Ferill 126. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 126 . mál.


667. Breytingartillögurvið frv. til l. um grunnskóla.

Frá meiri hluta menntamálanefndar (SAÞ, ÁJ, PBald, BBj, TIO).     1 .     Við 9. gr. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Menntamálaráðherra gerir Alþingi grein fyrir framkvæmd skólastarfs í grunnskólum landsins á þriggja ára fresti.
     2 .     Við 11. gr. Á eftir 3. málsl. 1. mgr. komi nýr málsliður svohljóðandi: Þó er heimilt að skipta sveitarfélagi í fleiri skólahverfi samkvæmt nánari ákvörðun sveitarstjórnar.
     3 .     Við 12. gr. Á eftir 2. málsl. 2. mgr. komi nýr málsliður svohljóðandi: Í sveitarfélögum þar sem skólahverfi eru fleiri en eitt skal áætlun um starfstíma nemenda jafnframt staðfest af viðkomandi sveitarstjórn.
     4 .     Við 19. gr. Á eftir orðunum „aðstöðu fatlaðra“ í fyrri málsgrein komi: aðstöðu til sérfræðiþjónustu við nemendur.
     5 .     Við 20. gr. Orðin „að fenginni umsögn menntamálaráðuneytis og örnefnanefndar“ í síðari málsgrein falli brott.
     6 .     Við 25. gr. Eftirtaldar breytingar verði á greininni:
                   a .     Í stað síðari málsliðar 1. mgr. komi tveir nýir málsliðir er orðist svo: Úr sjóði þessum skulu greidd laun kennara og skólastjóra við grunnskóla vegna námsleyfa allt að einu ári. Heimilt er að veita úr sjóðnum ferðastyrki og styrki til viðbótar námsleyfi.
                   b .     Í stað orðsins „styrki“ í 3. mgr. komi: framlög.
                   c .     Í stað orðsins „styrkveitinga“ í 5. mgr. komi: greiðslu á launum vegna námsleyfa og styrkveitinga, sbr. 1. mgr.
     7 .     Við 27. gr. Í stað orðsins „skulu“ í 4. mgr. komi: skal.
     8 .     Við 30. gr. Í stað orðanna „og eitt Norðurlandamál“ í c-lið 2. mgr. komi: danska (eða annað Norðurlandamál).
     9 .     Við 31. gr. Á eftir fyrsta málslið komi: Skólanámskrá er unnin af kennurum skólans.
     10 .     Við 33. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
                   a .     2. mgr. orðist svo:
                            Ríkinu er skylt að leggja til og kosta kennslu- og námsgögn er fullnægja ákvæðum aðalnámskrár.
                   b .     4. mgr. orðist svo:
                            Námsgagnastofnun skal tryggja að ætíð sé völ á námsbókum og öðrum námsgögn um sem standast kröfur gildandi laga og aðalnámskrár, annaðhvort með eigin útgáfu eða útvegun frá öðrum aðilum. Menntamálaráðherra setur í reglugerð ákvæði um endur gjaldslausa úthlutun námsgagna til nemenda í skyldunámi að fengnum tillögum náms gagnastjórnar.
     11 .     Við 36. gr. Orðin „sem öðru tungumáli“ í 1. mgr. falli brott.
     12 .     Við 55. gr. 2. málsl. 1. mgr. falli brott.
     13 .     Við 57. gr. Eftirtaldar breytingar verði á greininni:
                   a .     Í stað 1. mgr. komi tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                            Lög þessi öðlast þegar gildi og koma að fullu til framkvæmda 1. janúar 1996, enda hafi Alþingi þá samþykkt breytingar á ákvæðum laga um tekjustofna sveit arfélaga og skiptingu skatttekna milli ríkis og sveitarfélaga með tilliti til þeirra auknu verkefna er sveitarfélög taka að sér samkvæmt lögum þessum.
                            Jafnframt falla úr gildi ákvæða laga nr. 49 frá 1991 eftir því sem ákvæði þess ara laga koma til framkvæmda fram til 1. janúar 1996 en þá falla lög nr. 49 frá 1991 að fullu úr gildi.
                   b.     Í stað dagsetningarinnar „1. ágúst 1995“ í 2. mgr. komi: 1. janúar 1996.
                   c.     Í stað orðsins „lög“ á eftir orðinu „skólakostnað“ í 2. mgr. komi: 6. gr. laga.
                   d.     Í stað dagsetningarinnar „1. ágúst 1995“ í 3. mgr. komi: 1. janúar 1996.