Ferill 123. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 123 . mál.
640. Nefndarálit
um frv. til l. um breyt. á l. um náttúruvernd, nr. 47/1971, ásamt síðari breytingum.
Frá meiri hluta umhverfisnefndar.
Nefndin hefur fjallað um frumvarpið sem felur í sér breytingar á þeim hluta laga nr. 47/1971, um náttúruvernd, sem lúta að stjórnkerfi náttúruverndarmála, verkaskiptingu stofnana og hlutverki Náttúruverndarráðs. Þá er með frumvarpinu leitast við að styrkja friðlýsingarþátt laganna með hliðsjón af aðild Íslands að alþjóðasamningnum um vernd líf
Við umfjöllun málsins fékk nefndin á sinn fund frá umhverfisráðuneyti Birgi Her
Þá studdist nefndin við umsagnir frá 117. og 118. löggjafarþingi en frumvarpið er nú lagt fram öðru sinni nokkuð breytt frá fyrri útgáfu. Eftirtaldir sendu inn umsagnir um málið á 117. löggjafarþingi: Náttúrufræðistofa Kópavogs, Ferðamálaráð, Búnaðarfélag Íslands, Ferðaþjónusta bænda, náttúruverndarnefnd Austur-Skaftafellssýslu, Náttúruverndarráð, Stefán Benediktsson þjóðgarðsvörður, Æðarræktarfélag Íslands, náttúruverndarnefnd Vest
Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem gerð er grein fyrir á sérstöku þingskjali. Þær eru eftirfarandi:
1 . Lagt er til að gerðar verði nokkrar breytingar á c-lið (4. gr.) 1. gr. Í fyrsta lagi er lagt til að í stað tilvísunar í 33 gr. náttúruverndarlaga (ranglega vísað í 3. gr. í frumvarp
2 . Lagt er til að e-liður (6. gr.) 1. gr. verði fluttur. Betur fer á því að ákvæði um stjórn Landvörslu ríkisins sé skipað á undan ákvæði um hlutverk stofnunarinnar. Þá er lagt til að kveðið verði á um að skipunartími stjórnar fylgi þeim tíma sem ráðherra situr. Talið er eðlilegt að sá ráðherra, sem situr hverju sinni, geti skipað stjórn Landvörsl
3 . Lagðar eru til verulegar breytingar á f-lið (7. gr.) 1. gr. Meiri hlutinn telur eðlilegra að stjórn Landvörslu ríksins beri ábyrgð á skipun þjóðgarðsvarða og jafnframt á þeim verkefnum sem þeim kunna að verða falin. Ekki er æskilegt að umhverfisráðherra hafi hér beinan íhlutunarrétt. Lagt er til að orðin „starfa í umboði Landvörslu ríkisins“ falli brott þar sem um tvítekningu er að ræða eftir breytingu á orðalagi ákvæðisins að öðru leyti. Einnig er lagt til að orðin „annast stjórn“ séu felld brott þar sem meginhlutverk þjóðgarðsvarða er að annast daglegan rekstur þjóðgarða í umboði Landvörslu ríkisins. Loks er talið er eðlilegt að Landvarslan geti falið þjóðgarðsvörðum umsjón annarra svæða, enda er hér um að ræða hlutverk sambærilegt þeirra meginstarfi. Þá er orðinu „víðtækara“ í ákvæðinu talið ofaukið.
4 . Lagt er til að gerð verði breyting á g-lið (8. gr.) 1. gr. í samræmi við breytingu sem lögð er til á 2. gr. frumvarpsins (b-lið (16. gr.)). Þjónustugjöld verða þá ekki lengur ákveðin einhliða af ráðherra, samkvæmt tillögum Landvörslunnar, heldur er þar um að ræða samkomulagsatriði milli samningsaðila.
5 . Lagt er til að í stað orðanna „sýslu, kaupstað eða bæ“ í h-lið (9. gr.) 1. gr. komi „sveitarstjórn eða héraðsnefnd“. Rétt er að taka fram að breytingunni er ekki ætlað að raska þeirri skipan sem nú er og gert er ráð fyrir að sveitarfélög kosti starfsemi náttúru
6. Hér er lögð til sú breyting á i-lið (10. gr.) 1. gr. að tiltekið verði hvaða hópar skuli eiga rétt til setu á náttúruverndarþingi. Talið er nauðsynlegt að löggjafinn marki við
7. Lagt er til að 1. mgr. j-liðar (11. gr.) 1. gr. verði einfölduð. Talið er að það fyrir
8. Lagt er til að í l-lið (13. gr.) 1. gr. verði nánar kveðið á um skipun stjórnar friðlýs
9. Lagðar eru til nokkrar breytingar á b-lið (16. gr.) 2. gr. Í fyrsta lagi er lagt til að Landvarsla ríkisins ákvarði gjaldtöku samkvæmt ákvæðinu en ekki umhverfisráð
10. Lagt er til að b-liður 3. gr. verði umorðaður þannig að hann verði nákvæmari og að þar verði sérstaklega kveðið á um umferð hesta.
