Ferill 374. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 374 . mál.


603. Skýrsla



Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins um 45. þing ráðsins 1994.

1. Inngangur.
    Evrópskar stofnanir eru í sífelldri þróun. Á árinu 1994 bættust þrjú ríki í Evrópusambandið (ESB), starfsháttum Ráðstefnunar um öryggi og samvinnu í Evrópu var breytt og nú hefur Ör yggissamvinnustofnun Evrópu (ÖSE) verið komið á laggirnar. Vestur-Evrópusambandið (VES) er að styrkjast. Þessar breytingar snerta Evrópuráðið á ýmsan hátt og hafa vakið umræður innan vébanda þess og á Evrópuráðsþinginu um eðlilega verkaskiptingu milli þessara stofnana og ann arra. Í þessu sambandi má geta þess að Evrópuráðsþingið starfar sem þingmannasamkunda fyrir Efnahags- og framfarastofnunina í París (OECD) og Evrópska bankann fyrir endurreisn og þró un í London (EBRD) og koma forstjórar þessara stofnana til umræðna á þinginu og nefndir þess kanna starfsemi stofnananna.
    Á síðasta ári var skipt um framkvæmdastjóra Evrópuráðsins í spennandi kosningu á þingi þess. Er það almennt mat forustu þingsins að þrátt fyrir átök um framkvæmdastjóra og breyting ar á umhverfi ráðsins í Evrópu hafi því tekist að halda vel á sínum hlut á árinu og þar hafi þingið átt verulegan hlut að máli.
    Sé litið á innra skipulag Evrópuráðsins annars vegar og stöðu þess út á við hins vegar eru tvö meginatriði tengd árinu 1994. Í fyrsta lagi var með eindregnum stuðningi þingsins gengið frá viðauka 11 við mannréttindasáttmála Evrópu sem lýtur að gjörbreytingu Mannréttindadómstóls Evrópu. Er nauðsynlegt að ríkisstjórn Íslands og Alþingi staðfesti aðild Íslands að þessum við auka og hann verði lögfestur hér eins og önnur ákvæði mannréttindasáttmálans. Í öðru lagi fóru fram miklar umræður um aðild Rússlands að Evrópuráðinu. Á vegum ráðherranefndarinnar og þingsins var kannað hvort Rússland uppfyllti aðildarkröfur ráðsins. Mikið skortir á í því efni, en engu að síður lá í loftinu að Rússland kynni að verða 35. aðildarríki ráðsins á árinu 1995. Stríðið í Tsjetsjeníu kollvarpaði öllum slíkum hugmyndum og er málið nú í biðstöðu.
    Það er skoðun Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins að þátttaka í því sé mjög mikilvæg til að undirstrika áhuga Íslands á pólitískri þátttöku í samstarfi Evrópuríkjanna. Íslandsdeildin fagnar því að nú hefur verið ákveðið að opna skrifstofu á vegum sendiráðsins í París í Strassborg. Þar með skapast nýjar forsendur fyrir að samræma betur störf þeirra fjölmörgu Íslendinga sem sækja fundi í Strassborg. Telur Íslandsdeildin nauðsynlegt fyrir Alþingi og sérstaklega forsætisnefnd þess að taka stefnumarkandi ákvörðun um þátttöku alþingismanna í störfum Evrópuráðsþings ins. Núverandi fjárveitingar leyfa t.d. ekki jafnmikla þátttöku í Evrópuráðsþinginu og í Norður landaráði. Með hliðsjón af stöðu Íslands í evrópsku samstarfi er ekki síður mikilvægt að leggja rækt við þingmannasamstarf á vettvangi Evrópuráðsins og Norðurlandaráðs.

Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins.
    Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins hefur starfað í samræmi við starfsreglur sem hún setti sér 16. janúar 1992. Framkvæmd á starfsreglunum ræðst af því fé sem Íslandsdeildin fær til ráðstöf unar hverju sinni. Meginreglan er að fjórir þingmenn sæki hvert þing ráðsins, þ.e. þrír aðalmenn og varamaður auk ritara. Þingmenn sitja í fleiri en einni nefnd og leitast við að sækja fundi í þeim eftir föngum.
    Aukin umsvif Evrópuráðsþingsins og nefnda á vegum þess gera ríkari kröfur til Ís landsdeildarinnar. Að mati hennar er brýnt að bregðast við þessum kröfum á þann veg að enginn geti dregið í efa áhuga Alþingis á því að rækta sem best tengsl við Evrópuráð ið. Þetta er þeim mun mikilvægara þegar haft er í huga að aðild Íslands að Evrópusam bandinu er ekki á dagskrá. Þing Evrópuráðsins er vettvangur sem Íslendingar geta nýtt sér til að kynna viðhorf sín til þeirra mála sem snerta hagsmuni þeirra í evrópsku sam starfi eða ber hæst í samstarfi Evrópuríkja.
    Á síðasta ári ritaði Íslandsdeild forsætisnefnd bréf vegna aukinna útgjalda ef fulltrúi Íslands yrði kjörinn formaður í nefnd á vegum Evrópuráðsþinsins. Tók forsætisnefnd já kvæða afstöðu til tilmæla deildarinnar, sjá fskj. IV og V. Lára Margrét Ragnarsdóttir var kjörin formaður nefndar um tengsl milli þjóðþinga og við almenning í júní 1994 til jan úar 1995, en þá var hún endurkjörin formaður starfsárið 1995–1996.

Efni skýrslunnar.
    Í þessari skýrslu er fjallað um þing Evrópuráðsins árið 1994. Er þetta í fyrsta sinn sem þingárið miðast við almanaksárið.
    Í skýrslunni er efni einstakra tillagna og ályktana Evrópuráðsþingsins 1994 ekki rak ið, hins vegar er birt sem fskj. I skrá um þessi mál. Er unnt að vísa til hennar ef áhugi er á því að kynna sér mál frekar og skýrslur sem samdar eru til rökstuðnings með sam þykktum þingsins. Með skýrslunni eru birtar frásagnir Íslandsdeildarinnar af fjórum fundalotum ársins 1994, en þeim hefur áður verið dreift til þingmanna, fskj. II. Einnig er birt í íslenskri þýðingu tillaga frá Ragnari Arnalds um evrópsk verðlaun fyrir unga rit höfunda og listamenn sem samþykkt var á fundi fastanefndar Evrópuráðsþingsins 28. febrúar 1994, fskj. III.

