Ferill 339. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 339 . mál.


536. Frumvarp til laga



um breyting á lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum, nr. 28/1985.

(Lagt fyrir Alþingi á 118. löggjafarþingi 1994.)



1. gr.

    6. gr. laganna orðast svo:
    Lögreglustjórar skulu ráða starfsmenn til að kanna og fylgjast með landfræðileg um og veðurfarslegum aðstæðum með tilliti til hættu af snjóflóðum og/eða skriðuföll um í þeim umdæmum þar sem þörf er á slíkum athugunum að mati Almannavarna rík isins. Lögreglustjórar skulu hafa samráð við almannavarnanefndir í umdæmi sínu við ráðningu þessara starfsmanna.
    Starfsmenn, sem ráðnir eru skv. 1. mgr., skulu starfa undir stjórn viðkomandi lög reglustjóra, en athuganir þeirra skulu gerðar í samræmi við vinnureglur og önnur fyr irmæli Veðurstofu Íslands. Við athuganir sínar skulu starfsmennirnir hafa samráð við viðkomandi sveitarstjórnir eftir því sem frekast er unnt. Kostnaður vegna athugana greiðist úr ofanflóðasjóði.

2. gr.

    11. gr. laganna orðast svo:
    Fé ofanflóðasjóðs, sbr. 10. gr., skal notað til að greiða kostnað við varnir gegn ofan flóðum sem hér segir:
     1 .     Greiða skal allan kostnað vegna athugana skv. 6. gr.
     2 .     Greiða skal allan kostnað við gerð hættumats.
     3 .     Greiða skal allan kostnað við kaup á rannsóknartækjum sem að mati ofanflóðanefndar nýtast sem eftirlitstæki til að auðvelda snjóflóðaspár og mat á skammtímahættu.
     4 .     Greiða má allt að 90% af kostnaði við undirbúning og framkvæmdir við varnarvirki. Kostnaður við kaup á löndum, lóðum og fasteignum vegna varna telst með fram kvæmdakostnaði.
     5 .     Greiða má allt að 90% af kostnaði við kaup og uppsetningu á tækjum og búnaði sem sérstaklega er aflað til rannsókna á snjóalögum með tilliti til snjóflóðahættu.
     6 .     Greiða má allt að 60% af kostnaði við viðhald varnarvirkja.
    Félagsmálaráðherra ákveður úthlutun úr ofanflóðasjóði að fengnum tillögum Al mannavarna ríkisins. Ráðherra er heimilt að veita sveitarfélögum lán úr ofanflóðasjóði sem nemur kostnaðarhlut þeirra skv. 4. tölul. 1. mgr., enda sé viðkomandi sveitarfélagi fjárhagslega ofviða að leggja fram sinn kostnaðarhlut. Um lánskjör fer eftir nánari ákvörðun ráðherra.

3. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Frumvarp þetta er samið í félagsmálaráðuneytinu á grundvelli tillagna nefndar sem skipuð var samkvæmt samþykkt ríkisstjórnarinnar um að beita sér fyrir endurskoðun laga um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum, nr. 28/1985, eftir snjóflóðin á Vestfjörðum vorið 1994. Nefndin skyldi meta reynsluna af framkvæmd laganna og sérstaklega beina athygli sinni að gerð hættumata, forvörnum og rannsóknum og hvernig auka megi fjár magn til ofanflóðavarna. Nefndin var skipuð af félagsmálaráðherra 15. júní 1994. Í hana voru skipaðir: Eiríkur Finnur Greipsson tæknifræðingur, Guðjón Petersen framkvæmda stjóri, Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri og Húnbogi Þorsteinsson skrifstofustjóri sem jafnframt var skipaður formaður nefndarinnar. Nefndin skilaði tillögum og greinargerð til Rannveigar Guðmundsdóttur félagsmálaráðherra með bréfi dags. 17. nóvember 1994. Frumvarpið er jafnframt í veigamiklum atriðum í samræmi við frumvarp sem flutt var af Kristni H. Gunnarssyni, Þuríði Backman og Steingrími J. Sigfússyni á síðasta þingi, 158. mál. Félagsmálanefnd Alþingis samþykkti að vísa því frumvarpi til ríkisstjórnarinnar með þeim ummælum að það yrði tekið til athugunar við endurskoðun nefndarinnar á lög unum.
    Að áliti nefndarinnar hafa lög um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum borið veru legan árangur á sumum sviðum ofanflóðavarna enda þótt árangur hafi enn sem komið er verið minni á öðrum sviðum. Í því sambandi er tekið fram að vegna tíðni snjóflóða og þeirrar ógnar sem þau valda árlega í mörgum byggðum landsins hafi fram að þessu mun minni áhersla verið lögð á hættumat og varnir gegn öðrum skriðuföllum, svo sem aur skriðum, þótt þar hafi nokkuð verið gert, og því séu stór verkefni fram undan á þeim vett vangi. Einnig kom fram hjá nefndinni að tíminn frá því að lögin tóku gildi hafi einkum verið nýttur til þess að vinna að gerð hættumats þar sem mikil undirbúningsvinna hafi verið nauðsynleg hvað það snertir. Nú fyrst sé í raun tímabært að ráðast í framkvæmdir við varnarvirki eftir að hættumat hefur verið gert.
    Nefndin lagði áherslu á mikilvægi forvarna. Hún taldi ástæðu til að endurskoða fyrir komulag staðbundinna snjóathuguna og nauðsynlegt að tryggja betur fjárhagslegan grunn ofanflóðavarna með auknum fjárveitingum úr ofanflóðasjóði, einkum til staðbund inna athugana og rannsókna. Nefndin taldi einsýnt að tryggja þyrfti ofanflóðasjóði aukið fjármagn til að gera sjóðnum kleift að standa undir fyrirsjáanlegum og nauðsynlegum verkefnum á næstu árum. Með hliðsjón af því gerði hún tillögu um að á árunum 1995–99 verði lagt 10% álag á iðgjöld samkvæmt lögum um Viðlagatryggingu Íslands, nr. 55/1992, sem renni til sjóðsins. Er gert ráð fyrir að heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra muni beita sér fyrir breytingu á lögum um Viðlagatryggingu Íslands í samræmi við tillög ur nefndarinnar. Nefndin taldi jafnframt nauðsynlegt að á þessu tímabili yrði unnin áætl un um fjármagnsþörf til lengri tíma og við því brugðist ef hún reyndist meiri en sem nem ur lögbundnum tekjum sjóðsins.

Eftirlit og viðvaranir vegna snjóflóðahættu.


    Í greinargerð nefndarinnar kemur fram að eftirlits- og viðvörunarþættir snjóflóðavarna, eins og annarra náttúruhamfaravarna, séu mikilvægastir þar sem þeir tryggi mesta öryggið fyrir mannslíf í hlutfalli við útgjöld. Taldi nefndin að reynslan af framkvæmd laganna, hvað þessa þætti varðar, hafi sýnt að erfiðast hafi reynst að fá til starfa athugun armenn með viðunandi þekkingu til að fylgjast með og meta ástand snævar á hverjum stað. Taldi nefndin nauðsynlegt að endurskoða skipulag snjóflóðaathugana heima í hér aði og gerði tillögu um breytingu á 6. gr. laganna, sbr. 1. gr. frumvarpsins og athuga semdir með henni. Samkvæmt núgildandi lögum byggir staðbundið eftirlit á samstarfi sveitarfélaga og Veðurstofu Íslands en er alfarið háð frumkvæði þeirra sveitarfélaga sem í hlut eiga. Kostnaður vegna þess er greiddur að jöfnu af viðkomandi sveitarfélagi og Veðurstofunni. Taldi nefndin nauðsynlegt að tryggja betur fjárhagslegan grundvöll þess ara athugana og gerði tillögu um að kostnaður vegna þeirra yrði alfarið greiddur af ofan flóðasjóði. Einnig taldi nefndin nauðsynlegt að samræma skipulag athugana á hverjum stað skipulagi Almannavarna ríkisins og gera eftirlitsmennina sjálfstæðari gagnvart sveitarfélögum, bæði hvað snertir yfirstjórn og mörk eftirlitssvæða, m.a. vegna þess að sú skipan að eftirlitsmenn séu ráðnir af sveitarfélögum geti haft í för með sér hættu á hagsmunaárekstrum. Með hliðsjón af þessu er lagt til að lögreglustjórar, sem skv. 1. mgr. 7. gr. laga um almannavarnir, nr. 94/1962, fara með stjórn almannavarna, hver í sínu um dæmi, sjái um ráðningu eftirlitsmannanna og mörk eftirlitssvæða miðist við umdæmi þeirra.
    Ekki eru lagðar til breytingar á hlutverki Veðurstofu Íslands og er gert ráð fyrir að eft irlitsmenn á staðnum starfi samkvæmt vinnureglum og faglegum fyrirmælum hennar enda þótt þeir lúti stjórn lögreglustjóra.