11. Leiðrétt er röng tilvísun í lagaákvæði í b- og c-lið 4. gr.
12. Leiðrétt er að friðlýsingarheimild í d-lið 4. gr. skuli takmörkuð við örverur og jurtir. Til þess að taka af öll tvímæli um að heimildin geti einnig tekið til dýra er lagt til að orðið „lífvera“ verði notað. Þá er einnig lagt til að hugtakið „búsvæði“ verði not
13. Hér er lagt til að f-lið 4. gr. verði breytt á þann veg að umhverfisráðherra taki ákvörðun um að veita undanþágu frá ákvæðum um friðlýsingar að fenginni umsögn Landvörslu ríkisins. Breytingin er í samræmi við þau hlutverk sem Landvörslu ríkis
14. Lagðar eru til tvenns konar breytingar á g-lið 4. gr. Annars vegar er lagt til að kveð
15. Lagt er til að við 4. gr. bætist nýr liður (ný málsgrein í 25. gr. laganna) sem kveður á um heimild til að setja á fót ráðgjafarnefnd með þátttöku sveitarstjórna til að fjalla um rekstur og skipulag þjóðgarða. Ákvæðið undirstrikar frekar samstarf við sveitar
16. Lagt er til að orðalagi k-liðar 4. gr. (6. mgr. 26. gr. laganna) verði breytt til sam
17. Lagt er til að orðið „verndaráætlun“ í p-lið 4. gr. verði notað í stað orðsins „vörslu
18. Til að gæta samræmis er lagt til að í 5. gr. segi þar sem við á „á“ náttúruminjaskrá en ekki „í“ náttúruminjaskrá sem einnig er notað í frumvarpinu.
19. Lagt er til að orðið „annarra“ í 6. mgr. a-liðar 5. gr. falli brott þar sem því er talið ofaukið.
20. Lagt er til að orðalag 7. mgr. a-liðar 5. gr. verði einfaldað.
21. Leiðrétt eru mistök við frágang frumvarpsins í e-lið 5. gr.
22. Lagt er til að orðalagi í g-lið 5. gr. verði breytt þar sem orðalagið „í umboði ráð
23. Lagt er til að orðið „friðlýsing“ komi í stað orðanna „friðun og friðunarákvæði“ í h-lið 5. gr. og er það í samræmi við orðalag annarra ákvæða frumvarpsins.
24. Lagt er til að síðari málsliður ákvæðis til bráðabirgða verði felldur brott þar sem hann er óþarfur eftir breytingu sem lögð er til á 1. mgr. j-liðar (11. gr.) 1. gr. um kosningu í Náttúruverndarráð.
Alþingi, 9. febr. 1995.
Petrína Baldursdóttir, Árni R. Árnason. Árni M. Mathiesen.
frsm.
Lára Margrét Ragnarsdóttir. Tómas Ingi Olrich.
Fylgiskjal I.
Frumvarp til laga um breytingar á lögum um náttúruvernd,
nr. 47/1971, með innfærðum breytingartillögum
meiri hluta umhverfisnefndar.
(Breytingar eru skáletraðar.)
1. gr.
Í stað II. kafla laganna, Stjórn náttúruverndarmála, 2.–8. gr., koma 14 nýjar greinar svohljóðandi:
a. (2. gr.)
Umhverfisráðuneytið fer með yfirstjórn náttúruverndarmála. Við mótun stefnu í náttúru
b. (3. gr.)
Landvarsla ríkisins er ríkisstofnun undir yfirstjórn umhverfisráðuneytisins.
c. (4. gr.)
Umhverfisráðherra skipar Landvörslu ríkisins þriggja manna stjórn, þar af formann sér
Stjórnin hefur á hendi yfirstjórn Landvörslu ríkisins. Hún fjallar um starfs- og fjárhags
Ráðherra skipar framkvæmdastjóra Landvörslu ríkisins til fimm ára í senn að fengnum til
Ráðherra setur í reglugerð nánari fyrirmæli um hlutverk og starfsskyldur framkvæmda
d. (5. gr.)
Landvarsla ríkisins hefur umsjón með þjóðgörðum og öðrum friðlýstum svæðum, svo og öðrum náttúruverndarsvæðum í samræmi við lög. Umhverfisráðherra getur falið Landvörslu ríkisins umsjón með öðrum svæðum sem sérstök þykja sakir landslags, gróðurfars eða dýralífs.
Landvarsla ríkisins skal gæta þess að umferð ferðamanna á svæðum í umsjón hennar valdi ekki raski né spjöllum á náttúru og getur m.a. takmarkað umferð eða lokað svæðum í því skyni.
Landvarsla ríkisins skal árlega gefa umhverfisráðherra skýrslu um ástand svæða í umsjón hennar og aðstöðu þar til að taka á móti ferðamönnum. Í skýrslunni skal jafnframt setja fram tillögur til úrbóta þar sem þörf er á og álit stofnunarinnar á stöðu ferðamála frá sjónarmiði náttúruverndar.
Landvarsla ríkisins skal sjá til þess í samráði við embætti skipulagsstjóra ríkisins og sveit
Landvarsla ríkisins skal hafa samstarf við Náttúruverndarráð og samtök áhugamanna um náttúruvernd, m.a. með því að stuðla að héraðsfundum um náttúruvernd í samráði við náttúru
e. (6. gr.)
Landvarsla ríkisins skal hafa forgöngu um fræðslu á svæðum í umsjón hennar, m.a. með útgáfu á fræðsluefni um náttúrufar.
Landvörslu ríkisins er heimilt að setja á stofn og reka gestastofur í þjóðgörðum og á öðr
Landvarsla ríkisins skal einnig leitast við að efla áhuga á náttúruvernd með útgáfu á fræðsluefni fyrir fjölmiðla og almenning í samráði við umhverfisráðuneyti. Stofnunin skal hafa samvinnu við sveitarstjórnir, yfirvöld ferðamála og skóla um kynningu á friðlýstum svæðum og náttúruminjum, m.a. þar sem ástæða þykir til að hvetja til heimsókna ferðamanna.
f. (7. gr.)
Landvarsla ríkisins skal fylgjast með því að náttúru landsins sé ekki spillt með athöfnum eða framkvæmdum sem brjóta í bága við lög þessi.
Telji Landvarslan nauðsynlegt að halda uppi sérstöku eftirliti með framkvæmd ber þeim sem framkvæmdina annast að endurgreiða stofnuninni kostnað sem hún hefur af slíku. Gera skal fyrir fram áætlun í samráði við framkvæmanda, þar sem fram komi í meginatriðum hvaða kostnaðarliði yrði um að ræða, eftir því sem við verður komið. Ef um minni háttar fram
Ef ágreiningur rís á milli Landvörslunnar og framkvæmanda um þau efni sem um ræðir í 2. mgr. sker ráðherra úr.
g. (8. gr.)