2. Almennt um Evrópuráðið.
    Stofnskrá Evrópuráðsins frá 5. maí 1949 er mótuð af þeirri von að Evrópuríkin geti með því að bindast fastari böndum staðið að því að varðveita lýðræði, mannréttindi og frið í heiminum. Í inngangi stofnskrárinnar segjast ríkin staðfesta á ný trú sína á þau verðmæti, andleg og siðferðileg, sem eru hin sameiginlega arfleið þessara þjóða og hin sönnu upptök einstaklingsfrelsis, stjórnmálalegs frjálsræðis og skipunar laga og réttar.
    Í 3. gr. stofnskrárinnar segir um skilyrði til þess að verða aðili að Evrópuráðinu að sérhvert þátttökuríki verði að viðurkenna grundvallarreglurnar um skipun laga og um að öllum einstaklingum innan umdæmis þess skuli tryggð mannréttindi og grundvallarfrelsi. Ríkin verði og í orði og verki að taka þátt í samvinnu til að ná markmiði ráðsins eins og það er skilgreint í fyrsta kafla stofnskrárinnar.
    Hinn 7. febrúar 1950 var þingsályktunartillaga samþykkt á Alþingi um að Ísland gerð ist aðili að Evrópuráðinu og kom hún til framkvæmda 1951.
    Frá stofnun Evrópuráðsins hafa fjölmargir Evrópusáttmálar verið settir um ýmis svið þjóðlífsins og er mikilvægastur þeirra mannréttindasáttmáli Evrópu sem var undirritað ur árið 1950 en Ísland fullgilti 19. júní 1953. Alþingi lögfesti sáttmálann 6. maí 1994, sbr. lög nr. 62/1994. Evrópuráðið hefur því reynst kjörinn vettvangur til þess að styðja þjóðir Mið- og Austur-Evrópu á leið þeirra til lýðræðis og breytts þjóðskipulags, laga og réttar.

Aðildarríki og gestaaðild.
    Aðildarríkjum fjölgaði um eitt á sl. ári þegar Andorra fékk aðild í október og eru þau nú 34 talsins (aðild Lettlands var samþykkt á fundi Evrópuráðsþingsins í janúar 1995). Innan sviga er getið aðildarárs þeirra ríkja sem fengu aðild að ráðinu eftir stofnun þess 1949: Bretland, Frakkland, Belgía, Holland, Lúxemborg, Svíþjóð, Noregur, Danmörk, Ítalía, Írland, Grikkland og Tyrkland. Síðan hafa bæst við: Ísland og Þýskaland (1950), Austurríki (1956), Kípur (1961), Sviss (1963), Malta (1965), Portúgal (1976), Spánn (1977), Liechtenstein (1978), San Marino (1988), Finnland (1989), Ungverjaland (1990), Pólland (1991), Búlgaría (1992), Eistland, Litáen og Slóvenía (maí 1993), Tékkland og Slóvakía (júní 1993), Rúmenía (september 1993), Andorra (október 1994) og Lettland (janúar 1995). Hinn 11. maí 1989 var samþykkt á þinginu ályktun um að veita ríkjum Mið- og Austur-Evrópu, að vissum skilyrðum uppfylltum, gestaaðild að ráðinu. Hefur slík aðild jafnan verið undanfari þess að ríkin fengju fulla aðild.
    Gestaaðild hafa nú Albanía, Hvíta-Rússland, Bosnia-Herzegóvína, Króatía, Makedónía, Moldóva, Rússland og Úkraína. Þar af hafa öll ríkin fyrir utan Hvíta-Rússland þegar sótt um fulla aðild að Evrópuráðinu. Þá hafa Armenía, Azerbaidjan og Georgía formlega sótt um gestaaðild. Auk þess hefur ísraelska þingið áheyrnarfulltrúa.

Skipulag þinghaldsins.
    Evrópuráðsþingið veitir ráðherranefnd Evrópuráðsins ráðgjöf en í henni sitja utan ríkisráðherrar allra aðildarríkja eða fulltrúar þeirra. Hugtakið ráðgjafarþing gefur alls ekki rétta mynd af störfum þingsins og er hugtakið ekki lengur notað um Evrópuráðsþingið þótt það sjáist enn í ýmsum opinberum íslenskum og erlendum skjölum. Sverrir Hauk ur Gunnlaugsson, sendiherra í París, er fastafulltrúi Íslands í ráðherranefndinni, en á síð asta ári ákvað utanríkisráðuneytið að opna skrifstofu í Strassborg til að sinna hagsmuna gæslu við Evrópuráðið og mun Sveinn Á. Björnsson sendifulltrúi starfa á skrifstofunni og flytjast til Strassborgar um mitt ár 1995.
    Þingið er umræðuvettvangur Evrópuráðsins og því er falið að fjalla um þau mál sem heyra undir starfssvið þess samkvæmt stofnskránni og leggur það niðurstöður sínar fyr ir ráðherranefndina í formi tillagna. Tillaga (recommendation) er skilgreind sem tillaga þingsins til ráðherranefndarinnar en framkvæmd hennar er á höndum ríkisstjórna aðild arríkjanna. Þingið getur og skilað ráðherranefndinni áliti á málefnum sem hafa verið bor in undir það. Álit (opinion) þingsins geta einnig verið í formi ályktana. Ályktun (resolution) er skilgreind sem ákvörðun í mikilvægu málefni sem þingið hefur vald til að framkvæma eða álit sem það eitt ber ábyrgð á. Þingið getur gefið skrifstofu eða öðrum stofnunum þess fyrirmæli (order).
    Mikilvægastar þessara ákvarðana eru tillögur til ráðherranefndarinnar um að sam þykkja ákvarðanir þingsins svo að fela megi ríkisstjórnum aðildarríkjanna að hrinda þeim í framkvæmd. Tillögur Evrópuráðsþingsins til ráðherranefndarinnar hafa verið stefnu markandi fyrir lagasetningu og reglugerð í þátttökuríkjum. Virk þátttaka af hálfu Íslands ætti því að auka óbeint áhrif okkar á stefnu og lagagerð í Evrópu.
    Skipan sendinefndar hverrar þjóðar á þinginu endurspeglar þingstyrk stjórnmálaflokka í heimalandinu. Á þinginu starfa þingflokkar þar sem tekin er sameiginleg afstaða til þeirra mála sem eru á dagskrá þingsins hverju sinni. Þessir þingflokkar eru Socialist Group, þ.e. jafnaðarmenn (Alþýðuflokkurinn), European Democratic Group, þ.e. hægri flokkar (Sjálfstæðisflokkurinn), Liberal Democratic and Reformers Group, þ.e. frjáls lyndir (Framsóknarflokkurinn), European People's Party, þ.e. kristilegir flokkar og United European Left, þ.e. flokkar til vinstri við jafnaðarmenn. Fulltrúar Alþýðubandalags og Kvennalista hafa ekki tekið þátt í störfum þingflokka á Evrópuráðsþinginu.

