Ferill 342. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 342 . mál.


671. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á barnalögum, nr. 20 22. maí 1992.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fékk á sinn fund Drífu Pálsdóttur, skrifstofustjóra í dóms- og kirkjumálaráðuneyti. Málið var sent til umsagnar og bárust munnlegar athugasemdir frá barnaverndarráði og Lögmannafélagi Íslands.
    Frumvarpið hefur það markmið að treysta tengsl foreldris við barn sem ekki hefur forsjá þess. Í 1. gr. er lagt til að umgengnisréttur skv. 37. gr. barnalaga verði rýmkaður og látinn ná til símsambands, bréfasambands og annars hliðstæðs sambands foreldrisins við barnið.
    Í 3. gr. er mælt fyrir um rétt foreldris til að fá upplýsingar um hagi barns hjá hinu foreldrinu og ýmsum stofnunum sem barnið tengist, svo og stjórnvöldum og starfsmönnum er fjalla um málefni barnsins. Fram kom sú ábending frá barnaverndarráði varðandi 2. efnismgr. að ekki væri nægilegt að telja upp félagsmálastofnanir meðal þeirra aðila sem foreldri gæti fengið upp lýsingar hjá því að þær væru ekki til staðar í öllum sveitarfélögum. Lögð er fram breytingartil laga á sérstöku þingskjali til að bæta úr þessu.
    Nefndin telur að frumvarpið feli í sér verulega réttarbót og mælir með samþykkt þess með framangreindri breytingu.
    Eyjólfur Konráð Jónsson og Pétur Bjarnason voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 15. febr. 1995.



    Sólveig Pétursdóttir,     Anna Ólafsdóttir Björnsson.     Björn Bjarnason.
    form., frsm.          

    Ingi Björn Albertsson.     Guðmundur Árni Stefánsson.     Jón Helgason.

Kristinn H. Gunnarsson.