Í hverjum þjóðgarði starfar þjóðgarðsvörður sem stjórn Landvörslunnar skipar til fimm ára í senn. Þjóðgarðsverðir annast daglegan rekstur þjóðgarða. Þeir ráða landverði og annað starfsfólk þjóðgarðanna. Landvarslan getur falið þjóðgarðsvörðum eftirlits- og stjórnunarhlut
Á vegum Landvörslunnar starfa landverðir sem sjá m.a. um eftirlit og fræðslu á svæðum í umsjón stofnunarinnar. Ráðherra getur sett í reglugerð fyrirmæli um menntun og starfsskyld
h. (9. gr.)
Að fengnu áliti Landvörslu ríkisins getur umhverfisráðherra með samningum falið öðrum umsjón náttúruminja og friðlýstra svæða, að þjóðgörðum undanskildum, t.d. sveitarfélögum, ferðafélögum, áhugasamtökum um náttúruvernd og einstaklingum. Í samningum skal kveðið á um réttindi og skyldur samningsaðila hvað varðar umsjón með svæði, mannvirkjagerð þar og aðrar framkvæmdir, landvörslu og menntun starfsmanna, móttöku ferðamanna og fræðslu og þjónustugjöld. Um ráðstöfun þjónustugjalda fer skv. 3. mgr. 17. gr.
Eftirlit með framkvæmd slíkra samninga er á hendi Landvörslu ríkisins.
i. (10. gr.)
Á vegum hvers sveitarfélags eða héraðsnefndar skal starfa þriggja til sjö manna náttúru
Náttúruverndarnefndir hafa það hlutverk að stuðla að náttúruvernd, hver á sínu svæði, m.a. með ábendingum og tillögugerð til sveitarstjórna, umhverfisráðuneytis, Landvörslu ríkis
j. (11. gr.)
Náttúruverndarþing kemur saman annað hvert ár. Náttúruverndarráð boðar þingið, undirbýr og leggur fyrir það skýrslu um störf sín. Formaður ráðsins setur þingið og stýrir því uns það hefur kosið forseta. Þingið setur sér þingsköp.
Hlutverk náttúruverndarþings er að fjalla um náttúruvernd armál og kjósa fulltrúa í Nátt
Náttúruverndarráð skal semja reglur fyrir hvert náttúruverndarþing, þar sem kveðið er á um hverjir eiga rétt til setu á þinginu og kjörgengi og kosningarrétt þingfulltrúa. Reglurnar skal senda umhverfisráðuneytinu sem auglýsir þær í Stjórnartíðindum í síðasta lagi fjórum vik
Verði deilur um seturétt, kjörgengi og kosningarrétt á þinginu skal vísa slíkum málum til úrskurðar á þinginu sjálfu.
Seta á náttúruverndarþingi er ólaunuð, en hlutaðeigandi aðilar greiða kostnað fulltrúa. Annar nauðsynlegur kostnaður af þinghaldinu greiðist úr ríkissjóði samkvæmt úrskurði um
k. (12. gr.)
Náttúruverndarráð skal skipað sjö mönnum, kosnum á náttúruverndarþingi. Kjósa skal for
Náttúruverndarráð hefur skrifstofu og ræður framkvæmdastjóra til að veita henni forstöðu og aðra starfsmenn eftir því sem þurfa þykir.
Ríkissjóður greiðir laun framkvæmdastjóra og veitir enn fremur framlag til reksturs skrif
Fyrir lok marsmánaðar ár hvert semur Náttúruverndarráð og sendir umhverfisráðuneytinu fjárhagsáætlun um þau útgjöld sem ríkissjóði ber að greiða og ætla má að leiði af framkvæmd laganna á næsta almanaksári.
l. (13. gr.)
Hlutverk Náttúruverndarráðs er að stuðla að almennri náttúruvernd í landinu og vera stjórn
Leita skal eftir áliti Náttúruverndarráðs á öllum stjórnarfrumvörpum á sviði náttúruverndar áður en þau eru lögð fram á Alþingi. Umsagnar Náttúruverndarráðs skal og leitað við setningu reglugerða um náttúruvernd.
Náttúruverndarráð skal fjalla ítarlega um náttúruminjaskrá áður en hún er gefin út hverju sinni og getur gert tillögur um friðlýsingar og aðrar verndunaraðgerðir.
Náttúruverndarráð og umhverfisráðherra hafa fund með sér tvisvar á ári eða oftar ef þurfa þykir, um stefnu og ákvarðanir stjórnvalda er varða náttúruvernd.
m. (14. gr.)
Náttúruverndarráð annast vörslu friðlýsingarsjóðs. Tilgangur sjóðsins er að fjármagna ein
Umhverfisráðherra skipar stjórn sjóðsins til tveggja ára að loknu náttúruverndarþingi. Í stjórn sjóðsins sitja formaður Náttúruverndarráðs sem jafnframt er formaður stjórnar, einn fulltrúi tilnefndur af Landvörslu ríkisins og einn fulltrúi tilnefndur af Náttúrufræðistofnun Ís
Að fengnum tillögum stjórnar setur ráðherra í reglugerð nánari fyrirmæli um starfsemi frið
n. (15. gr.)
Umhverfisráðuneytið skal ásamt Landgræðslu ríkisins vinna að gróðurvernd og hafa eftirlit með ástandi gróðurs. Getur ráðuneytið falið gróðurverndarnefndum slíkt eftirlit.
Umhverfisráðuneytið skal ásamt Skógrækt ríkisins vinna að verndun og eftirliti með nátt
Umhverfisráðherra getur í samráði við landbúnaðarráðherra ákveðið friðunar- og upp
2. gr.
