Ferill 411. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 411 . mál.


659. Frumvarp til lagaum greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota.

(Lagt fyrir Alþingi á 118. löggjafarþingi 1994–95.)I. KAFLI


Gildissvið.


1. gr.


    Ríkissjóður greiðir bætur vegna tjóns sem leiðir af broti á almennum hegningarlögum í samræmi við ákvæði laga þessara, enda hafi brotið verið framið innan íslenska ríkisins. Í sérstökum tilvikum er heimilt að greiða bætur fyrir tjón sem leiðir af broti sem framið var utan íslenska ríkisins, enda sé tjónþoli búsettur á Íslandi eða íslenskur ríkisborgari.
    Lög þessi gilda einnig um líkamstjón sem leiðir af aðstoð við lögreglu við handtöku, borgaralega handtöku eða að afstýra refsiverðri háttsemi.

II. KAFLI


Bótaskyld tjón.


2. gr.


    Ríkissjóður greiðir bætur vegna líkamstjóns. Sama gildir um tjón á fatnaði og öðrum per sónulegum munum, þar á meðal lágum fjárhæðum í reiðufé, sem tjónþoli bar á sér þegar lík amstjóninu var valdið.
    Andist tjónþoli vegna afleiðinga brots skulu greiddar bætur vegna hæfilegs útfararkostn aðar og bætur vegna missis framfæranda.

3. gr.


    Ríkissjóður greiðir bætur vegna miska. Þó á tjónþoli ekki rétt á miskabótum varði brot einungis við ákvæði í XXV. kafla almennra hegningarlaga.

4. gr.


    Ríkissjóður greiðir bætur vegna tjóns á munum er einstaklingur veldur með athöfnum sínum ef hann:
     1 .     er að afplána refsivist í fangelsi,
     2 .     er handtekinn í þeim tilgangi að hann sæti gæsluvarðhaldsvist eða er í gæsluvarðhaldi,
     3 .     er vistaður á sjúkrahúsi gegn vilja sínum skv. 13. gr. lögræðislaga eða
     4 .     er vistaður á ríkisstofnun gegn vilja sínum skv. 22. gr. laga um vernd barna og ungmenna.
    Bætur skulu greiddar fyrir tjón sem valdið er á umráðasvæði stofnunar eða meðan á dvöl utan hennar stendur að fengnu leyfi eða í tengslum við strok.
    Í sérstökum tilvikum er heimilt að greiða bætur fyrir tjón á munum sem maður veldur hafi hann strokið frá sambærilegri stofnun og greinir í 1. mgr. í Danmörku, Finnlandi, Nor egi eða Svíþjóð.

5. gr.


    Bætur samkvæmt lögum þessum skulu ekki greiddar:
     1 .     til stjórnvalda eða opinberra stofnana,
     2 .     þegar bæði tjónvaldur og tjónþoli voru, þegar brot var framið, um stundarsakir eða í stuttan tíma staddir hér á landi.

III. KAFLI


Skilyrði bótagreiðslu og fjárhæð bóta.


6. gr.


    Það er skilyrði greiðslu bóta að brot, sem tjón er rakið til, hafi án ástæðulauss dráttar ver ið kært til lögreglu og að tjónþoli hafi gert kröfu um greiðslu skaðabóta úr hendi brota manns.
    Umsókn um bætur skal hafa borist bótanefnd innan tveggja ára frá því að brot var framið.

7. gr.


    Bætur vegna einstaks verknaðar skulu ekki greiddar nemi þær lægri fjárhæð en 10.000 kr.
    Fyrir tjón á munum skulu ekki greiddar hærri bætur en 500.000 kr.
    Fyrir líkamstjón skulu ekki greiddar hærri bætur en 5.000.000 kr.
    Fyrir miska skulu ekki greiddar hærri bætur en 1.000.000 kr.
    Fyrir missi framfæranda skulu ekki greiddar hærri bætur en 3.000.000 kr.
    Fjárhæðir samkvæmt þessari grein taka verðlagsbreytingum skv. 15. gr. skaðabótalaga.

8. gr.


    Að öðru leyti en greinir í lögum þessum gilda við ákvörðun bóta almennar reglur um skaða bótaábyrgð tjónvalds, þar á meðal um lækkun eða niðurfellingu bóta vegna eigin sakar tjónþola eða hins látna á tjóninu eða eigin áhættu. Við mat á því hvort lækka beri eða fella niður bætur samkvæmt þessu er heimilt að líta til háttsemi tjónþola eða umsækjanda fyrir brotið, við brotið eða eftir það.
    Bætur fyrir muni skv. 4. gr. má lækka eða fella niður hafi tjónþoli, af ásetningi eða gáleysi, aukið hættu á tjóni með því að láta hjá líða að gera venjulegar varúðarráðstafanir. Sama gildir hafi munir ekki verið vátryggðir, enda hafi almennt mátt ætlast til þess af tjónþola.

9. gr.


    Greiða skal tjónþola bætur samkvæmt lögum þessum þótt ekki sé vitað hver tjónvaldur er, hann sé ósakhæfur eða finnist ekki.

10. gr.


    Frá ákvarðaðri fjárhæð bóta skal draga greiðslur sem tjónþoli hefur fengið eða samið um að fá greiddar frá tjónvaldi, greiðslur sem falla undir almannatryggingar, laun í veikindum, lífeyr isgreiðslur eða vátryggingabætur. Sama gildir um aðra fjárhagsaðstoð sem tjónþoli hefur fengið eða á rétt á vegna tjónsins.
    Endurkröfur á hendur tjónþola skulu ekki greiddar.

11. gr.


    Þegar bótakröfu hefur verið ráðið til lykta með dómi skal greiða bætur með þeirri fjárhæð sem ákveðin var í dóminum, sbr. þó ákvæði 7. gr., 2. mgr. 8. gr. og 1. mgr. 10. gr.
    Í sérstökum tilvikum er bótanefnd heimilt að víkja frá ákvæðum 1. mgr., t.d. ef telja má með réttu að tjón tjónþola hafi ekki að fullu verið ljóst við meðferð málsins fyrir dómi.
    Ákvæði 1. mgr. gildir ekki að því leyti sem tjónvaldur er talinn hafa viðurkennt kröfuna eða fjárhæð hennar undir rekstri máls.

12. gr.


    Þegar tjónþoli hefur lagt fram beiðni um greiðslu bóta til bótanefndar og krafan er til með ferðar í dómsmáli á hendur tjónvaldi eða dæmd í héraði er bótanefnd heimilt að fresta ákvörðun um greiðslu bóta þar til endanlegur dómur liggur fyrir.

