Ferill 229. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 229 . mál.


523. Breytingartillaga



við till. til þál. um fullgildingu samnings um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunar.

Frá meiri hluta utanríkismálanefndar (BBj, PP, ÓRG,


GÁS, JHelg, LMR, ÁRÁ, GHH).



    Tillgr. orðist svo:
    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að fullgilda fyrir Íslands hönd samning um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunar sem undirritaður var í Marakess í Marokkó 15. apríl 1994.
    Alþingi ítrekar að þrátt fyrir fullgildingu samningsins gildi óbreytt skipulag á innflutningi landbúnaðarvara þar til lögum hefur verið breytt með hliðsjón af samningnum. Þær lagabreyt ingar, þar með taldar tollabreytingar, skulu gerðar með hliðsjón af GATT-tilboði Íslands til að veita innlendri framleiðslu nauðsynlega vernd. Landbúnaðarráðherra verði tryggt forræði um allar efnislegar ákvarðanir í því stjórnkerfi sem varðar landbúnað og innflutning landbúnaðar vara og komið verður á fót á grundvelli þessarar ályktunar.