Í stað III. kafla laganna, Greiðsla kostnaðar af framkvæmd laganna, 9.–10. gr. koma tvær nýjar greinar svohljóðandi:
a. (16. gr.)
Kostnaður af framkvæmd laganna skal greiddur úr ríkissjóði, eftir því sem fé er til þess veitt í fjárlögum.
b. (17. gr.)
Landvörslu ríkisins er heimilt að ákveða gjald fyrir veitta þjónustu Landvörslunnar á nátt
Umhverfisráðherra er [ . . . ] heimilt, að fenginni tillögu Landvörslunnar, að ákveða tíma
Um ráðstöfun tekna sem aflast skv. 1. og 2. mgr. gildir sú almenna regla að tekjunum skuli varið til eftirlits, lagfæringar eða uppbyggingar á sama svæði og þeirra er aflað. Umhverfis
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á IV. kafla laganna, Aðgangur almennings að náttúru landsins og umgengni:
a. Í stað orðsins „Náttúruverndarráði“ í 3. mgr. 12. gr. kemur: Umhverfisráðherra.
b. Í stað 2. mgr. 13. gr. kemur ný málsgrein sem hljóðar svo:
Umhverfisráðherra skal setja reglugerð um akstur utan vega, umferð hesta, umgengni í óbyggðum, merkingu bílslóða og vega og leyfilegan öxulþunga vélknúinna ökutækja sem fara um óbyggð svæði. Þar sem hætta er á náttúruspjöllum er akstur utan vega og merktra slóða óheimill.
c. Við síðasta málslið 1. mgr. og við 2. mgr. 17. gr. bætist: og Landvörslu ríkisins.
d. Í stað orðsins „Náttúruverndarráð“ í 2. málsl. 18. gr. kemur: Landvarsla ríkisins.
e. Í stað orðsins „Náttúruverndarráðs“ í upphafi 3. mgr. 19. gr. kemur: Umhverfisráðherra.
f. 21. gr. laganna fellur niður.
g. Greinartölur 11.–20. gr. laganna breytast og verða 18.–27. gr.
4. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á V. kafla laganna, Friðlýsing náttúruminja og stofnun úti
a. Í stað orðsins „Náttúruverndarráð“ í upphafi 1. mgr. 22. gr. kemur: Umhverfisráðherra.
b. Við 1. málsl. 1. mgr. 22. gr. bætist: að mati Náttúruverndarráðs, Landvörslu ríkisins eða Náttúrufræðistofnunar Íslands.
c. Í 3. mgr. 22. gr. falla brott orðin „nema eftir fyrirmælum Náttúruverndarráðs“.
d. 23. gr. laganna hljóðar svo:
Umhverfisráðherra getur að fenginni tillögu Náttúrufræðistofnunar Íslands friðlýst líf
Friðunin getur ýmist verið staðbundin eða tekið til landsins alls.
Um búsvæði fugla og dýra, sem friðuð eru samkvæmt lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, skal fara með sama hætti ef brýnt þykir að mati Náttúrufræðistofnunar Íslands til að viðhalda tegundinni.
e. Í stað orðanna „Náttúruverndarráð friðað í heild“ í 1. mgr. 24. gr. kemur: umhverfisráð
f. Í stað orðanna „Náttúruverndarráð getur“ í 3. mgr. 24. gr. kemur: Umhverfisráðherra getur að fenginni umsögn Landvörslu ríkisins.
g. 1. og 2. mgr. 25. gr. orðast svo:
Ef landsvæði er sérstætt um landslag, gróðurfar eða dýralíf eða á því hvílir sérstök helgi, þannig að ástæða sé til að varðveita það með náttúrufari sínu og leyfa almenningi aðgang að því eftir tilteknum reglum, getur umhverfisráðherra lýst það þjóðgarð. Þjóð
Þjóðgarðsverðir annast daglegan rekstur þjóðgarða, sbr. 8. gr. Umhverfisráðherra set
h. Við 25. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
Ráðherra er heimilt með reglugerð að stofna ráðgjafarnefnd með þátttöku sveitar
i. Í stað orðsins „Náttúruverndarráðs“ í 1. mgr. 26. gr. kemur: umhverfisráðuneytis.
j. Í stað orðanna „Náttúruverndarráð getur á tillöguna fallist“ í 2. mgr. 26. gr. koma orðin: umhverfisráðherra getur á tillöguna fallist að fenginni umsögn Náttúruverndarráðs og Landvörslu ríkisins.
k. Í stað orðsins „Náttúruverndarráð“ í 3. og 4. mgr. 26. gr. kemur: Landvarsla ríkisins.
l. 6. mgr. 26. gr. orðast svo:
Ef þau óska slíks og umhverfisráðuneyti samþykkir skal ráðuneytið birta ákvörðun um stofnun fólkvangs í B-deild Stjórnartíðinda.
m. Í stað orðsins „Náttúruverndarráð“ í 8. mgr. 26. gr. kemur: Landvörslu ríkisins.
n. Í 9. mgr. 26. gr. falla niður orðin „Náttúruverndarráð úr, en skjóta má úrskurði þess til fullnaðarákvörðunar ráðherra“. Í þeirra stað kemur: umhverfisráðherra úr um málið.
o. Í 1. mgr. 27. gr. fellur orðið „Náttúruverndarráð“ niður en í þess stað kemur: Landvarsla ríkisins.
p. Greinartölur 22.–27. gr. laganna breytast og verða 28.–33. gr.
q. Við kaflann bætist ný grein sem verður 34. gr. og hljóðar svo:
Staðir og svæði sem búið er að friðlýsa samkvæmt ákvæðum þessara laga eða eru á náttúruminjaskrá nefnast náttúruverndarsvæði. Til náttúruverndarsvæða teljast einnig af
Gera skal verndaráætlun fyrir hvert náttúruverndarsvæði þar sem fram kemur hvernig ná skuli markmiðum sem sett eru með vernd svæðisins.
5. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á VI. kafla laganna, Framkvæmd friðlýsingar:
a. Við kaflann bætist ný grein sem verður 35. gr. og hljóðar svo:
Umhverfisráðuneytið skal gefa náttúruminjaskrá út þriðja hvert ár og auglýsa hana í Stjórnartíðindum. Á náttúruminjaskrá skulu vera upplýsingar um öll náttúruverndarsvæði landsins og um náttúrumyndanir, lífverur og vistkerfi sem friðlýst hafa verið samkvæmt lögum þessum.
Á náttúruminjaskrá skal að auki telja upp náttúrumyndanir, sem æskilegt er að frið
Á skránni skulu vera ítarlegar upplýsingar um hvert svæði og rökstuðningur fyrir verndun þeirra eða friðun, m.a. skal færa í skrána þær upplýsingar um minjar og lönd sem nauðsynlegar eru vegna varðveislu eða friðlýsingar, svo sem um beinan og óbeinan eignarrétt, mörk svæðis, náttúruverndargildi, aðsteðjandi hættur og æskilegar aðgerðir til verndar.
Á náttúruminjaskrá skal einnig vera listi yfir örverur, jurtir, dýr og vistkerfi, sem æski
Landvarsla ríkisins og Náttúrufræðistofnun Íslands skulu með aðstoð náttúruverndar
Leita skal eftir áliti Náttúruverndarráðs á öllum tillögum [ . . . ] áður en á þær er fallist.
Heimilt er með reglugerð að setja leiðbeiningar um skráningu náttúruminja.
b. 1. mgr. 28. gr. fellur niður.
c. 2. mgr. 28. gr. hljóðar svo:
Ef umhverfisráðherra telur ástæðu til friðlýsingar eða annarra náttúruverndaraðgerða samkvæmt lögum þessum, skal fela Landvörslu ríkisins að freista þess að komast að sam
d. 29. gr. fellur brott.
e. 1. mgr. 30. gr. orðast svo:
Ákveði umhverfisráðherra friðlýsingu og liggi ekki þegar fyrir samþykki eigenda, annarra rétthafa eða sveitarfélags þess sem hlut eiga að máli, skal Landvarsla ríkisins semja tillögu um friðlýsinguna.
f. Í stað orðsins „Náttúruverndarráðs“ í 2. mgr. 30. gr. kemur: Landvörslu ríkisins.
g. Í stað orðanna „Náttúruverndarráð reynt samninga“ í 31. gr. kemur: ráðherra falið Landvörslu ríkisins að semja.
h. 32. gr. orðast svo:
Áður en ráðherra tekur ákvörðun um friðlýsingu skal leita eftir áliti Náttúruverndar
i. Í 1. mgr. 33. gr. fellur niður: skv. 32. gr.
j. Í stað orðsins „Náttúruverndarráðs“ í 2. mgr. 33. gr. kemur: Landvörslu ríkisins.
k. Greinartölur 28.–33. gr. laganna breytast og verða 35.– 40. gr.
6. gr.
Eftirfarandi breyting verður á VII. kafla laganna, Ýmis ákvæði:
a. Á undan 1. mgr. 37. gr. kemur ný málsgrein:
Fái starfsfólk Landvörslu ríkisins, eða annarra aðila sem falin hefur verið umsjón svæða með samningi, vitneskju í starfi sínu um að brot hafi verið framið gegn lögum þessum eða reglum, settum samkvæmt þeim, ber þeim að tilkynna það lögreglu svo skjótt sem auðið er. Yfirmaður svæðisins skal gera eða láta gera skýrslu um atvikið og afhenda hana lögreglu. Ráðherra setur í reglugerð frekari ákvæði um framkvæmd skýrslugerðar.
b. Greinartölur 34.–38. gr. laganna breytast og verða 41.–45. gr.
7. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
Þegar lög þessi hafa öðlast gildi skal fella þau að lögum nr. 47/1971 og samræma greinar
Ákvæði til bráðabirgða.
Þrátt fyrir ákvæði 7. gr. situr núverandi Náttúruverndarráð uns náttúruverndarþing hefur verið haldið. [ . . . ]
Fylgiskjal II.
Lög um náttúruvernd með breytingum samkvæmt frumvarpinu og
breytingartillögum meiri hluta umhverfisnefndar.
(Breytingar eru skáletraðar.)
Hlutverk náttúruverndar.
1. gr. Tilgangur þessara laga er að stuðla að samskiptum manns og náttúru, þannig að ekki spillist að óþörfu líf eða land, né mengist sjór, vatn eða andrúmsloft.
Lögin eiga að tryggja eftir föngum þróun íslenskrar náttúru eftir eigin lögmálum, en verndun þess, sem þar er sérstætt eða sögu
Lögin eiga að auðvelda þjóðinni umgengni við náttúru landsins og auka kynni af henni.
Stjórn náttúruverndarmála.
2. gr. Umhverfisráðuneytið fer með yfirstjórn náttúruverndarmála. Við mótun stefnu í nátt
3. gr. Landvarsla ríkisins er ríkisstofnun undir yfirstjórn umhverfisráðuneytisins.
