af brotinu.

Um 2. gr.


    Ákvæði 1. og 2. mgr. frumvarpsins svara til 1. mgr. 30. gr. í gildandi lögum um stað greiðslu opinberra gjalda. Fyrri málsgreinin fjallar um gjaldskylda einstaklinga sem eru ekki jafnframt launagreiðendur skv. 7. gr. laganna. Þessi málsgrein mun taka til fremur fárra einstaklinga í framkvæmd. Seinni málsgreinin tekur til launagreiðenda eins og þeir eru skilgreindir í nefndu ákvæði. Fyrri málsgreinin lýsir einungis athafnabrotum sem fólg in eru í því að skýra rangt eða villandi frá einhverju því sem máli skiptir um stað greiðsluskil. Í síðari málsgreininni er annars vegar fjallað um ranga eða villandi frásögn launagreiðanda um eitthvað það sem máli skiptir um staðgreiðsluskil hans og hins veg ar um vanrækslu hans í tilteknum efnum, þ.e. ef hann hefur ekki haldið eftir staðgreiðslu fé af launagreiðslum, hefur ekki afhent skilagreinar á lögmæltum tíma eða ekki innt af hendi þær greiðslur vegna launamanna sem hann hefur haldið eftir eða honum bar að halda eftir. Í báðum ákvæðunum þurfa saknæmisskilyrði að ná til ákveðinnar afleiðing ar sem út af fyrir sig þarf ekki að vera komin fram en er það oftast í reynd, eins og orða lag ákvæðanna bendir til. Bæði ákvæðin vísa til 1. mgr. 262. gr. almennra hegningar laga og geta því brot gegn 1. og 2. mgr. ákvæðis þessa varðað við 1. mgr. 262. gr. ef skil yrðum hennar er fullnægt.
    Ef brot varðar við 1. eða 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga liggja við brotinu þau viðurlög sem þar greinir, þ.e. varðhald eða fangelsi allt að sex árum. Á móti fellur niður 7. mgr. 30. gr. gildandi laga um staðgreiðslu opinberra gjalda er fjallar um ítrek uð brot eða miklar sakir. Ef til sektarákvörðunar kemur, eingöngu eða til viðbótar refsi vist, reynir á hin nýju refsimörk sem í 1. mgr. geta mest orðið tíföld sú skattfjárhæð sem vanrækt var greiðsla á og minnst tvöföld þessi skattfjárhæð. Ekki er gert ráð fyrir frá drætti álags í þessari málsgrein. Í 2. mgr. er gert ráð fyrir sama hámarki og lágmarki margfeldissektar og í 1. mgr. þessa ákvæðis, miðað við þá skattfjárhæð sem launagreið andi vanrækti að halda eftir eða standa skil á. Álag skv. 1. tölul. 2. mgr. 28. gr. laganna dregst frá sektarfjárhæðinni. Um ákvörðun margfeldissekta að öðru leyti er vísað til at hugasemda við 1. gr. þessa frumvarps. Sá fyrirvari er gerður í 2. mgr. að ekki liggi þyngri refsing við brotinu skv. 247. gr. hegningarlaganna um fjárdrátt.
    Ákvæði 3. mgr. 2. gr. frumvarpsins svarar til hluta af 2. mgr. 30. gr. gildandi laga. Ákvæðið fjallar um vanrækslu launagreiðanda að halda tilskilið launabókhald. Rétt þyk ir að vísa um sektarákvörðun til refsiákvæða laga um bókhald en meiri háttar brot af þessu tagi varða við 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga.
    Ákvæði 4. mgr. 2. gr. frumvarpsins svarar til hluta af 2. mgr. og 5. mgr. 30. gr. gild andi laga. Þar er kveðið á um ýmiss konar vanrækslubrot, svo sem vanrækslu á tilkynn ingar- og upplýsingaskyldu og um misnotkun skattkorta. Brot gegn þessu ákvæði varð ar sektum eða varðhaldi, óháð ákvæðum 1. og 2. mgr. um margfeldissektir og ákvæði 262. gr. hegningarlaga um refsivist.
    Ákvæði 5. mgr. 2. gr. frumvarpsins svarar að mestu til 3. mgr. 30. gr. gildandi laga. Í ákvæði þessu er annars vegar fjallað um ranga eða villandi frásögn skilaskylds manns þegar upplýsingar hans geta ekki haft áhrif á skilaskyldu hans eða greiðsluskil. Um skýr ingu á þessu ákvæði má vísa til athugasemda við 1. gr. Í annan stað fjallar ákvæðið um þá háttsemi launamanns að láta greiða sér laun þótt hann viti að launagreiðandi hans hef ur ekki haldið eftir af launum hans svo sem skylt var lögum samkvæmt. Vakin er at hygli á því að í þessu tilviki er áskilinn ásetningur launamannsins. Þá er einnig í ákvæð inu fjallað um ranga eða villandi frásögn launamanns um eitthvað sem varðar skilaskyldu eða greiðsluskil vegna hans þótt upplýsingarnar geti ekki haft áhrif á þessi skil. Gert er ráð fyrir að ákvæðið sé óbreytt varðandi ákvörðun fésekta. Háttsemi þessi getur ekki fall ið undir ákvæði 262. gr. hegningarlaga.
    Ákvæði 6. mgr. 2. gr. frumvarpsins svarar til 4. mgr. 30. gr. gildandi laga. Engar efnisbreytingar eru á þessu ákvæði utan þess að lágmark fésektar nemur nú skattfjár hæðinni af þeim skattstofni sem undan var dreginn að viðbættum helmingi hennar. Margfeldislágmarkið er því 1,5 ofan á undandregna skattfjárhæð. Rétt þykir að skattur af álagi dragist frá sektarfjárhæð eins og í 2. mgr. þótt svo sé ekki í gildandi lögum. Hátt semi þessi getur ekki fallið undir 262. gr. hegningarlaganna.
    Ákvæði 7. mgr. 2. gr. frumvarpsins svarar til 5. mgr. 30. gr. gildandi laga að meg inefni til. Ákvæðið fjallar um háttsemi þeirra sem annaðhvort láta skattyfirvöldum í té rangar eða villandi upplýsingar eða gögn um atriði varðandi skilaskyldu annarra aðila en hins brotlega sjálfs eða aðstoða aðra við ranga eða villandi skýrslugjöf til skattyfirvalda. Um skýringar á efni þessa ákvæðis má vísa til sambærilegs ákvæðis í 1. gr. Málsgrein in vísar til 1. og 2. mgr. frumvarpsgreinar þessarar um refsimörk, bæði um margfeldis sektir og um viðurlög skv. 262. gr. almennra hegningarlaga. Í hegningarlagaákvæðinu er og vísað til þessarar málsgreinar ákvæðisins.
    Um 8. og 9. mgr. 2. gr. frumvarpsins er vísað til þess sem segir um 7. og 8. mgr. 1. gr. frumvarpsins.