Rannsóknir.


    Nefndin lagði áherslu á mikilvægi rannsókna í sambandi við ofanflóðavarnir. Þær séu óhjákvæmileg forsenda fyrir því að nauðsynleg þekking fáist til þess að unnt sé að gera öruggar snjóflóðaspár og gefa út viðvaranir. Þær myndi einnig tölfræðilegan og eðlis fræðilegan grunn fyrir hættumat og stuðli þannig að því að gera það öruggara. Þær séu enn fremur forsenda fyrir vali á varnarleiðum, gerð varnarvirkja og áreiðanleika þeirra. Taldi nefndin að þau ákvæði sem nú eru í lögunum um heimildir ofanflóðasjóðs til að taka þátt í tækjakaupum til rannsókna séu mjög mikilvæg. Vegna mikilvægis þessa þáttar lagði nefndin til að kostnaðarhlutdeild ofanflóðasjóðs við kaup á rannsóknartækjum og búnaði hækki úr 80% í 90% og að sjóðurinn fjármagni að fullu kaup á tækjum sem sann anlega séu liðir í viðvörunartækni heima í héraði, sbr. 3. og 5. tölul. 1. mgr. 2. gr. frum varpsins.

Fjármögnun.


    Í greinargerð nefndarinnar er gerð grein fyrir því að frá því lögin voru sett árið 1985 hafi átt sér stað mikil undirbúningsvinna þar sem nauðsynlegt hafi verið að gera úttekt og mat á hættu á snjóflóðum áður en ráðist yrði í framkvæmdir við varnarvirki. Sú vinna, sem er bæði tímafrek og flókin, hefur verið unnin í samvinnu staðkunnugra heimamanna, tæknimanna og annarra sérfræðinga. Tíminn frá setningu laganna hefur þannig að mestu farið í þessa undirbúningsvinnu þannig að nú fyrst er tímabært að ráðast í framkvæmdir við varnarvirki á þeim stöðum þar sem hættumat liggur fyrir.
    Til hættumats í snjóflóðabyggðum hefur ofanflóðasjóður nú varið 14.721.000 kr. frá upphafi, eða sem svarar 2.500.000 kr. á ári að meðaltali. Staða þessarar vinnu í nóvember 1994 var sú að búið er að gera hættumat fyrir Patreksfjörð, Flateyri, Ísafjörð, Súðavík, Seyðisfjörð og Neskaupstað, en undirbúningsvinnu er lokið fyrir flesta aðra þéttbýlis staði. Hættumat vegna Siglufjarðar er að mestu frágengið en bíður tilkomu nýrra reglna um gerð hættumats sem hafa verið í undirbúningi og munu verða gefnar út innan skamms á grundvelli tillagna nefndarinnar. Einnig hefur verið beðið með að gera hættumat fyrir Ólafsvík, Tálknafjörð, Bíldudal og Suðureyri þar til nýju reglurnar liggja fyrir.
    Ljóst er að hættumat verður að endurskoða með reglulegu millibili eftir því sem snjó flóðaskráning styrkir þann gagnagrunn sem hættumat byggir á og reiknilíkön þróast. Einnig verður að gera ráð fyrir að hættumeta þurfi í náinni framtíð skíðasvæði og svæði í dreifbýli þar sem húsaþyrpingar eru, svo sem skólar, bújarðir eða atvinnufyrirtæki.
    Kortagerð er afgerandi þáttur í hættumati. Auknar kröfur eru um að gerð verði stafræn kort fyrir þau svæði sem hættumeta á, enda má með þeim auðvelda mjög snjóflóðaskrán ingu inn á hættumatskortin og mat á snjóflóðahættu þegar hún skapast.
    Af framansögðu sést að hættumat er verkefni sem verður sífellt í endurskoðun vegna betri gagna til að byggja á, endurbættra reiknilíkana, fullkomnari korta og samtengingu á hættumati og tölvutengdu mati til viðvarana.