3. 45. þing Evrópuráðsins.
a. Fulltrúar Íslands á Evrópuráðsþinginu.
    Í samræmi við stofnskrá Evrópuráðsins eru þrír fulltrúar af hálfu Íslands á þingi þess og þrír til vara. Íslandsdeild Evrópuráðsins er skipuð til fjögurra ára og í henni eru nú: Björn Bjarnason formaður, Sjálfstæðisflokki, Guðmundur Bjarnason varaformaður, Fram sóknarflokki, Sigbjörn Gunnarsson, Alþýðuflokki, Ragnar Arnalds, Alþýðubandalagi, Kristín Ástgeirsdóttir, Samtökum um kvennalista og Lára Margrét Ragnarsdóttir, Sjálf stæðisflokki.

b. Þingfundir I.–IV. hluta 45. þings (1994).
    Hinir fjórir hlutar þingsins árið 1994 voru haldnir 24.–28. janúar, 11.–15 apríl, 28. júní – 1. júlí og 3.–7. október. Frásögnum af þessum þingum hefur verið dreift til þingmanna og eru birtar með þessari skýrslu í fskj. II.     

c. Ný ríki og gestaaðild.
    Á árinu 1994 fékk eitt nýtt ríki aðild að Evrópuráðinu. Andorra gerðist 33. aðildar ríki ráðsins á haustþinginu í október sl.

d. Ræður þjóðarleiðtoga á 45. þinginu.
    Esko Aho, forsætisráðherra Finnlands, Yitzhak Rabin, forsætisráðherra Ísraels, Jacques Santer, forsætisráðherra Lúxemborgar, Glafcos Clerides, forseti Kípur, Yasser Arafat, for seti framkvæmdastjórnar frelsissamtaka Palestínu (PLO), Algirdas Brazauskas, forseti Litáens, Milan Kucan, forseti Slóveníu, Mary Robinson, forseti Írlands, Ion Illiescu, for seti Rúmeníu, Michal Kovác, forseti Slóvakíu og Waldemar Pawlak, forsætisráðherra Pól lands, ávörpuðu 45. þing Evrópuráðsins.

e. Ályktanir og tillögur samþykktar á 45. þingi (1994).
    Á 45. þingi (1994) Evrópuráðsins voru samþykktar 26 tillögur og 33 ályktanir fyrir utan álit og fyrirmæli. Í fskj. I er birt yfirlit yfir samþykktirnar. Í þingtíðindum Evrópu ráðsins er unnt að kynna sér alla texta og ræður á þinginu. Skrifstofa Alþingis hefur þessi skjöl í vörslu sinni.
4. Nefndastörf.
a. Skipting Íslandsdeildarinnar í nefndir.
    Þátttaka Íslandsdeildarinnar í nefndum skiptist þannig:
    Sameiginleg nefnd með ráðherranefnd:     Björn Bjarnason
     2.     Fastanefnd:          Björn Bjarnason
     3.     Stjórnmálanefnd:          Björn Bjarnason
     4.     Laganefnd:          Ragnar Arnalds
              til vara:               Björn Bjarnason
     5.     Efnahagsnefnd:          Guðmundur Bjarnason
              til vara:               Ragnar Arnalds
     6.     Umhverfis-, skipulags- og
         sveitarstjórnarmálanefnd:          Guðmundur Bjarnason
              til vara:               Kristín Ástgeirsdóttir
     7.     Þingskapanefnd:          Björn Bjarnason
              til vara:               Guðmundur Bjarnason
     8.     Fjárlaganefnd:          Sigbjörn Gunnarsson
     9.     Landbúnaðarnefnd:          Sigbjörn Gunnarsson
     10.     Vísinda- og tækninefnd:          Lára Margrét Ragnarsdóttir
              til vara:               Sigbjörn Gunnarsson
     11.     Mennta- og menningarmálanefnd:          Ragnar Arnalds
              til vara:               Guðmundur Bjarnason
     12.     Heilbrigðis- og félagsmálanefnd:          Lára Margrét Ragnarsdóttir
              til vara:               Guðmundur Bjarnason
     13.     Nefnd um samskipti við lönd utan
         Evrópuráðsins:          Kristín Ástgeirsdóttir
              til vara:               Björn Bjarnason
     14.     Flóttamannanefnd:          Kristín Ástgeirsdóttir
     15.     Nefnd um almannatengsl þingsins:          Lára Margrét Ragnarsdóttir

b. Þátttaka í nefndarfundum utan þinga.
    Utan reglulegra þinga tóku fulltrúar Íslandsdeildarinnar þátt í 12 nefndafundum alls sem haldnir eru ýmist í Strassborg eða París eða einhverju aðildarríkja ráðsins.

5. Annað.
a. Nefndarformennska.
    Á III. hluta þingsins, í lok júní 1994 var Lára Margrét Ragnarsdóttir kjörin formað ur fastanefndar þingsins um almannatengsl og samskipti milli þjóðþinga til byrjun næsta þings í janúar 1995, en þá var hún einróma endurkjörin til næsta árs.

b. Framsögur um skýrslur.
    Björn Bjarnason var valinn af stjórnmálanefnd þingsins til að vera skýrsluhöfundur og framsögumaður nefndarinnar um baráttuna gegn hryðjuverkum PKK (kúrdískra baráttu samtaka) í Evrópu.
    Lára Margrét Ragnarsdóttir var í júní 1994 með framsögu um störf nefndar um sam skipti milli þjóðþinga og við almenning þar sem hún gerði grein fyrir starfsemi nefnd arinnar síðast liðin þrjú ár og stefnumótun.

c. Ályktun um verðlaun til ungra rithöfunda og listamanna.
    Á fundi fastanefndar þingsins 28. febrúar 1994 var samþykkt ályktun lögð fram af Ragnari Arnalds um að efnt verði til árlegrar samkeppni um verðlaun til handa ungum rithöfundum og listamönnum. Er tillagan birt í íslenskri þýðingu í fskj. III.

d. Könnun á viðveru þingmanna.
    Tölfræðileg athugun var gerð á viðveru þingmanna Evrópuráðsins á fundum þess árið 1993. Þar kom í ljós að af 31 sendinefnd á þingi Evrópuráðsins varð Íslandsdeildin í þriðja sæti hvað varðar þátttöku í þingfundum á árinu 1993 og var mæting 91,11%. For maður Íslandsdeildarinnar varð áttundi í röðinni varðandi fundarsetu af 486 þingmönn um sem áttu rétt til setu á Evrópuráðsþinginu.

e. Nýr framkvæmdastjóri Evrópuráðsins.
    Á vorþinginu í apríl 1994 var sænski Evrópuráðsþingmaðurinn Daniel Tarschys kos inn framkvæmdastjóri ráðsins til fimm ára. Hann tók við af Catherine Lalumiére.

f. Forseti Alþingis heimsækir þingið.
    Forseti Alþingis, frú Salome Þorkelsdóttir, heimsótti Evrópuráðsþingið sl. sumar í boði forseta þingsins Miguel-Angel Martínez. Fylgdist hún með störfum þingsins og átti fundi með forseta þess, framkvæmdastjóra og embættismönnum.

g. Fundur vísinda- og tækninefndar í Reykjavík.
    Dagana 12.–13. september 1994 hélt vísinda- og tækninefnd Evrópuráðsþingsins fund í Reykjavík. Þar var einkum lögð áhersla á nýtingu orkulinda, svo sem varmaorku og framtíðarmöguleika, þar á meðal útflutning orku. Fyrri daginn héldu fulltrúar frá Orku stofnun fyrirlestra en síðan var farið í Bláa lónið og Hitaveita Suðurnesja heimsótt, skoð uð var þörungaræktin og virkjunin. Seinni daginn var farið í höfuðstöðvar Landsvirkj unar og Búrfellsvirkjun skoðuð. Íslandsdeildin bauð nefndinni til kvöldverðar á Þing völlum í lok heimsóknarinnar.
    

