Ferill 278. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 278 . mál.


554. Frumvarp til laga



um ráðstafanir í ríkisfjármálum á árinu 1995.

(Eftir 2. umr., 30. des.)



I. KAFLI


Um breytingu á lögum nr. 49/1991, um grunnskóla, með síðari breytingum.


1. gr.


    Eftirtalin ákvæði laganna koma ekki til framkvæmda á fyrri hluta árs 1995 og ekki á skóla árinu 1995–1996:
     a .     3. mgr. 4. gr.
     b .     1. og 6. mgr. 46. gr.

2. gr.


    Í stað orðanna „1993–1994 og skólaárið 1994–1995“ í 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða kemur: 1994–1995 og skólaárið 1995–1996.


Um breytingu á lögum nr. 59/1992, um málefni fatlaðra.


3. gr.


    Við lögin bætist eftirfarandi ákvæði til bráðabirgða:
    Þrátt fyrir ákvæði 40. gr. laganna um hlutverk Framkvæmdasjóðs fatlaðra er á árinu 1995 heimilt að verja allt að 40% af ráðstöfunarfé sjóðsins til eftirfarandi verkefna samkvæmt nánari ákvörðun ráðherra:
     a .     liðveislu skv. 25. og 29. gr.,
     b .     félagslegrar hæfingar og endurhæfingar skv. 26. og 27. gr.,
     c .     kostnaðar við starfsemi stjórnarnefndar skv. 52. gr.,
     d .     til greiðslu rekstrarkostnaðar á sambýlum skv. 3. tölul. 10. gr. sem hafinn er rekstur á eftir 1. janúar 1995,
     e .     til greiðslu kostnaðar við þjónustu stuðningsfjölskyldna mikið fatlaðra barna skv. 21. gr.
    Stjórnarnefnd um málefni fatlaðra skal gera tillögur til ráðherra um ráðstöfun fjár samkvæmt grein þessari.

Um breytingu á lögum nr. 93/1993, um atvinnuleysistryggingar.


4. gr.


    37. gr. laganna orðast svo:
    Til lánveitinga og styrkja samkvæmt þessum kafla og til að standa straum af kostnaði skv. 5. mgr. 22. gr. er stjórn sjóðsins heimilt að verja árlega allt að 62 m.kr. í samræmi við reglur sem ráðherra setur.

5. gr.


    Við 39. gr. laganna bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
    Skattstjórum og Tryggingastofnun ríkisins er skylt að láta Atvinnuleysistryggingasjóði í té upplýsingar sem nauðsynlegar eru við framkvæmd laga þessara.
    Með einstaklingsbundnar upplýsingar, sem Atvinnuleysistryggingasjóði eru látnar í té samkvæmt þessari grein, skal farið með sem trúnaðarmál.

6. gr.


    Við lögin bætast tvö ný ákvæði til bráðabirgða er orðast svo:
     a.     (IV.)
                  Á árinu 1994 er Atvinnuleysistryggingasjóði heimilt að greiða þeim sem þegið hafa atvinnuleysisbætur í samtals fjóra mánuði eða lengur á tólf mánaða tímabili sambærilega uppbót og kjarasamningar aðila vinnumarkaðarins gera ráð fyrir.
     b.     (V.)
                  Í samræmi við 5. mgr. 22. gr. skal stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs heimilt á árinu 1995, þrátt fyrir ákvæði 37. gr., að gera tillögu til að styrkja sérstök verkefni á vegum sveitarfélaga til eflingar atvinnulífi, enda verði dregið samsvarandi úr greiðslu atvinnuleysisbóta á viðkomandi stað. Úthlutun styrkja skal vera í samræmi við reglur sem ráðherra setur að fenginni umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Tillögur sjóðstjórnar um styrkveitingu skulu staðfestar af ráðherra.

Um breytingu á lögum nr. 97/1990, um heilbrigðisþjónustu,


með síðari breytingum.


7. gr.


    3. mgr. 6. gr. laganna orðast svo:
6.3.    Ráðherra er heimilt að skipa einn af starfandi heilsugæsluhjúkrunarfræðingum hér aðsins sem héraðshjúkrunarfræðing til fjögurra ára í senn.

8. gr.