4. gr. Umhverfisráðherra skipar Landvörslu ríkisins þriggja manna stjórn, þar af formann sérstaklega, og jafnmarga til vara og ákveður stjórnarlaun. Skipunartími skal fylgja skipun
Stjórnin hefur á hendi yfirstjórn Land
Ráðherra skipar framkvæmdastjóra Land
Ráðherra setur í reglugerð nánari fyrir
5. gr. Landvarsla ríkisins hefur umsjón með þjóðgörðum og öðrum friðlýstum svæðum, svo og öðrum náttúruverndarsvæðum í samræmi við lög. Umhverfisráðherra getur falið Land
Landvarsla ríkisins skal gæta þess að um
Landvarsla ríkisins skal árlega gefa um
Landvarsla ríkisins skal sjá til þess í sam
Landvarsla ríkisins skal hafa samstarf við Náttúruverndarráð og samtök áhugamanna um náttúruvernd, m.a. með því að stuðla að hér
6. gr. Landvarsla ríkisins skal hafa forgöngu um fræðslu á svæðum í umsjón hennar, m.a. með útgáfu á fræðsluefni um náttúrufar.
Landvörslu ríkisins er heimilt að setja á stofn og reka gestastofur í þjóðgörðum og á öðrum náttúruverndarsvæðum eftir því sem ákveðið er í fjárlögum hverju sinni. Í gesta
Landvarsla ríkisins skal einnig leitast við að efla áhuga á náttúruvernd með útgáfu á fræðsluefni fyrir fjölmiðla og almenning í samráði við umhverfisráðuneyti. Stofnunin skal hafa samvinnu við sveitarstjórnir, yfirvöld ferðamála og skóla um kynningu á friðlýstum svæðum og náttúruminjum, m.a. þar sem ástæða þykir til að hvetja til heimsókna ferða
7. gr. Landvarsla ríkisins skal fylgjast með því að náttúru landsins sé ekki spillt með athöfn
Telji Landvarslan nauðsynlegt að halda uppi sérstöku eftirliti með framkvæmd ber þeim sem framkvæmdina annast að endur
Ef ágreiningur rís á milli Landvörslunnar og framkvæmanda um þau efni sem um ræðir í 2. mgr. sker ráðherra úr.
8. gr. Í hverjum þjóðgarði starfar þjóðgarðs
Á vegum Landvörslunnar starfa landverðir sem sjá m.a. um eftirlit og fræðslu á svæðum í umsjón stofnunarinnar. Ráðherra getur sett í reglugerð fyrirmæli um menntun og starfs
9. gr. Að fengnu áliti Landvörslu ríkisins get
Eftirlit með framkvæmd slíkra samninga er á hendi Landvörslu ríkisins.
10. gr. Á vegum hvers sveitarfélags eða hér
Náttúruverndarnefndir hafa það hlutverk að stuðla að náttúruvernd, hver á sínu svæði, m.a. með ábendingum og tillögugerð til sveit
11. gr. Náttúruverndarþing kemur saman ann
Hlutverk náttúruverndarþings er að fjalla um náttúruverndarmál og kjósa fulltrúa í Nátt
Náttúruverndarráð skal semja reglur fyrir hvert náttúruverndarþing, þar sem kveðið er á um hverjir eiga rétt til setu á þinginu og kjör
Verði deilur um seturétt, kjörgengi og kosningarrétt á þinginu skal vísa slíkum mál
Seta á náttúruverndarþingi er ólaunuð, en hlutaðeigandi aðilar greiða kostnað fulltrúa. Annar nauðsynlegur kostnaður af þinghaldinu greiðist úr ríkissjóði samkvæmt úrskurði um
12. gr. Náttúruverndarráð skal skipað sjö mönnum, kosnum á náttúruverndarþingi. Kjósa skal formann og varaformann sérstaklega. Varamenn skulu valdir á sama hátt.
Náttúruverndarráð hefur skrifstofu og ræð
Ríkissjóður greiðir laun framkvæmdastjóra og veitir enn fremur framlag til reksturs skrif
Fyrir lok marsmánaðar ár hvert semur Náttúruverndarráð og sendir umhverfisráðu
13. gr. Hlutverk Náttúruverndarráðs er að stuðla að almennri náttúruvernd í landinu og vera stjórnvöldum til ráðgjafar. Náttúruvernd
Leita skal eftir áliti Náttúruverndarráðs á öllum stjórnarfrumvörpum á sviði náttúru
Náttúruverndarráð skal fjalla ítarlega um náttúruminjaskrá áður en hún er gefin út hverju sinni og getur gert tillögur um friðlýs
Náttúruverndarráð og umhverfisráðherra hafa fund með sér tvisvar á ári eða oftar ef þurfa þykir, um stefnu og ákvarðanir stjórn
14. gr. Náttúruverndarráð annast vörslu frið
Umhverfisráðherra skipar stjórn sjóðsins til tveggja ára að loknu náttúruverndarþingi. Í stjórn sjóðsins sitja formaður Náttúruvernd
Að fengnum tillögum stjórnar setur ráð
15. gr. Umhverfisráðuneytið skal ásamt Land
Umhverfisráðuneytið skal ásamt Skógrækt ríkisins vinna að verndun og eftirliti með nátt
Umhverfisráðherra getur í samráði við landbúnaðarráðherra ákveðið friðunar- og uppgræðsluaðgerðir á sviði gróður- og skóg
Greiðsla kostnaðar af framkvæmd laganna.
16. gr. Kostnaður af framkvæmd laganna skal greiddur úr ríkissjóði, eftir því sem fé er til þess veitt í fjárlögum.
17. gr. Landvörslu ríkisins er heimilt að ákveða gjald fyrir veitta þjónustu Landvörsl
Umhverfisráðherra er heimilt, að fenginni tillögu Landvörslunnar, að ákveða tímabundið gjald fyrir aðgang að náttúruverndarsvæðum. Heimild þessi nær þó aðeins til svæða þar sem spjöll hafa orðið af völdum ferðamanna eða hætta er á slíkum spjöllum.
Um ráðstöfun tekna sem aflast skv. 1. og 2. mgr. gildir sú almenna regla að tekjunum skuli varið til eftirlits, lagfæringar eða upp
Aðgangur almennings að náttúru landsins og umgengni.