Alþingi, 6. febr. 1995.



    Björn Bjarnason,     Guðmundur Bjarnason,     Sigbjörn Gunnarsson.
    form.     varaform.     

    Ragnar Arnalds.     Kristín Ástgeirsdóttir.     Lára Margrét Ragnarsdóttir.
Fylgiskjal I.

Samþykktir þings Evrópuráðsins 1994.



Tillögur:
Recommendation 1228:    on cable networks and local television stations: their im portance for Greater Europe,
     um kapalsjónvarp og svæðissjónvarp: mikilvægi þess fyr ir stækkaða Evrópu .
Recommendation 1229:    on equality of rights between men and women,
     um jafnrétti kynjanna.
Recommendation 1230:    on the Social Development Fund of the Council of Europe: activities and outlook,
     um Viðreisnarsjóð Evrópuráðsins: starfsemi og horfur.
Recommendation 1231:    on the follow-up to be given to the Vienna Summit,
     um framkvæmd ályktana leiðtogafundarins í Vínarborg.
Recommendation 1232:    on the management of water resources in relation to agriculture,
     um stjórnun vatnsauðlinda fyrir landbúnað.
Recommendation 1233:    on the European environmental policy (1992–93),
     um umhverfismálastefnu Evrópu (1992–93).
Recommendation 1234:    on a European prize for young writers and artists,
     um evrópsk verðlaun fyrir unga rithöfunda og listamenn.
Recommendation 1235:    on psychiatry and human rights,
     um geðlækningar og mannréttindi.
Recommendation 1236:    on the right of asylum,
     um réttinn til hælis.
Recommendation 1237:    on the situation of asylum-seekers whose asylum appli cations have been rejected,
     um stöðu flóttamanna sem hefur verið neitað um hæli.
Recommendation 1238:    on the situation in Bosnia-Herzegovina,
     um ástandið í Bosníu-Herzegóvínu.
Recommendation 1239:    on the cultural situation in the former Yugoslavia,
     um ástand menningarmála í ríkjum fyrrum Júgóslavíu.
Recommendation 1240:    on the protection and patentability of material of human origin,
     um vernd og nýtingu efna úr mannslíkamanum.
Recommendation 1241:    on the application of conventions concerning the environ ment,
     um framkvæmd samninga um umhverfismál.
Recommendation 1242:    on European common policy for the polar regions,
     um samevrópska stefnu í málum heimsskautasvæðanna.
Recommendation 1243:    on demographic change and sustainable development,
     um breytingu á fólksfjölda og sjálfbæra þróun.
Recommendation 1244:    on food and health,
     um matvæli og heilsu.
Recommendation 1245:    on the detention of persons pending trial,
     um gæsluvarðhald.
Recommendation 1246:    on the abolition of capital punishment,
     um afnám dauðarefsingar.
Recommendation 1247:    on the enlargement of the Council of Europe,
     um stækkun Evrópuráðsins.
Recommendation 1248:    on education of gifted children,
     um menntun framúrskarandi nemenda.
Recommendation 1249:    on co-operation in the Mediterranean basin,
     um samvinnu við Miðjarðarhafið.
Recommendation 1250:    on the enlargement of the Council of Europe and the budg etary prospects,
     um stækkun Evrópuráðsins og fjárhagshorfur þess.
Recommendation 1251:     on the conflicts in Nagorno-Karabakh,
     um átökin í Nagorno-Karabakh.
Recommendation 1252:    on relations between the Council of Europe and the United Nations,
     um samskipti Evrópuráðsins og Sameinuðu þjóðanna.
Recommendation 1253:    on the activities of the International Organization for Migration (IOM) in 1992 and 1993,
     um starfsemi Alþjóðaflóttamannastofnunarinnar (IOM) árin 1992 og 1993.
Recommendation 1254:    on the medical and welfare rights of the elderly: ethics and politics,
     um rétt aldraðra til velferðar og læknisþjónustu: siðfræði og stjórnmál.
Ályktanir:
Resolution 1018:     on equality of rights between men and women,
     um jafnrétti kynjanna.
Resolution 1019:    on the humanitarian situation and needs of the refugees, dis placed persons and other vulnerable groups in the countries of former Yugoslavia,
     um stöðu mannúðarmála og þarfir flóttamanna og annara viðkvæmra hópa í ríkjum fyrrum Júgóslavíu.
Resolution 1020:    on the economic consequences and problems for neigh bouring contries arising from the implementation of United Nations sanctions against the Federal Republic of Yugosla via (Serbia and Montenegro),
     um efnahagslegar afleiðingar og vandamál í nágranna ríkjum lýðveldisins Júgóslavíu (Serbíu og Svartfjallalands) vegna aðgerða Sameinuðu þjóðanna gegn þeim.
Resolution 1021:    on the preservation and development of the Danube basin,
     um verndun og þróun Dónársvæðisins.
Resolution 1022:    on the humanitarian situation and needs of the displaced Iraqui Kurdish population,
    um stöðu mannúðarmála og þarfir kúrdískra flóttamanna frá Írak.
Resolution 1023:    on European transport problems (reply to the 38th and 39th annual reports of the European Conference of Ministers of Transport (ECMT)),
     um samgönguvanda í Evrópu (í tilefni af 38. og 39. árs skýrslu Evrópuráðstefnu samgönguráðherra (ECMT.)
Resolution 1024:    on the European environmental policy (1992–93),
     um umhverfismálastefnu Evrópu (1992–93).
Resolution 1025:    on the future of international exhibitions,
     um framtíð alþjóðlegra sýninga.
Resolution 1026:    on the massacre in Hebron and its consequences for the peace process in the Middle East,
     um blóðbaðið í Hebron og afleiðingar þess fyrir friðar umleitanir í Miðausturlöndum.
Resolution 1027:    on the embargo imposed by Greece against the former Yu goslav Republic of Macedonia,
     um viðskiptabann Grikklands gegn fyrrum júgóslavneska lýðveldinu Makedóníu.
Resolution 1028:    on the activities of the European Free Trade Association (EFTA) in 1991 and 1992 (in reply to the 31st and 32nd annual reports),
     um starfsemi Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) árin 1991 og 1992 (í tilefni 31. og 32. ársskýrslu).
Resolution 1029:    on psychiatry and human rights,
     um geðlækningar og mannréttindi.
Resolution 1030:    on the arrest and detention of six members of the Turkish Grand national Assembly on 2 and 3 March 1994,
     um handtöku og gæsluvarðhald sex þingmanna á tyrkneska þinginu 2. og 3. mars 1994.
Resolution 1031:    on the honouring of commitments entered into by memb er states when joining the Council of Europe,
     um virðingu fyrir skuldbindingum nýrra aðildarríkja Evr ópuráðsins.
Resolution 1032:    on the use of primary and recycled fibre in the European paper industry,
     um notkun frum- og endurunninna trefja í pappírsiðnaði í Evrópu.
Resolution 1033:    on European air transport policies — civil aviation at a crossroads,
     um evrópska flugmálastefnu — almennt flug á krossgöt um.