    10. mgr. 14. gr. laganna orðast svo:
    Ráðherra getur í samráði við hlutaðeigandi sveitarstjórnir ákveðið breytingar á fram kvæmd einstakra málsliða skv. 2.–9. mgr. þessarar greinar, svo sem að færa heilsugæslu stöðvar milli umdæma. Við sameiningu sveitarfélaga getur ráðherra sett reglugerð um heilsugæsluumdæmi og heilsugæslustöðvar í héruðum.

9. gr.

    2. tölul. ákvæða til bráðabirgða verður svohljóðandi:
     2.     Við sameiningu Borgarspítala og St. Jósefsspítala, Landakots, Reykjavík, undir heit inu Sjúkrahús Reykjavíkur skal heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra skipa sérstaka bráðabirgðastjórn sem tekur til starfa 1. janúar 1995. Í bráðabirgðastjórninni eiga sæti formaður stjórnar sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar, formaður yfirstjórnar Sjálfs eignarstofnunarinnar St. Jósefsspítala, Reykjavík, einn fulltrúi tilnefndur af Reykja víkurborg, einn fulltrúi tilnefndur af fjármálaráðherra og einn fulltrúi tilnefndur af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og skal hann jafnframt vera formaður.
                  Verkefni bráðabirgðastjórnar Sjúkrahúss Reykjavíkur skulu m.a. vera:
    að samþykkja rekstraráætlanir beggja spítalanna fyrir árið 1995 og sjá um að þeim verði framfylgt,
                   b.     að vinna að sameiningu spítalanna, þar með talið að vinna að tilfærslu verkefna milli spítalanna í samvinnu við stjórn Sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar og yf irstjórn Sjálfseignarstofnunar St. Jósefsspítala, Reykjavík, þannig að hagkvæmni aukist og fjármunir nýtist betur,
                   c.     að vinna að undirbúningi að gerð samnings milli heilbrigðis- og tryggingamála ráðuneytis og Reykjavíkurborgar um verkefni spítalans og greiðslur fyrir þau,
                   d.     að gera tillögu um stjórnkerfi og skipan framtíðarstjórnar Sjúkrahúss Reykjavík ur.
                  Þrátt fyrir skipun bráðabirgðastjórnarinnar skulu Borgarspítali og St. Jósefsspít ali reknir sem tvær sjálfstæðar einingar í því formi sem þeir eru nú en það skal eigi hindra tilfærslu ákveðinna starfsþátta og deilda milli spítalanna. Núverandi stjórn ir þessara tveggja stofnana starfa áfram þar til framtíðarstjórn Sjúkrahúss Reykja víkur tekur til starfa, eigi síðar en 1. janúar 1996.

Um breytingu á lögum nr. 31/1987, um flugmálaáætlun


og fjáröflun til framkvæmda í flugmálum.


10. gr.


    6. gr. laganna orðast svo:
    Flugmálastjórn annast innheimtu sérstaks gjalds skv. 5. gr. og skal tekjum af því ein ungis varið til rekstrar flugvalla og framkvæmda í flugmálum samkvæmt flugmálaáætl un.

11. gr.

    14. gr. laganna orðast svo:
    Tekjum af flugvallagjaldi skal einungis varið til framkvæmda í flugmálum, svo og snjómoksturs og viðhalds flugvalla og tækja.

Um breyting á lögum nr. 117/1993, um almannatryggingar.


12. gr.


    3. málsl. 2. mgr. 11. gr. laganna orðast svo: Til tekna í þessu sambandi teljast ekki bætur almannatrygginga, tekjur úr lífeyrissjóðum, bætur samkvæmt lögum um félags lega aðstoð eða húsaleigubætur.

13. gr.


    Lokamálsliður 4. mgr. 12. gr. laganna orðast svo: Til tekna í þessu sambandi teljast ekki bætur almannatrygginga, tekjur úr lífeyrissjóðum, bætur samkvæmt lögum um fé lagslega aðstoð eða húsaleigubætur.

14. gr.