18. gr. Almenningi er heimil för um landsvæði utan landareigna lögbýla, svo og dvöl á þess
Gangandi fólki er því aðeins heimil för um eignarlönd manna, að þau séu óræktuð og ógirt og að dvöl manna þar hafi ekki í för með sér ónæði fyrir búpening né óhagræði fyrir rétthafa að landinu. Sé land girt þarf leyfi landeigenda til að ferðast um það eða dveljast á því. Sama gildir um ræktuð landsvæði.
19. gr. Almenningi er heimilt að lesa ber, sem vaxa villt á óræktuðu landi, til neyslu á vett
Öllum er heimil berjatínsla á landsvæðum utan landareigna lögbýla.
Umhverfisráðherra er heimilt að leggja bann við notkun tækja eða verkfæra við berja
20. gr. Öllum er skylt að sýna varúð, svo að náttúru landsins sé ekki spillt að þarflausu. Spjöll á náttúru landsins, sem framin eru með ólögmætum hætti af ásetningi eða gáleysi, varða refsingu.
Umhverfisráðherra skal setja reglugerð um akstur utan vega, umferð hesta, umgengni í óbyggðum, merkingu bílslóða og vega og leyfilegan öxulþunga vélknúinna ökutækja sem fara um óbyggð svæði. Þar sem hætta er á náttúruspjöllum er akstur utan vega og merktra slóða óheimill.
Á víðavangi er bannað að fleygja frá sér eða skilja eftir rusl, sem er til hættu eða óprýði, svo og að bera rusl eða sorp í sjó, í fjörur eða á sjávarbakka, í ár eða á árbakka, í læki eða á lækjarbakka. Skylt skal að ganga frá áningarstað og tjaldstæði, er menn hafa tekið sér úti í náttúrunni, þannig að ekkert sé þar eftir skilið, sem lýti umhverfið.
Bannað er að safna rusli í hauga á al
21. gr. Ekki skal að óþörfu eyða eða spilla gróðri með mosa-, lyng- eða hrísrifi eða á annan hátt eða saurga vatnsból eða spilla vatni, hvort heldur er rennandi vatn í ám og lækjum eða í stöðuvötnum og brunnum. Nán
22. gr. Hafi byggingar, skip í fjöru, bifreiðar eða áhöld eða mannvirki, þ. á m. girðingar, verið skilin eftir í hirðuleysi og grotni þar nið
Fari jörð í eyði, er landeiganda skylt að ganga svo frá jarðarhúsum, girðingum, brunn
Sveitarstjórn skal annast framkvæmdir þær, sem nauðsynlegar eru samkvæmt fyrirmælum þessum, á kostnað þess er skylt var að annast þær, en hefur látið það ógert.
23. gr. Við samkomustaði úti í náttúrunni, skemmtisvæði, garðlönd almennings og aðra þvílíka staði, sem almenningi er ætlað að safn
24. gr. Malarnám, sandnám, grjótnám, gjall
Í almenningum er bannað allt nám jarð
Um jarðefni til vega fer eftir vegalögum.
25. gr. Hafi jarðrask orðið við mannvirkja
26. gr. Óheimilt er að setja upp auglýsingar meðfram vegum eða annars staðar utan þétt
Hvers konar áletranir á náttúrumyndanir eru óheimilar. Spjöld með leiðbeiningum fyrir vegfarendur, svo sem um leiðir, nöfn bæja, án
Umhverfisráðherra setur reglur um auglýs
27. gr. Eigi má setja byggingar, girðingar né önnur mannvirki á sjávarströnd né á vatns
Friðlýsing náttúruminja og stofnun útivist
28. gr. Umhverfisráðherra getur friðlýst sér
Friðlýsa skal svæði í kringum náttúruvætti, svo sem nauðsynlegt er, til þess að þau fái notið sín, og skal þess greinilega getið í frið
Friðlýstum náttúruvættum má enginn granda, spilla né breyta.
29. gr. Umhverfisráðherra getur að fenginni tillögu Náttúrufræðistofnunar Íslands friðlýst lífverur sem miklu skiptir frá náttúrufræðilegu eða öðru menningarlegu sjónarmiði að sé ekki raskað, fækkað eða útrýmt. Jafnframt skal friðlýsa búsvæði tegundar, eða hluta þess, ef nauðsynlegt þykir til að ná fram markmiði friðlýsingarinnar.
Friðunin getur ýmist verið staðbundin eða tekið til landsins alls.
Um búsvæði fugla og dýra, sem friðuð eru samkvæmt lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, skal fara með sama hætti ef brýnt þykir að mati Náttúrufræðistofnunar Íslands til að viðhalda tegundinni.
30. gr. Landsvæði, sem mikilvægt er að varð
Friðlöndum má enginn, hvorki landeigend
Umhverfisráðherra getur að fenginni um
31. gr. Ef landsvæði er sérstætt um landslag, gróðurfar eða dýralíf eða á því hvílir sérstök helgi, þannig að ástæða sé til að varðveita það með náttúrufari sínu og leyfa almenningi aðgang að því eftir tilteknum reglum, getur umhverfisráðherra lýst það þjóðgarð. Þjóð
Þjóðgarðsverðir annast daglegan rekstur þjóðgarða, sbr. 8. gr. Umhverfisráðherra setur reglur um meðferð og rekstur þjóðgarða og umgang almennings að fenginni tillögu Land
Í þjóðgörðum skal koma upp nauðsynlegri hreinlætisaðstöðu, tjaldstæðum, gangstígum og öðru því, sem auðveldar almenningi afnot af svæðinu og kemur í veg fyrir spjöll. Í hverjum þjóðgarði skal og veita almenningi leiðbein
Ráðherra er heimilt með reglugerð að stofna ráðgjafarnefnd með þátttöku sveitar
32. gr. Nú óskar eitt sveitarfélag eða fleiri, að tiltekið svæði verði lýst fólkvangur, og skal það (þau) þá bera fram ósk til umhverfisráðu
Ef umhverfisráðherra getur á tillöguna fallist að fenginni umsögn Náttúruverndarráðs og Landvörslu ríkisins skal það tilkynnt í Lög
Þegar frestur samkvæmt 2. mgr. er liðinn, skal Landvarsla ríkisins ákveða, hvort athuga
Ef Landvarsla ríkisins og fulltrúar sveitar
Þegar endanlegt mat liggur fyrir, skal kannað, hvort hlutaðeigandi sveitarfélög óska eftir, að formleg ákvörðun verði tekin um stofnun fólkvangs.