Resolution 1034:    on the activities of the Office of the United Nations High Commissioner for Refugees (UNHCR) from 1990 to 1993,
     um starfsemi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna frá 1990 til 1993.
Resolution 1035:    on Europeans living abroad,
     um Evrópumenn búsetta erlendis.
Resolution 1036:    on the progress of economic reform in central and eastern Europe: lessons and prospects,
     um framgang efnahagslegra umbóta í Mið- og Austur-Evr ópu: lærdómur og horfur.
Resolution 1037:    on research and development in smaller countries,
     um rannsóknir og þróun í smærri ríkjum.
Resolution 1038:    on European common policy for the polar regions,
     um evrópska stefnu í málefnum heimsskautasvæðanna.
Resolution 1039:    on rural and agricultural reform in the new democracies of central and eastern Europe,
     um umbætur í sveitastjórnar- og landbúnaðarmálum í nýj um lýðveldum Mið- og Austur-Evrópu.
Resolution 1040:    on the activities of the European Bank of Reconstruction and Development,
     um störf Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu.
Resolution 1041:    on the consequences of the dissolution of the Party for Democracy (DEP) in Turkey,
     um afleiðingar þess að lýðræðisflokkurinn í Tyrklandi (DEP) hefur verið leystur upp.
Resolution 1042:    on deserters and draft resisters from the republics of form er Yugoslavia,
     um liðhlaupa og þá sem verjast herkvaðningu í lýðveldum fyrrum Júgóslavíu.
Resolution 1043:    on the composition of the Standing Committee and the vot ing right of political group chairmen in the Bureau and the Standing Committee,
     um setu í fastanefndinni og atkvæðisrétt formanna póli tískra hópa í forsætisnefnd og fastanefnd.
Resolution 1044:    on the abolition of capital punishment,
     um afnám dauðarefsingar.
Resolution 1045:    on the energy/environment interface.
     um samspil orku og umhverfis.
Resolution 1046:    on OECD activities in 1993,
     um starfsemi OECD árið 1993.
Resolution 1047:    on the conflict in Nagorno-Karabak,
     um átökin í Nagorno-Karabak.
Resolution 1048:    on relations between the Council of Europe and the United Nations,
     um samskipti Evrópuráðsins og Sameinuðu þjóðanna.
Resolution 1049:    on the situation of the German ethnic minority in the form er Soviet Union,
     um stöðu þýska þjóðernisminnihlutans í fyrrum Sovétríkj um.
Resolution 1050:    on Rwanda and the prevention of humanitarian crises,
     um Rúanda og varnir gegn hættuástandi fyrir almenning.
Resolution 1051:    on food and agricultural development in the Mediterrane an basin,
     um matvæli og þróun í landbúnaði við Miðjarðarhaf.



Fylgiskjal II.


Frásögn af I. hluta 45. þings Evrópuráðsins 24.–28. janúar 1994.


    Dagana 24.–28. janúar 1994 var I. hluti 45. þings Evrópuráðsins haldinn í Strassborg. Þingið sóttu af hálfu Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins Björn Bjarnson, formaður, Guð mundur Bjarnason, Kristín Ástgeirsdóttir, Lára Margrét Ragnarsdóttir, Sigbjörn Gunn arsson og Ragnar Arnalds, auk Þorsteins Magnússonar ritara sendinefndarinnar.
    Að vanda fóru meginstörf þingsins fram á þingfundum en auk þess voru fundir í fasta nefndum og í þingflokkum. Á þingfundum var fjallað um ýmsar skýrslur sem nefndir þingsins höfðu unnið milli þinga. Í því sambandi má nefna skýrslu um jafnrétti karla og kvenna, hlutverk Evrópuráðsins með hliðsjón af niðurstöðum Vínarráðstefnu leiðtoga ríkja Evrópuráðsins í október 1993, mikilvægi héraðssjónvarpsstöðva, breytingar á mannrétt indasáttmála Evrópuráðsins, ástandið í ríkjum fyrrum Júgóslavíu, viðreisnarsjóð Evrópu ráðsins og stefnu í umhverfismálum fyrir Evrópu. Í framhaldi af umræðum um einstak ar skýrslur var ályktað um efni þeirra og má þar geta ályktunar um þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á mannréttindasáttmála Evrópuráðsins og fela í sér að í stað Mannrétt indadómstólsins og mannréttindanefndarinnar kemur einn dómstóll.
    Veigamikil skýrsla um fjölgun aðildarríkja Evrópuráðsins, sem var á dagskrá þings ins og lögð var fram af stjórnmálanefnd þingsins, var dregin til baka og vísað aftur til nefndar til frekari athugunar og féll því umræða um þetta dagskrárefni niður á þinginu. Í sambandi við fjölgun aðildarríkja ráðsins hefur eitt meginvandamálið verið hvernig draga á landamæri Evrópu og þá ekki síst sú spurning hvaða ríki fyrrum Sovétríkjanna koma til greina sem aðildarríki.
    Nokkrir framámenn ávörpuðu þingið og svöruðu fyrirspurnum þingfulltrúa. Þar má nefna Esko Aho, forsætisráðherra Finnlands, Thorvald Stoltenberg, sáttasemjara Sam einuðu þjóðanna í ríkjum fyrrum Júgóslavíu, Yitzhak Rabin, forsætisráðherra Ísraels og Jacques Santer, forsætisráðherra Lúxemborgar. Þá flutti Robert Urban, utanríkisráðherra Belgíu og formaður ráðherranefndar Evrópuráðsins skýrslu um störf ráðherranefndar innar og Bernard Bosson, samgönguráðherra Frakklands og formaður samgöngunefnd ar ráðherranefndar Evrópuráðsins gerði grein fyrir störfum samgöngunefndarinnar.
    Það setti nokkurn svip á þingið að á næsta þingi, sem haldið verður í apríl, verður kos inn framkvæmdastjóri Evrópuráðsins. Nokkuð ljóst er að baráttan um embættið er eink um á milli Catherine Lalumiére, núverandi framkvæmdastjóra Evrópuráðsins, og sænska þingmannsins Daniel Tarschys, en framboð hans er stutt af sænsku ríkisstjórninni. Báð ir frambjóðendurnir mættu á fundi þingflokka og gerðu grein fyrir framboði sínu, auk þriðja frambjóðandans, Antonio La Pergola, sem er fyrrverandi ráðherra á Ítalíu, en lík legt er að hann dragi framboð sitt til baka áður en til kosninga kemur.
    Á fundi vísinda- og tækninefndar þingsins kom fram áhugi á að halda fund á Íslandi í september nk. og er Íslandsdeildin nú að kanna málið enda gæti Ísland vafalaust haft verulegan ávinning af slíkum fundi.