    17. gr. laganna orðast svo:
    Ef aðrar tekjur ellilífeyrisþega en lífeyrir almannatrygginga, bætur samkvæmt lögum um félagslega aðstoð og húsaleigubætur fara ekki fram úr 217.319 kr. á ári skal greiða uppbót á lífeyri hans að upphæð 272.208 kr. á ári. Hafi bótaþegi hins vegar aðrar tekj ur umfram 217.319 kr. á ári skal skerða uppbótina um 45% þeirra tekna sem umfram eru. Sama gildir um hjónalífeyri eftir því sem við á.
    Ef aðrar tekjur örorkulífeyrisþega en lífeyrir almannatrygginga, bætur samkvæmt lög um um félagslega aðstoð og húsaleigubætur fara ekki fram úr 217.319 kr. á ári skal greiða uppbót á lífeyri hans að upphæð 279.840 á ári. Hafi bótaþegi hins vegar aðrar tekj ur umfram 217.319 kr. skal skerða uppbótina um 45% þeirra tekna sem umfram eru. Sama gildir um hjónalífeyri eftir því sem við á.
    Um uppbót á lífeyri samkvæmt þessari grein gilda ákvæði 11. gr. eftir því sem við á.

15. gr.


    Í stað „1. júlí“ í 2. mgr. 18. gr. laganna komi: 1. september.

16. gr.


    Í stað orðanna „þriðja virkan“ í fyrri málsgrein 49. gr. laganna komi: fyrsta.

Um breytingu á lögum nr. 118/1993, um félagslega aðstoð.


17. gr.


    Við síðari málslið 2. mgr. 1. gr. laganna bætist: aðrar en húsaleigubætur, eftir því sem við á.

18. gr.


    Við 2. mgr. 9. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Nú hefur einhleyping ur aðrar tekjur en úr lífeyristryggingum almannatrygginga og skal sérstaka heimilisupp bótin þá skerðast krónu fyrir krónu uns hún fellur niður.

II. KAFLI

19. gr.

    Þrátt fyrir ákvæði 5. og 7. gr. laga nr. 94/1984, um kvikmyndamál, skal framlag til Kvikmyndasjóðs og reksturs Kvikmyndasafns Íslands eigi vera hærra en 101,6 m.kr. á ár inu 1995.

20. gr.

    Þrátt fyrir ákvæði 1. gr. laga nr. 83/1989, um Þjóðarbókhlöðu og endurbætur menningarbygginga, er heimilt að ráðstafa 40 m.kr. af sérstökum eignarskatti samkvæmt lögunum til reksturs Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns á árinu 1995.

21. gr.

    Þrátt fyrir ákvæði 1. tölul. 3. gr. laga nr. 71/1990, um Listskreytingasjóð ríkisins, skal framlag ríkissjóðs til sjóðsins eigi nema hærri fjárhæð en 4 m.kr. á árinu 1995.

22. gr.

    Þrátt fyrir ákvæði 22. og 23. gr. laga nr. 68/1985, útvarpslaga, skulu tekjur á árinu 1995 vegna aðflutningsgjalda af innfluttum hljóðvarps- og sjónvarpstækjum ásamt fylgi hlutum renna í ríkissjóð.

23. gr.

    Þrátt fyrir ákvæði 46. gr. laga nr. 88/1989, þjóðminjalaga, skal framlag ríkissjóðs í Húsafriðunarsjóð eigi nema hærri fjárhæð en 10,5 m.kr. á árinu 1995.

24. gr.

    Þrátt fyrir ákvæði 1. og 5. tölul. 4. gr. laga nr. 45/1971, um Stofnlánadeild landbún aðarins, skal framlag ríkissjóðs til Stofnlánadeildar landbúnaðarins falla niður á árinu 1995.

25. gr.

    Þrátt fyrir ákvæði 9. gr. laga nr. 84/1989, um búfjárrækt, skal framlag ríkissjóðs til launa og vegna ræktunarstöðva eigi vera hærra en 34,8 m.kr. á árinu 1995.

26. gr.

    Þrátt fyrir ákvæði 7. gr. laga nr. 56/1987, jarðræktarlaga, skal framlag ríkissjóðs til launa og aksturs héraðsráðunauta eigi vera hærra en 40,1 m.kr. á árinu 1995.

27. gr.

    Þrátt fyrir ákvæði 5. mgr. 9. gr. laga nr. 30/1966, um meðferð, skoðun og mat á slát urafurðum, og 7. gr. laga nr. 57/1990, um flokkun og mat á gærum og ull, er land búnaðarráðherra heimilt að innheimta gjald af sláturleyfum til greiðslu kostnaðar sem af yfirmati samkvæmt lögunum leiðir.