Ef þau óska slíks og umhverfisráðuneyti samþykkir skal ráðuneytið birta ákvörðun um stofnun fólkvangs í B-deild Stjórnartíðinda.
Sveitarfélög, sem hlut eiga að máli, bera allan kostnað, sem beinlínis leiðir af stofnun og rekstri fólkvangs, að því leyti sem ekki koma til framlög úr ríkissjóði, og skal þeim kostnaði skipt í hlutfalli við íbúatölu sveitarfé
Sveitarfélög, sem standa að rekstri fólk
Nú rís ágreiningur um skilning á grein þessari eða upp koma sérstök vafaatriði, sem snerta rekstur fólkvangs, og sker þá umhverfis
33. gr. Til stuðnings við útivist almennings getur Landvarsla ríkisins eða náttúruverndar
Framkvæmdir samkvæmt þessari grein skulu einungis gerðar með samþykki landeig
34. gr. Staðir og svæði sem búið er að frið
Gera skal verndaráætlun fyrir hvert nátt
Framkvæmd friðlýsingar.
35. gr. Umhverfisráðuneytið skal gefa náttúru
Á náttúruminjaskrá skal að auki telja upp náttúrumyndanir, sem æskilegt er að friðlýsa, svo og lönd þau sem ástæða kann að verða að lýsa friðlönd, leggja til þjóðgarða eða fólk
Á skránni skulu vera ítarlegar upplýsingar um hvert svæði og rökstuðningur fyrir verndun þeirra eða friðun, m.a. skal færa í skrána þær upplýsingar um minjar og lönd sem nauðsyn
Á náttúruminjaskrá skal einnig vera listi yfir örverur, jurtir, dýr og vistkerfi, sem æski
Landvarsla ríkisins og Náttúrufræðistofnun Íslands skulu með aðstoð náttúruverndar
Leita skal eftir áliti Náttúruverndarráðs á öllum tillögum áður en á þær er fallist.
Heimilt er með reglugerð að setja leiðbein
36. gr. Ef umhverfisráðherra telur ástæðu til friðlýsingar eða annarra náttúruverndarað
37. gr. Ákveði umhverfisráðherra friðlýsingu og liggi ekki þegar fyrir samþykki eigenda, annarra rétthafa eða sveitarfélags þess sem hlut eiga að máli, skal Landvarsla ríkisins semja tillögu um friðlýsinguna.
Tillagan skal send landeigendum, ábúend
38. gr. Berist mótmæli gegn friðlýsingu eða bótakröfur vegna hennar, getur ráðherra falið Landvörslu ríkisins að semja á ný um bóta
39. gr. Áður en ráðherra tekur ákvörðun um friðlýsingu skal leita eftir áliti Náttúruvernd
40. gr. Þegar tekin hefur verið fullnaðar
Þau skulu og fest upp á staðnum, eftir því sem við verður komið og nauðsynlegt er að mati Landvörslu ríkisins.
Ýmis ákvæði.
41. gr. Um sölu jarðar, sem öll eða að hluta hefur verið sett á náttúruminjaskrá samkvæmt 36. gr., fer eftir ákvæðum laga nr. 40 5. apríl 1948,. en þó þannig, að ríkissjóður skal hafa forkaupsrétt að þeim aðilum frágengnum, sem hann er veittur með þeim lögum.
. Nú l. 65/1976, sbr. 71. gr.
42. gr. Umhverfisráðuneytinu er heimilt að taka eignarnámi lönd, mannvirki og réttindi til þess að framkvæma friðlýsingu, er í lögum þessum greinir.
43. gr. Hver sá, er fyrir fjártjóni verður vegna framkvæmdar á framangreindum ákvæðum, á rétt til skaðabóta úr ríkissjóði. Ef samkomulag næst ekki um bætur, skulu þær ákveðnar eftir reglum laga um eignarnám, nr. 61/1917.
44. gr. Fái starfsfólk Landvörslu ríkisins, eða annarra aðila sem falin hefur verið umsjón svæða með samningi, vitneskju í starfi sínu um að brot hafi verið framið gegn lögum þessum eða reglum, settum samkvæmt þeim, ber þeim að tilkynna það lögreglu svo skjótt sem auðið er. Yfirmaður svæðisins skal gera eða láta gera skýrslu um atvikið og afhenda hana lög
Brot gegn lögum þessum og reglum, er settar eru samkvæmt þeim, varða sektum eða varðhaldi.
Sektir renna í ríkissjóð.
Beita má dagsektum, er renna í ríkissjóð, allt að 10.000 krónum, til að knýja menn til framkvæmda á ráðstöfunum, sem þeim er skylt að hlutast til um samkvæmt lögunum, eða til þess að láta af atferli, sem er ólögmætt.
Umhverfisráðuneytið skal setja reglugerð um nánari framkvæmd laga þessara.
45. gr. Lög nr. 59 1928, um friðun Þingvalla, halda gildi sínu þrátt fyrir gildistöku laga þessara.
Ákvæði til bráðabirgða. Þrátt fyrir ákvæði 7. gr. [frumvarpsins] situr núverandi Náttúru