Ferill 315. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 315 . mál.


615. Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. um atvinnuréttindi vélfræðinga, vélstjóra og vélavarða á íslenskum skipum, nr. 113/1984.

Frá samgöngunefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á fund til sín Svein Snorrason hrl., Pál Hjartarson aðstoðarsiglingamálastjóra og Einar Hermannsson, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra kaupskipaútgerða, sem áttu sæti í nefndinni sem vann að frumvarpinu og Helga Jóhannesson, lögfræðing í samgönguráðuneyti, sem var ritari þeirrar nefndar.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:    Við 6. gr. bætist ný efnismgr., 4. mgr., er orðist svo:
    Skírteinishafi skal hafa skírteinið meðferðis við vélstjórn og sýna það þegar löggæslumaður krefst þess.

    Breyting þessi er til að taka af allan vafa um að þeir sem undir lögin heyra skuli hafa at vinnuskírteini sín meðferðis á skipi og auðvelda þannig Landhelgisgæslu ríkisins eftirlitsstörf sín að þessu leyti.

Alþingi, 6. febr. 1995.    Pálmi Jónsson,     Petrína Baldursdóttir.     Guðni Ágústsson.
    form., frsm.          

    Egill Jónsson.     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir.     Árni Johnsen.

    Sturla Böðvarsson.     Jóhann Ársælsson.     Stefán Guðmundsson.