IV. KAFLI


Bótanefnd.


13. gr.


    Bótanefnd tekur ákvörðun um greiðslu bóta.
    Í bótanefnd eiga sæti þrír menn sem dómsmálaráðherra skipar til fjögurra ára í senn. Ráð herra skipar einn þeirra formann nefndarinnar og þrjá menn til vara.
    Nefndarmenn og varamenn þeirra skulu fullnægja skilyrðum laga til að hljóta skipun í emb ætti héraðsdómara. Um hæfi nefndarmanna til að fara með mál skal fara eftir reglum laga um sérstakt hæfi dómara.
    Dómsmálaráðherra setur reglugerð um starfsháttu nefndarinnar.

14. gr.


    Bótanefnd er heimilt að krefja tjónþola um hvers konar upplýsingar sem hún telur þörf á við meðferð umsóknar hans, þar á meðal er henni heimilt að kveðja tjónþola á fund nefndarinnar. Jafnframt er nefndinni heimilt að krefjast upplýsinga frá öðrum þeim er þekkja kunna til mála vaxta.
    Þegar um líkamstjón er að ræða getur nefndin óskað eftir því að tjónþoli láti lækni rannsaka sig. Nefndinni er heimilt að fá afrit úr sjúkraskrá tjónþola.
    Nefndinni er heimilt að krefjast yfirheyrslna fyrir dómi.
    Verði tjónþoli ekki innan tilskilins frests við óskum nefndarinnar um framlagningu tiltek inna upplýsinga eða gagna er nefndinni heimilt að ljúka meðferð máls á grundvelli þeirra gagna er fyrir liggja.

15. gr.


    Kostnaður vegna meðferðar máls hjá bótanefnd, þar á meðal vegna rannsóknar sem um getur í 2. mgr. 14. gr., greiðist úr ríkissjóði.
    Í sérstökum tilvikum, svo sem vegna efnahags umsækjanda, er nefndinni heimilt að ákveða að umsækjandi skuli að hluta til eða að öllu leyti fá greiddan kostnað sem hann hefur þurft að bera í tilefni málsins.

16. gr.


    Ákvörðun bótanefndar er endanleg niðurstaða máls á stjórnsýslustigi.

17. gr.


    Þegar umsækjandi hefur gefið rangar upplýsingar eða leynt atriðum sem þýðingu hafa við ákvörðun um greiðslu bóta er heimilt að endurkrefja tjónþola um þá fjárhæð sem hann hefur ranglega fengið með þeim hætti.
    Enn fremur er heimilt að krefja tjónþola um endurgreiðslu bóta ef hann hefur síðar fengið tjón sitt bætt með öðrum hætti.

V. KAFLI


Gildistaka o.fl.


18. gr.


    Lögreglu er skylt að leiðbeina tjónþola um rétt sinn til greiðslu bóta samkvæmt lögum þess um.

19. gr.


    Greiði ríkissjóður bætur samkvæmt lögum þessum eignast hann rétt tjónþola gagnvart tjón valdi sem nemur fjárhæð bótanna.

20. gr.


    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1996 og gilda um tjón sem leiðir af brotum sem framin voru 1. janúar 1993 og síðar.

Ákvæði til bráðabirgða.


    Umsókn um bætur vegna tjóns sem leiðir af broti sem framið er fyrir 1. janúar 1996 skal hafa borist bótanefnd innan árs frá gildistöku laganna.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


I. Inngangur.


    Hinn 6. maí 1993 samþykkti Alþingi þingsályktun um ríkisábyrgð á bótagreiðslum vegna grófra ofbeldisbrota. Ályktunin er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela dómsmálaráðherra að skipa nefnd til þess að athuga hvort taka eigi upp það fyrirkomulag að ríkissjóður ábyrgist greiðslur dæmdra bóta vegna grófra ofbeldisbrota, svo sem kynferðisbrota.“
    Sama ár var lagt fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um að styrkja stöðu brotaþola við meðferð kynferðisbrotamála. Tillagan var svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela dómsmálaráðherra að leggja fyrir Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 19/1991, um meðferð opinberra mála, sem styrki stöðu brotaþola við meðferð kynferðisbrotamála.“ Þessari tillögu var vísað til ríkisstjórnarinnar.
    Hinn 2. desember 1993 skipaði dómsmálaráðherra nefnd „til þess að athuga hvort taka eigi upp það fyrirkomulag að ríkissjóður ábyrgist greiðslur dæmdra bóta vegna kynferðisbrota eða annarra grófra ofbeldisbrota. Jafnframt verður nefndinni falið að athuga hvort setja eigi í lög reglur um nálgunarbann og enn fremur athuga hvort fórnarlamb geti átt betri aðgang að rann sóknarferlinu“.
    Í nefndina voru skipuð Arnar Guðmundsson, skólastjóri Lögregluskóla ríkisins, Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi, Ingibjörg Benediktsdóttir héraðsdómari, Jenný Baldursdóttir, starfs kona Kvennaathvarfsins, Jón H. Snorrason, deildarstjóri hjá rannsóknarlögreglu ríkisins, og Þorsteinn A. Jónsson, skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, sem jafnframt var skipaður formaður nefndarinnar. Ritari nefndarinnar er Högni S. Kristjánsson, fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Arnar sagði sig úr nefndinni vegna anna við önnur störf og Jenný af heilsufarsástæðum. Í hennar stað tók Kristín Blöndal fóstra sæti í nefndinni.
    Nefndin ákvað í upphafi að fjalla fyrst eingöngu um það hvort taka eigi upp það fyrirkomu lag að ríkissjóður ábyrgist greiðslur dæmdra bóta vegna kynferðisbrota eða annarra grófra of beldisbrota.
    Eftir að hafa kynnt sér stöðu mála á hinum Norðurlöndunum um greiðslu ríkissjóðs á bótum vegna afbrota taldi nefndin að umboð sitt samkvæmt skipunarbréfi væri mjög þröngt, þ.e. að einungis væri miðað við dæmdar bætur og að miðað væri við kynferðisbrot og önnur gróf of beldisbrot. Að höfðu samráði við dómsmálaráðherra var ákveðið að umboð nefndarinnar yrði ekki takmarkað við umfjöllun um dæmdar bætur eða að um væri að ræða kynferðisbrot eða önn ur gróf ofbeldisbrot.
    Á frumvarpi og greinargerð, sem nefndin samdi, hafa verið gerðar nokkrar minni háttar breytingar í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu.

