Ferill 123. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 123 . mál.


641. Breytingartillögurvið frv. til l. um breyt. á l. um náttúruvernd, nr. 47/1971, ásamt síðari breytingum.

Frá meiri hluta umhverfisnefndar (ÁRÁ, ÁMM, LMR, PBald, TIO).     1 .     Við 1. gr.
                   a .     C-liður (4. gr.) orðist svo:
                            Landvarsla ríkisins hefur umsjón með þjóðgörðum og öðrum friðlýstum svæðum, svo og öðrum náttúruverndarsvæðum í samræmi við lög. Umhverfisráðherra getur falið Landvörslu ríkisins umsjón með öðrum svæðum sem sérstök þykja sakir landslags, gróðurfars eða dýralífs.
                             Landvarsla ríkisins skal gæta þess að umferð ferðamanna á svæðum í umsjón hennar valdi ekki raski né spjöllum á náttúru og getur m.a. takmarkað umferð eða lokað svæðum í því skyni.
                            Landvarsla ríkisins skal árlega gefa umhverfisráðherra skýrslu um ástand svæða í umsjón hennar og aðstöðu þar til að taka á móti ferðamönnum. Í skýrslunni skal jafn framt setja fram tillögur til úrbóta þar sem þörf er á og álit stofnunarinnar á stöðu ferða mála frá sjónarmiði náttúruverndar.
                            Landvarsla ríkisins skal sjá til þess í samráði við embætti skipulagsstjóra ríkisins og sveitarstjórnir að gerðar verði skipulagsáætlanir fyrir þjóðgarða, friðlýst svæði og önnur náttúruverndarsvæði í umsjón hennar.
                            Landvarsla ríkisins skal hafa samstarf við Náttúruverndarráð og samtök áhuga manna um náttúruvernd, m.a. með því að stuðla að héraðsfundum um náttúruvernd í samráði við náttúruverndarnefndir.
                   b .     Á eftir c-lið (4. gr.) komi ný grein, svohljóðandi:
                            Landvarsla ríkisins skal hafa forgöngu um fræðslu á svæðum í umsjón hennar, m.a. með útgáfu á fræðsluefni um náttúrufar.
                            Landvörslu ríkisins er heimilt að setja á stofn og reka gestastofur í þjóðgörðum og á öðrum náttúruverndarsvæðum eftir því sem ákveðið er í fjárlögum hverju sinni. Í gestastofu skal veita fræðslu um náttúru staðarins, jarðmyndanir og lífríki, fornleifar og aðrar þjóðminjar, reglur sem gilda um svæðið, náttúruvernd og sögu byggðar og landnýtingar. Heimilt er að taka gjald fyrir fræðsluefni og veitta þjónustu í gestastofu.
                            Landvarsla ríkisins skal einnig leitast við að efla áhuga á náttúruvernd með útgáfu á fræðsluefni fyrir fjölmiðla og almenning í samráði við umhverfisráðuneyti. Stofnunin skal hafa samvinnu við sveitarstjórnir, yfirvöld ferðamála og skóla um kynningu á frið lýstum svæðum og náttúruminjum, m.a. þar sem ástæða þykir til að hvetja til heim sókna ferðamanna.
                   c .     E-liður (6. gr.) flytjist og verði c-liður (4. gr.). Liðurinn orðist svo:
                            Umhverfisráðherra skipar Landvörslu ríkisins þriggja manna stjórn, þar af formann sérstaklega, og jafnmarga til vara og ákveður stjórnarlaun. Skipunartími skal fylgja skipunartíma ráðherra.
                            Stjórnin hefur á hendi yfirstjórn Landvörslu ríkisins. Hún fjallar um starfs-og fjárhagsáætlanir stofnunarinnar og fylgist með fjárhag hennar og ráðstöfun fjár. Stjórnin gætir samráðs við Náttúruverndarráð, Ferðamálaráð, sveitarstjórn ir, bændur og aðra landnotendur, samtök áhugamanna um náttúruvernd og aðra eins og við á hverju sinni.