Frásögn af II. hluta 45. þings Evrópuráðsins 11.–15. apríl 1994.


    Dagana 11.–15. apríl 1994 var II. hluti 45. þings Evrópuráðsins haldinn í Strassborg. Þingið sóttu af hálfu Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins Björn Bjarnason, formaður, Krist ín Ástgeirsdóttir, Lára Margrét Ragnarsdóttir, Sigbjörn Gunnarsson og Ragnar Arnalds, auk Belindu Theriault, ritara sendinefndarinnar.
    Að vanda fóru meginstörf þingsins fram á þingfundum en auk þess voru fundir í fasta nefndum og í þingflokkum. Á þingfundum var fjallað um skýrslur um eftirfarandi mál efni sem nefndir þingsins höfðu unnið milli þinga: um starfsemi EFTA 1991 og 1992; um geðlækningar og mannréttindi; um réttinn til hælis; um skuldbindingar nýrra aðildarríkja Evrópuráðsins; um ástand menningarmála í fyrrum Júgóslavíu; um siðfræði á sviði raun vísinda hvað varðar vernd og nýtingu efna úr mannslíkamanum; um notkun frum- og end urunninna trefja í pappírsiðnaði í Evrópu; um ástandið í Bosníu-Herzegovínu; og um handtöku og varðhald sex tyrkneskra þingmanna. Í framhaldi af umræðum um einstak ar skýrslur var ályktað um efni þeirra.
    Þá var fjallað um starfsskýrslu framkvæmdastjórnar og stjórnarnefndar þingsins á fyrsta degi þingsins. Rússneski þingmaðurinn Vladimir Zhirinovsky kvaddi sér hljóðs undir þessari umræðu og vakti á sér óskipta athygli. Hann tók fram að hann væri eini þingmaðurinn í rússnesku sendinefndinni sem talaði fyrir hönd milljóna Rússa. Hann út húðaði Evrópuráðinu og sakaði það og aðildarríki þess um andlýðræðisleg vinnubrögð og að reyna að hindra þróun rússneska ríkisins. Hann sagði landamæri Rússlands enn óákveðin og varaði aðildarríki Evrópuráðsins við deilum við Rússa og sagði slíkar deil ur mundu verða Evrópubúum dýrkeyptar. Jafnframt hvatti hann Evrópuríki til að greiða Rússum skaðabætur fyrir að hafa neytt upp á þá kommúnismanum. Þá sagði hann Rúss land ekkert erindi eiga í Evrópuráðið, en aðildarumsókn Rússa verður eitt af mikilvæg ustu málefnum á dagskrá þingsins næstu mánuði.
    Nokkrir framámenn ávörpuðu þingið og svöruðu fyrirspurnum þingfulltrúa. Þar má nefna Glafcos Clerides, forseta Kípur, Yasser Arafat, forseta framkvæmdastjórnar PLO, og Algirdas Brazauskas, forseta Litáens. Þá flutti Willy Claes, utanríkisráðherra Belgíu og formaður ráðherranefndar Evrópuráðsins, skýrslu um störf ráðherranefndarinnar.
    Kosningar fóru fram á þinginu um embætti framkvæmdastjóra Evrópuráðsins. Kos ið var á milli Catherine Lalumiére, núverandi framkvæmdastjóra Evrópuráðsins, og sænska þingmannsins Daniel Tarschys. Tarschys vann þessa spennandi kosningu með 113 atkvæðum gegn 109 og var því kjörinn næsti framkvæmdastjóri Evrópuráðsins til fimm ára. Jafnframt fóru fram kosningar um fulltrúa Eistlands og Litáens í Mannréttindadóm stól Evrópu. Fyrir hönd Eistlands var kjörinn Uno Lohmus, en fyrir hönd Litáens Pranas Küris.
    Björn Bjarnason var valinn sem skýrsluhöfundur og framsögumaður stjórnmálanefnd arinnar um baráttuna gegn hryðjuverkum PKK (kúrdískra hryðjuverkasamtaka) í Evr ópu.
    Íslandsdeildinni barst bréf á þinginu um tölfræðilega athugun sem gerð var um við veru þingmanna Evrópuráðsþingsins á fundum þess árið 1993. Þar kemur fram að af 31 sendinefnd á þingi Evrópuráðsins varð Íslandsdeildin í þriðja sæti varðandi þátttöku í þingfundum á árinu 1993 og var mæting 91,11%, en formaður Íslandsdeildarinnar varð áttundi í röðinni varðandi fundarsetu af 486 sem eiga rétt til setu á Evrópuráðsþinginu.

Frásögn af III. hluta þings Evrópuráðsins 1994, 28. júní – 1. júlí.