II. Almennar athugasemdir.


    Markmið frumvarpsins er að styrkja stöðu brotaþola með þeim hætti að ríkissjóður greiði bætur fyrir líkamstjón og miska vegna tjóns sem leiðir af broti á almennum hegningarlögum, svo og fyrir tjón á munum sem leiðir af slíku broti, enda sé viðkomandi vistaður á stofnun ríkis ins vegna afbrots eða gegn vilja sínum.
    Bætur vegna tjóns, sem leiðir af broti á almennum hegningarlögum og tjónvaldur er dæmdur til að greiða tjónþola, eru í flestum tilvikum ekki raunveruleg verðmæti þar sem tjónþoli hefur í fæstum tilvikum möguleika á að greiða bæturnar og í mörgum tilvikum er ólíklegt að hann hafi í náinni framtíð möguleika til þess.
    Meginákvæði frumvarpsins eru að ríkið greiðir bætur vegna líkamstjóns og miska sem leiðir af broti á almennum hegningarlögum. Almennt er það skilyrði að brotið sé framið innan lögsögu íslenska ríkisins. Verði afleiðing hins refsiverða verknaðar að brotaþoli andist skulu bætur greiddar vegna hæfilegs útfararkostnaðar og bætur vegna missis framfæranda. Frumvarpið gerir ráð fyrir að líkamstjón verði einnig bætt þegar það leiðir af aðstoð við lögreglu vegna handtöku, borgaralegrar handtöku eða því að afstýrt er refsiverðri háttsemi.
    Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að greiddar verði bætur fyrir tjón á munum sem leiðir af broti á almennum hegningarlögum, enda sé tjónvaldur í afplánun í fangelsi, handtekinn í þeim til gangi að hann sæti gæsluvarðhaldsvist, í gæsluvarðhaldi eða vistaður á sjúkrahúsi gegn vilja sínum skv. 13. gr. lögræðislaga eða 22. gr. laga um vernd barna og ungmenna. Í þessum tilvik um skulu bætur greiddar fyrir tjón sem verður á umráðasvæði stofnunar eða meðan á dvöl utan hennar stendur að fengnu leyfi eða í tengslum við strok.
    Það er almenn forsenda þess að bætur verði greiddar samkvæmt ákvæðum frumvarpsins að brotið hafi verið kært til lögreglu og að tjónþoli hafi gert kröfu um greiðslu bóta úr hendi tjón valds. Ákvæði frumvarpsins gilda einnig þótt ekki sé vitað hver tjónvaldur er, hann sé ósakhæf ur eða finnist ekki.
    Meginregla frumvarpsins er að tjónþoli eigi lögvarða kröfu til greiðslu bóta úr ríkissjóði.     Það er einnig meginregla samkvæmt ákvæðum frumvarpsins að allar greiðslur sem tjónþoli fær sem bætur fyrir tjón sitt skuli koma til frádráttar þeim greiðslum sem hann á rétt á að ríkis sjóður greiði. Byggist það á þeirri forsendu að megintilgangur frumvarpsins er að bæta tjón þeirra þolenda afbrota sem ekki fá það bætt með öðrum hætti.
    Almennt fjártjón skal ekki bætt samkvæmt ákvæðum frumvarpsins. Þannig verða ekki greiddar bætur fyrir tjón sem er afleiðing þjófnaðar, fjárdráttar, fjársvika eða annarra sambæri legra brota. Þá gerir frumvarpið ekki ráð fyrir að miski verði greiddur þegar brot varðar einungis við XXV. kafla almennra hegningarlaga.
    Í frumvarpinu er lagt til að ákvörðun um greiðslu bóta samkvæmt ákvæðum þess verði tekin af sérstakri nefnd, bótanefnd. Miðað er við að nefndin ákveði hvort skilyrði bótagreiðslu séu til staðar og fjárhæð bóta. Þegar dómur hefur gengið um bótakröfuna er almennt miðað við að bætur verði greiddar í samræmi við niðurstöður hans.
    Nefndin, sem samdi frumvarpið, hefur ekki reynt að meta hvaða útgjöld það hefur í för með sér fyrir ríkissjóð verði frumvarpið samþykkt sem lög. Á vegum nefndarinnar hefur verið tekið saman yfirlit um dæmdar bætur í málum sem dæmd voru í Héraðsdómi Reykjavíkur árin 1993 og 1994 og mundu falla undir ákvæði frumvarpsins. Sá listi er birtur sem fylgiskjal II með frum varpinu. Þá hefur nefndin fengið frá Rannsóknarlögreglu ríkisins upplýsingar um fjölda mála vegna brota sem leitt geta til greiðslu bóta fyrir líkamstjón eða miska samkvæmt ákvæðum frumvarpsins og komið hafa til rannsóknar árin 1993 og 1994. Sá listi er birtur sem fylgiskjal I með frumvarpinu.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Í 1. málsl. 1. mgr. er lagt til að ríkissjóður greiði bætur vegna tjóns sem leiðir af broti á al mennum hegningarlögum í samræmi við ákvæði frumvarpsins, enda sé brotið framið innan ís lenska ríkisins. Í þessu felst að tjónþoli á lögvarða kröfu á hendur ríkissjóði til greiðslu bóta þegar skilyrði til greiðslu þeirra samkvæmt frumvarpinu eru að öðru leyti uppfyllt. Um mat á fjárhæð bóta og eigin sök tjónþola gilda almennar reglur skaðabótaréttar. Dómur um bætur frá tjónvaldi verður almennt bindandi fyrir bótanefnd. Samkvæmt frumvarpinu gildir sú megin regla að samræmi er á milli kröfu tjónþola á hendur brotamanni og kröfu gagnvart ríkissjóði. Ákvæðum frumvarpsins er einungis ætlað að gilda um tjón sem leiðir af broti á almennum hegn ingarlögum. Sé einungis um að ræða brot á refsiákvæðum í sérlögum, t.d. umferðarlögum fellur tjón sem leiðir af því ekki undir ákvæði frumvarpsins. Það skiptir ekki máli um bótaskyldu sam kvæmt ákvæðum frumvarpsins hvort tjónvaldur eða tjónþoli er íslenskur ríkisborgari eður ei. Það skilyrði að brot sé framið innan íslenska ríkisins þýðir m.a. að brot, sem framið er innan ís lenskrar refsilögsögu en um borð í íslensku skipi eða loftfari, fellur utan gildissviðs 1. málsl. 1. mgr.
    Í 2. málsl. 1. mgr. er undantekning frá þeirri meginreglu að brot, sem leiðir til tjóns, þurfi að hafa verið framið hér á landi. Í þessari málsgrein er lagt til að í sérstökum tilvikum verði heimilt að greiða bætur fyrir tjón sem leiðir af afbroti sem framið er utan íslenska ríkisins, enda sé tjónþoli búsettur á Íslandi eða íslenskur ríkisborgari. Í slíkum tilvikum á tjónþoli ekki lögvarða kröfu á hendur ríkissjóði um að hann greiði bætur, heldur er það heimilt í sérstökum tilvikum. Ætlast er til að þessi undantekningarregla verði túlkuð þröngt. Undir þetta ákvæði gæti m.a. fallið tilvik þar sem brot er framið um borð í íslensku skipi eða loftfari utan refsilög sögu ríkja eða í refsilögsögu annars ríkis, sbr. ákvæði 5. gr. eða 4. tölul. 6. gr. almennra hegn ingarlaga. Hugsanleg greiðsla bóta erlendis frá, þar með talin greiðsla frá viðkomandi ríki, kem ur til frádráttar bótum samkvæmt þessu ákvæði.
    Í 2. mgr. er lagt til að ákvæði frumvarpsins gildi um bætur fyrir líkamstjón sem leiðir af því að lögreglu er veitt aðstoð við handtöku þegar um borgaralega handtöku er að ræða eða því að refsiverðri háttsemi er afstýrt. Í þessum tilvikum er það ekki skilyrði að tjónið verði vegna brots á almennum hegningarlögum. Lagt er til að tjónþoli eigi í þessum tilvikum lögvarða kröfu á hendur ríkissjóði um greiðslu bóta.