                            Ráðherra skipar framkvæmdastjóra Landvörslu ríkisins til fimm ára í senn að fengnum tillögum stjórnar. Framkvæmdastjóri fer með daglega stjórn stofnunar innar og hefur umsjón með rekstri hennar.
                            Ráðherra setur í reglugerð nánari fyrirmæli um hlutverk og starfsskyldur fram kvæmdastjóra og stjórnar.
                   d.     Fyrri málsgrein f-liðar (7. gr.) orðist svo:
                            Í hverjum þjóðgarði starfar þjóðgarðsvörður sem stjórn Landvörslunnar skip ar til fimm ára í senn. Þjóðgarðsverðir annast daglegan rekstur þjóðgarða. Þeir ráða landverði og annað starfsfólk þjóðgarðanna. Landvarslan getur falið þjóð garðsvörðum eftirlits- og stjórnunarhlutverk á öðrum svæðum í umsjón stofnun arinnar í viðkomandi landshluta.
                   e.     Í stað orðanna „og fræðslu og ráðstöfun tekna af gjaldtöku, ef hún er leyfð, og ákveðin skv. 17. gr. laganna“ í síðari málslið fyrri málsgreinar g-liðar (8. gr.) komi: og fræðslu og þjónustugjöld. Um ráðstöfun þjónustugjalda fer skv. 3. mgr. 17. gr.
                   f.     H-liður (9. gr.) orðist svo:
                            Á vegum hvers sveitarfélags eða héraðsnefndar skal starfa þriggja til sjö manna náttúruverndarnefnd. Sveitarstjórnir og héraðsnefndir ákveða fjölda nefnd armanna og kjósa þá til fjögurra ára í senn og ákveða formann. Varamenn skulu kosnir jafnmargir til sama tíma.
                            Náttúruverndarnefndir hafa það hlutverk að stuðla að náttúruvernd, hver á sínu svæði, m.a. með ábendingum og tillögugerð til sveitarstjórna, umhverfisráðu neytis, Landvörslu ríkisins og Náttúruverndarráðs.
                   g.     2. mgr. i-liðar (10. gr.) orðist svo:
                            Hlutverk náttúruverndarþings er að fjalla um náttúruvernd armál og kjósa full trúa í Náttúruverndarráð. Náttúruverndarþing er vettvangur þeirra sem fjalla um náttúruverndarmál. Þar skulu eiga sæti, auk Náttúruverndarráðs, fulltrúar nátt úruverndarnefnda, fulltrúar frjálsra félagasamtaka og stofnana sem vinna að nátt úruvernd og aðrir sem ráðið telur rétt að eigi seturétt hverju sinni. Jafnframt skulu fulltrúar ráðuneyta og þingflokka á Alþingi og þjóðgarðsverðir eiga rétt til setu á náttúruverndarþingi sem áheyrnarfulltrúar með tillögurétt.
                   h.      Við i-lið (10. gr.) bætist ný málsgrein er orðist svo:
                            Seta á náttúruverndarþingi er ólaunuð, en hlutaðeigandi aðilar greiða kostn að fulltrúa. Annar nauðsynlegur kostnaður af þinghaldinu greiðist úr ríkissjóði samkvæmt úrskurði umhverfisráðherra.
                   i.     1. mgr. j-liðar (11. gr.) orðist svo:
                            Náttúruverndarráð skal skipað sjö mönnum, kosnum á náttúruverndarþingi. Kjósa skal formann og varaformann sérstaklega. Varamenn skulu valdir á sama hátt.
                   j.     Við 2. mgr. j-liðar (11. gr.) bætist: og aðra starfsmenn eftir því sem þurfa þyk ir.
                   k.     Á eftir orðinu „veitir“ í fyrri málslið 3. mgr. j-liðar (11. gr.) komi: enn fremur.
                   l.     Í stað fyrri málsliðar 2. mgr. l-liðar (13. gr.) komi tveir nýir málsliðir er orðist svo: Umhverfisráðherra skipar stjórn sjóðsins til tveggja ára að loknu náttúru verndarþingi. Í stjórn sjóðsins sitja formaður Náttúruverndarráðs sem jafnframt er formaður stjórnar, einn fulltrúi tilnefndur af Landvörslu ríkisins og einn full trúi tilnefndur af Náttúrufræðistofnun Íslands.