    Einnig er þess að geta að enn er ekki byrjað að gera hættumöt vegna annarra skriðu falla en snjóflóða þótt gagnaskráning vegna þeirra sé hafin. Verður að gera ráð fyrir að sú vinna hefjist jafnskjótt og séð verður fyrir endann á vinnu við hættumöt vegna snjó flóða í þeim byggðum sem brýnast er að hættumeta, en hin mikla tíðni snjóflóða og snjó flóðahættu hefur enn sem komið er þrýst á að hættumat og varnir þeirra vegna hafi for gang. Ekki er á þessu stigi unnt að meta þann kostnað sem ætla verður að hættumat vegna annarra skriðufalla hafi í för með sér, en ljóst er að komið er að því að setja reglur um for sendur og framkvæmd hættumats vegna þeirra líkt og nú er gert með snjóflóðin.
    Með hliðsjón af ofangreindu er talið að árlegur kostnaður við hættumat verði áfram svipaður því að þó að dregið geti verulega úr honum, þegar því stigi verður náð að ein ungis verði um að ræða endurmat og breytingar út frá nýjum reikniaðferðum og gögnum um snjóflóð, verður að sama skapi að auka vinnu við hættumat vegna annarra skriðufalla.
    Þegar búið er að ganga frá hættumati er viðkomandi sveitarfélagi bent á að forsenda sé til þess að velja leiðir til varna og gera áætlanir um gerð varnarvirkja. Hafa flest sveit arfélög látið að einhverju marki skoða varnarmöguleika og sum þegar ákveðið forgangs verkefni og gert áætlanir um framkvæmd. Byrjað hefur verið á framkvæmdum á tveimur stöðum, Flateyri og Ísafirði, og einu varnarvirki hefur verið lokið á Ísafirði. Efast má þó um gildi þess varnarvirkis vegna skorts á viðhaldi eftir að það var byggt. Auk þess sem að framan greinir styrkti ofanflóðasjóður, að tillögu félagsmálaráðherra, gerð varnar virkja í Ólafsvík sem byggð voru fyrir gildistöku laganna, en þau varnarvirki hafa einnig misst gildi sitt vegna skorts á viðhaldi.
    Í greinargerð nefndarinnar kemur fram að til varnarvirkja gegn snjóflóðum og öðrum skriðuföllum hafi verið varið, eða sé áætlað að verja, 567.485 þús. kr. sem skiptist þannig að til rannsókna, hönnunar og framkvæmda við varnarvirki hefur verið varið 22.469 þús. kr., en áætlanir hljóða upp á 545.016 þús. kr. Varlegt sé að áætla að hér séu komin fram um 30% af heildarvarnarþörf þeirra svæða sem nú búa við snjóflóðahættu þannig að heildarkostnað ofanflóðasjóðs vegna snjóflóðavarna má áætla um 1.635.048 þús. kr. og er þá ekki verið að ræða um varnir gegn öðrum skriðuföllum sem eru á algjöru frumstigi. Með hliðsjón af því telur nefndin nauðsynlegt að ofanflóðasjóði verði tryggt aukið fjár magn og gerði, eins og fram kom hér að framan, tillögu um að á árunum 1995–99 verði lagt 10% álag á iðgjöld samkvæmt lögum um Viðlagatryggingu Íslands, nr. 55/1992. Samkvæmt áætlun Viðlagatryggingar Íslands hefði slíkt álag numið 46.395 þús. kr. árið 1993 og mundi vera um 52.000 þús. kr. á árinu 1994.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Eins og fram kom hér að framan telur nefndin ástæðu til að endurskoða fyrirkomulag staðbundinna snjóathuguna. Nefndin telur að ástæður þess að ekki hefur verið unnt að koma upp styrku eftirlits- og viðvörunarkerfi á landsbyggðinni séu fyrst og fremst fjárhagslegar sem hamli skipulagslegri úrlausn. Fjárhagslegu ástæðurnar séu þær m.a. að greiðslur til athugunarmanna séu ekki hvetjandi miðað við það álag sem þeir verða fyrir á þeim tíma sem snjóflóðahætta er viðvarandi. Búnaður þeirra sé einnig of takmarkaður til að sinna eftirlitinu svo vel sé og þeim því ekki boðin sú vinnuaðstaða sem æskileg er. Á það einkum við um búnað til að komast um athugunarsvæði til mælinga í miklum snjó þyngslum og til fjarskipta í öryggis- og upplýsingaskyni.