Um 2. gr.


    Í 1. mgr. er lagt til að ríkissjóður greiði bætur fyrir líkamstjón og fyrir tjón á fatnaði og öðr um persónulegum munum, þar á meðal lágum fjárhæðum í reiðufé, sem tjónþoli bar á sér þegar líkamstjóni var valdið. Í ákvæðinu er ekki takmarkað hverjir eigi rétt á greiðslu bóta samkvæmt því. T.d. eiga starfsmenn fangelsa og annarra stofnana, þar sem menn sæta vistun gegn vilja sín um, rétt á bótum, sem og hverjir aðrir að skilyrðum frumvarpsins uppfylltum. Í frumvarpinu er ekki lagt til að sérstakar reglur gildi um tjón sem leiðir af broti sem beinist að fjölskyldumeðlimum eða öðrum nánum vandamönnum. Þannig eiga maki og börn sama rétt til bóta og aðrir samkvæmt ákvæðum frumvarpsins. Með líkamstjóni er í frumvarpinu átt við tjón sem getur ver ið grundvöllur til bóta skv. I. kafla skaðabótalaga. Tjón á munum sem verður þegar líkamstjón inu er valdið skal bætt samkvæmt ákvæðinu. Samkvæmt ákvæðinu eru öll líkamstjón sem leiðir af broti á almennum hegningarlögum bótaskyld. Á það einnig við þau tilvik þar sem gáleysi er refsivert. Bótanefnd er ekki bundin af ákvörðunum ákæruvalds um málshöfðun gegn brota manni, hvort heldur er vegna sönnunarstöðu máls, aldurs brotamanns eða af öðrum ástæðum. Bótanefnd metur sjálfstætt hvort verknaðarlýsing viðkomandi hegningarlagaákvæðis, hlutlægt séð, er til staðar, svo og önnur refsiskilyrði. Ef hlutlægar refsileysisástæður eru til staðar (neyð arréttur, neyðarvörn, samþykki) er verknaðurinn ekki refsiverður og getur því ekki leitt til bóta skyldu samkvæmt ákvæðum frumvarpsins. Það er skilyrði fyrir greiðslu bóta á munum sam kvæmt greininni að jafnframt sé um líkamstjón að ræða.
    Í 2. mgr. er lagt til að þegar tjónþoli andast vegna afleiðinga refsiverðs verknaðar skuli greiddar bætur vegna hæfilegs útfararkostnaðar og fyrir missi framfæranda eigi það við. Um út fararkostnað er í þessu tilviki sem og endranær miðað við það hvaða kröfu er unnt að gera á hendur tjónþola, sbr. 12. gr. skaðabótalaga.

Um 3. gr.


    Lagt er til að bætur verði greiddar fyrir miska, nema þegar brot, sem leiðir til miskabóta kröfu, varðar einungis við XXV. kafla almennra hegningarlaga um ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífs. Meginmarkmið frumvarpsins er að ríkissjóður greiði bætur vegna tjóns sem leiðir af ofbeldisbroti eða öðru broti er varðar sjálfsákvörðunarrétt og frjálsræði einstaklings. Af þeirri ástæðu er lagt til að bætur vegna tjóns, sem leiðir af broti á XXV. kafla almennra hegn ingarlaga, falli ekki undir ákvæði frumvarpsins.

Um 4. gr.


