Ferill 229. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 229 . mál.


525. Nefndarálit



um till. til þál. um fullgildingu samnings um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunar.

Frá minni hluta utanríkismálanefndar.



    Samningur um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunar, sem leysir GATT-samninginn af hólmi, er margþættur. Í honum er að finna mörg atriði til hagsbóta fyrir þær þjóðir sem munu eiga aðild að honum, t.d. ný ákvæði um hugverk, en á hinn bóginn vantar í hann þær áherslur í umhverfis málum sem Kvennalistinn telur nauðsynlegar við gerð svo mikilvægs alþjóðlegs viðskiptasamn ings. Stofnanaþáttur samningsins hefur enn fremur vakið spurningar um hvort verið sé að færa yfirþjóðlegri stofnun meira vald en æskilegt er.
    Minni hlutinn er sammála þeirri niðurstöðu, sem samstarfsnefnd fimm ráðuneyta hefur kom ist að, að forræði þess hluta samningsins, sem varðar landbúnaðarmál, verði í höndum landbún aðarráðherra. Þrátt fyrir að stuttur tími hafi gefist til umfjöllunar um samninginn á yfirstandandi þingi vill fulltrúi Kvennalistans í utanríkismálanefnd greiða fyrir því að samningurinn verði fullgildur fyrir áramót, ekki síst í ljósi þess að um það hefur náðst víðtæk samstaða allra flokka. Kostir og gallar samningsins vega nokkuð jafnt að mati fulltrúa Kvennalistans og mun minni hlutinn því sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 28. des. 1994.



Anna Ólafsdóttir Björnsson,


frsm.