    Nefndin taldi að það álag, sem er á athugunarmönnum, sé m.a. vegna þeirra tíðu at hugana sem þeir þurfa að gera að nóttu og degi, oft í mjög slæmum veðrum, og vegna þess að mismunandi skoðanir séu heima fyrir á því mati sem þeir leggja fram um snjó flóðahættu. Þeir verði fyrir þrýstingi frá íbúum, fyrirtækjum og stundum viðkomandi yf irvöldum í báðar áttir, þ.e. að breyta mati á ástandi til hins betra eða verra, allt eftir hags munum viðkomandi á þeim tíma sem matið er gert.
    Samkvæmt lögum um almannavarnir er gagnasöfnun og eftirlit með hættu samtengt viðvörunum og mati á skipulegum viðbrögðum. Einnig er litið svo á að áhætta í landinu sé frekar bundin landsvæðum en sveitarfélögum og að viðvaranir hafi svæðisbundin áhrif. Að auki valdi þær viðbrögðum í landinu öllu vegna fjölskyldu- og vinatengsla.
    Sama má segja um snjóathuganir og hlutverk þeirra við að vara við hættu af snjóflóð um. Snjóathugunarmenn vinna í tengslum við og samkvæmt fyrirmælum Veðurstofu Ís lands vegna mikilvægis veðurfars í snjóflóðamati. Einnig hefur skoðun snjóathugunar manns á snjóflóðahættu á einu svæði óhjákvæmilega áhrif á mat annarra athugunarmanna í sama landshluta. Bættar samgöngur og þekking á veðurfarslegum þáttum snjóflóða opna möguleika á að einn athugunarmaður þjóni mörgum sveitarfélögum, enda liggja sömu athugunar- og snjósöfnunarsvæði oft í fleiri en einu sveitarfélagi. Með vísun til alls þessa telur nefndin að fella eigi þennan þátt snjóflóðavarna fjárhagslega undir ofanflóða sjóð og faglega undir Veðurstofu Íslands en að ráðning og yfirstjórn snjóathugunarmanna í héraði eigi að vera í höndum lögreglustjóra, í samráði við almannavarnanefndir sveitar félaga, með hliðsjón af því að lögreglustjórar eru jafnframt yfirmenn almannavarna hver í sínu umdæmi. Taldi nefndin að með því yrði:
—    fjárhagsgrunnur snjóathugana í héraði tryggður betur en nú er,
—    stjórn og framkvæmd athugana, mats og viðvarana samræmd ákvæðum í lögum um almannavarnir og
—    athugunarmaður síður háður hagsmunaþrýstingi í héraði, þar með talið frá vinnuveitanda sínum.
    Ákvæði 1. gr. frumvarpsins er byggt á framangreindum hugmyndum og tillögum nefndarinnar. Gert er ráð fyrir að lögreglustjórar, sem stjórnendur almannavarna í sínu umdæmi, ráði menn til að annast ofanflóðaathuganir. Rétt þykir að einnig verði unnt að fela þessum mönnum að annast athuganir vegna annarra skriðufalla en snjóflóða. Lagt er til að Almannavarnir ríkisins taki ákvörðun um það í hvaða lögreglustjóraumdæmum þessir starfsmenn verði ráðnir. Hugsanlegt er að menn verði ráðnir sem verktakar til að annast þessi verkefni. Ekkert mælir heldur gegn því að athugunarmaður geti ekki jafn framt verið starfsmaður sveitarfélags verði samkomulag um slíkt. Möguleiki er líka á því að hann geti verið starfsmaður ríkisins á viðkomandi svæði, svo sem Vegagerðar, Pósts og síma eða orkuveitna, eða komið úr röðum björgunarsveitarmanna, allt eftir samkomu lagi þar um.