    Í 1. mgr. er lagt til að ríkissjóður greiði bætur vegna tjóns á munum sem einstaklingur veldur með athöfnum sínum þegar skilyrði 1.–4. tölul. eru til staðar. Gagnstætt því sem lagt er til um greiðslu bóta vegna muna skv. 1. mgr. 2. gr. er það ekki skilyrði hér að jafnframt hafi verið framið brot sem leiðir til líkamstjóns. Ekki er miðað við að ákvæði þetta gildi um fjártjón sem leiðir af þjófnaði, fjárdrætti eða sambærilegum brotum, heldur að bætur verði einungis greiddar fyrir tjón á viðkomandi mun. Afleitt tjón, svo sem vegna rekstrartaps o.s.frv., fellur ekki heldur undir ákvæðið. Bæði lögaðilar og einstaklingar eiga rétt á bótum samkvæmt ákvæðum greinar innar, sbr. þó ákvæði 5. gr. Skv. 7. gr. eru þó ekki greiddar hærri bætur en 500.000 kr. fyrir tjón á munum vegna einstaks verknaðar og bætur greiðast ekki ef tjónið nemur lægri fjárhæð en 10.000 kr. Skv. 1. málsl. 1. mgr. 1. gr. er það skilyrði bótagreiðslu að tjónið sé afleiðing af broti á almennum hegningarlögum. Eins og varðandi líkamstjón er það ekki skilyrði að vitað sé hver tjónvaldur er, hann finnist eða honum verði ekki refsað af þeirri ástæðu að hann sé ekki sakhæf ur. Þegar ekki er vitað hver tjónvaldur er eða hann finnst ekki er það skilyrði bóta samkvæmt ákvæðinu að til staðar sé sönnun fyrir því að hann sé vistaður á þeim stofnunum er greinir í 1.–4. tölul. Þetta ákvæði gildir einungis um þá sem eru á viðkomandi stofnunum. Þótt maður hafi t.d. verið dæmdur til refsivistar en ekki hafið afplánun er tjón, sem hann veldur á munum, ekki bóta skylt samkvæmt ákvæðum frumvarpsins. Það sama gildir hafi viðkomandi verið dæmdur til skilorðsbundinnar refsivistar, fengið reynslulausn eða náðun, refsivist verið breytt í samfélags þjónustu eða dómþoli afplánar refsivist utan fangelsis, t.d. á meðferðarstofnun, sjúkrahúsi o.s.frv. Það er ekki skilyrði bótaskyldu vegna þeirra er falla undir ákvæði 2. tölul. að beita hafi þurft valdi við handtöku. Varðandi þá sem falla undir ákvæði 3.–4. tölul. þá er það skilyrði bótaskyldu að viðkomandi sé vistaður á viðkomandi stofnun gegn vilja sínum.
    Í 2. mgr. er lagt til að bætur verði greiddar vegna tjóns sem valdið er á umráðasvæði stofnun ar eða meðan á dvöl utan hennar stendur að fengnu leyfi eða í tengslum við strok. Tjónþoli getur t.d. verið annar maður sem vistaður er á viðkomandi stofnun, starfsmaður þar eða gestur. Tjón á munum viðkomandi stofnunar greiðist hins vegar ekki samkvæmt þessu ákvæði.
    Í 3. mgr. er lagt til að heimilt verði að greiða bætur fyrir tjón á munum sem menn valda sem strokið hafa frá sambærilegum stofnunum og greinir í 1. mgr. í Danmörku, Finnlandi, Noregi eða Svíþjóð. Í þessum tilvikum er ekki um lögvarða kröfu að ræða og bótagreiðsla kemur því einungis til að sérstakar ástæður mæli með því, t.d. að viðkomandi hafi þar verið að afplána ís lenskan refsivistardóm.

Um 5. gr.


    Lagt er til að stjórnvöld eða opinberar stofnanir eigi ekki rétt á bótum samkvæmt ákvæðum frumvarpsins og að í sérstökum tilvikum eigi einstaklingar það ekki heldur, þ.e. þegar hvorki tjónvaldur né tjónþoli hafa nein sérstök tengsl við Ísland eða eru hér staddir um stundarsakir, t.d. sem ferðamenn. Með opinberum stofnunum er átt við stofnanir sem að verulegum hluta eða öllu leyti eru fjármagnaðar með framlögum úr ríkissjóði. Einkafyrirtæki falla ekki undir undan tekningarákvæði þessarar greinar og eiga þau þess vegna kröfu á bótum vegna tjóns á munum þegar skilyrði frumvarpsins eru að öðru leyti til staðar.

Um 6. gr.


    Í 1. mgr. er lagt til að það verði skilyrði þess að ríkissjóður greiði bætur að brot, sem leiðir til tjóns, hafi án ástæðulauss dráttar verið kært til lögreglu og að tjónþoli hafi gert kröfu til greiðslu skaðabóta úr hendi tjónvalds. Miðað er við að þetta eigi einnig við þótt ekki sé vitað hver tjónvaldur er, hann finnist ekki eða sé ósakhæfur. Þegar ekki er unnt að fjalla um bótakröfu í sakamáli, t.d. vegna þess að tjón liggur ekki fyrir þegar sakamálið er rekið fyrir dómi, refsi þætti málsins lýkur hjá lögreglustjóra eða með viðurlagaákvörðun eða játningardómi eða ef óhæfileg bið eftir meðferð sakamálsins tefur meðferð bótakröfunnar, er hægt að sækja um bætur beint til bótanefndar, enda hafi bóta verið krafist við rannsókn málsins. Í slíkum tilvikum er ekki nauðsynlegt fyrir tjónþola að höfða einkamál á hendur tjónvaldi vegna bótakröfunnar. Sama gildir ef sakamál er ekki höfðað gegn tjónvaldi, svo sem vegna sönnunarstöðu máls eða ósakhæfis, málið er afgreitt með ákærufrestun eða af öðrum sambærilegum ástæðum.
    Í 2. mgr. er lagt til að það verði skilyrði þess að ríkissjóður greiði bætur að umsókn um þær hafi borist bótanefnd innan tveggja ára frá því að brot var framið.

Um 7. gr.


    Lagt til að ekki verði greiddar bætur þegar tjón vegna einstaks verknaðar nemur lægri fjár hæð en 10.000 kr. Þá er lagt til að hámarksbætur fyrir tjón á munum verði 500.000 kr., fyrir lík amstjón 5.000.000 kr., fyrir miska 1.000.000 kr. og fyrir missi framfæranda 3.000.000 kr. og að þessar fjárhæðir taki verðlagsbreytingum skv. 15. gr. skaðabótalaga.
    Hámark fjárhæða er sett til að takmarka greiðslur úr ríkissjóði. Hvort setja eigi hámark bóta greiðslna úr ríkissjóði er ákvörðunaratriði og jafnframt hvar mörkin eiga að vera. Ljóst má vera að hámark bótagreiðslna vegna líkamstjóns takmarkar verulega greiðslur til tjónþola í mjög al varlegum málum. Er það matsatriði hvort í slíkum tilvikum eigi í stað sérstaks hámarks að miða við reglur skaðabótalaga. Þótt hámark sé lögfest nú er að fenginni reynslu unnt að taka endur skoða slík ákvæði.

Um 8. gr.


