Ferill 398. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 398 . mál.


638. Frumvarp til lagaum átaksverkefni um framleiðslu og markaðssetningu vistvænna og lífrænna afurða.

Flm.: Geir H. Haarde, Finnur Ingólfsson, Sigbjörn Gunnarsson,


Ragnar Arnalds, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir.1. gr.


    Efnt skal til átaksverkefnis um vöruþróun og sölu íslenskra afurða undir merkjum hollustu, hreinleika og sjálfbærrar þróunar á innlendum og erlendum mörkuðum.

2. gr.


    Stjórn átaksverkefnisins skal skipuð þremur mönnum, einum tilnefndum af landbúnaðar ráðuneyti, einum tilnefndum af umhverfisráðuneyti og einum tilnefndum af bændasamtökun um.
     Landbúnaðarráðherra skipar formann úr hópi stjórnarmanna.

3. gr.


    Stjórn verkefnisins skal stuðla að verkefnum á sviði fræðslu um vistvæna og lífræna fram leiðslu, gæðastjórnunar, áætlanagerðar, vöruþróunar og markaðssetningar íslenskra afurða und ir merkjum hollustu, hreinleika og gæða.

4. gr.


    Ríkissjóður leggur átaksverkefninu til 25 millj. kr. á ári á fjárlögum árin 1996–99.

5. gr.


    Landbúnaðarráðherra hefur yfirumsjón með framkvæmd laga þessara.

6. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


    Á undanförnum áratugum hefur krafan um lægra matvælaverð verið nær allsráðandi í hinum þróaða hluta heimsins. Hefur hún sett mark sitt á þróun alla, allt frá frumvinnslunni til markaðs setningarinnar.
    Matvælaframleiðslan er orðin að stóriðju þar sem lögmál verksmiðjuframleiðslunnar ráða ferðinni og er nú svo komið að í mörgum löndum er leitun að fæðu sem neytendur geta treyst að innihaldi heilnæmt og gott hráefni.
    Frá stríðslokum hefur notkun hjálparefna í landbúnaði, svo sem skordýraeiturs, illgres iseyða, fúkkalyfja og hormóna margfaldast og sama er að segja um notkun aukefna í matvæla iðnaðinum. Í dag er t.d. notað 35 sinnum meira af fúkkalyfjum í matvælaiðnaði í Bandaríkjun um en í heilsugæslunni. Samfara iðnaðarmengun hefur þessi þróun leitt til framleiðslu matvæla sem til langs tíma litið geta verið skaðleg heilsu manna.
    Nýjustu rannsóknir benda til þess að með réttu mataræði og lífsstíl megi koma í veg fyrir hátt hlutfall hættulegra sjúkdóma, svo sem krabbameins og hjartasjúkdóma. Í þessu sambandi er það hreinleiki matvælanna sem skiptir höfuðmáli. Jafnframt skipta þessir þættir miklu máli við eftirmeðferð sjúkdóma.
    Á síðustu árum hefur umræða um umhverfismál og heilnæmi matvæla verið vaxandi. Sífellt fleiri gera sér ljós tengsl mataræðis og heilsu. Í skýrslu, sem unnin var á vegum þingmannanefndar Evrópuráðsins og út kom í apríl 1994, er lögð á það þung áhersla að rangt mataræði hafi í för með sér mjög alvarleg heilbrigðisvandamál í Evrópu. Í skýrsl unni er sömuleiðis lögð á það áhersla að betri upplýsingar og fræðsla til handa neytend um og þeim sem vinna við að framleiða og vinna úr búvörum geti haft veruleg áhrif á heilsufar almennings þar sem fólki verði gefinn kostur á heilnæmari matvælum en víða er mögulegt nú. Bent er á að mikilvægustu þættirnir, sem snerta fæðuöryggi, séu hrein læti og innihald fæðu og í ljósi aukinna milliríkjaviðskipta sé brýnt að neytendur geti treyst vörumerkingum. Því verði manneldisstefnan að byggjast á að tryggð sé gnægð af fjölbreyttum og hollum matvælum, að veita upplýsingar um þau og veita jafnframt fræðslu um tengsl mataræðis og heilsufars.
    Eftirspurn eftir vistvænum og lífrænt framleiddum vörum fer nú ört vaxandi í Evr ópu, Bandaríkjunum og Japan á meðal þjóðfélagshópa sem hafa mikla kaupgetu og er verðlag slíkra matvæla verulega hærra en annarra. Þess má til dæmis geta að sænska þingið hefur samþykkt stefnumótun þess efnis að 10% landbúnaðarframleiðslunnar verði viðurkennd lífræn fyrir aldamót og hollenska ríkið veitir nú bændum fjárhagsstuðning til að taka upp vistvæna og lífræna búskaparhætti.
    Margt bendir til að íslenskar búvörur standi nær því að geta flokkast sem vistvænar og jafnvel lífrænar en búvörur í mörgum nálægum löndum. Vegna náttúrulegra skilyrða og einangrunar er minna um búfjársjúkdóma hér en annars staðar og svalt loftslag veld ur því að minna er um meindýr í gróðri. Notkun dýralyfja og varnarefna í ylrækt og garð yrku er því hverfandi hér á landi og notkun vaxtaraukandi hormóna engin.
    Vegna legu landsins er loftmengun minni hér en í flestum nálægum löndum og strjál búseta gerir það að verkum að megnun í jarðvegi af völdum iðnaðar og landbúnaðar er hverfandi.
    Alþingi hefur nú þegar samþykkt lög um lífræna landbúnaðarframleiðslu, nr. 162/ 1994.
    Nú er á vegum landbúnaðarráðuneytis unnið að því að ákvarða íslenskan staðal fyr ir lífræna framleiðslu í samræmi við grunnreglur IFOAM, Alþjóðasamtaka framleiðenda lífrænna búvara, og reglugerð ráðs Evrópusambandsins um slíka framleiðslu. Þegar þessi staðall hefur hlotið viðurkenningu alþjóðasamtaka á þessum vettvangi skapast grund völlur til að meta stöðu íslenskrar búvöruframleiðslu með tilliti til staðalsins og jafn framt hverju þarf að breyta í framleiðsluháttum til að uppfylla þær kröfur sem gerðar verða.
    Þá er einnig á vegum landbúnaðarráðuneytis unnið að faglegu mati á lífrænum bú skap á Íslandi þar sem könnuð er staða rannsókna, kennslu og leiðbeiningarstarfs á þessu sviði.
    Tilgangur þess frumvarps, sem hér er flutt, er að gera íslenskum landbúnaði kleift að mæta þeim kröfum sem gerðar eru til vara sem seldar eru á hágæðamarkaði. Enda þótt gæði íslenskra búvara séu viðurkennd og þekkingarstig í úrvinnsluiðnaði hátt skortir víða nokkuð á í vöruþróun, þjálfun og færni til þess að varan standist ýtrustu kröfur á þessu sviði. Þörf er skipulegs átaks á sviði fræðslu og gæðastjórnunar allan framleiðsluferil inn frá sáningu og þar til varan er komin á borð neytandans.
    Eins og fram kemur í 3. gr. frumvarpsins er átaksverkefninu ætlað að hafa forustu um og styrkja aðgerðir á þessu sviði ásamt átaki í vöruþróun og markaðsfærslu búvara með það fyrir augum að landbúnaðurinn öðlist viðurkenningu sem vistvænn og lífrænn og framleiði heilnæmar náttúrulegar vörur án notkunar óæskilegra auk- og spilliefna. Slíkt átak mundi ekki einungis nýtast landbúnaðinum heldur einnig ferðaþjónustu og öðrum at vinnugreinum sem byggja á sterkri gæðaímynd landsins.
    Á vegum bændasamtakanna hefur sl. ár verið unnið að könnun á markaðsmöguleik um vistvænnar og lífrænnar framleiðslu í Evrópu og Bandaríkjunum og aflað gagna um þær alþjóðlegu kröfur sem gerðar eru til slíkra afurða. Fengnir hafa verið erlendir sér fræðingar hingað til lands til fyrirlestrahalds og til þess að kynna sér stöðu íslensks land búnaðar með tilliti til þeirra krafna sem gerðar eru til vistvænna og lífrænna vara. Hafa þeir talið að möguleikar Íslendinga á þessu sviði séu betri en flestra nálægra þjóða. Bald vin Jónsson, markaðsráðgjafi bændasamtakanna, hefur stjórnað þessu verkefni.
    Á aðalfundi Stéttarsambands bænda og aukabúnaðarþingi í ágúst sl. var samþykkt stefnumarkandi ályktun um umhverfismál og vistvæna framleiðslu. Þess má og geta að í nýrri atvinnustefnu ASÍ er vikið að þessum mikilvæga þætti.
    Þungamiðja ályktunar bændasamtakanna er tillaga um heildarúttekt á möguleikum landbúnaðarins til að öðlast viðurkenningu fyrir vistvænar og lífrænar búvörur í sam ræmi við fyllstu kröfur á alþjóðavettvangi. Vakin er athygli á sterkum tengslum á milli alhliða umhverfisverndar og framleiðslu slíkra hágæðaafurða og jákvæðum áhrifum slíkra framleiðsluhátta á atvinnulíf og byggðaþróun.
    Ljóst er að átaksverkefni það, sem frumvarpið fjallar um, er vænleg leið til þess að efla samkeppnisstöðu landbúnaðarins á forsendum gæða, hollustu og umhverfisverndar og nýta þannig þá sérstöðu sem Ísland hefur varðandi landbúnaðarframleiðslu.
    Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að sérstök þriggja manna stjórn fari með stjórn verk efnisins. Er lagt til að landbúnaðarráðherra og umhverfisráðherra skipi einn fulltrúa hvor í þessa stjórn en bændasamtökin einn. Landbúnaðarráðherra skipar formann úr hópi þess ara þriggja stjórnarmanna og hefur yfirumsjón með verkinu.
    Í fjárlögum yfirstandandi árs er í 6. gr. heimild fyrir fjármálaráðherra til að greiða allt að 25 millj. kr. til þessa máls enda komi sama fjárhæð úr Framleiðnisjóði landbúnaðar ins fram sömu upphæð. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að ríkissjóður leggi verkefninu til 25 millj. kr. á ári næstu fjögur árin, 1996–99. Er þess vænst að Framleiðnisjóður leggi fram sömu fjárhæð öll árin þannig að heildarfjármagn til verkefnisins verði 250 millj. kr. á fimm árum.