    Dagana 28. júní–1. júlí 1994 var III. fundarlota Evrópuráðsþingsins 1994 í Strass borg. Af hálfu Íslandsdeildar sóttu þingið Björn Bjarnason formaður, Guðmundur Bjarna son, Kristín Ástgeirsdóttir og Lára Margrét Ragnarsdóttir, auk Belindu Theriault, ritara sendinefndarinnar.
    Forseti Alþingis, frú Salome Þorkelsdóttir, heimsótti þingið í boði forseta Evrópu ráðsþingsins, Miguel Angel Martinez. Hún dvaldist tvo daga í Strassborg og fylgdist með störfum þingsins, átti viðræður við forseta þess og embættismenn, auk þess sem hún ræddi við nýkjörinn framkvæmdastjóra Evrópuráðsins, Daniel Tarschys. Forseti Evrópu ráðsþingsins ræddi bæði við forseta Alþingis og í setningarræðu sinni á þinginu um þá hugmynd sína að þjóðþing aðildarríkja Evrópuráðsins taki frá eina viku í hverjum mán uði fyrir alþjóðastarf þingmanna. Með því að breyta skipulagi á heimaþingunum yrði þingmönnum auðveldað að taka virkan þátt í alþjóðastarfi án þess að það bitnaði á störf um þeirra heima fyrir. Þessari hugmynd var misjafnlega tekið en hún er til marks um þá þróun að alþjóðastarf þingmanna fer sívaxandi og oft er erfiðleikum bundið að samhæfa þátttöku í fundum.
    Að vanda fóru meginstörf þingsins fram á þingfundum en auk þess voru fundir í fasta nefndum þingsins og í þingflokkum. Á þingfundum var fjallað um skýrslur um eftirfar andi málefni sem nefndir þingsins höfðu unnið milli þinga: um almannatengsl Evrópu ráðsins og samskipti við þjóðþing, en framsögumaður þeirrar skýrslu var Lára Margrét Ragnarsdóttir, um fólksfjölda- og sjálfbæra þróun, um matvæli og heilsu, um jafnrétti kynjanna í menntamálum, um afleiðingar þess að lýðræðisflokkurinn í Tyrklandi hefur verið leystur upp, um varðhald þeirra er bíða réttarhalda og um liðhlaupa frá lýðveld um fyrrum Júgóslavíu. Í framhaldi af umræðum um einstakar skýrslur var ályktað um efni þeirra. Fjallað var um starfsskýrslu framkvæmdastjórnar og stjórnarnefndar þingsins. Nýr framkvæmdastjóri Evrópuráðsins ávarpaði þingið, en hann tók við embætti u.þ.b. viku áður en þingið hófst. Jafnframt fór fram umræða um viðskiptabann Grikkja á Makedóníu. Jacques de Larosiére, hinn nýi bankastjóri Evrópska bankans fyrir endurreisn og þróun (EBRD), flutti þinginu skýrslu um störf bankans sem tekið hefur stakkaskiptum á und anförnu ári.
    Tveir þjóðhöfðingjar, Milan Kucen, forseti Slóveníu og Mary Robinson, forseti Ír lands, ávörpuðu þingið.
    Lára Margrét Ragnarsdóttir var í aukakosningum kjörinn formaður fastanefndar þings ins um almannatengsl og samskipti við þjóðþing til I. hluta þingsins 1995 í janúar næst komandi.

Frásögn af IV. hluta 45. þings (1994) Evrópuráðsins í Strassborg.


    Dagana 3.–7. október 1994 var IV. hluti 45. þings (1994) Evrópuráðsins haldinn í Strassborg. Þingið sóttu af hálfu Íslandsdeildarinnar Guðmundur Bjarnason, varaformað ur, Sigbjörn Gunnarsson, Ragnar Arnalds og Lára Margrét Ragnarsdóttir, auk ritara.
    Á fyrsta degi þingsins var samþykkt aðildarumsókn Andorru að Evrópuráðinu og verð ur hún væntanlega 33. aðildarríki þess. Albanía, Hvíta Rússland, Lettland, Moldóva, Króatía, Rússland og Úkraína hafa óskað eftir aðild að ráðinu en auk þeirra hafa Armenía, Azerbaidjan og Georgía sótt formlega um gestaaðild að því.
    Eftirfarandi þjóðarleiðtogar ávörpuðu þingið: Ion Illiescu, forseti Rúmeníu, Michal Kovác, forseti Slóvakíu og Waldemar Pawlak, forsætisráðherra Póllands. Auk þeirra ávarpaði þingið Philippe Séguin, forseti fulltrúadeildar franska þingsins og Sean Treacy, forseti írska þingsins, heimsótti Evrópuráðið. Lára Margrét Ragnarsdóttir, formaður nefndar Evrópuráðsþingsins um tengsl milli þinga Evrópuráðsríkja og almennings, átti fund með Sean Treacy til að ræða um leiðir til að bæta ímynd og kynna betur starfsemi Evrópuráðsins.
    Að venju var einum degi á þessu haustþingi varið í umræður um áfangaskýrslu OECD fyrir árið 1993. Svíinn Staffan Sohlman, starfandi varaframkvæmdastjóra OECD, flutti skýrslu um starfsemi stofnunarinnar en þingmenn frá Ástralíu, Kanada, Japan og Mex íkó tóku þátt í umræðum auk Evrópuráðsþingmanna og einum fulltrúa Evrópuþingsins. Sú nýbreytni var tekin upp að þingmenn ríkja utan Evrópuráðsins tóku þátt í umræðun um og lögðu fram breytingartillögur við ályktun þingsins um skýrsluna.
    Stanislav Daskalov, utanríkisráðherra Búlgaríu, flutti skýrslu ráðherranefndarinnar og svaraði spurningum þingmanna.
    Auk þess ályktaði þingið um eftirfarandi málefni: dauðadómsrefsingu, orku og um hverfi, stækkun Evrópuráðsins, menntun framúrskarandi nemenda, samvinnu í umhverf ismálum við Miðjarðarhaf en drögum að Evrópusamþykkt um lífsiðfræði var vísað aft ur til nefndar.
    Þá var haldinn fundur með norrænu nefndunum og rætt um aðildarumsókn Rússlands og mannréttindabrot í Tyrklandi sem hafa verið mikið til umræðu í þinginu að undan förnu.
    Árið 1995 hefst þing Evrópuráðsins með fundi dagana 23.–27. janúar 1995.


Fylgiskjal III.


Ályktun nr. 1234 (1994) um evrópsk verðlaun


fyrir ung skáld og listamenn.


1.    Þinginu er ljóst mikilvægi þess að veita ungu fólki hvatningu og stuðla að afreks verkum á sviði bókmennta og lista í Evrópu.
2.    Með iðnvæðingu og þróun afþreyingar nútímans er baráttan um athygli almennings orðin afar hörð. Veiting verðlauna er sígild aðferð til þess að vekja athygli almenn ings á því sem telst sérlega áhugavert hverju sinni. Verðlaun geta þannig orðið til þess að gera almenningi kleift að meta það sem skarar fram úr hverju sinni og haft þannig beint og raunverulegt gildi fyrir þróun listanna.
3.    Evrópuráðið hefur átt mikið frumkvæði í menningarmálum Evrópu og ráðinu ber að styrkja enn stöðu sína og halda forustuhlutverki sínu.
4.    Þingið beinir því þess vegna til ráðherranefndarinnar
    i.        að nefndin setji á stofn, með viðeigandi samningi, evrópsk verðlaun fyrir ung skáld og listamenn. Verðlaunin, sem veitt verði ár hvert, skulu vera viðurkenning fyrir framúrskarandi verk á sviði
              a.    tónlistar,
              b.    ljóðlistar, skáldsagnaritunar og leikritunar,
              c.    sjónlista og hönnunar, sem gerð eru af ungu fólki hvaðanæva af því svæði sem menningarsáttmáli Evrópu nær til;
    ii.    að nefndin komist að samkomulagi um að athöfnin þar sem verðlaunaveitingin fer fram verði liður í viðeigandi listahátíð sem haldin er til skiptis í þeim löndum sem undirritað hafa menningarsáttmála Evrópu. Kostnaður við athöfnina og kynningu þeirra verka sem til verðlauna vinna skal borinn af því landi sem listahátíðina heldur.