    Í 1. mgr. er lagt til að almennar reglur um skaðabótaábyrgð tjónvalds gildi við ákvörðun bóta sé ekki annað tekið sérstaklega fram. Tilgangur ákvæðisins er m.a. að koma í veg fyrir lækkun eða niðurfellingu bóta í tilvikum þar sem tjónþoli hefur verið ögrandi eða farið á eða verið á stað þar sem af reynslu má telja sérstaka hættu á slagsmálum eða öðru ofbeldi. Bætur í slíkum tilvikum verður einungis hægt að lækka eða fella niður í samræmi við almennar reglur skaða bótaréttar um eigin sök og eigin áhættu. Tilvísun til almennra reglna um skaðabótaábyrgð tjón valds vísa m.a. til reglna skaðabótalaga. Lækkunarreglur í III. kafla skaðabótalaga gilda í þess um tilvikum. Lækkun bóta úr hendi tjónvalds getur þó varla komið til þegar um ásetningsverkn að er að ræða. Almennt fer um eigin sök og áhættu skv. 2. mgr. 24. gr. skaðabótalaganna. Um ákvörðun bótafjárhæðar gilda sem meginregla ákvæði I. kafla skaðabótalaganna og um miska 26. gr. þeirra, sbr. þó ákvæði 7. gr., 2. mgr. 8. gr. og 1. mgr. 10. gr. Bætur fyrir miska greiðast þó aðeins að grundvöllur sé til þess samkvæmt dómvenju og í samræmi við almennar reglur skaðabótaréttar. Með vísun til almennra reglna skaðabótaréttar er miðað við að greiddir verði vextir á kröfu í samræmi við gildandi reglur. Um aðilaskipti bótakröfu gilda einnig almennar reglur.
    Í 2. mgr. er lögð til sérstök lækkunarregla varðandi tjón á munum þegar ekki eru gerðar venjulegar varúðarráðstafanir eða munir eru ekki vátryggðir, enda hafi almennt mátt ætlast til þess af tjónþola. Ákvæðið gildir einungis um tjón á munum sem bótaskyld eru skv. 4. gr. Ákvæðið á þannig ekki við um tjón á munum skv. 1. mgr. 2. gr. Sem dæmi um tjón, sem gætu fallið undir þetta ákvæði þar sem bætur eru lækkaðar eða felldar niður, má nefna töku bifreiðar sem stendur ólæst, ekki síst ef hún er á almennu bifreiðastæði, þjófnað á viðskiptabréfum sem varðveitt eru í heimahúsum, þjófnað úr íbúðarhúsi sem stendur mannlaust um lengri tíma án þess að gerðar hafi verið sérstakar varúðarráðstafanir, þjófnað á peningum í ólæstum skrifstof um o.s.frv.

Um 9. gr.


    Lagt er til að bætur verði greiddar til tjónþola þótt ekki sé vitað hver tjónvaldur er, hann sé ósakhæfur eða finnist ekki. Þegar ekki er vitað hver tjónvaldur er eða hann finnst ekki verður bótanefnd að meta sjálfstætt hvort tjón er afleiðing af verknaði sem er refsiverður samkvæmt almennum hegningarlögum og þegar um tjón á munum er að ræða hvort tjónvaldur sé vistaður á stofnun sem tilgreind er í 4. gr. Ákvæði um að bætur greiðist þótt tjónvaldur sé ósakhæfur gildir hvort heldur hann er yngri en 15 ára eða ákvæði 15. gr. almennra hegningarlaga eiga við. Bætur verða ekki greiddar þegar hlutlægar refsileysisástæður eiga við, svo sem neyðarréttur, neyðarvörn eða samþykki. Það er skilyrði bóta að um ásetningsverknað hafi verið að ræða eða refsivert gáleysi, þannig að unnt yrði að refsa tjónvaldi ef hann væri sakhæfur. Auk þess þarf tjónvaldur, þótt hann sé ósakhæfur, að vera skaðabótaskyldur samkvæmt almennum reglum skaðabótaréttar. Krafa um að brot hafi verið kært til lögreglu gildir einnig í þessum tilvikum.

Um 10. gr.


    Í 1. mgr. er lagt til að frá ákvarðaðri fjárhæð bóta skuli draga greiðslur sem tjónþoli hefur fengið eða samið um að fá greiddar frá tjónvaldi, greiðslur sem falla undir almannatryggingar, laun í veikindum, lífeyrisgreiðslur eða vátryggingabætur. Sama gildi um aðra fjárhagsaðstoð sem tjónþoli hafi fengið eða eigi rétt á vegna tjónsins. Ákvæði þessi eru að hluta til frávik frá ákvæðum skaðabótalaga, en samkvæmt þeim lögum koma sumar greiðslur frá þriðja manni til frádráttar bótum en aðrar ekki. Hér er lagt til að það verði meginregla að allar greiðslur frá þriðja aðila koma til frádráttar bótum. Ellilífeyrir og sambærilegar greiðslur koma þó ekki til frádráttar bótum þar sem slíkar greiðslur eru greiddar tjónþola óháð afleiðingum tjóns. Greiðsl ur frá félagsmálastofnunum og sambærilegum aðilum vegna umönnunar og þess háttar koma aðeins til frádráttar kostnaði af útgjöldum fyrir heilbrigðisþjónustu og öðru tjóni skv. 1. gr. skaðabótalaga. Varðandi vátryggingar skal tekið fram að greiðslur úr þeim koma einungis til frádráttar þeim bótaþáttum sem þær varða en ekki bótagreiðslum samkvæmt ákvæðum frum varpsins í heild. Komi greiðslur vegna tjóns, sem draga á frá bótum, til útborgunar eftir að bætur eru ákveðnar og greiddar er heimilt að krefjast endurgreiðslu, sbr. 2. mgr. 17. gr.
    Í 2. mgr. er lagt til að bætur verði ekki greiddar til að greiða endurkröfu á hendur tjónþola. Í 2. mgr. 17. gr. skaðabótalaga er ákvæði um endurkröfu vinnuveitanda á hendur tjónþola vegna líkamstjóns og í 2. mgr. 19. gr. og 1. mgr. 22. gr. sömu laga eru ákvæði um endurkröfur vátrygg ingafélaga á hendur tjónþola. Vátryggingafélag öðlast almennt endurkröfurétt vegna tjóns sem rakið verður til refsiverðs verknaðs. Engar slíkar kröfur greiðast úr ríkissjóði samkvæmt ákvæð um frumvarpsins.

Um 11. gr.