Um 2. gr.


    Greinin felur í sér eftirtalin nýmæli:
     a .     Lagt er til að allur kostnaður vegna launa og starfa athugunarmanna skv. 6. gr. verði greiddur úr ofanflóðasjóði, sbr. 1. tölul. 1. mgr.
     b .     Lagt er til að kostnaður við kaup á rannsóknartækjum, sem unnt er að nýta jafnframt sem eftirlitstæki, verði greiddur að fullu af sjóðnum, sbr. 3. tölul. 1. mgr. Hér eru höfð í huga tæki til að fylgjast með veðri, snjódýpt, lagskiptingu snævar og hitastigli í snjóþekjunni og senda boð til byggða þar sem athugunarmaður getur fylgst með ástandi snævarins og stöðugleika á hverjum tíma. Þetta er byggt á því að viðvaranir eru háðar skammtímahættumati sem þessi tæki með athugunarmanni gera möguleg ar.
     c .     Lagt er til að greiðsluhlutur sjóðsins í kostnaði við undirbúning og framkvæmdir við varnarvirki, sbr. 4. tölul. 1. mgr., og við kaup og uppsetningu á rannsóknartækjum og búnaði, sbr. 5. tölul. 1. mgr., hækki úr 80% í 90%. Auk þess er lagt til að heimilt verði að veita sveitarfélögum lán úr sjóðnum fyrir þeirra hlut í kostnaði skv. 4. tölul. 1. mgr., enda sé ljóst að þeim sé fjárhagslega ofviða að standa undir þeim kostnaði, sbr. 2. mgr. greinarinnar. Er gert ráð fyrir að ráðherra taki ákvörðun um lánskjör, svo sem vexti og lánstíma, hvort sem það verður háð mati hans í hverju einstöku tilviki eða hann setji um það almennar reglur með heimild í reglugerðarákvæði laganna, sbr. 14. gr. Tekið skal fram að einungis er gert ráð fyrir að sveitarfélögum verði veitt slík lán í undantekningartilvikum.
     d .     Lagt er til að sjóðnum verði heimilt að greiða allt að 60% af kostnaði við viðhald varnarvirkja, sbr. 6. tölul. 1. mgr., en vafi er á því hvort sjóðurinn hafi heimild til að taka þátt í greiðslu á viðhaldskostnaði samkvæmt núgildandi 2. tölul. 1. mgr. 11. gr. laganna sem frumvarpið gerir ráð fyrir að verði 4. tölul. 1. mgr. 11. gr. óbreyttur. Við mat á kostnaðarhlutdeild sjóðsins var tekið mið af því að sveitarfélög geta væntan lega nýtt starfsmenn sveitarfélagsins og tækjakost við viðhaldsframkvæmdir.

Um 3. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.



Fylgiskjal.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um breyting á lögum um


varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum, nr. 28/1985.


    Frumvarpið miðar í fyrsta lagi að því að breyta ákvæðum 6. gr. laganna þannig að lög reglustjórar í stað sveitarstjórna ráði starfsmenn til þess að fylgjast með hættum af snjó flóðum og skriðuföllum. Í öðru lagi er aukin þátttaka ofanflóðasjóðs í kostnaði við fram kvæmd laganna skv. 6. og 11. gr. Um er að ræða eftirtalin atriði:
     1 .     Laun starfsmanna sem fylgjast með hættum af snjóflóðum og skriðuföllum skiptast að jöfnu á milli viðkomandi sveitarfélags og Veðurstofu Íslands (6. gr.) en munu greiðast að fullu af ofanflóðasjóði samkvæmt frumvarpinu.
     2 .     Kaup á rannsóknartækjum, sem jafnframt er unnt að nýta sem eftirlitstæki, verði greidd að fullu úr sjóðnum og er það nýtt lagaákvæði.
         Hlutdeild ofanflóðasjóðs í kostnaði við undirbúning og framkvæmdir við varnarvirki hæk kar úr 80% í 90%. Þetta gildir einnig um kaup og uppsetningu á tækjum og búnaði sem sér staklega er aflað til rannsókna á snjóalögum með tilliti til flóðahættu.
         Ofanflóðasjóði verður heimilt að greiða allt að 60% af kostnaði við viðhald varnarvirkja en vafi er talinn leika á því hvort sjóðurinn hafi þessa heimild í núgildandi lögum.
    Samþykkt frumvarpsins leiðir ekki til aukinna útgjalda fyrir ríkissjóð þar sem ofanflóðasjóði er ætlað að standa undir kostnaðaraukningunni. Lagt hefur verið til að iðgjöld til Viðlagasjóðs verði hækkuð um 10% árin 1995–99 sem hækkar tekjur hans um rúmlega 50 m.kr. á ári eða alls 250 m.kr. á öllu tímabilinu sem m.a. yrði unnt að verja til þeirra verkefna sem hér um ræðir. Um þá hækkun er fjallað í öðru frumvarpi sem nú er til meðferðar á Alþingi.