28. gr.

    Þrátt fyrir ákvæði c- og d-liða 3. gr. laga nr. 44/1976, um Fiskveiðasjóð Íslands, skal framlag ríkissjóðs til Fiskveiðasjóðs falla niður á árinu 1995.

29. gr.

    Þrátt fyrir ákvæði 2. gr. laga nr. 21/1981, um kirkjubyggingasjóð, skal framlag rík issjóðs falla niður á árinu 1995.

30. gr.

    Þrátt fyrir ákvæði 5. gr. laga nr. 51/1972, um Bjargráðasjóð, sbr. 1. gr. laga nr. 57/1980, skal framlag ríkissjóðs falla niður á árinu 1995. Þrátt fyrir ákvæði b-liðar 5. gr. sömu laga skal innheimta 0,3% af söluvörum landbúnaðarins á árinu 1995 í stað 0,6%.

31. gr.

    Þrátt fyrir ákvæði 17. gr. laga nr. 39/1964, um meðferð ölvaðra manna og drykkju sjúkra, skal framlag ríkissjóðs til gæsluvistarsjóðs falla niður á árinu 1995.

32. gr.

    Þrátt fyrir ákvæði 42. gr. laga nr. 108/1984, lyfjalaga, skal framlag ríkissjóðs til lyfsölusjóðs eigi vera hærra en 2,8 m.kr. á árinu 1995. Sjóðurinn verður lagður niður 1. júní 1995 skv. 45. gr. laga nr. 93/1994, lyfjalaga.

33. gr.

    Þrátt fyrir ákvæði 8. og 21. gr. laga nr. 117/1994, um skipulag ferðamála, skal fram lag ríkissjóðs til Ferðamálasjóðs og til sérstakra verkefna Ferðamálaráðs samkvæmt fyrr nefndum lögum ekki nema hærri fjárhæð en 88 m.kr. á árinu 1995.

34. gr.

    Þrátt fyrir ákvæði 2. gr. laga nr. 3/1987, um fjáröflun til vegagerðar, skulu 275 m.kr. af innheimtum mörkuðum tekjum samkvæmt lögunum renna í ríkissjóð á árinu 1995.

35. gr.

    Þrátt fyrir ákvæði 3. tölul. 31. gr. laga nr. 23/1994, hafnalaga, skulu 94,3 m.kr. af tekj um Hafnabótasjóðs af sérstöku vörugjaldi mæta framlögum ríkissjóðs til hafnarmann virkja.

36. gr.

    Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 34. gr. laga nr. 19/1964, skipulagslaga, skal endurgreiðsla ríkissjóðs eigi nema hærri fjárhæð en 21 m.kr. á árinu 1995.

37. gr.

    Þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. 12. gr. og 3. mgr. 13. gr. laga nr. 64/1994, um vernd, frið un og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, skal framlag ríkissjóðs til refa- og minkaveiða eigi nema hærri fjárhæð en 27 m.kr. á árinu 1995. Ríkissjóður endurgreið ir ekki á árinu 1995 kostnað við refa- og minkaveiðar í sveitarfélögum þar sem íbúar eru fleiri en 2.000, miðað við íbúafjölda 1. desember 1994. Umhverfisráðherra er heimilt, að fengnum tillögum veiðistjóra, að ákveða að ríkissjóður taki ekki þátt í kostnaði við minkaveiðar, grenjaleit og grenjavinnslu á tilteknum svæðum. Umhverfisráðuneyti skal auglýsa fyrir 1. maí 1995 til hvaða landsvæða ákvörðunin tekur og hver séu mörk þeirra. Sveitarstjórnum og stjórnum upprekstrarfélaga er heimilt á árinu 1994 að fella niður grenja- og minkaleitir á svæðum þar sem ríkissjóður tekur ekki þátt í kostnaði við veið arnar og umhverfisráðuneyti auglýsir skv. 4. málsl. þessarar greinar. Ríkissjóður tekur ekki þátt í kostnaði við leit að tófugrenjum nema veiðistjóri samþykki leitina fyrir fram.

38. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1995.