    Í 1. mgr. er lagt til að þegar bótakröfu hefur verið ráðið til lykta með dómi verði bætur greiddar með þeirri fjárhæð sem ákveðin var í dóminum, með þeirri takmörkun þó að ekki verði greiddar hærri bætur en skv. 7. gr., og til frádráttar geta einnig komið aðrar greiðslur er draga skal frá bótum skv. 10. gr. Í þessu sambandi skiptir ekki máli hvort bótakrafan var dæmd í refsi máli eða einkamáli. Með vísun til þess að bótanefnd skuli almennt í störfum sínum fara eftir al mennum skaðabótareglum, þar með talið um ákvörðun bótafjárhæðar, um lækkun bóta eða nið urfellingu þeirra vegna eigin sakar eða áhættu, er dómur bindandi fyrir nefndina þar sem hann hefur metið þessi atriði. Í sérstökum tilvikum er nefndinni þó heimilt skv. 2. mgr. að hækka bæt ur ef telja má með réttu að tjón tjónþola hafi ekki verið að fullu ljóst við meðferð málsins fyrir dómi. Þá er nefndinni heimilt að lækka bætur fyrir tjón á munum samkvæmt sérreglu 2. mgr. 8. gr., og eins og fyrr greinir ber henni við ákvörðun sína að taka tillit til greiðslna skv. 1. mgr. 10. gr.
    Í 2. mgr. er lagt til að bótanefnd geti í sérstökum tilvikum vikið frá ákvæðum um fjárhæð bóta sem dæmdar eru, t.d. þegar telja má með réttu að tjón tjónþola hafi ekki verið að fullu ljóst við meðferð málsins fyrir dómi. Þótt fjárhæðir bóta hafi tekið breytingum skv. 1. mgr. 15. gr. skaðabótalaga frá því dómur var kveðinn upp og þangað til bótanefnd afgreiðir beiðni um bætur er ekki gert ráð fyrir að þessari málsgrein verði beitt til að hækka dæmdar bætur þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 15. gr. skaðabótalaga.
    Í 3. mgr. er lagt til að ákvæðið um að greiða bætur í samræmi við dóm, sbr. 1. mgr., gildi ekki að því leyti sem tjónvaldur er talinn hafa viðurkennt kröfuna eða fjárhæð hennar undir rekstri máls. Þetta á við um kröfur sem tjónvaldur mótmælir ekki eða þegar um er að ræða úti vistardóm í einkamáli þannig að dómur er kveðinn upp í samræmi við kröfu tjónþola. Dómurinn hefur þá ekki eiginlega afstöðu til bótakröfunnar og er miðað við að bótanefnd taki málið til meðferðar samkvæmt almennum reglum. Nauðsynlegt er að í dómi komi skýrt fram hvort og að hve miklu leyti tjónþoli mótmæli skaðabótakröfunni. Hafi tjónþoli krafist sýknu en ekki mót mælt fjárhæð kröfunnar er bótanefnd ekki heimilt að taka sjálfstætt afstöðu til spurningar um bótagrundvöll og um eigin sök eða aðra hlutdeild, en nefndin er þá ekki bundin af þeirri fjárhæð sem dómur kveður á um.

Um 12. gr.


    Lagt er til að bótanefnd geti frestað ákvörðun um greiðslu bóta þegar krafan er til meðferðar í dómsmáli á hendur tjónvaldi eða dæmd í héraði þar til endanlegur dómur liggur fyrir.

Um 13. gr.


    Í 1. mgr. er lagt til að sérstök stjórnsýslunefnd, bótanefnd, taki ákvörðun um greiðslu bóta samkvæmt ákvæðum frumvarpsins. Bótanefnd getur í undantekningartilvikum ákveðið að greitt skuli upp í kröfu fyrir fram ef skilyrði greiðslu bóta eru talin vera fyrir hendi. Þegar dómur hefur verið kveðinn upp í refsimálinu er það ekki skilyrði bótagreiðslu samkvæmt ákvæðum frum varpsins að reynt hafi á greiðslugetu — eða greiðsluvilja — tjónvalds með aðför. Hafi bótakrafan ekki verið dæmd í refsimálinu þarf tjónþoli ekki að höfða einkamál gegn tjónvaldi, heldur getur hann sótt um bætur til bótanefndar. Hið sama gildir þegar ekki er höfðað refsimál gegn tjónþola, t.d. vegna þess að hann er ekki sakhæfur.
    Í 2. og 3. mgr. er lagt til að í bótanefnd verði þrír menn og þrír til vara sem dómsmálaráð herra skipi til fjögurra ára í senn. Jafnframt er lagt til að nefndarmenn og varamenn þeirra skuli fullnægja skilyrðum laga til að hljóta skipun í embætti héraðsdómara og að um hæfi þeirra fari eftir reglum um sérstakt hæfi dómara.

Um 14. gr.


    Í 1. mgr. er lagt til að heimilt verði að krefja tjónþola um hvers konar upplýsingar sem bóta nefnd telur þörf á við meðferð umsóknar hans, þar á meðal er henni heimilt að kveðja tjónþola á sinn fund og einnig er henni heimilt að krefjast upplýsinga frá öðrum þeim er þekkja kunna til málavaxta. Almennt er gert ráð fyrir að málsmeðferð fyrir bótanefnd verði skrifleg, m.a. á grundvelli gagna refsimálsins. Nefndin getur aflað frekari upplýsinga frá tjónþola, tjónvaldi og öðrum og kallað þá fyrir sig til að gefa skýringar. Miðað er við að bótanefnd kynni tjónvaldi um framkomna umsókn og gefi honum kost á andmælum í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.
    Í 2. mgr. er lagt til að bótanefnd geti óskað eftir því við tjónþola að hann gangist undir rann sókn hjá lækni og að nefndinni sé heimilt að fá afrit úr sjúkraskrá tjónþola. Hafni tjónþoli beiðni um læknisrannsókn getur það leitt til þess að beiðni hans um greiðslu bóta verði hafnað.
    Í 3. mgr. er lagt til að bótanefnd verði heimilt að krefjast yfirheyrslna fyrir dómi. Í XII. kafla laga um meðferð einkamála eru ákvæði um öflun sönnunargagna án þess að mál hafi verið höfð að. Í þessari grein er lagt til að bótanefnd geti orðið aðili að slíkri beiðni. Almennt er við það miðað að tjónþoli leggi fullnægjandi gögn fyrir nefndina, en í tilvikum þegar refsimál er ekki höfðað getur í undantekningartilvikum verið nauðsynlegt að teknar séu skýrslur af vitnum fyrir dómi.
    Í 4. mgr. er lagt til að verði tjónþoli ekki innan tilskilins frests við óskum nefndarinnar um framlagningu tiltekinna upplýsinga og gagna sé henni heimilt að ljúka meðferð máls á grund velli þeirra gagna er fyrir liggja.

Um 15. gr.


