Ferill 251. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 251 . mál.


616. Nefndarálit



um frv. til l. um samsetta flutninga o.fl. vegna aðildar Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

Frá meiri hluta samgöngunefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á fund til sín Ragnhildi Hjaltadóttur, skrifstofu stjóra í samgönguráðuneyti. Fram kom að frumvarpið felur í sér heimild samgönguráðherra til að fullnægja þeim skuldbindingum EES-samningsins er taka til flutningastarfsemi með setningu reglugerða. Í greinargerð með frumvarpinu eru taldar upp sex gerðir sem staðfesta þarf með reglugerð. Sú sjöunda, reglugerð nr. 1191/69/EBE, sem átti að vera þar á meðal, hefur hins veg ar af misgáningi fallið niður og er hún birt sem fylgiskjal með nefndaráliti þessu.
    Meiri hluti nefndarinnar leggur því til að frumvarpið verði samþykkt með þeirri breytingu að það nái einnig til reglugerðar nr. 1191/69/EBE sem fylgir með nefndaráliti þessu sem fylgi skjal.

Alþingi, 6. febr. 1995.



    Pálmi Jónsson,     Petrína Baldursdóttir.     Egill Jónsson.
    form., frsm.          

    Árni Johnsen.     Sturla Böðvarsson.


Fylgiskjal.


EES


Flutningastarfsemi.


XIII. Viðauki.


I. Flutningar á landi.


i. Almenn málefni.



1191/69/EBE


(101/73/EBE, 3572/90/EBE, 1893/91/EBE, 179 H, 172 B, 185 I)



Heiti:

    Council Regulation of 26 June 1969 on action by Member States concerning the obligations inherent in the concept of the public services in transport by rail, road and inland waterway.

     Reglugerð ráðsins frá 26. júní 1969 um aðgerðir aðildarríkjanna vegna skyldna sem felast í hugtakinu opinber þjónusta í flutningum á járnbrautum, vegum og skipgengum vatnaleiðum (369 R 1191).

Innihald gerðar:


    Reglugerðin vísar til þess markmiðs stefnumörkunar í samgöngumálum að eyða beri mis ræmi sem fram kemur þegar aðildarríki leggja á flutningafyrirtæki skyldur sem felast í hug takinu opinber þjónusta og getur valdið verulegri röskun á samkeppnisskilyrðum. Slíkt er kallað skylda til almannaþjónustu (public service obligation), þ.e. þjónustu sem byggist á öðrum forsendum en ef hún væri rekin með arðsemissjónarmið að leiðarljósi. Aðildarríkjum ber að afnema allar skyldur til almannaþjónustu á sviði flutninga nema sýnt sé fram á að hún sé nauðsynleg til að tryggja fullnægjandi samgöngur. Samgöngufyrirtæki, sem ber að tryggja fullnægjandi samgönguþjónustu, geta fengið bætur fyrir fjárhagsútlát sem þau verða fyrir.