Fylgiskjal IV.


Bréf formanns Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins til forseta Alþingis.


(19. apríl 1994.)


    Á fundi Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins 12. apríl 1994 var rætt um þá stöðu sem kæmi upp ef Íslendingur veldist til formennsku í einhverri af nefndum ráðsins. Íslands deildin kann að þurfa að taka afstöðu til þessarar spurningar á næstunni.
    Fjárhagsáætlun Íslandsdeildarinnar gerir ekki ráð fyrir öðru en lágmarksþátttöku í störfum Evrópuráðsþingsins sem aukast jafnt og þétt með stækkun þess og auknum um svifum. Í ár er gert ráð fyrir að Íslandsdeildin fái 6,9 millj. kr. í sinn hlut sem er minna en á síðasta ári og setur öllu starfi deildarinnar þröngar skorður. Hér er ekki farið fram á hækkun þessarar fjárveitingar, heldur er á hana minnst til að leggja áherslu á að af henni verður ekkert tekið ef til nefndarformennsku kæmi.
    Íslandsdeildin sem heild eða einstakir þingmenn hennar geta ekki tekið ákvarðanir um auknar skyldur á vettvangi Evrópuráðsþingsins nema fyrir liggi afstaða forsætisnefndar til þess hvort Íslandsdeildin eða viðkomandi þingmaður fengi sérstaka fjárveitingu til að sinna skyldum sínum t.d. sem nefndarformaður eða framsögumaður nefndar. Til marks um umsvif þess starfs sem um er að ræða má gera ráð fyrir að nefndarformaður þurfi að sækja fundi erlendis u.þ.b. tíu sinnum á ári. Samkvæmt starfsreglum Íslandsdeildarinn ar sækir þingmaður vissan fjölda funda á ári. Væri frekar þörf á að auka við hann en fækka ferðum. Mætti áætla að nefndarformennska hefði í för með sér 1,5 millj. kr. auka kostnað á ári. Samkvæmt reglum Evrópuráðsþings er formaður kjörinn til þriggja ára, enda sitji hann þann tíma á heimaþingi sínu.
    Hjálagt er bréf sem Íslandsdeildinni barst 12. apríl. Þar kemur fram að af 31 sendi nefnd á þingi Evrópuráðsins varð Íslandsdeildin í þriðja sæti varðandi þátttöku í þing fundum á árinu 1993 og var mæting 91,11%, en formaður Íslandsdeildarinnar varð átt undi í röðinni varðandi fundarsetu af 486 sem eiga rétt til setu á Evrópuráðsþinginu. Ís landsdeildin sem heild hefur þannig sinnt vel því starfi sem henni er falið að sinna fyr ir hönd Alþingis. Hið sama verður ekki sagt um þátttöku í nefndarfundum utan þing tíma, en þar setur fjárveiting skorður. Formennska í nefnd mundi auka vægi Íslands í starfi Evrópuráðsþingsins.
    Fer ég þess á leit fyrir hönd Íslandsdeildarinnar að forsætisnefnd taki þetta mál til um fjöllunar. Að því kynni að koma í haust að til Íslandsdeildarinnar yrði leitað vegna nefnd arformennsku. Jafnframt er vakin athygli á því að skýrslugerð og framsaga á vegum nefnda Evróuráðsþingsins leiðir í vissum tilvikum til aukaútgjalda sem raska hinni þröngu fjárhagsáætlun og reglubundinni þátttöku í störfum Evrópuráðsþingsins.
    Loks leyfi ég mér að benda á að þetta erindi snertir í raun fleiri alþjóðanefndir en Ís landsdeild Evrópuráðsþingsins og kynni því að vera æskilegt að setja um það almenna reglu svo að alþjóðanefndum væri ljóst innan hvaða ramma þær starfa að þessu leyti. Að sjálfsögðu hljóta alþjóðanefndir að sitja við sama borð hvað þetta varðar. Alþjóðlegur samstarfsvettvangur þingmanna er ekki síður mikilvægur til gæslu íslenskra hagsmuna al mennt í alþjóðlegu samstarfi en hver annar þar sem íslenska ríkið á aðild að.

Virðingarfyllst,



Björn Bjarnason, formaður.



Fylgiskjal V.

Svar forseta Alþingis.


(7. september 1994.)


    Forsætisnefnd hefur rætt á tveim fundum efni bréfs formanns Íslandsdeildar Evr ópuráðsþingsins um formennsku alþingismanna í nefndum alþjóðasamtaka sem Alþingi á aðild að, dags. 19. apríl sl., einkum um þann kostnað sem af slíku leiðir. Síðan bréf ið var ritað hefur reyndar einn alþingismaður, Lára Margrét Ragnarsdóttir, verið kjör inn til formennsku í nefnd Evrópuráðsþingsins um almannatengsl.
    Forsætisnefnd telur að mikilvægt sé að alþingismenn, sem taka þátt í alþjóðlegu sam starfi á vegum Alþingis, eigi kost á því til jafns við aðra þingmenn að taka að sér ábyrgð arstörf innan alþjóðasamtaka, þar á meðal formennsku í nefndum sé kostnaður sem því fylgir innan hóflegra marka.
    Alþjóðlegt samstarf á vegum Alþingis hefur verið byggt á því að alþingismenn gættu mikils hófs í ferðakostnaði og færu ekki til fundar erlendis nema nauðsyn bæri til. Ár legar fjárhagsáætlanir fyrir alþjóðanefndir sýna þetta en þar hefur verið beitt fremur ströngum reglum um ferðafjölda hvers þingmanns. Ljóst er að þegar alþingismaður tek ur að sér formennsku í nefnd verður að víkja frá slíkri fjárhagsáætlun og reglum um ferðafjölda.
    Forsætisnefnd hefur samþykkt fyrir sitt leyti að Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins fái aukafjárveitingu á þessu ári svo að ekki komi til röskunar á þátttöku annarra þingmanna deildarinnar í þing- og nefndarstörfum til ársloka, sbr. meðfylgjandi kostnaðaráætlun, enda rúmist þessi aukakostnaður ekki innan þeirrar fjárveitingar sem Íslandsdeildin hef ur í ár.
    Forsætisnefnd leggur þó áherslu á að þegar fyrir liggur að alþingismaður á kost á ábyrgðarstarfi innan alþjóðasamtaka sem Alþingi á aðilda að sé nefndinni gerð grein fyr ir því áður en endanleg ákvörðun er tekin þannig að hún eigi kost á að taka afstöðu til málsins á grundvelli áætlunar um þann kostnað sem því fylgir.

Salome Þorkelsdóttir,


forseti Alþingis.


Neðanmálsgrein: 1
    Texti samþykktur af fastanefndinni fyrir hönd þingsins 28. febrúar 1994. Sjá skjal nr. 6958, skýrslu menningar- og menntanefndar (framsögumaður: Ragnar Arnalds).