    Í 1. mgr. er lagt til að kostnaður af meðferð máls hjá bótanefnd, þar á meðal rannsóknum sem um getur í 2. mgr. 14. gr., greiðist úr ríkissjóði. Hér er átt við kostnað sem leiðir af ákvörðunum bótanefndar vegna rannsóknar eða meðferðar máls.
    Í 2. mgr. er ákvæði um að í sérstökum tilvikum verði nefndinni heimilt að ákveða að um sækjandi skuli að hluta til eða að öllu leyti fá greiddan kostnað sem hann hefur þurft að bera af málinu. Miðað er við að almennt þurfi tjónþoli ekki aðstoð lögmanns vegna umsóknar um bætur eða málsmeðferðar hjá nefndinni. Þegar um flókið uppgjör skaðabóta er að ræða verður nefnd inni þó heimilt að greiða tjónþola hæfilega þóknun vegna aðstoðar lögmanns.

Um 16. gr.


    Lagt er til að ákvörðun bótanefndar sé endanleg niðurstaða máls á stjórnsýslustigi. Ákvarðanir nefndarinnar er hægt að bera undir dómstóla samkvæmt reglum um embætt istakmörk yfirvalda og ef tjónþoli á lögvarða kröfu til bóta getur hann borið málið í heild undir dómstóla.

Um 17. gr.


    Í 1. mgr. er lagt til að þegar umsækjandi hefur gefið rangar upplýsingar eða leynt at riðum sem þýðingu hafa við ákvörðun um greiðslu bóta verði heimilt að endurkrefja hann um þá fjárhæð sem hann hefur ranglega fengið með þeim hætti. Í 2. mgr. er lagt til að enn fremur skuli heimilt að krefja tjónþola um endurgreiðslu bóta ef hann síðar hefur fengið tjón sitt bætt með öðrum hætti. Það er ekki skilyrði samkvæmt þessari grein að umsækjandi hafi gerst sekur um refsiverðan verknað með því að gefa rangar upplýsing ar eða leyna atriðum sem þýðingu hafa við ákvörðun um greiðslu bóta. Samkvæmt al mennum reglum um endurkröfu á greiðslum, sem ranglega eru mótteknar, getur gáleysi verið grundvöllur endurkröfu. Það er skilyrði fyrir endurkröfu skv. 2. mgr. að viðkom andi greiðslur frá öðrum hefðu komið til frádráttar bótum skv. 1. mgr. 10. gr. frumvarps ins. Í frumvarpinu eru ekki ákvæði um skyldu tjónþola til að gefa bótanefnd upplýsing ar um bætur sem hann fær síðar frá öðrum vegna tjónsins.

Um 18. gr.


    Lagt er til að lögreglu skuli skylt að leiðbeina tjónþola um rétt sinn til greiðslu bóta samkvæmt ákvæðum þess. Í þessu felst m.a. að lögreglu er skylt að vekja athygli tjón þola á þeim möguleika að ríkissjóður greiði bætur og að skilyrði þess sé að hann geri kröfu um bætur á hendur tjónvaldi í refsimálinu. Er gert ráð fyrir að lögregla afhendi tjónþolum umsóknareyðublað um bætur til bótanefndar.


Um 19. gr.


    Lagt er til að ríkissjóður eignist kröfu á hendur tjónvaldi að því marki sem hann greið ir bætur til tjónþola. Ákvörðun bótanefndar um greiðslu bóta til tjónþola er ekki bind andi gagnvart tjónvaldi, nema bætur hafi verið greiddar í samræmi við endanlegan dóm. Endurkrafa á hendur tjónvaldi getur aldrei orðið hærri en krafa tjónþola gagnvart hon um. Hækkun bóta skv. 2. mgr. 11. gr. er þannig ekki hluti af bindandi endurkröfu á hend ur tjónþola. Greiði ríkið lægri bætur til tjónþola, sbr. 7.–9. gr., en nemur kröfu hans á hendur tjónvaldi á tjónþoli áfram kröfu á tjónvald sem mismuninum nemur.

Um 20. gr.


    Lagt til að ákvæði frumvarpsins öðlist gildi 1. janúar 1996. Jafnframt er lagt til að ákvæði þess gildi um tjón sem leiðir af afbrotum sem framin voru 1. janúar 1993 og síð ar. Skilyrði frumvarpsins fyrir greiðslu bóta gilda að öllu leyti varðandi greiðslur fyrir tjón sem leiðir af afbroti sem framið var fyrir 1. janúar 1996.

Um ákvæði til bráðabirgða.


    Í 2. mgr. 6. gr. frumvarpsins er ákvæði um að umsókn um bætur skuli hafa borist bótanefnd innan tveggja ára frá því að brot var framið. Hér er lögð til sú sérregla að þeg ar um er að ræða tjón sem leiðir af broti sem framið er fyrir 1. janúar 1996 skuli um sókn um bætur hafa borist bótanefnd innan árs frá gildistöku laganna.Fylgiskjal I.


Fjöldi mála sem barst Rannsóknarlögreglu ríkisins árin 1993 og 1994


til rannsóknar vegna ofbeldisbrota.REPRÓ 1 bls.
Fylgiskjal II.


Opinber mál, dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur árin 1993 og 1994,


þar sem krafa var gerð um bætur fyrir líkamstjón og miska.Fylgiskjal III.


Fjármálaráðuneytið,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um greiðslu


ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota.    Tilgangur frumvarpsins er að styrkja stöðu brotaþola með þeim hætti að ríkissjóður greiði bætur fyrir líkamstjón og miska vegna tjóns sem leiðir af broti á almennum hegn ingarlögum, svo og fyrir tjón á munum sem leiðir af slíku broti, enda sé viðkomandi vistaður á stofnun ríkisins vegna afbrots eða gegn vilja sínum.
    Það er mat fjármálaráðuneytisins að frumvarpið feli í sér 20–50 millj. kr. kostnaðar auka fyrir ríkissjóð á ári hverju verði það að lögum. Er þá miðað við niðurstöður úr dóm um á undanförnum árum og jafnframt tekið tillit til þess að ekki liggja fyrir upplýsing ar um tjón þegar um er að ræða mjög alvarleg líkamsárásir, en ætla má að hér sé um verulegar fjárhæðir að ræða. Þá er gert ráð fyrir að kostnaður við bótanefnd, sem mun annast umsjón með framkvæmd laganna, nemi 2–4 millj. kr. á ári hverju.
    Athygli er vakin á því að frumvarpið gildir um tjón sem leiðir af brotum sem fram in voru 1. janúar 1993 og síðar. Þannig mun kostnaðarauki á fyrsta ári taka til uppsafn aðra bóta þriggja ára.