Um 3. gr.


    Ákvæði 1. mgr. 3. gr. frumvarpsins svarar til 1. mgr. 40. gr. í gildandi lögum um virðisaukaskatt. Verknaðarlýsing ákvæðisins er sú sama og í gildandi lögum. Ákvæðið vísar til 1. mgr. 262. gr. hegningarlaga og getur því brot gegn 1. mgr. þessa ákvæðis varðað við umrætt ákvæði hegningarlaga að skilyrðum þess uppfylltum.
    Ef brot varðar við 1. mgr. 262. gr. hegningarlaga liggja við brotinu þau viðurlög sem þar greinir, þ.e. varðhald eða fangelsi allt að sex árum. Á móti fellur niður 6. mgr. 40. gr. núgildandi laga er fjallar um ítrekuð brot eða miklar sakir. Ef til sektarákvörðunar kemur, eingöngu eða til viðbótar refsivist, reynir á hin nýju refsimörk, þ.e. að hámarki tífalda skattfjárhæð sem undan var dregin, vanrækt var greiðsla á eða endurgreidd var um of og að lágmarki tvöfalda þessa skattfjárhæð. Álag skv. 27. gr. dregst frá sektarfjár hæð. Um ákvörðun margfeldissekta að öðru leyti er vísað til athugsemda við 1. gr. þessa frumvarps.
    Ákvæði 2. mgr. 3. gr. frumvarpsins sækir efni sitt til 2. mgr. 40. gr. gildandi laga. Ákvæðið fjallar um vanrækslu skattskylds manns að halda tilskilið bókhald, þar með talið að hann vanrækir að skrá sölu sína í sjóðvél með fullnægjandi útbúnaði. Rétt þykir að vísa um sektarákvörðun til refsiákvæða laga um bókhald en meiri háttar brot af þessu tagi varða við 2. mgr. 262. gr. hegningarlaga.
    Ákvæði 3. mgr. 3. gr. frumvarpsins lýsir ýmsum vanrækslubrotum og svarar til efn is í ákvæðum 2. og 4. mgr. 40. gr. gildandi laga. Brot gegn ákvæði þessu varðar sekt um eða varðhaldi, óháð ákvæði 1. mgr. um margfeldissektir og ákvæði 262. gr. hegn ingarlaga um refsivist.
    Ákvæði 4. mgr. 3. gr. frumvarpsins sækir efni sitt til 2. mgr. 40. gr. gildandi laga. Ákvæðið fjallar um ranga eða villandi frásögn skattskylds manns þegar upplýsingar hans geta ekki haft áhrif á skattskyldu hans eða skattgreiðslur. Um skýringu á þessu ákvæði er vísað til athugasemda við 1. gr. Ákvæðið er óbreytt varðandi ákvörðun fésekta. Hátt semin getur ekki fallið undir ákvæði 262. gr. hegningarlaga.
    Ákvæði 5. mgr. 3. gr. frumvarpsins svarar til 3. mgr. núgildandi ákvæðis 40. gr. Eng ar efnisbreytingar eru á þessu ákvæði utan þess að lágmark fésektar nemur nú skattfjár hæðinni sem undan var dregin eða vanrækt var að greiða að viðbættum helmingi henn ar. Margfeldislágmarkið er því 1,5 ofan á undandregna skattfjárhæð. Rétt þykir að skatt ur af álagi skv. 27. gr. laganna dragist frá sektarfjárhæð eins og í 1. mgr. þótt svo sé ekki í gildandi lögum. Háttsemi þessi getur ekki fallið undir 262. gr. hegningarlaganna.
    Ákvæði 6. mgr. 3. gr. frumvarpsins svarar að mestu til 4. mgr. 40. gr. gildandi laga. Ákvæðið fjallar um háttsemi þeirra sem annaðhvort láta skattyfirvöldum í té rangar eða villandi upplýsingar eða gögn varðandi virðisaukaskattsskýrslur annarra aðila en hins brotlega sjálfs eða aðstoða aðra við ranga eða villandi skýrslugjöf til skattyfirvalda. Um skýringu á efni þessa ákvæðis má vísa til sambærilegs ákvæðis í 1. gr. Málsgreinin vís ar til 1. mgr. frumvarpsákvæðis þessa um refsimörk, bæði um margfeldissektir og við urlög skv. 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga. Í hegningarlagaákvæðinu er og vís að til þessarar málsgreinar ákvæðisins.
    Um 7. og 8. mgr. 3. gr. frumvarpsins er vísað til þess sem segir um 7. og 8. mgr. 1. gr. frumvarpsins.