     2.     Við 2. gr.
                   a.     1. mgr. b-liðar (16. gr.) orðist svo:
                            Landvörslu ríkisins er heimilt að ákveða gjald fyrir veitta þjónustu Land vörslunnar á náttúruverndarsvæðum.
                   b.     Orðið „einnig“ í fyrri málslið 2. mgr. b-liðar (16. gr.) falli brott.
                   c.     Í stað orðanna „í friðlöndum og þjóðgörðum“ í niðurlagi 3. mgr. b-liðar (16. gr.) komi: og til að dreifa álagi á viðkvæmum svæðum.
     3.     Við 3. gr. B-liður orðist svo: Í stað 2. mgr. 13. gr. kemur ný málsgrein sem hljóð ar svo:
                  Umhverfisráðherra skal setja reglugerð um akstur utan vega, umferð hesta, um gengni í óbyggðum, merkingu bílslóða og vega og leyfilegan öxulþunga vélknúinna ökutækja sem fara um óbyggð svæði. Þar sem hætta er á náttúruspjöllum er akstur utan vega og merktra slóða óheimill.
     4.     Við 4. gr.
                   a.     Í stað „1. mgr.“ í b-lið komi: 1. málsl. 1. mgr.
                   b.     Í stað orðanna „4. mgr.“ í c-lið komi: 3. mgr.
                   c.     1. mgr. d-liðar orðist svo:
                            Umhverfisráðherra getur að fenginni tillögu Náttúrufræðistofnunar Íslands friðlýst lífverur sem miklu skiptir frá náttúrufræðilegu eða öðru menningarlegu sjónarmiði að sé ekki raskað, fækkað eða útrýmt. Jafnframt skal friðlýsa búsvæði tegundar, eða hluta þess, ef nauðsynlegt þykir til að ná fram markmiði friðlýs ingarinnar.
                   d.     Í stað orðsins „lífsvæði“ í 3. mgr. d-liðar komi: búsvæði.
                   e.     F-liður orðist svo: Í stað orðanna „Náttúruverndarráð getur“ í 3. mgr. 24. gr. kem ur: Umhverfisráðherra getur að fenginni umsögn Landvörslu ríkisins.
                   f.     Fyrri málsl. 2. mgr. g-liðar orðist svo: Þjóðgarðsverðir annast daglegan rekstur þjóðgarða, sbr. 8. gr.
                   g.     Á eftir g-lið komi nýr liður, svohljóðandi: Við 25. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                            Ráðherra er heimilt með reglugerð að stofna ráðgjafarnefnd með þátttöku sveitarstjórna til þess að fjalla um rekstur og skipulag þjóðgarða.
                   h.     K-liður orðist svo: 6. mgr. 26. gr. orðast svo:
                            Ef þau óska slíks og umhverfisráðuneyti samþykkir skal ráðuneytið birta ákvörðun um stofnun fólkvangs í B-deild Stjórnartíðinda.
                   i.     Í stað orðsins „vörsluáætlun“ í síðari málsgrein p-liðar komi: verndaráætlun.
     5.     Við 5. gr.
                   a.     Í stað orðsins „Í“ í upphafi 2., 3. og 4. mgr. a-liðar komi: Á.
                   b.     Orðið „annarra“ í 6. mgr. a-liðar falli brott.
                   c.     7. mgr. a-liðar orðist svo:
                            Heimilt er með reglugerð að setja leiðbeiningar um skráningu náttúruminja.
                   d.     Í stað orðsins „Náttúruverndarráð“ í e-lið komi: umhverfisráðherra.
                   e.     G-liður orðist svo: Í stað orðanna „Náttúruverndarráð reynt samninga“ í 31. gr. kemur: ráðherra falið Landvörslu ríkisins að semja.
                   f.     Í stað orðanna „friðun og friðunarákvæði“ í h-lið komi: friðlýsingu.
     6.     Við ákvæði til bráðabirgða. Síðari málsliður falli brott.